Helgarpósturinn - 23.01.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 23.01.1981, Blaðsíða 9
9 halrjarprtcrh irinn Föstudagur 23. janúár 1981. TAUGATITRINGUR I LEIKHÚSHEIMINUM Þaö hefur verið kynlegur taugatitringur i leikhúsheim- inum þaö sem af er vetrinum, og liggja eflaust til þess fleiri en ein ástaeöa. Leikarar og leik- stjcírar hafa veriö i verkfalli hjá rikisfjölmiðlum og haft nokkuö hátt með köflum, en þegar þetta er skrifaö virðist séö fyrir endann á þeirri deilu meö sam- komulagi sem ekki hefur veriö birt. Or þvi sættir hafa tekist hlýtur einhverskonar mála- miölun aö hafa veriö gerö. Þó óþol leikara hafi stundum veriö spaugilegt, til dæmis þegar þeir fyrtust viö saman- burö á kostnaði viö áramóta- þætti sjónvarpsins undanfarin tvö ár, þá er þess ekki að dyljast að þeir hafa ærin umkvörtunar- efni. Hlutdeild leikinna islenskra verka i dagskrá rikis- fjölmiðlanna hefur minnkað verulega, einkum i sjónvarpi, og er só þróun vissulega iskyggileg. Þar er þó ekki ein- vöröungu viö forsjármenn RikisUtvarpsins aö sakast, þvi þeim er fjármagn til dagskrár- geröar afarnaumt skammtaö, og er raunar hneisa hvernig fjárveitingavaldið býr að þessari áhrifamestu menningar stofnun landsmanna. Á hítt er einnig að h’ta, aö eftir þvi sem kostnaöur eykst viö hvert nýtt verkefni, meöal annars vegna hækkandi launagreiðslna, þá er hætt viö aö fækka veröi verk- efnum nema hækkun framlaga haldist ævinlega i hendur við hækkun kostnaöar, sem vita- skuld væri æskilegt. Samningamál leikara hafa litillega veriö til umræöu i þessu blaöi og viöar og skal ég ekki blanda mér i þær deilur. Afturá- móti hafa ákveðnir þættir þessara samninga lengi vakiö mér furöu. Mér skilst aö tekið sé fram i samningum viö RikisUt- varpiö aö æfingatimi leikrita skuli miöaöur viö æfingatima fastráöinna leikara i atvinnu- leikhUsum, þannig aö æfingar hefjist ekki fyrren vinnudegi þeirra I ÞjóöleikhUsinu og Iönó er lokiö. Hinsvegar er mér ekki kunnugt um hvort einnig er tekið fram I samningum viö leikhUsin aö æfingar þar skuli ekki standa lengur er svo, aö leikarar hafi tlma til aö hendast niðri Utvarp eða inni sjónvarp, en ekki kæmi mér þaö á óvart. Þessi tilhögun finnst mér satt að segja fjarstæð. Ég get vel skiliö og fallist á, að I viölögum þurfi aö fá fastráöna leikara viö atvinnuleikhUsin til að taka aö sér hlutverk I rikisfjölmiölum, en aö gera þá háða þessum leik- urum er hrein fásinna á sama tima og tugir velmenntaöra leikara (þeir eru vist um 80 talsins) ganga atvinnulausir og fá sjaldan eöa alrei aö reyna kraftana. Mér er raunar full- komiö undrunarefniaö stofnanir einsog ÞjóöleikhUsiö og RikisUt- varpiö skuli láta bjóöa sér uppá slik býti eöa sætti sig viö þau. Báðar stofnanir eiga kröfu á þvi aö launaðir starfskraftar þeirra komi til leiks óþreyttir og óskiptir. Mergurinn málsins er sá, aö löngu er orðiö timabært aö koma hér á fót sjálfstæöu fjöl- miölaleikhUsi einsog tiökast meö öörum þjóöum, leikhópi sem skipaöur sé leikurum sem ekki eru I föstum störfum hjá leikhdsunum og geta þvi helgaö sig verkefninu heilir og óskiptir. Sá fjölmenni hópur I Félagi Islenskra leikara sem gengur verkefnalaus ár eftir ár á heimtingu á þvi að þannig veröi um hnUtana bUiö, og meöan svo er ekki eiga þessir leikarar kröfu á aö sitja fyrir um verk- efni hjá rikisfjöhniölunum. Taugatitringurinn sem komið hefur fram vegna gagnrýni á ÞjóöleikhUsiö i vetur hefur vakið furöu margra, og þá ein- kanlega sU viöleitni ráöamanna leikhUssins að stööva leikgagn- rýni í Utvarpinu, sem er þó eitt merkilegastanýmæliö I störfum þeirrar hálfstöönuöu stofnunar. Menn sem ekki þola gagnrýni, þó hUn sé ó'vægin og jafnvel óréttlát, án þess aö heimta rit- skoðun hafa aö minu mati hrapallega misskiliö forsendur lifandi og frjósams menningar- lifs. Minnkandi aðsókn aö Þ]óö- leikhUsinu að undanförnu, á sama tima og Leikfélag Reykjavlkur heldur I horfinu, bendir óneitanlega til þess aö maökur sé kominn I mysuna, en ekki ætla ég mér þá dul aö bera fram skýringu á þessu fyrir- bæri, allra sist einhllta. SU get- gáta er samt nærtæk aö ein- hverskonar timabundin eða kannski varanleg stöönun hafi átt sér staö, sem kynni meöal annars aö vera tengd ákaflega litlum mannaskiptum I leikara- hópi hUssins. Mér er náttUrlega kunnugt um aö fastráönir leikarar eru ekki æviráönir, en I reynd virðist þaö vera svo að leikarar á A-samningi séu ekki látnir hætta nema þeir hafi brotiö af sér. Þetta veitir um- ræddum leikurum fjárhagslegt öryggi, sem ekki ber aö lasta, en það kynni hinsvegar aö standa listrænni viðleitni hUssins fyrir þrifum. Þaö er nefnilega al- kunna aö langur starfstími og mikið öryggi hafa tilhneigingu til aö slæva þann eldmóö og brennandi áhuga sem aö ööru jöfnu einkennir þá sem veröa aö sanna veröleika sina og tilveru- rétt meö hverju nýju verkefni. Ég verð aö játa aö ég sakna iöu- lega þess eldmóös sem mér fannst þrátt fyrir allt auðkenna ÞjóðleikhUsiö á bernskuárum þess. Þegar ég segi „þrátt fyrir allt” á ég viö, aö listræn stjórn þess og verkefnaval heföi mátt vera mun betra. Ég er hreint ekki aö gefa I skyn að leikarahópur Þjóðleik- hUssins valdi ekki þeim verk- efnum sem honum eru fengin, heldur einungis aö benda á hugsanlega orsök ákveöinnar þreytu eöa deyfðar sem varla hefur fariö famhjá velunnurum hUssins. Ég er ekki þeirrar skoöunar aö leggja beri at- vinnuleikhUsin niður til aö tryggja viögang leiklistar I landinu. Ef svo óliklega skyldi vilja til, að þau séu aö tærast upp, þá bera þau dauðann i sjálfum sér og veröa á endanum sjálfdauö, hverju guð og lukkan foröi okkur frá, en nýir hópar taka upp merkið. Neisti leik- listarinnar er þess eðlis aö hann verður ekki kæföur, þó tilteknar stofnanir kunni aö staöna eða byrgja hann i bili. Honum slær bara niður annarsstaöar og tendrar ný bál. Kannski er þaö aö gerast I Alþýðuleikhúsinu og Breiðholtsleikhúsinu núna, hvað veit ég? Ósk min til þessara nýgræðinga, hvort sem þeir eru að skáka gömlu leikhúsunum eða ekki, er sú, aö eintrjánings- háttur og sjálfstignun verði þeim ekki fjötur um fót eöa leiöi þá i þær ógöngur sem einhliða rækt viö afmarkaöa þætti mannlifsins felur I sér. Heimir Pálsson—Hraf n Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. AAat+hias- dóttir — Páll Heiðar Jónsson — Sigurður A. AAagnússon — Þráinn Bertelsson lyf þessara manna dýr og þeir þurfa á þeim aö halda daglega. „Þessir menn geta ekki unnið hér á Litla-Hrauni og eru þvi algjörlega peningalausir,” sagði hann. „Vinnuhælið veröur aö leggja Ut fjármagnið vegna lyf ja- kaupanna og skuldfæra upphæðina á reikning þessara einstaklinga.” Þetta þýðir einnig, að þessir menn geta ekki leyft sér ýmislegt það sem aðrir fangar á Litla- Hrauni geta. Það kostar t.d. pen- inga að hringja til fjölskyldu og kunningja, kaupa gos, sætindi og tóbak. Þessir geösjúku og óvinnu- færu fangar eru þvi algjörlega komnir upp á náð og miskunn fangavarða með vörur og þjónustusem þessa. „Við reynum aö láta þá hafa eitthvað af þess- um vörum”, sagöi fangelsisstjór- inn. Helgi Gunnarsson staöfesti aö lyfja- og vöruskuld þessara manna skipti hundruöum þúsunda gamalla króna á ári. „Þaö er sem sé ekki nóg að þessir menn séu vistaðir i fangelsi, þar sem þeir eiga hreint ekki heima vegna sjúkdóma sinna, heldur eru þeir i raun mun Sálsjúkir fangar þurfa að greiða fyrir lyfin sin: SKULDA MILLJÓNIR Geðsjúkir fangar sem hafa verið vistaðir á Litla-Hrauni, þar eð engin sjúkrastofnun I landinu getur tekið við þeim, verða að greiða sjálfir fyrir öll lyf sin. Þarna er um að ræða fjóra menn, sem vegna eðlis sjúkdóma sinna verða að ganga fyrir lyfjum meira og minna. Þessir menn eru jafnframt óvinnufærir og þvl tekjulausir, þannig að vinnuhælið á Litla-Hrauni verður að leggja út fyrir lyfjum þeirra, en upphæðirnar siðan skuldfærðar á þá. Hilmar Helgason, formaöur fangahjálparinnar Verndar sagði i samtali viö Helgarpóstinn, að þaö væri hreint furöulegt aö sjúk- ir menn sem þessir, sem i raun ættu hvergi annars staðar að vera en á sjúkrahúsi, fengju ekki nauðsynleg lyf endurgjaldslaust. „Þeir hafa einhvern veginn dottið milli þils og veggjar i kerfinu,” sagði Hilmar, „og veriö kippt Ut úr sjúkratryggingakerfinu. Viö hjá Vernd höfum lagt fast aö yfir- völdum aö kippa þessum málum I liöinn og munu þau nú vera til skoöunar.” Aö sögn Helga Gunnarssonar, fangelsisst jóra á Litla-Hrauni eru verr settir en aörir fangar,” saeöi Hilmar formaöur Verndar. HelgiGunnarsson tók i sama streng og sagöi vinnuhæliö ekki geta veitt þessum mönnum þá aöhlynningu og læknisþjónustu sem þeir þyrftu. A Litla-Hrauni væri engin aöstaöa til sliks. Skuldir þessara manna hækka þvi með ári hverju og ef þessir menn læknuöust af sjúkdómum sinum og ættu þess kost að veröa á ný nýtir þjóöfélagsþegnar, þá yröu þeir fyrst af öllu aö ganga frá milljóna peningaskuld viö Lit.la-Hraun. „HUn er mörg þverstæðan I þjóöfélagi okkar,” sagöi Hilmar Helgason. „En þetta er hneysa. Þetta eru algjör olnbogabörn I þjóöfélaginu. Ég trúi ekki ööru en þetta veröi leiörétt og aö þessir menn geti aö minnsta kosti um frjálst höfuð strokið fjárhagslega, en þurfi ekki að hafa stórar fjárhagsáhyggjur beinlinis vegna veikinda sinna.” VETTVANGUR Einvígið um brennivínið ungmennafélaganna eru óneitan- lega dálitið hæpin „á þessum siöustu og verstu timum”. Um SigmarB. Hauksson gegnir öðru máli. Þessi Don Quijote is- lenskrar pressu haföi vart slitiö fermingarfötunum, þegar hann var orðinn frægur fyrir aö þenja sig um flest þaö sem almættinu haföi þóknast aö skapa. Meö dularfullu seiðmagni hins kjaft- gleiða auönuleysingja hefur honum tekist að „snakka” sig inná útvarpið, stjórnendum dag- Undanfarið hafa allmiklar umræður átt sér stað um áfengis- mál, bæði i fjölmiðlum og manna á meðal. Þetta er þvi gleðilegra, þegar þess er gætt, að umræður þessar hafa yfirleitt farið fram i samræmi við alvöru málsins. Vitað er að ekki færri en 10% landsmanna eru alkoholistar og önnur 10% eiga við veruleg áfengisvandamál að glima, eru meö öðrum oröum tilvonandi alkoholistar. Þar við má svo bæta þeim tugum þúsunda, sem liða vegna drykkju sér nákominna. Skyldi yfirhöfuð nokkur hræöa i þessu landi hafa sloppið við kval- ræði af völdum vins? 1 Helgarpóstinum 16. janúar var svokallaö einvigi um brenni- vinið. Þar mættu til leiks tveir kunnir menn, þeir Halldór frá Kirkjubóli og Sigmar B. Hauks- son. Halldór frá Kirkjubóli hefur áratugum saman bent fólki á skaðsemi áfengis. Fyrir þaö er hann alls góðs maklegur. En rök skrárgerðar þess til ævarandi háöungar, sjálfum sér til skamm- ar og vitibornum útvarpshlust- endum til leiðinda. En nú er svo komið að Sigmari B. Haukssyni er ekki nóg aö Ut- hrópa „visku” sina á öldum ljós- vakans. Nú þykir honum hæfa að kynna sig sem sérfræöing i vini. Sem sllkur gengur hann til hólms gegn Halldóri frá Kirkjubóli. Aö visu má það til sanns vegar færa, að Sigmar veit ýmislegt um vin, þ.e.a.s. á sömu forsendum og ég og aðrir alkoholistar. Hann veit hvernig á að drekka sig fullan og er ekki nema gott eitt um þaö aö segja. Hitt er svo annaö mál, aö maður sem telur sig einhvers- konar menningarfyrirbrigöi, delerandi á skemmtistööum eins og ákaflega kambrauöur en átta- villtur hani, ætti að sjá sóma sinn i þvi, að minnsta kosti þegar jafn örlagarik mál og áfengismál ber á góma, aö þegja þegar aörir tala. Pjetur Hafstein Lárusson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.