Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 29.02.1980, Blaðsíða 12
DATSUN SENDI BIFREIÐ # Burðargeta 1200 kg. # Hliðarhurð æt/uð fyrir /yftara með bretti. # Véiin er 2 / (1982 c.c.J 75 Din. ha. og eyðslan er ótrúiega iítii. # Verð um kr. 5.700.000 (tii einkanota) Dieselvél (eins og í Datsun leigubif- Verð um kr. 6.280.000.- reiðum) Kjörinn fyrir t.d.: Hæð undir lægsta punkt 21/5 cm. heildsölu- iðn- og útgerðarfyrirtæki. PICK-UP Burðargeta 1200 kg Verð um kr. 4.080.000 Bíllinn sem bregst þér ekki — enda mest seldi pallbíllinn ípicK-up) á íslandi undanfarin ár INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Sími 33560 Föstudaqur 29. febrúar 1980 HnllJ^rpn<^+l irínn Að búa til vandamál og leysa þau Um sápuóperur og langlífa myndaflokka eftir Guðjón Arngrímssson Myndaflokkar eru afar algengt efni I sjónvarpi. Þaö vita allir sem setiö hafa eina kvöldstund framan viö tækiö. Viö lauslega talningu kemur til dæmis f ljós aö i vikunni sem nú er aö líöa eru um 15 myndaflokkar f islenska sjón- varpinu, og þá eru fréttir og veöurfregnir og álfka fastir þætt- ir, ekki taldir meö. Margir þessara þátta, og tals- vert stór hluti myndaflokka almennt eru fræösluþættir, sem stundum eiga ekki annaö sam- eiginlegt en nafn og timalengd. En aörir, og þeir sem hér eru til umfjöllunar eru leiknir mynda- flokkar um lif ákveöinna leikinna persóna. Ntlna eru nokkrir slikir á dag- skrá Islenska sjónvarpsins. „Dýrlingurinn” er á þriöjudög- um, „Fólkiö viö lóniö” á miöviku- dögum, „Spitalalif” á laugardög- um (þeim þætti var reyndar aö ljúka f bili) og „Húsiö á sléttunni” og „1 Hertogastræti” á sunnudög- um. Sumir þessara þátta, t.d. „Spitalalif” eru ekki framhalds- þættir i beinum skilningi, þaö er, hver þáttur er sjálfstæö eining. Umgjöröin er sú sama, en at- buröir eru prjónaöar af fingrum fram. Þættir eins og „Spitalalíf” hafa gengiö árum saman i banda- risku sjónvarpi, og framleiöend- ur hafa þurft aö „skrifa burt” hinar og þessar persónur sem voru meö I byrjun, vegna þess aö leikararnir hafa þurft aö sinna öörum verkefnum. Aörar breyt- ingar hefur sömuleiöis þurft aö gera. Sami þátturinn í 25 ár 1 islenska sjónvarpinu hafa þættir ekki gengiö lengi ef miö er tekiö af öörum löndum. Til dæmis var þátturinn Crossroads á dagskránni hjá ITV stööinni I Bretlandi þrisvar i viku. Þar er hann búinn aö vera I 25 ár, hvorki meira né minna. Aörir breskir Íiættir sem veriö hafa á skjánum engi eru Coronation Street og Emmersdale Farm. Allir þessir þættir teljast vera sápuóperur, en sápuóperur höfum viö lslend- ingar veriö blessunarlega lausir viö. Oröiö sápuópera varö til i kringum heimilisvandamálaþætti sem sýndir voru siöarihluta dags, vegna þess aö sápu- framleiöendur, sem vildu ná athygli húsmæöra fjármögnuöu gerö einstakra þátta, gegn aug- lýsingum sem skotiö var inn i þættina. Sápuóperur eru fastur liður á sjónvarpsdagskránni beggja vegna Atlantshafsins og eru einkum ætlaöar heimavinn- andi húsmæörum. Operur þessar eru yfirieitt mjög óvandaöar og nánast móögun við húsmæöra- stéttina. í mars hefst sýning á mynda- flokknum „Soap” I islenska sjónvarpinu, og þar gefst landan- um tækifæri á aö kynnast sápu- óDeruforminu. Þáttur þessi er reyndar skopstæling á hinum dæmigerðu sápuóperum, og i honum skýtur upp öllum hugsan- legum vandamálum sem ein fjölskylda getur átt viö aö etja. Þaö er einkenni á dæmigeröum sápuóperuþætti: Höfundarnir koma hetjum sinum i erfiöa aöstæðu, og siöan útúr henni aftur. Búiö. „Undir sama þaki” Eini islenski framhaldsmynda- flokkurinn til þessa, Undir sama þaki, flokkast vart undir sápu- óperu vegna þess aö hann var aöeins sex þættir, en þar var næstum allt sem til þarf. Mátu- lega stór hópur fólks sem býr i sambýli. Meö slikan efniviö er hægt að leika sér takmarkalltið, og spinna endalaus vandamál upp og leysa þau jafnéöum. „Þaö er ekki út I loftiö aö jafn mikið er gert af framhalds- myndaflokkum og raun ber vitni”, sagöi Egill Eövarösson dagskrárgeröarmaöur hjá sjón- varpinu i samtali viö Helgarpóst- inn. „Þetta er ákaflega heppilegt form fyrir sjónvarp, og kemur litiö viö pyngjuna. Myndaflokkar eru ódýrir i framleiöslu, vegna þess aö hægt er aö notast aftur og aftur viö sömu umgjöröina og fólkiö sem vinnur aö þáttunum þjálfast og getur unniö mjög hratt. Stofnkostnaöurinn verður hverfandi litill miöaö viö þaö efni sem unniö er”. Egill, sem var einn aöstand- enda „Undir sama þaki” er dálitiö undrandi yfir aö Islenska sjónvarpiö hefur ekki gert meira af sliku. „Viö geröum á sinum tima 6 þætti á þremur vikum og vorum tilbúnir aö halda áfram. Þættirnir fengu þokkaiegar viötökur og fyrir mjög óverulegar fjárhæöir heföi veriö hægt aö gera mun meira viö þá sviösmynd og persónur sem þarna höföu veriö skapaöar”. Nýr islenskur framhaldsþáttur Helgarpósturinn haföi sam- band viö Hinrik Bjarnason og í

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.