Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 10
10 Þetta er altari Samedis baróns, en hann er guö framliöinna. Flöskurnar eru áiitnar bústaöir vúdú-anda. i hugum margra jafngildir vúdú kynlifssvalli og svarta- galdri. Þetta þekkist að visu við vúdddýrkun en vúdú er annaö og meira, hárþóuö trúarbrögö en ekki djöfladýrkun. i vúdú-trú, eins og menn aö- hyllast hana á Haiti, einni eyja Vestur-India, sameinast róm- versk-kaþólskir siöir trúar- brögðum Afrikumanna og indi- ána Mið-Ameriku ásamt evrópskri hjátrú sem spænskir og franskir innflytjendur fluttu meö sér. Spánverjar réðu eynni frá 1510 til loka sautjándu aldar en næstu hundraö árin héldu Frakkar um stjórntauminn. A þessu tfmabili varö vúdú til. 1 lok átjándu aldar hafði vúdú- siður fest sigi sessi. Uppreisnin, sem batt enda á valdatimabil Frakka, hófst með vúdú-athöfn. Þetta gerðist 14. ágúst 1791 og presturinn sem stýrði athöfn- inni hét Boukman. Er athöfninni lauk skall á þrumuveður með úrhellisrigningu. Gamalli, svartri kerlingu brá fyrir i bjarma eldinganna. HUn hélt á stærðar sveðju i' hendinni. Hún var haldin einum hinna illu anda vúdúsins, e.t.v. Marinette, hinni ofsafengnu gyðju jarðar, frjósemi og blóðs. Kerla gerðist æ ákafari i dansinum. Hún nálgaðist nú svartan gris sem var tjóöraður hjá altarinu. Meö einu höggi sneiðhún haus gnssins frá boln- um. Blóðið úr grisnum var latið renna i stamp og saman við það var blandað vinanda og rauðum pipar. Allir viðstaddir bergðu á blöndunni og strengdu þess heit að fylgja Boukman i frelsis- striðinu gegn frönsku kúgurun- um. Boukman tókst að telja fylgis- mönnum sinum trú um að sálir þeirra sem féllu i baráttunni myndu taka sér bústað i nýjum likömum og snúa heim til Afriku. Daginn eftir fóru þeir með báli og brandi að frönsku bændunum. Byltingin á Haiti var hafin. Allar götur siðan hafa Haitimenn verið sjálfstæð þjóð nema hvað Bandarikjamenn hafa einstöku sinnum skorist i leikinn. Vúdú vemdar dýrkendur sina gegn yfimáttúrlegum ógnum. En það þykir góðs viti á Haiti þegar menn eru haldnir öndum þvi að þaðbendir til þess að guð- imir hafi stigið niður til þegna sinna. Þetta er eitt undirstöðu- atriöið í vUdú-trU. Bandariski ljósmyndarinn og dansahöfundurinn Maya Deren hefur lýst þessu fyrirbrigði á áhrifamikinn hátt. Maya kom fyrst til eyjarinnar árið 1947 i þeim tilgangi að ljósmynda dansa eyjarskeggja. Hún hafði litinn áhuga á vUdú en henni varð brátt ljóst að ógerlegt var að skilja að dansa fólksins og trúarbrögð. Eitt sinn þegar Maya Deren var viðstödd dansathöfn fann hún eitthvað óvenjulegt gerast innra meösér. Hún fann að hún var að verða uppnumin, kveikti sér i sigarettu og gekk burt. Maya vissi að hún gat ekki móðgað guðina á þennan hátt og sneri aftur. Dansinn hófst að nýju. Maya vissi að Erzulie, ástargyðjan, hafði tekið sér ból- festu i henni. Samkvæmt vUdú var hún sjálf orðin gyöja ástar- innar. Gyðjan á að ganga um hofið og heilsa körlunum með ástledtnu handabandi. Henni er ekki um konurnar gefið. Næst fær gyðjan sér hress- ingu, helst rjómaköku með sætu kampavini. Að þvi búnu á hún að kvarta yfir einhverju, vinið hafiekki verið nógu sætt, rjóm- inn sUr eða einhver viðstaddra hafi ekki sýnt sér tilhlýðilega virðingu. Gyðjan fer aö gráta og er gersamlega óhuggandi. HUn er borin til hvilu og sofnar. Þeg- ar vúdU-dýrkandinn vaknar er þessu ástandi lokið. Þessi lifsreynsla hafði varan- leg áhrif á Mayu og hún hefur æ siöan verið talsmaður vúdUs. VUdú-guðirnir skiptast i ýms- ar „þjóðir” eftir uppruna. Flestar eru þessar þjóðir af heimaslóðum eða afriskar. Stærsta þjóðin nefnist Petro. Þessirguöir eru illir og sérhæfa sigi'striðsæsingum, hatri og öf- uguggahætti i kynferðismálum. Viða gætir kaþóiskra áhrifa i vúdU. Til dæmis er Jóhannes ski'rari guö þrumuveðursins. A stnðsárunum létu stjórn- völd loka hofi vUdú-dýrkenda og nutu til þess stuðnings Banda- rikjahers. Söfnuðurinn kom saman við hofiö þar sem heilög guðsmóðir birtist honum. Menn Dansari fær aðstoö við að ná aftur stjórn á sér. Föstudagur 28. ágúst 1981 reyndu að fá kaþólskan prest til að taka þátt i bænagjörð en hann neitaði að koma og fékk herinn til að dreifa mannfjöld- anum. Sagt er að herforinginn, sem stjórnaði aðgerðunum, hafi séð sýnina og skipað einum manna sinna, Haiti-búa, að skjóta á hana. Guðsmóðir færðisig upp i næsta tré. Oðru skoti var hleypt af og enn færði sýnin sig. Tréð var höggvið niður og sýnin leið hægt til himins. Það fylgir sögunni að þegar kaþólski presturinn hélt af vett- vangi hafi sú frétt borist að hús hans væri brunniðog hann misst aleigu sina. Seinna lamaðist hann og náði aldrei heilsu. Her- foringinn veiktist og var sendur heim. Undirmaður hans geðbil- aðistenþar sem hann hlýddi að- eins fyrirskipunum náði hann sér skjótt. Einn hinna illviljuðu guða nefnist Samedi barón. Hann er guð kirkjugarða og dauðra og hann er dýrkaður á allrasálna- degi. Þá halda dýrkendur bar- ónsins, en þeir eru einkum kon- ur, til næsta kirkjugarðs. Kon- urnar kiæðast rauðu og svörtu. Prestur kemur i veg fyrir að uppnuminn vúdú-dýrkandi skað- brenni sig á heitri oliu. yrði mið þeirra nákvæmara. Næst suðu þeir hjarta og lifur liðþjálfans og átu. Með þessu átti að vera tryggt að kúlur hvitamannsins og byssustingir gætu ekki unnið þeim mein. t vúdú-trú eru margar yfir- náttúrlegar verur. Þar á meðal eru geðveikir, en talið er að töframenn hafi nað valdi á sál- um þeirra. Truflað fólk verður ekki frjálst aftur fyrr en það deyr. Einnig má nefna loup-garou en það er franska orðið um var- úlf. Varúlfar eru alltaf konur, oftast rauðhærðar og rauðeygð- ar. Varúlfurinn drepur fómar- lömb sin með þvi að sjúga úr þeim blóðið. Konum, sem taldar eru varúlfar, er útskúfað. Ekki má deyða þær þvi að dauðar valda þær meiri usla en lifandi. Loks má nefna baka en það eru illir andar sem bregða sér I dýraliki. Oftast bregða þessir andar sér i gervi grárra gri'sa. Alþekkt þjóðsaga greinir frá manni sem lenti nótt eina i snerru viö gráan gris. Maöurinn var vopnaöur kylfu og tókst að hryggbrjóta grísinn. Morguninn eftir var komið aö töframanni I kofa sinum. Hann lá dauður með brotinn hrygg. Þessi saga er hvorki sér-hait- isk né sér-afrisk. Hún er til i mörgum tilbrigöum i evrópsk- um þjóðsögum. Markmiðvúdús er vernd gegn illum öndum. Þegar slikur óvættur verður a vegi vúdú- dýrkanda kemur góður andi tii hjálpar, tekur sér bólsetu i þegni sinum og rekur burt hið illa. Áreiðanleg vitni hafa hvað eftir annað staðfest að Haiti- menn verða uppnumdir þegar hættu ber að höndum. Kvenprestur krotar trúarleg tákn á jörðina. syngja klúra söngva og dansa banda, sem er áreiðanlega ein- hver lostafyllsti dans sem til er. Haiti-menn hafa löngum lagt stund á grafarrán þvi að lik þurfa að vera fyrir hendi i margs konar svartagaldri. Lík bandariskra hermanna, sem féllu i skærum við haitiska upp- reisnarmenn, voru oft illa Ut- leikin. I fórum Bandarikjahers er skýrsla um andlát Lawrence Muth liðþjálfa. Þar segir að skæruliðaforingi, Benoit að nafni, hafi höggvið til hans með sveðju og næstum sneitt höfuðið frá bolnum. Hann skipaði mönnum sínum að strjúka riffil- hlaupum sin við höfuðið, þannig Margir álita að vúdú-athöfnin sé kynferðislegs eðlis. • kynlífssvall Vúdú-dýrkandi hefur orðið upp- numinn. • svartigaldur Bandariski dansmeistarinn Maya Deren sem sagt er frá i greininni. • háþróuð trúarbrögð - eða allt i senn?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.