Helgarpósturinn - 23.01.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 23.01.1981, Blaðsíða 4
NAFN: Björgvin Guðmundsson STAÐA: Skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu og borgarfulltrúi FÆDDUR: 13. sept. 1932 HEIMILI: Hlyngerði 1 HEIMILISHAGIR: Eiginkona Dagrún Þorvaldsdóttir og eiga þau sex syni BIFREIÐ: Chevrolet Malibu árg. '73 ÁHUGAMÁL: Stjórnmál og lestur góðra bóka Föstudaqur 23. janúar 1981 tt : f /* „ER KANNSKI FLOKKSMAÐUR AF GAMLA SKÓLANUM” Þú ert sagöur koma viöa viö og toga i ólikustu spotta bak viö tjöidin. Hvaö ertu í mörgum trúnaðarstörfum fyrir Aiþýöu- fiokkinn og í gegnum starf þitt? „Ég hef nú ekki tölu á þvi, svona i fljótu bragöi. En þaö er rétt, að ég kem viöa viö i störfum minum. Hins vegar er ég ekki i eins mörgum nefndum á vegum borgarstjórnar og i tengslum viö starf mitt og fjölmiölar hafa látíö i veöri vaka. Vegna starfa minna i borgarstjórn, er ég i borgarráöi og formaður útgeröarráös og hafnarstjórnar og vegna skrif- stofustjórastööu minnar hjá viö- skiptaráðuneytinuhef ég valist til formennsku i verölagsráöi og i samkeppnisnefnd, sem er i raun undirnefnd verölagsráös. Þetta eru nú helstu póstarnir”. Ei' þaö rik tilhneiging hjá þér aö vilja gina yfir sem fiestu? „Nei, slikt er ekki fyrir hendi. Þvert á móti hef ég sjálfur ekki knúið á um það, að taka þessi störf á mina hendi. Hins vegar þróuðust mál þannig i borgar- stjórninni, eftir fall sjálfstæöis- meirihlutans ’78, að formanns- stööur i hafnarstjórn og útgeröar- ráöi komu i minn hlut, enda var ég sá borgarfulltrúi Alþýöu- flokksins sem haföi hvaö lengst barist fyrir málefnum tengdum þessum stofnunum”. Nú hefur þú verið formaöur verölagsráðs sem áöur hét verö- lagsnefnd, i nokkur ár hvernig eru þessar ákvarðanir teknar hjá verðlagsráði? Eru það geöþótta- ákvaröanir nefndarmanna, ef tii vill teknar undir þrýstingi ýmissa aðiia, hvort þessi fái 10% hækkun og hinn aðeins 5% o.s.frv.? „Þaö uröu þáttaskil i störfum verölagsráös meö nýjum lögum 1. nóvember 1979. Þá var fulltrúum hagsmunaaöila fækkaö en inn teknir tveir fulltrúar Hæstarétt- ar. Þetta hefur leitt af sér, aö ákvaröanir verölagsráös eru nú teknar á mun faglegri grundvelli en áöur geröist. Ráöiö hefur gefiö sér lengri umþóttunartima og ávallt fengiö umsagnir verölags- stjóra áöur en ákvaröanir hafa verið teknar. Vinnubrögö hafa sem sé batnaö á sföustu misser- um og faglega veriö unniö aö þessum málum”. Má þá ætla aö gamla verölags- nefndin hafi ekki unniö faglega? „Undirbúningstimi var þá oft mun minni og vinnubrögðin ekki jafn fagleg. Þaö veröur aö viöur- kennast. Þá voru ef til vill teknar ákvarðanir meö litlum fyrirvara. Einnig held ég að þá hafi störf nefndarinnar boriö meira keim af hagsmunaárekstrum hagsmuna- aöilanna og þvi meira boriö á valdi formannsins — manns ráöherra. Tilkoma fulltrúa Hæstaréttar i verölagsráöiö hefur breytt þessum hlutföllum”. Ef litiö er yfir vettvang borgar- stjórnarmálanna. Ertu ánægöur með störf vinstri meirihlutans, sem af er kjörtimabilinu? Borgarstjórnarmeirihlutinn i Reykjavik, sem eins og kunnugt er samanstendur af Alþýðuflokki, framsókn og Alþýöubandalagi, hefur nú stjórnaö borgarmálefnum I tæp þrjú ár. Sjálfstæöismenn spáöu þvi aö samstarf þessara flokka gæti aldrei gengiö upp, slik yröi miskliöin þeirra i milii. Og upp hafa komið samskiptavandamál sem þó hefur tekist aö leysa. Björgvin Guömundsson borgarfulitrúi hefur veriö oddviti Aiþýöufiokksmanna I borgarstjórnarmál- efnum. Björgvin kemur þó viöar viö i valdakerfinu. Hann er einnig skrifstofustjóri I viöskiptaráöuneyt- inu og sem slikur gegnir hann formennsku I verðlagsráöi. Hann hefur einnig oröiö fyrir harkalegri gagnrýni af hendi samflokksmanns sins, Vilmundar Gylfasonar, sem segir Björgvin og hans Hka, skita-‘ pakk Alþýöufiokksins. Þaö er Björgvin Guömundsson sem er i Yfirheyrslu Helgarpóstsins aö þessu sinni. „Já, ég er nokkuö ánægöur. Samstarfiö hefur tekist vel, þegar litiö er til þess aö þarna starfa saman þrir ólikir stjórnmála- flokkar. Þaö má t.d. gera saman- burö á þessu samstarfi Alþýöu- flokks, Alþýöubandalags og Framsóknar i borgarstjórninni annars vegar og i rikisstjórn hins vegar. Á þessum tæpu þremur ár um, sem vinstri ílokkarnir hafa starfað saman i borgarstjórninni hafa þegar verið drepnar tvær framtiðarspár Sjálfstæðisflokks- ins um borgarstjórnarsamstarf- ið. 1 fyrsta lagi hefur það verið rækilega afsannað, 'að þessir flokkar færu með fjármál borgar- innar út á kaldan klaka. Þvert á móti heíur f jármálastjórn borgarinnar siðustu ár verið með ágætum. 1 öðru lagi hefur glund- roðakenning ihaldsins verið drep- in, þvi samstarfið milli þessara þriggja flokka hefur veriö betra en samstarfið innan Sjálfstæðis- flokksins meðan hann var við stjórnvölinn svo ég tali nú ekki um ástandiði herbúðum flokksins i dag”. Nú hefur þó stundum hrikt i stoðum meirihlutans og þá þaö veriö Alþýöuflokkurinn sem veriö hefur brokkgengur, sérstaklega Sjöfn Sigurbjörnsdóttir annar borgarfulltrúi flokksins. Ræöur þú ekkert viö Sjöfn og uppátæki hennar? „Þaö er rétt, aö smávegis hnökrar voru á samstarfinu i fyrstu en allt gengiö vel i seinni tiö. Þaö var ágreiningur um eitt eöa tvö mál milli okkar Sjafnar. Þar ber auövitaö hæst afstaöan til sameiningar Laxárvirkjunar viö Landsvirkjun, en Sjöfn felldi þá sameiningu innan borgar- stjórnarinnar, þrátt fyrir sam- stööu annarra fulltrúa meirihlut- ans. Þetta var hins vegar fyrst og fremst ágreiningur innan Alþýðu- flokksins, en ekki innan meiri- hlutans sem sllks og þaö er rétt sem Sjöfn hélt fram, aö þarna var ekki um aö ræöa eiginlegt meiri- hlutamál, sem skipti sköpum um frekara samstarf flokkanna þriggja i borgarstjórninni. Ég varö þó fyrir vonbrigöum meö af- stööu Sjafnar I þessu máli og þetta skemmdi dálltiö fyrir sam- starfi flokkanna. Þetta hefur þó allt jafnaö sig og lagast eins og ég nefndi”. Hefuröu náö aö róa Sjöfn og skóla hana til? „Viö Sjöfn Sigurbjörnsdóttir höfum átt ágæta samvinnu og náð aö þróa gott samstarf okkar I milli og því betur sem timar hafa liöiö. Milli okkar er náiö samstarf og viö ræöum t.a.m. saman fyrir hvern borgarstjórnarfund, og berum saman bækur okkar. Ætli megi ekki segja aö við höfum lært betur með timanum aö taka tillit til skoðana hvors annars. ' Er þaö þin trú aö vinstri meiri- hlutinn nái aö hanga saman út kjörtlmabiiiö og jafnvei halda meirihluta sinum i næstu kosningum? „Ég er þess alveg fullviss aö meirihlutinn stendur út þetta kjörtimabil og sé þvi ekkert til fyrirstööu aö þaö samstarf haldi áfram eftir næstu kosningar. Ekki óttast ég, aö Sjálfstæðis- flokkurinn nái meirihluta aftur á næstunni. Sá flokkur er klofinn I tvennt og jafnvel óvist aö hann standi sameinaöur aö framboöi I næstu kosningum”. Nú hefur þaö stundum legiö i loftinu, aö þin Ieiö myndi liggja út i landsmálapólitikina, en þaö hefur aldrei oröiö. Hvers vegna? „Ég er búinn að starfa aö borgarstjórnarmálefnum frá 1962, þegar ég varö varaborgar- fulltrúi og hef veriö borgarfulltrúi frá 1970. Hef verið lengur i borgarstjórn en ég haföi ætlað mér. Ég haföi ákveöið aö hætta 1978 en mál skipuöust á þann veg, að ég breytti um skoðun og gaf kost á mér. Þaö hefur veriö venja i Alþýöuflokknum, þótt slikt sé ekki haft i heiöri hjá öörum flokk- um, aö menn séu ekki samtímis i borgarstjórn og á Alþingi og dreifi þannig kröftum sinum. Ég > hef enga ákvöröun um þaö tekiö hvort ég fari út I landsmálapóli- tikina þegar störfum mlnum i borgarstjórn lýkur, og heldur ekki ákveöiö hvort ég veröi i kjöri viö næstu borgarstjórnarkosning- ar. Þaö er staöreynd, aö fylgi Al- þýöuflokksins hér I Reykjavik hefur veriö minna i borgar- stjórnarkosningum, en þing- kosningum. Má ætia aö þitt fram- boö sé veikara en kandidata á. þinglistanum? „Ég vil nú minna á ,að áriö 1970 fékk Alþýöuflokkurinn meira fylgi i borgarstjórnarkosningun- um en i þingkosningunum 1971 þannig aö þetta hefur ekki ávallt verið eins og þú segir. Hitt er rétt, aö öllu jöfnu fær Alþýöuflokkur- inn meira fylgi I þingkosningum, en í borgarstjórnarkosningum. Þetta hefur hins vegar veriö svona i áratugi og hefur þvi ekk- ert breyst i þessa átt meö minni tilkomu i borgarstjórnarpólitik- ina”. En rennir þú hýru auga til þingsins og landsmálavettvangs- ins? Nei, ekki á þessari stundu. Ég hefi engar sérstakar ráðageröir uppi um aö leita eftir kjöri til Al- þingis”. Nú er sagt aö þú hafir safnaö i kringum þig fámennum og traustum hópi jábræöra sem þú hygiir I krafti valda þinna en þeir siöan myndi kosningamasklnu fyrir þig I prófkjörsslagsmálum. Er þetta rétt? „Ef traustir og góðir Alþýðu- flokksmenn I Reykjavik sem mig styðja eru einhver maskina þá má orða það svo aö maskína styðji við bakiö á mér. Prófkjör Alþýöuflokksins eru hins vegar opin öllum og þvi utanflokks- menn sem hafa i raun úrslitaáhrif varöandi niðurstööur þeirra. Þvi er ljóst að þaö voru fleiri en traustir og gegnir flokksmenn sem fylgdu mér aö málum I próf- kjörinu 1978”. Nú er sagt aö völd þin I stjórn- kerfinu séu arfur frá bitlingapóli- tik Alþýðuflokksins á viöreisnar- árunum. Þin sól hafi farið aö risa þá og aö viöreisnardraugurinn fylgi þér ennþá og sá þanka- gangur sem þá réö rikjum innan flokksins? „Þetta er fráleitt. Ég hef starfaðí Alþýöuflokknum frá 1949 eða yfir 30 ár og min hugsjón er sprottin upp úr verkalýðsstétt enda ég verkamannssonur. Ég er kannski flokksmaður af gamla skólanum, þvi ég hef unniö mig upp innan flokksins en ekki eins og sumir aörir Alþýöuflokksmenn fengið allt á silfurfati. Ég hef oröiö að vinna sjálfur innan flokksins fyrir þeim trúnaöar- störfum sem mér hefur veriö treyst fyrir. En ertu I eöli þlnu veikur fyrir bitlingum og sækist þar af leiöandi stlft eftir þeim? „Nei. Ég vlsa þvi frá! Staö- reyndin er hins vegar sú, aö þeir sem veljast til forystu fá oft á hendur fleiri störf, en þeir vilja sjálfir hafa á sinni könnu. Slik hefur oröiö þróunin hjá mér, sér- staklega eftir aö núverandi meirihluti varð til innan borgar- stjórnarinnar. Ég var einn þeirra i borgarstjórnarflokki Alþýöu- flokksins sem haföi langa reynslu af störfum innan borgarstjórnar og þvi hlóðust ef til vill fleiri störf á minar herðar en eðlilegt heföi veriö. Þaö er fullljóst aö ekki eru allir samflokksmenn þinir jafn ánægöir meö þig og störf þin á vegum flokksins. Vilmundur Gylfason þingmaöur Alþýöu- flokksins hér I Reykjavik gekk meira aö segja svo langt aö nefna þig og þina lika sem skitapakk. Hvaö viltu segja um þetta? „Þaö er viðfangsefni sál- fræðinga aö lesa úr oröanotkun þingmannsins i þessu tilfelli. Það er ekki á mínu færi aö skýra til- gang eða eðli orða sem þessara. Þar veröa sérfræðingar á sálar- sviðinu aö taka viö”. En hvers vcgna heldur þú aö Vilmundur hafi valiö þér þetta orð — skitapakk? „Hvað ég held. Þaö er erfitt að átta sig á þingmanninum, en eins og mönnum er kunnugt þá birti þingmaöurinn þessi orð i frétta- bréfi til flokksmanna, þar sem hann var að reyna að skýra or- sakir ósigurs sins i kosningu til varaformanns Alþýöuflokksins. Þau úrslit uröu þingmanninum mikil vonbrigöi og skýringa var viöa leitaö og mörgum kennt um og þar á meðal mér. Hann þurfti þvi aö koma höggi á marga i þessu fréttabréfi og ég fékk minn skammt. I þessu sambandi get ég þó tekiö fram, aö ég tók sáralitinn þátt i kosningaslag þingmannsins og Magnúsar H. Magnússonar. Það eru þvi hugarórar þing- mannsins aö ég hafi barist sér- staklega gegn honum og stuðningsmönnum hans”. En varstu sár og fannst þér sól þin iækka vegna þessarar nafn- giftar sem hann valdi þér — skltapakk? „Nei, ekki þar sem þaö kom frá þessum þingmanni. Ég heföi ef til •vill orðiö sár og leiöur ef slikt heföi komið frá vönduöum og gegnum flokksmanni”. Ertu ánægöur meö þróunina i Alþýöuflokknum siöustu árin? „Nei, ekki fyllilega. Ég tel aö meö tilkomu hinna mörgu nýju þingmanna flokksins hafi veriö fariö um of út á braut auglýsinga- mennsku og hugsað meira um þá hliöina en baráttuna fyrir mál- efnunum. Upphlaup og aug- lýsingamennska hafa um of ein- kennt störf margra hinna nýrri þingmanna flokksins á siðustu ár- um. Þaö er þvi mál til komið að Alþýðuflokkurinn láti af þessari upphlaupsstefnu sinni og veröi á ný ábyrgur stjórnmálaflokkur. í stjórnarandstöðu sinni á hann að vera ábyrgur og taka jákvæða af- stööu til góöra mála en ekki vera meö sjálfkrafa hávaða og læti út af öllu því sem rikisstjórnin tekur sér fyrir hendur. Hins vegar ber þó auðvitaö aö gagnrýna, þaö sem gagnrýni er vert. Jafnframt finnst mér sem flokkurinn hafi i stjórnarandstööu sinni veriö of fastur viö Geirsmenn i Sjálf- stæðisflokknum og eigi þaö þvi á hættu að klemmast alveg upp viö Sjálfstæöisflokkinn. eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.