Helgarpósturinn - 03.09.1982, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 03.09.1982, Blaðsíða 19
i!pústurinn_ Föstudagur 3. september 1982 1? aðallega Færeyjum, að munurinn á flutningskostnaði hefur ögn styrkt íslenska kjötið gegn því ný- sjálenska. Fé á fæti er eina sauðfjárafurðin sem er verulega dýr í flutningi, en kaupendur að lifandi fé finnast helst í Araba- löndum sem eru rétt miðja vegu milli okkar og keppinautanna svo að ekki græðum við á fjarlægðar- verndinni þar. En Grænland? Nú ætla Græn- lendingar að fara að verða sjálfum sér nógir um kindakjöt, og kannski verður hægt að selja þeim ásetn- ingslömb meðan þeir eru að fjölga hjá sér - og svo á nokkurra ára fresti ef þeir halda áfram að hor- Fundið fé handa Græn- lendingum Það er þjóðaríþrótt, er það ekki, að upphugsa nýja markaði fyrir sauðfjárafurðir, hneykslast svo á bændasamtökunum og samvinnu- hreyfingunni fyrir að hafa ekki not- að tækifærið fyrir löngu. Ég er nú ekki kominn á hneyksiunarstigið, en samt datt mér í hug nýr markað- ur um daginn. Vandamáiið er alls staðar þetta sama: hvað Ný-Sjálendingar geta selt sín lömb ódýrt. Hvar í veröld- inni getum við komist inn á markað sem þeim er lokaður? Fyrir einhver pólitísk óeðlilegheit vildu Norð- menn heldur dýrt kjöt frá okkur en ódýrt frá þeim, en sú blessun gat ekki staðið lengi: nú eru þeir svo óeðlilegir að vilja hvorugt. Það er rétt í okkar allra næsta nágrenni, fella í harðindum. En þetta verður aldrei neitt sem dregur. Hitt er kannski athyglisverðara, að Græn- lendingar ættu að selja okkur ullina og gærurnar af sínu fé, fyrst það er sams konar og okkar. Þetta er bara svo á brattann hjá Grænlendingum, rneð rétt enga ræktunarkosti, að maður veit ekki alveg hvort þeim tekst að koma upp björgulegum fjárbúskap, þrátt fyrir sína góðu haga. Ef þeim geng- ur það nú illa, en fá hátt kjötverð á vernduðum heimamarkaði, þykir þeim þá ekki betri hálfur skaði en allur og verða fáanlegir til að kaupa fé á fæti til að fita í sínum miklu högum? Eg geri mér auðvitað engar grill- ur um að þessi útflutningur stæði i. : í í JÉ 1 ^ •'-S5HL V ,-v<í ilgl§ rHj Htag.gg undir sér, enda ætlast maður nú ekki til þess ef einhvern veginn er hægt að losna við kjöt. Ég er meira að segja hræddur um að hann kæmi cnnþá verr út en kjöt- salan, vegna þess hvað flutnings- kostnaðurinn yrði gríðarlegur, nema við hittum á einhver alveg sérstök tækifæri. Hvaða fé ætti að selja? Ær með lömbum um upprekstrartíma (og velja þá ær sem tímabært væri að endurnýja)? Líklega fráleitt vegna þess hve dýrt yrði að forðast þrengsli og hrakninga í fiutningun- um. Varla hafa Grænlendingar svo góða haga og svo langt fram á haustið að þeir hefðu gagn af að kaupa graslömb (og væri þá bara annað lambið tekið frá tvílembun- um, sem helst kæmi til greina í mjög vondum högum þar sem ær mjólka illa tveim lömbum). Hitt væri fremur, ef svolítið væri borið á úthaga, að Grænlendingar gætu tekið við ánum fyrir sauðburð, þegar þær ættu að vera meðíæri- legri í flutningum en eftir burð. Svo eru langsóttari möguleikar, eins og að selja veturgamla sauði, eða ennþá fremur misseris gamla, ef farið væri í alvöru að selja páska- lömb; þá mætti taka annan af hverjum tvílembingum fyrir páska- lamb, láta hinn ganga undir ánni fram á vor til að nýta mjólkina, og selja svo til Grænlands, hrútlömbin gelt, og myndi þtið fé gera feiki- mikla skrokka að hausti. Hvernig sem ég veiti þessu fyrir mér, veröur samt aldrei nema einn sérstakur hópur fjár sem ég er al- veg sannfærður um að hægt sé með hagnaði að selja Grænlendingum. Þaö eru ærnar áttahundruð með lömbum sínum sem eiga að fá sumarhaga á kostnað Blönduvirkj- unar þ;ir sem nú eru fjöll og firn- indi. Landgræðsla handa þessu fé var skipulögð meðan þaö var enn- þá brot gegn byggðastefnu að fækka sauöfé. Nú hefur á fáum mánuðum orðið hugarfarsbylting í landinu.og samningur Blönduviikj unar um ný beitilönd undir lambakjöt er orðinn eins og hvert annað nátttröll úr forneskju. Það ætti að semja upp á nýtt, hafa ærn- ar þúsund og skylda Blönduvirkjun til að kaupa þær á matsverði loðnar og lembdar í fardögum og senda til Grænlands. Þannig mætti létta af sumarhögum og kjötmarkaði, og nytubændurþó sinnar atvinnu óskertrar. Vilmundur Gylfason Fundur í Verði Það var fundur í Varðarfélaginu, þar seni Bjarni heitinn Benedikts- son sat fyrir svörum. Venni stóð upp og hélt ræðu. Venni sagði efn- islega: Nú er Gylfi búinn að gera byltingu í viðskiptamálum, það er búið að afnerna höftin mikiö til. Nú er aðlavandinn í landbúnaðarmál- um. Ég legg til, að Ingólfur verði fluttur í viðskiptaráðuneytið, þar er búið að gera þaðsem þarf að gera og Gylfi í Jandbúnaðarráðu- neytið! Bjarni Benediktsson á að hafa brosað' og sagt: Venni minn, ekki er ég viss um að allir bændur sætti sig við það. svipur yfir andlit Heimdelling- anna. Viðreisnin, það var sko stjórn. En viö Venni hefjum að útskýra fyrir Heimdellingunum. Og Venni er sanngjarn maður. ihald af besta skóla. I hverju var Viðreisnarbylt- ingin fólgin? spyrjum við. í efnahags- og viöskiptamálum ekki síst, segja Ileimdellingarnir. Og hverjir fóru nú með viöskiptamálin i Viðreisnarstjórninni. spurðum við. Jú. þaö voru kratarnir, segja Heimdellingarnir, og roðna lítið eiú. Og hverjir voru helstu efna- hagsráðgjafar Viöreisnar? spyrj- um viö Venni. Jú, sagði vísasti Heimdéllingurinn, það voru víst Hugarins Heimdellingar teknir í kennslustund Venni Bjarna er kunningi minn. Viðdrekkunr stundum kaffi á eftir- miðdaginn. Venni er fyrrum stór- útgerðarmaður, ríkisauðvald og verslaði ævinlega við ríkisbanka. Venni er hárfínn íhaldsmaður - en velgir þeim þó oft undir uggum. Ég hefgrun um að Venni hafi ævinlega kosið Sjálfstæðisflokkinn. Einn eftirmiðdag drekkum við Venni kaffi. Venni var mikill Viö- reisnarmaöur, og telur eiginlega að allir sem hafa afskipti af þjóð- málum síðan þá hafi verið slöttólf- ar, að ekki sé meira sagt. Venni segir sögu frá upphafs- árum Viðreisnar, ca. 1961, þegar efnahagsaðgerðir þeirrar ríkis- stjórnar voru farnar að skila veru- legum árangri. og spádómar þing- manns Framsóknarflokksins um Móðuharðindi af mannavöldum höfðu revnst vanhugsaðir. Ég sagði: Vernharður, þetta er lifandi skýring á ógöngunum nú. Alltaf treystirðu krötunum. og allt- af kaustu íhaldiö. Venni brosti bara. Heimdellingar hópast að í þessum orðum sögðum koma nokkrir Heimdellingar að borðinu hjá okkur Venna. Þeir hafa hátt, en að sarna skapi er ekki allt sem þeir segja spakviturt. Þeir liafa miklar áhyggjur af st jórnarskránnifbráðabirgðalögun- um, virðingu Alþingis, seni þeir segja aldrei hafi verið minni (þaö var sko munur þegar þarna voru mcnn eins og Olalui I hors), lor- setaembættiiui og ymsti lleira. Þeir vilja X iðreisn. ekkert minna en Viðreisn. Viðreisnin þorði, sögðu Heimdellingarnir. Þá var sko Sjálf- stæðisflokkurinn flokkur. Já, þá. Og það brciðist dreyminn sælu- Jóhannes Nordal (menntaöur i London 'School of Economies. fósturjörö breska kratismans) og Jónas Harals(fyrrum kommi, 1959 talinn krati, ef eitthvað). Viðreisnaráætlunin rann auöveldlega í gegnum Alþýðu- flokkinn. Verkalýðsforingjaarmur flokksins, sem þá laut forustu Jóhönnu Egilsdóttur og Jóns Sigurðssonar studdi þessa áætlun um frelsisbyltinguí þáau neytenda. í Sjálfstæðisflokknum var þetta auðvitað miklu tregara. Og af hverju? Af þeirri einföldu ástæðu. aö hvaö sem Morgunblaö- iö sagði, þá voru íhaldsstórkaup- menn í Reykjavík, scm gjarnan höfðu dönsk ættarnöfn. hinar 200 fjölskyldur Sjálfstæðistlokksins. Þetta fólk hafði frjálsa verslun sí- fellt á orði. en það hafði lifað á hafta- og sérleyfiskerfinu. Við telj- um ekki upp nöfn. Þetta vissu auðv.itað allir þá, þó svo hugarins I leimdellingar á öllum aldri hafi ekki hugntynd um þaö nú. Víst voru Birgir Kjaran og Ólafur Björnsson dínamískir talsmenn brcvtinganna. En þeir voru í bak- varöasveitunum. í framvarða- sveitinni var hins vegar ingólfur Jónsson, framsóknarskaövaldur ís- lensks landbúiiaðai. Lm landlnin- aðinn var opinber ágreiningur i Viðreisn. en ihaldiö lekk að lara sínu l'ram. Sjálfstæöisflokkurinn sóttist varla eftir viðskiptamálunum, og hafði þau ekki. Það sem kom á var frelsi í þágu neytenda, en ekki að santa skapi frelsi í þágu stórkaup- manna. Stórkaupmenn á þessum tima — eins og oft fyrr og síðar — vildu frelsi -fyrirsig. Þaðvarmik- il gæfa að forustufólk í verkalýðs- hreyfingunni á þessum tima skildi sinn vitjunartíma. Hljóðir Heimdellingar Það voru hljóðir Heimdellingar sem tíndust frá borðinu hjá okkur Venna Bjarna einn síödegiseftir- miðdag í ágúst, 1982. Það var eins og það hefði kornið einhver skekkja í heimsmyndina. Og við heyrðum ekki betur en sá vísasti þeirra segði lágum rómi við vini sína í útidyrahurðinni: Hefur Mörgunblaðið verið að Ijúga að okkur — öll þessi ár! Vilmundur Gylfason

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.