Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.07.1982, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 30.07.1982, Qupperneq 19
Heigi Skúli Kjartansson Þá er Reykjavikurborg búin aö ákveða aö selja íkarusana þrjá, og þvi er ég auðvitaö alveg sam- mála. Fyrst borgin er staöfast- lega horfin frá þvi að kaupa íkar- usa i stórum stil, þá er ekkert vit i að vera aö eiga þessi þrjú kvik- indi til frambúðar. Upp úr þvi heföist ekkert nema reynslan, en reynsla af vögnunum fæst hvort sem er suöur i Kópavogi. Ef tim- inn er óhentugur til aö selja vagn- ana núna, þá kemur það bara i ljós þegar tilboöin berast (eöa berast ekki), og þá má reyna bet- ur seinna. Alitamálið er hitt, hvort borgin hefði fremur átt að kaupa glás af íkarusum. Hún gerir það auðvit- að ekki úr þessu. bað ákváðu eig- inlega kjósendur, þvi að Sjálf- stæðisflokkurinn var búinn að hafa svo hátt um þessa voluðu vagna, að nýi meirihlutinn getur með engu móti farið að velja þá, og skiptir þar engu máli hvað mönnum kann raunverulega að virðast um kosti þeirra eða hag- kvæmni. Ég hef þess vegna ekki lengur áhuga á Ikarus-vögnunum sem raunverulegu tækifæri, en hitt er mér enn ofarlega i huga, hvort við kjósendur stóðum nógu vel að vigi að skera úr um þetta i kosningunum i vor. Tvær meginstaðreyndir voru alltaf á hreinu i málinu: —• Það var hægt að fá mun betri vagna en íkarus, — en þeir voru miklu dýrari. Hvort átti nú að vega þyngra, verðmunurinn eða gæðamunur- inn? Hverjir voru kostir annarra vagnafram yfir tkarus, og hvern- ig átti að meta þá til peninga hvern fyrir sig? Þetta var kjarni málsins.En svona úrlausnarefni, flókið og vandasamt, mjög sér- fræðilegt i eðli sinu, er óhentugt rifrildisefni fyrir stjórnmála- menn. Þeim hentar að tala i svörtu og hvitu, en útkoman úr Ikarus-dæminu hlaut að verða einhvern veginn grá, þótt kannski hefði með réttu mátt deila um hvort hún væri fremur ljósgrá eða dökkgrá. Niðurstaðan varð auð- vitað sú, að stjórnmálamennirnir höfðu sina hentisemi, fóru litiö út i samanburðinn á gæðamun og verðmun, heldur rifust þeir um eitt og eitt atriði i einu og sáu bara svart og hvitt. Sumpart leiddist umræðan út i allt aðra sálma, einhver auka- atriði sem hægt var að tengja for- dómum fólks. Ikarus var austan- tjaldsbill, og maður hefur nú náttúrlega heldur svona for- dóma fyrir austantjaldinu. Svo var enginn almennilegur heildsali með umboð fyrir þetta, heldur eitthvert samvinnufélag suður i Kópavogi; Kóþavogur er raunar i seinni tið snöggtum skárri i vit- und almennings en austantjaldið en altént hefur maður þó fordóma fyrir öðru hvoru, heildsölum eða samvinnufélögum. Gæðasamanburður var talsvert til umræðu, og þar gerðu Ikarus- sinnar þþ skyssu að reyna að af- saka hvern galla fyrir sig, i stað þess að spyrja hvað þeir hrykkju langt til að mæta verðmuninum. Að rifast um pólitik er eins og að spyrja fifil. Það er hægt aö segja: Hún elskar mig, hún elskar mig ekki. Eða: Þeir eru vondir, nei, góðir. En það er of flókið fyrir fif- ilinn að svara: Hvaö elskar hún mig mikið, og of flókið fyrir stjórnmálamann aö segja: Hvaö mikið er hann vondur? Ikarus-fjendur reyndu eftir föngum aö tala um gæði vagn- anna án þess að verðið kæmi við sögu. Þeir vildu helst tiunda galla Ikarus-vagnanna og draga af þveim þá ályktun, að vagnarnir væru einfaldlega ófullnægjandi; liklega átti að skilja það svo að þeir væru að engu nýtandi, jafn- vel þótt þeir fengjust gefnir. En þetta er aö sjálfsögöu blekking ein. Jafnvel þótt á þaö sé fallist, að vagnarnir séu „ófullnægjandi” sem ég skal engan dóm á leggja, þá er það annarlegur fordómur að Reykjavikurborg hljóti endilega að kaupa sér strætisvagna „full- nægjandi” aö gæðum. Það er nefnilegasvomargt við þjónustu i Reykjavik sem varla getur talist „fullnægjandi”. Feröatiönin er a.m.k. allsófullnægjandi, yfirleitt hálftimi á milli vagna á kvöldin, jafnvek þar sem margir fara sömu leið þvi að þá er afkasta- geta vagnanna ófullnægjandi og óforsvaranlega mörgum troöið i þá.Svoerófullkomiðhve krókótt- ar sumar leiöirnar eru og þar af leiðandi seinfarnar; ófullnægj- andi hve li'tið er af sérstökum strætóreinum; viðsuma fjölfarna staði vantar stoppistöövar; helst þyrfti einhverja næturþjónustu; sumir vildu fá farið ódýrara, og þannig mætti lengi telja. Ég er ekki aö heimta breytingar á neinu af þessu, a.m.k. ekki fullkomnar úrbætur á þvi öllu, af þvi aö ég tek það alveg gilt að borgin hafi ekki efni á að halda uppi „fullnægj- andi” strætisvagnaþjónustu. En af hverju á þá akkúrat þessi þátt- ur þjónustunnar, gæði strætis- vagnanna, að vera skilyrðislaust „fullnægjandi” hvað sem það kostar? Þetta er að visu sá þátturinn sem hvaðbeinast snýr að bilstjór- unum og ræður miklu um þeirra vinnuskilyrði. Þvi er harla eðli- legt að þeir mæli með bestu vögn- unum, jafnvel þótt dýrir séu. Ég vona að enginn hafi verið svo vit- laus fyrirfram að treysta á með- mæli vagnstjóra með Ikarus og ég skil ekki hvers vegna nokkur gerir sig svo heimskan eftirá að láta sannfærast af andstööu þeirra. Vagnstjórarnir eru að visu manna best fallnir til aö finna og skilagreina galla Ikarus- vagnanna, en til að meta þessa galla á móti verðmuninum eru strætóstjórar bara ekki hlutlaus aðili. Annars vil ég aöallega saka Ik- arus-sinna um þann annmarka allrar deilunnar, aö það var rætt um kosti og galla strætisvagn- anna sjálfra án þess aö tengja þá við aðra agnúa á strætisvagna- þjónustunni. Maður fékk þá hug- mynd að verðmunurinn væri bara sparnaður, fundið fé fyrir borgar- sjóð, og upphæðin var svo svim- andi há að maður greip hana varla. Það vantaði Utreikninga á þvi hve mikið mætti bæta úr öör- um ágöllum með þvi aö fá vagn- ana ódýra. T.d. með þvi að bæta við aukavögnum á annatimum, jafnvel þétta ferðimar á öðrum timum eða fjölga leiðunum. bað komst bara alls ekki til skila i umræðunni, að borgin hlyti að gera rétt i að kaupa fleiri vagna ef þeir ódýru yröu fyrirvalinu. Fleiri varavagnar myndu gera kleift að dreifa viöhaldsvinnunni og nýta þannig verkstæöiö jafnar og betur og færa eitthvaö af næt- urvinnu yfir i dagvinnu, en þaö vantaði allar tölulegar upplýsing- ar um þvili'k sparnaðartækifæri, alveg eins og vanrækt var að skýra hvernig fleiri vagnar gætu þýtt bætta þjónustu. Framhald á 3. siöu w Eftirmæli Ikaruss eða Hverniger hægt aðheyja pólitiska rimmu um strætisvagna? I hita dagsins Hlýir sunnan og þessari einmunatiö, og ekki suðvestanvindar hafa ieikið um bæinn hina siðustu daga, nokkuð hvassir á stundum það er satt, en hvað gerir slikt til þegar hitamælirinn sýnir Akurevrarpóstur frá Reyni Antonssyni tuttugu gráöur og þaðan af meira. A slikum dögum er upplagt að fara i göngu- ferðir um nágrennið, og það var einmitt á einni slikri sem mér varð gengið inn eftir Byggðaveginum og aö liklega einni litrik- ustu borg sem um getur, það er að segja tjald- stæðum bæjarins, litrikri borg bæði i eiginlegri og óeiginlegri merkingu þess orðs. Þau eru ófá þjóðernin sem öll þessi gulu. bláu, grænu og brúnu tjöld hýsa og tungur ýmsar má heyra þar talaöar. Og ekki er hægt að segja að það væsi um túrhestana blessaða i spillir þaö aö rétt viö hlið tjaldstæöisins er hin ómiss- andi KEA kjörbúö með allar nauðsynjar fyrir ferðalanginn. ■ eröamannavertiðin mun hafa hafist nokkuð meö seinna móti hér, en aö sögn kunnugra hefur vel úr ræst. Upplýsingamiöstöö sú fyrir feröamenn sem sett var á stofn hér i bæ nú i sumar viröist hafa gefið mjög góða raun, en af hverju i fjáranum var ekki með nokkru móti hægt að finna henni annan staö en i anddyri Hótels KEA, til dæmis likt og gert er i Reykjavik, i turni á Torg- inu. En hvaö sem þvi nú liður, þá er vist aö þjónusta við ferðamenn mun stór- aukast hér i bæ á næstu árum, ekki sist ef tekið verður upp beint áætlunar- flug hingað frá útlöndum, en ég er engan veginn viss um að Kaupmannahöfn sé rétti áætlunarstaöurinn eins og hugmyndir munu vera uppi um. Svo viröist sem flestir þeir útlendingar sem hingað koma séu ein- hversstaöar frá Mið- Evrópu til dæmis Þýska- landi, Frakklandi og Sviss. Þvi væri örugglega eins hentugt að fljúga héðan til staöa á borö við Genf, Mlinchen eða Nice, auk þess sem ekkert áætlunar- flug er nú héðan til þessara staða. Já,það litur vist vel út með ferðamannavertfðina, og það heyrist einnig aö sjaldan hafi veriö meira um ferðir Islendinga til út- landa þrátt fyrir allt krepputalið, eða er það ef til vill vegna þess? Ef til vill eru menn að nota tæki- færið aö skoöa sig um i heiminum áður en koll- steypan kemur og næsta leiftursókn gegn blessaðri krónunni hefst. En ef til vill er þó enn ein ástæða fyrir þessum miklu utanferðum fólks, ástæða sem ekki er svo oft drepiö á, en það eru þau fargjöld sem allt i einu bjóöast. Þaö hefur nefnilega sýnt sig, að þaö er meö góðu móti hægt að koma fólki út fyrir pollinn á far- gjöldum sem venjulegt fólk ræður við. Hann Stein- grimur hefur gert margt vitlausara en þaö að veita Arnarflugi leyfi til áætl- unarflugs milli landa. Það er ekki aöeins þaö.að þeir sem að rekstri þess standa séu ungt og dugandi fólk sem starfað hefur i sjálfu fluginu (þótt einhverjir frammaraauökýfingar eigi ef til vill einhverjar krónur i þvi svona til þess að full- nægja lögmálumpólitiskrar fyrirgreiðslu), heldur er verðstriðið milli hinna tveggja félaga ólikt öörum striöumað þvi leyti aö þaö kemur þolendum sinum til góðs eins. Þaö þyrfti bara aö koma á samskonar sam- keppni I innanlandsfluginu. Hve dýrlegt yrði ekki að geta skroppið til Reykja- vikur á hálfvirði eða minna. En þaö eru ekki allir sem bregða sér út fyrir pollinn. Þeir eru einmitt margir sem láta sér nægja að feröast um eigið land, og einmitt nú fer i hönd mesta feröahelgin hér innan- lands, helgin sem kennd er við blessaða verslunar- stéttina þegar stór hluti þjóðarinnar blótar Bakkus úti i guðsgrænni náttúr- unni. Hér skulu nefndir tveir blótstaðir sem fjöl- sóttir eru af Akureyr- ingum. Annar er Laugar þar sem væntanlega verður nóg af þingeysku lofti til staðar á hinni árlegu hátiö, og hinn er i þveröfuga átt frá bænum, Húnaver, en þar gefur meðal annars að heyra um þessa helgi elstu starfandi danshljómsveit landsins, Gauta frá Siglu- firði sem á þessu ári heldur upp á fertugsafmæli sitt en mun þó enn vera ung i anda. Og um verslunar- mannahelgina gerist annar árviss viöburöur. Þegar fólk kemur heim misjafn- lega eftir sig eftir Bakkusardýrkun helgar- innar, biður þess kærkom- inn gestur. Blessaður imb- inn er nefnilega kominn i gang aöaflokinni sinni ár- vissu og umdeildu sumar- lokun. Raunar hafa deil- urnar um hana aldrei veriö eins magnaðar og nú i sumar.ekki hvað sist vegna heimsmeistarakeppninnar, en áhugi á henni virtist ná langt útfyrir raðir þeirra sem dags daglega eru sólgnir i tuðruspark. Raunar er sýnt að niður- soðin knattspyrna (aö sjálfsögðu Made in Den- mark) mun taka drjúgan tima á skjánum svona fyrst i stað a.m.k. En vist er aö ýmsir heföu nú heldur kosið nýmetið, enda sagt hollara. Annars var það að- dáunarvert hvernig full- trúa Vídeósön i Útvarps- ráði tókst aö fiska vita- spyrnu með þvi að brjóta gróflega á Andrési. Það versta er bara að hætt er viö þvi að boltinn lendi i neti RUV, og kann markið að verða hið afdrifarikasta fyrir alla ljósvakafjölmiöl- un i landinu. Og þvi miöur jafnvel riða henni að fullu sem almenningsþjónustu, þar sem yfirlýst stefna þeirra hjá Videósón er ekkert annað en að græða peninga sem er i sjálfu sér ofur eðlilegt út af fyrir sig, nema hvaö slikt á engan veginn við þegar um fjöl- miðlun er að ræða. Viö fljúgum meö frakt til og frá New York 8 sinnum í viki FLUGLEIÐIR FLUGFRAKT

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.