Helgarpósturinn - 11.01.1980, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 11.01.1980, Blaðsíða 10
10 Föstudagurinn 11. janúar 1980. holrj!=írpn^tl irinri bladfamacfur í éinn dag.„. forráöamanna félagsins sjálfs á því aö þarna er pottur brotinn, sem hlýtur aö þurfa aö lagfæra,” sagöi Magdalena Schram, sem geröist blaöamaöur fyrir okkur dag- stund aö þessu sinni. Hún er enginn nýgræöingur I blaöamennsku, var umsjónar- maöur Vöku i Sjónvarpinu heilan vetur og starfaði sem blaöamaður á Morgunblaöinu um tima auk ýmiss konar lausamennsku i þvi starfi. „Astæðan fyrir því aö þetta viöfangsefni varö fyrir valinu hjá mér er einfaldlega þaö, aö um hátiöarnar er ég búin aö hitta marga gamla vini og kunningja, sem búa erlendis en komu heim til aö vera hér yfir hátiöirnar. Þaö sem kom mér þá mest á óvart var aö allt þetta fólk haföi frá einhverju misjöfnu aö segja um viðskipti sin viö Flugleiöir og mér fannst þess vegna ómaksins vert aö vekja athygli landsmanna og Eftirfarandi ferðalýsingar voru ekki leitaðar uppi með það i huga að klekk ja á Flugleiðum h.f., heldur urðu þær kveikjan að umræðuefni þessarar greinar. Hér er um að ræða tilviljunarkennt úrtak farþega, sem eiga það eitt sameiginlegt að hafa sagt sögur sínar á mannamót- um, þar sem undirritaður blaðamaður var viðstaddur. SANNAR SÖGUR Ingveldur Sveinbjörnsdóttir, farþegi meö LL 200, New York til Keflavikur þ. 13. desember s.l. Seinkun 3 klst. Ingveldur haföi upphaflega ætl- aö aö fljúga heim þ. 12. des. en var tjáö meö nokkrum fyrirvara aö flug yröi fellt niöur þann dag. Jóhannes Björnsson, farþegi með LL 203, Luxemburgtil Kefla- víkur þ. 22. desember s.l. Seinkun 7 klst. Maggi Magnús, farþegi meö LL 203, Luxemburg til Keflavfkur 21. des. Seinkun 3 klst. Þegar Maggi tékkaöi inn i Lux- emburg fékk hann brottfarar- spjald fyrir flug númer LL 960. A tölvuskermi, þar sem gefnar eru upplýsingar um brottfarartima o.s.frv., var ekkert minnst á fiug no. 960. Eina flug á vegum Flug- leiða, sem þar kom fram var LL 203 og var engin brottfarartfmi gefinn upp. Farþegar vissu ekki hvenær eöa hvort flogið yröi og engar upplýsingarvoru gefnar um hátalarakerfiö. Einhver i hópnum spuröistfyrir I afgreiðslu Flugleiöa og var þá sagt aö flogið yröi og aö farþegar ættu aö ganga um hiiö no. 18. Maggi fékk þessar upplýsingar meö þvi aö hlera samtal á næsta boröi I kaffiteri- unni en ákvaö þó aö biöa þar til farþegar yröu kallaðir upp i há- talara. Þegar þaö geröist ekki og aörir farþegar fóru hikandi aö tinast aö hliöi no. 18, ákvaö Maggi aö gera slikt hiö sama og varö úr, aö hann komst um borö. Þorsteinn Gislason, farþegi meö LL 203, Keflavlk til New York þ. 29. desember s.l. Um 3 tima seinkun. Brottför samkvæmt áætlun var 17.45 . Þorsteinn hringdi tvisvar til Keflavikur — I seinna skiptiö milli kl. 15 og 16 til aö grennslast fyrir um hvort um seinkun yröi aö ræöa. 1 báöum símtölum var hon- um tjáö aö um enga seinkun yröi aö ræöa. og honum ráölagt aö taka rútuna frá Hótel Loftleiöum á tilsettum tlma, þ.e. kl. 16. Þor- steinn þurfti siöan aö biöa i þrjár klst. eftir brottför eins og áöur sagöi. Eva Bífehli, farþegi meö LL 200, New York til Kefiavikur þ. 22. des. sl. Seinkum um 8. klst. Þegar Eva kom á skrifstofu Flugleiöa á Kennedyflugvelli I New York var þar enginn i af- greislu, en samkvæmt áætlun var brottför kl. 18.30 og nauðsynlegt að tékka inn. Eftir dágóöa biö eft- ir starfsmanni bankaöi Eva á hurö sem merkt var Privat og var þar fyrir starfsmaður sem sagö- ist ekki hafa hugmynd um hvenær lagt yröi af staö. Hún fékk ekki aö tékka sig inn og fór og beið eftir frekari fyrirmælum. Eva sat á- samt öörum væntanlegum far- þegum og beiö, án þess aö heyra nokkurn tima neinar upplýsingar i hátalarakerfi. Laust eftir miö- nætti kom maöur og visaöi þeim aö ganga um borö i rútubfl. Bill- inn ók farþegunum á hótel þar sem þeim var gefinn matur. Var iiöaneftir málsveröinn ekiö beint að flugvél, en brottför varð um 3 leytið um nóttina. Enginn leit á flugmiöa Evu allan timann og er sá miöi enn óskertur. Aths. Af þeim farþegum Flug- leiöa h.f. sem töluðu viö blaöa- mann, kvörtuöu allir undan óliö- legri framkomu starfsfólks og ó- nógum upplýsingum um hvaö væri aö gerast. Óliölegheitin voru áberandi mest gagnvart Evu. Hún haföi aldrei áöur flogiö meö flugfélaginu og kann þvi aö vera án þess umburðarlyndis sem ís- lendingar hafa orðiö aö temja sér i þessum málum. Einnig kann aö vera aö starfsfólk Flugleiöa sýni löndum sínum meiri tillitssemi en útlendingum. Oddi Erlingsson, farþegi meö LL 203 frá Luxeinburg til Kefla- vfkur þ. 13. desember s.l. Sólar- hringsseinkun. Þegar Oddi kom á flugvöilinn i Luxemburg var ljóst aö um ein-' hverja seinkun yröi aö ræöa, Hk- lega um þrjár klst. Eftir biö á flugvellinum var farþegum sagt aö ekki yröi flogiö i bráö vegna þoku. Nokkru seinna var þeim stefnt upp i rútubil og var ekið frá flugvelli og héldu far- þegarnir aö ekiö yröi til Frank- furt. Eftir um hálftima akstur staönæmdist rútan viö bensinstöö þar sem bflstjórinn fór i sima. Eftir simataliö var rútunni snúiö viö og ekiö aftur til Luxemburg þar sem farþegum var komiö fyrir á hóteli. Farþegar rútunnar vissu ekki hvert ferðinni var heit- iö né hvaðan á sig stóö vcöriö þeg- ar snúið var viö. Gömul rússnesk hjón, sem héldu sig vera á leið til New York, brotnuöu saman viö spennuna sem fylgdi feröalaginu. Farþegar gistu á hóteli f Luxem- burg um nóttina en brottför varö eftir hádegi þ. 14. desember. Seinkanir og rangar upplýsingar Athugasemd blaðamanns Þessi dæmi eru öll frá þvi i des- ember s.l. og má e.t.v. bera viö jólaönnum fhigfélagsins. Þó má gera ráð fyrir aö félagið sé undir slikar annir búið eftir margra ára reynslu. Og farþegar, sem ferð- ast meö Flugleiöum h.f. á öörum árstimum, munu kannast viö þessar sögur og geta sagt svipað- ar sjálfir. Seinkanir á brottför flugvéla eru auðvitað ekki nýtil- komnar, það sýndi best viður- nefni Loftleiða, Icelandic always late. Þær keyra nú um þverbak. Dýrmæt jólafri — og reyndar önnur frí, eru stytt oft um heilan sólarhring. Fólk, sem mæta þarf til náms eða almennrar vinnu, kemur of seint og þeir, sem eiga leið i viðskipaerindum eða til mikilvægra funda, þurfa aö gera ráð fyrir allt upp undir sólar- hringstöfum til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Fyrir ulan tima- tap kostar bið eftir flugvélum álag á likama og taugar, sem reynist mörgum ofviða — ekki sist börn- um og eldra fólki. Ferðalag verð- ur kvöl I stað þess að veita á- nægju. En seinkanir eru ekki það eina sem á bjátar. Upplýsingar eru oft alls ekki gefnar, heldur farþegum haldið i algjörri óvissu um gang mála. Eða þá að hreinlega eru gefnar rangar upplýsingar eins og eitt ofannefndra dæma sýnir. Farþegum er stefnt á flugvöll, jafnvel þótt vitað sé að brottför verði ekki fyrr en mörgum timum á eftir áætlun. Þetta á lika við um þá, sem koma á flugvelli til að taka á móti vinum og vandamönnum. Á Keflavikurflugvelli virðist ekki vera fyrir hendi nein simaþjón- usta við viðskipavinina. Tölva, sem á að sýna lendingartima og brottför, segir rangt til. Þegar undirritaður blaðamaður hringdi i farskrá til aö spyrjast fyrir um sumaráætlun, fengust þær upp- lýsingar að hún væri aö visu fyrir hendi en illmögulegt væri að vita hvort hún myndi framkvæmd. „Maður veit aldrei hvort þetta kemur til með að standast.” Und- irritaður blaðamaður átti bókað far frá Frankfurt til Keflavikur i maí s.l. en frétti deginum fyrir brottför að það flug heföi verið fellt niður — ekki frá flugfélaginu sjálfu heldur eftir simtal við kunningja á íslandi og fyrir ein- skæra tilviljun. Söluaðili félags- ins sem undirrituð verslaði við vissi ekkert um , að ekki yrði flogið.... Erfiðleikarnir i rekstri Flug- leiða h.f. hafa verið mikið um- ræddir og eflaust ekki að ósekju. Hallarekstur fyrirtækisins kann aö lenda á rikinu, þ.e.a.s. á okkur öllum, næsta ár, ef dæma má af fréttum. Um er kennt eldsneytis- hækkunum og breyttri stefnu Bandarikjastjórnar i flugmálum Flugleiðir h.f. hafa sagt upp á 4. hundrað starfsmönnum og fækk- að flugferðum yfir Atlantshaf. Til að bæta haginn. Reksturinn er i „alvarlegri endurskoðun.” Að auki virðist loga i ósamkomu- lagi meðal starfsfólksins, sem enn kallar sig Loftleiðafólk eða Flugfélagsfólk. Haft er eftir for- manni Fél. Loftleiðaflugmanna Baldri Oddssyni, að „samein- ingin sé misheppnaðasta til- tæki islenskrar flugsögu.” „Við erum þeirrar skoðunar” segir formaðurinn, „að verið sé að út- rýma öllu sem heitir Loftleiðir.” Og hvað varðar samdrátt og minni sætanýtingu á Atlantshafs- leiðinni segir hann: „Þeir (þ.e. flugmenn) ætluðu sér ekki að koma með neinar kröfur i þessu sambandi, enda væri það ekki þeirra að stjórna fyrirtækinu.” (Mbl. 30. des. 1979.) Það er ljóst af ofanskráðum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.