Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 28.08.1981, Blaðsíða 17
9 geröir isograph® Allar nánari upplýsingar: PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2, simi 13271 halrjarpncz-h irínn Fostudagur 28. ágúst 1981 Endaklapp i lausu lofti Innitökur hófust um miðjan mai og fóru þær fram i gamla Kræsler-salnum við Suðurlands- braut, þar sem Jón Þórisson og hans menn i leikmyndadeildinni höfðu byggt stóran landnámsbæ. Mér hafði verið sagt nokkru áður en þær hófust, að ég yröi notaður m.a. við skerpudrátt (focus-pull). Til þess að það mætti takast sem best, fór ég' nokkrum sinnum niður i stúdió áður en upptökur hófust og æfði mig meö málbandi. bær æfingar fóru þannig fram, að ég sló á fjarlægðina frá mér til ákveðins punkts, og mældi siðan. Gekk það furðu vel, meira að segja upp á sentimetra einu sinni. Var ég harla ánægður með það, þvi ég þurfti jú að hafa innbyggt málband i hausnum. En þegar til kom, lenti ég aldrei i skerpu- drætti, heldur kom það i hlut Jóns Axels, sem hafði þann stárfa að sjá alveg um myndavélina. Eins og i útitökunum sá ég um að klappa i upphafi hvers skots og skrifa skýrslur eftir daginn. Ég tala þarna um upphafsklapp, en þaö er lika til nokkuð, sem heitir endaklapp. Þá er klappað i lok skotsins, vegna þess, að af ein- hverjum ástæðum er það talið heppilegra. Það kom að sjálf- sögðu nokkrum sinnum fyrir, að þyrfti að endaklappa i Gisla, en það heppnaðist ekki alltaf, þvi bæði leikstjóri og kameramaður voru svo vanir á-undan-klappinu, að þeir gleymdu mér. Margar þessara tilrauna minna til að endaklappa eru mér minnis- stæðar, en ein verður með öllu ógleymanleg, bæði mér og öðr- um, enda hlýtur hún aö teljast til meiriháttar afreka á þvi sviði. Það gerðist i Hitardal i sumar, meðan veriö var aö mjólka geit- urnar. Þær voru styggar mjög, sjálfsagt ekki vanar að vera nýttar á þennan hátt, og þoldu illa hávaöann i klapptrénu. Eina leið- in tilaö hafa þær góðar var þvi að endaklappa skotiö, þvi hvaö gerir maður ekki svo leikurum megi liða sem allra best. En áður en lengra er haldiö, verð ég i fáum orðum að reyna að gefa lesendum mynd af þvi hvernig lok hvers skots fara fram. Þegar leikstjðra fannst hann vera búinn aö fá það sem hann vildi út úr ákveönu skoti, hrópaði hann „klipp” eins og alsiöa er i þessum bransa. Ég hafði hins vegar tekiö eftir þvi, að alltaf liðu nokkur sekúndubrot frá þvi aö Agúst kallaöi sitt „klipp” og þar til Sigurður Sverrir slökkti á myndavélinni, sekúndubrot sem áttu eftir að verða dýrmæt. Við vorum sem sé að filma geitur (þess má geta, að ein fullorðin og tvö kið sluppu frá okkur og þutu upp á klett, en starfsmenn voru snöggir til og tókst aö fanga þær eftir mikinn eltingaleik um hraun og frumskóg, en það er önnur saga) og ég átti að endaklappa. Af minni fyrri reynslu vissi ég, að meiri likur voru á þvi, að kapp- arnir gleymdu mér, þrátt fyrir itrekaðar óskir minar um hið gagnstæða. Ég var þvi við öllu búinn, rétt utan viö mynd- ramma, er leið að lokum skotsins. Og viti menn, leikstjórinn kallar „klippa” og ég ekki búinn að klappa. Vitandi um sekúndubrot- in góðu, henti ég mér fyrir myndavélina og tókst að klappa á fluginu rétt áður en slökkva átti á myndavélinni. Gott ef ég rak ekki upp striðsöskur á fluginu. Klappið komst á filmu og skotinu reddað. Ég var vist aö tala um innitök- urnar, þegar geiturnar gripu i taumana. Auk klappsins og skýrslugeröar, kom það i minn hlut og annarra að stilla upp lýs- ingu atriðanna eftir fyrirsögn Sigurðar Sverris. Var maöur far- inn að fila sig sem algjöran Tarsan undir lokin, alltaf klifr- andi upp á bjálka, skoröandi sig með löppunum, meðan settar voru grisjur eða filterar á ljósin. Norska kl. 16.30 í stúdiói var mæting kl. 08 og yfirleitt byrjaði dagurinn á þvi, að ég gekk frá skýrslum yfir tökur frá deginum áður. Þegar þvi var lokiö, kom oft nokkur bið- timi, á meðan atriði dagsins var æft og gerður skotlisti. Siðan var tekið til við lýsingu, og tók oft einn til tvo tima aö lýsa og stilla upp i eitt stutt atriði, allt eftir þvi hve lýsingin var flókin. Andinn meðal starfsfólksins i stúdióinu var yfirleitt mjög góður,svoogallan timann.Gerðu ALUZINK sameinar alla helstu kosti stáls, áls og zinks. Endingin er allt að 6 föld miðað við venjulegt galvaniserað járn og lengdir ákveður þú sjálfur. Þetta eru miklir kostir sem minnka við- haldið verulega. ALUZINK fæst sem garðastál, bárustál og sléttar plötur. Viljir þú vita meira, hafðu þá samband við söludeild okkar. Þar bíður þín lit- prentaður bæklingur um Garðastál og Aluzink. 1. GvOutbCL HÉÐINN SÖLUSÍMI 52922 STÓRÁSI 4-6 GARÐABÆ Þar er framleiðslan, þar er þjónustan ÁVALLT I FARARBRODDI TEIKNIPENNA it§)tring menn óspart að gamni sinu og grinuöust mjög með eigin mistök. Einhvern tima á þessum eina og hálfa mánuði, sem innitökur stóðu, gerðist það, að allir fóru að tala norsku þegar liöa tók á dag- inn. Yfirleitt var það um hálf fimm. Af hverju, er ég nú ekki alveg viss. Kannski vegna þess, að leikstjórinn haföi verið að læra ’ norsku i kvöldtimum, eöa vegna þess, að einn helsti grinistinn á staðnum, Hannes hljóömaður, er hálfur norsari. Þannig gekk þetta lengi lengi, alltaf norska klukkan hálf fimm á degi hverjum, nema einu sinni. Þaö var daginn, sem Friða kom i heimsókn. Hún er norsk og hefur aðstoðað IS-Film viö að selja Land og syni á er- lendri grundu. Daginn sem Friða kom, talaði enginn norsku, alla vega ekki fyrr en hún var farin. Ekki er hægt að rifja upp ævin- týrið um Gisla Súrsson, án þess að minnast á samnefndan söng- leik, sem starfsfólkið ætlar sér að filma einhvern tima. Mörg spaugileg atriði voru uppdigtuð fyrir söngleikinn þann, eins og t.d. það, að þegar Gisli hefur vegið Þorgrim goöa, rekur hann sig upp undir dyrakarminn á flóttanum og steinrotast. Plássins vegna verður ekki hægt að minnast á ýmislegt, sem geröist við Breiðafjörðinn, eins og þegar Tira rann hægt og rólega ofan i mittisdjúpan hyl og vissi ekki sitt rjúkandi ráð, eða þegar ég missti þann stóra i vatninu hjá Birni i Sauðlauksdal. Var ég þó með nýja veiðistöng, sem keypt var i Kaupfélaginu á Patró. Ég verð bara að eiga þaö sjálfur. Fangavörður 19 skipti sem hún sé sýnd opinber- lega. Gott og vel. Aö visu er ótrúlegt að ódýr B-mynd eins og þessi hafi náð i svona mynd, en pælum ekki i þvi. Þaö er hins- vegar útilokað að einn maður hafi tekið þessa mynd. Dæmi: Þegar fangavöröur setur strauminn á, er nærmynd af hönd hans á takkanum. Svo er snögg klipping yfir á fangann þar sem hann engist i stólnum, svo kemur nærmynd af fótum harts. Þá nærmynd af krepptum höndunum. Þá nærmynd af hönd fangavaröarins þegar hún tekur strauminn af á ný. Fimm skot, þar af fjórar nærmyndir, á 2—3 sekúndum: Otilokaö! Ef fangaverðir i Ameriku eru almennt svona snöggir með myndavélarnar, þá veröskulda þeir aö næsta mynd um furðuleg fyrirbæri i Ameriku: „Þetta er Amerika nr. 3” veröi helguð þeim, og þeim einum. Eitt gæti bjargað svona mynd, og það er húmor. En hann vantar illilega i allt heila klabbið. —GA Viöurkenndir úrvals pennar l'yrir atvinnumenn, kennara og námsfólk. Tvöföld þétting i hettunni tryggir, að eigin- leikar (Eotring Isograph) eru ávallt hinir sömu, jafnvel þótt hann hafi ekki verið notaður lengi. Rotring teiknipennar og teikniáhöld fást i þægilegum einingum fyrir skóla og teiknistofur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.