Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 12.11.1982, Blaðsíða 3
^plosturinn Fostudagur hle/gai---- pósturinn Blað um þjóðmál, listir og menn- ingarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðjón Arngrímsson. Blaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Óm- ar Valdimarsson, Þorgrímur Gestsson Útlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Dálkahöfundar: Hringborð: Áuður Haralds, Birgir Sigurðs- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, Magnea J. Matthíasdóttir, Sigríð- ur Halldórsdóttir, Sigurður A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ást- geirsson, Jón Viðar Jónsson, Sigurður Svavarsson (bók- menntir & leiklist), Árni Björnsson (tónlist), Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræði), Guð- bergur Bergsson (myndlist), GunnlaugurSigfússon (popptón- list), Vernharður Linnet (jazz). Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson, Guðjón Arngríms- son, Guðlaugur Bergmundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guðmundur Arnlaugsson. Spil: Friðrik Dungal. Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Jóhanna Þórhallsdóttir. Utanlandspóstar: Erla Sigurðardóttir, Danmörku, Inga Dóra Björnsdóttir, Banda- ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans- son, Bretlandi. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunn- arsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson. Dreifing: Sigurður Steinarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavík. Simi: 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Hverfisgötu 8-10. Símar 81866, 81741 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Lausasöluverð kr.15. 12. nóvember 1982 3 Sprengja á fiskiþingi „Tímasprengjan er sprungin“, segir dr. Jónas Bjarnason efna- verkfræðingur, starfsmaður Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins í Innlendri yfirsýn í Helgarpóstinum í dag. Jónas flutti á nýafstöðnu fiski- þingi ræðu sem vakti mikla athygli, og reiði sumra. í ræðu sinni fullyrti hann, að víða sé pottur brotinn í meðferð á islenskum sjávaraf- urðum, og Helgarpósturinn hefur það eftir honum í Innlendri yfirsýn, að allt matskerfi okkar á fiski sé úrelt og gamaldags. Bæði Oskar Vigfússon, forseti Sjómannasambands íslands,og Jó- hann Guðmundsson, forstöðu- maður Framleiðslueftirlits sjávar- afurða,segja Jónas fara með stór- yrði, sem ekkert bæti. Jónas segir á móti, að hann sé alls ekki að leita að sökudólgi heldur vekja athygli á vandamálum í íslenskum fiskiðnaði með það fyrir augum, að leitað verði útbóta. En hann segir líka, að nú sem fyrr megi ekkert segja um þessi mál opinberlega, hver taki gagnrýni til sín, telji að verið sé að gagnrýna sína stétt eða sína stofnun sérstaklega. Undanfarið hafa átt sér stað miklar umræður um offjárfestingu í íslenskum fiskiðnaði. Nú virðist vera hafin umræða um þá meðferð sem sá sjávarafli fær, sem er dreg- inn á fiskiskipum sem eru rekin með tapi og unninn í frystihúsum sem líka eru rekin með tapi. Að mati okkar á Helgarpóstinum er það vonum seinna að sú umræða hefst. Undanfarin tvö ár höfum við af og til reynt að vekja máls á ýms- um blikum sem eru á lofti varðandi fiskiðnaðinn, aðalatvinnugrein okkar Islendinga - fjöregg þjóðar- innar. En viðbrögðin hafa verið dræm og ráðamenn hafa verið treg- ir við að staðfesta þær upplýsingar sem við höfum borið undir þá. Nú hafa ill tíðindi gerst. Hver farmurinn af saltfiski, skreið og saltsíld á eftir öðrum hefur verið dæmdur ósöluhæfur af kaupendum og sendur til föðurhúsanna. Og á þessu ári hafa líka komið fram stór- felldir gailar á frystum fiski. Jónas Bjarnason setur fram þá staðhæfingu, að fiskmatskerfi okk- ar sé úrelt og gamaldags, það hafi dregist afturúr þróuninni í veiðum og vinnslu. Og i Innlcudrf. yfirsýn í blaðinu í dag er það haft eftir manni sem þekkir þetta fiskmats- kerfi okkar mjög vel af eigin raun, að það sé afskaplega götótt. Óskar Vigfússon, forseti Sjómannasam- bands Islands,segir að víða sé pott- ur brotinn. Helgarpósturinn fagnar þvi, að nú virðist hafin umræða um þau vandamál í fiskiðnaðinum sem allir virðast vera sammála um að séu fyrir hendi - þegar stóryrðum sleppir. Það er lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina, að menn láti af karpi og ásökunum en sameinist þess í stað um að bæta það sem aflaga hefur farið. Oft var þörf en nú er nauð- syn. Afli hefur minnkað og sam- keppni á ýmsum fiskmörkuðum aukist. Við megum ekki láta það um okkur spyrjast, að við verðum undir í þeirri samkeppni vegna mis- taka og slælegs gæðaeftirlits. Auglýsing í bandarísku timariti: KOJAKóskast, Island Auglýsing í banda- rísku tímariti: KOJAK óskast, ís- land. Mig dreymir um, næst þegar ég hringi á lögregluna og bið um aðstoð vegna lík- amsárásar, að þetta gerist: Áður en ég legg frá mér tólið, væla sírenurnar fyrir hornið. Inn gengur ábúðar- fullur, herðabreiður lögreglu þjónn með greindarlegan glampa í augum og merki dýraverndunarfélagsins í barminum. Nasavængirnir tifa, hann nemur slóð villi- dýrsins, hann segir styrkum, mjúkum rómi við mig, fórn- arlambið, „hver réðst á þig?“ og ég segi honum það og hann beygir sig niður, leggur höndina hlýlega á kollinn á mér, veifar nösun- um, snýst þegjandi á hæli, hverfur út í myrkrið og klífur brunastiga og brúar- stólpa, brýtur hurðir og um- ferðarreglur og handsamar berum höndum ofbeldis- manninn. Vefur fjóra hringi upp á skyrtuna hans, kreistir út úr honum játningu og kastar honum í svartholið. Það myndi Kojak gera. Kobbi jaki tekur svona á málinu: „Lögreglan." „Góðan daginn, mig lang- aði að kæra líkamsárás.“ „Var ráðist á þig?“ hrinoboröió lega á meðan maður hringi og rabbi við lögregluna þeg- ar þeir skili sér. Ég segi stilli- lega: „Ég óska eftir því að þú sendir menn hingað til að líta á verksummerki og taka niður kæru.“ „Já, já - við getum ekkert gert. Sér á þér?“ „Já, það sér svo sannar- iega á mér.“ „Þá þarftu að fá áverka- vottorð." „Er ekki nóg að þið vottið áverkana?“ „Nei, þú verður að fara á slysadeild og fá vottorð." r A endanum tókst mér, án hótana eða með því að ýja að réttindum skattborgara, að fá hann til að senda menn. Þeir sögðu mér líka að þeir gætu ekkert gert. Kobbi jaki svaraði líka í símann þegar kunningja- kona mín hringdi. Hún er ein þessara kvenna með fullt jarðsamband og fer á dans- leiki í skíðaskóm. Á leið heim af einum slfkum kom einn ofbeldisseggurinn stökkvandi út úr húsasundi og réðst á hana aftan frá. Hún er kona lipur, gat snúið sig úr þessum banvænu faðmlögum og grafið skíða- klossann sem nam fjórum tommum í eistu árásar- mannsins. Á meðan árásar- inn togaði eistun aftur út úr kviðarholinu, hljóp hún á harðaspretti heim, inn og í símann. „Já.” „Er árásarmaðurinn þarna ennþá?“ „Nei, ég gat ekki haldið honum, þetta var maður sterkur og stór.“ „Nú....“ og þann vísi af áhuga sem hann hafði, miss- ir hann. „Mig langar samt að kæra það.„ „Já....já...ef hann er far- inn....“ r Eg missi ekki stjórn á mér, ég æpi ekki hvernig í ósköp- unum fórnarlömb geti skipulagt árásarmenn sína þannig að þeir bíði kurteis- „Lögreglan.“ „Gott kvöld, ég ætlaði að tilkynna líkamsárás. Það var ráðist á mig hér fyrir utan heimili mitt, en mér tókst að slíta mig lausa og komast inn.“ „Ætlaði hann að ræna þig eða nauðga þér?“ „Ég tók mér nú ekki tíma til að spyrja hann.“ „Nú....“ umlar Kobbi jaki .og áhuginn er horfinn. „Ég hélt kannski að þið vilduð vita af þessu. Hélt kannski, að þið vilduð skrifa þetta niður, hélduð svona tölfræðilegar skýrslur yfir hversu margar árásir væru framdar, til dæmis á viku eða mánuði eða ári eða þannig." „Neinei, við gerum það ekki. En það getur verið að rannsóknarlögreglan geri það, hringdu í þá í fyrra- málið.“ Hún lagði niður blessaðan skíðaklossann og burstaði tennur. Nú hef ég séð í sjón- varpinu hvernig fótbolta- menn verða af að fá gerðar- lega skó í punginn. Fyrst liggja þeir á vellinum í fimm- tán mínútur og blána. Síðar eru þeir bornir varfærnis- lega burt á börum á meðan samúðaraugnaráð tuttugu þúsund augna hvíla þeim í pungstað. Ef þeir verða svona óvirkir, verða þá ekki ofbeldismenn það líka? Hefði Kobbi jaki ekki getað gengið í hægðum sínum af lögreglustöðinni á vígvöll- inn og fyrirhafnarlaust hirt þennan kúk upp af götunni? En Kobbi jaki veit það sem við vitum, það þjónar eng- um tilgangi. Það eina sem gerist er að þeir skrifa nafn- númer þess sem er barinn eða nauðgað í litla blokk og þar endar málið. Því það eru ekki vinnubrögð lögregl- unnar sem er svona slufsu- leg, það eru lögin sem banna þeim að vinna. Til dæmis eru heimili frið- helg á sama hátt og kirkjur voru á miðöldum. Afbrota- menn gátu flúið inn í kirkj- una og þangað mátti ekki sækja þá. Aftur á móti gat afbrotamaðurinn lagt eld að og brennt inni tvö þúsund manna söfnuð; ef hann bara sleppti • einni kirkju, gat hann síðan leitað skjóls þar. Vorra tíma sí- berjumenn geta barið niður fáeinar valdar húsmæður á sunnudegi og labbað rólega heim. Um leið og þeir eru inn fyrir sinn þröskuld komnir, má ekki sækja þá. Það má auðvitað leiða þeim ýmislegt fyrir sjónir, eins og „þú gerir þetta ekki aftur, er það nokkuð?" og um leið og löggan er komin í hvarf, get- ur maðurinn farið og fengið sér frekari útrás. Hann þarf bara að takmarka þær við tuttugu mínútna ferðir, sem er um það bil sá tími sem það tekur lögregluna að komast á staðinn. Eg held jafnvel að mér tæk- ist að koma mér upp viðlíka : áhugaleysi á börðum og mörðum og Kobbi jaki er búinn að ná, ef ég vissi fyrir- fram að ég þyrfti að ná manninum við barsmíðarn- ar, hvorki á undan né á eftir. Og samt er aðeins hægt að geyma hann í 24 tíma. Þá má sleppa honum. Og hvað ger- ist? Hann „er orðinn bitur út í samfélagið, þjáist af andfé- lagslegum hvötum og það var rangt að loka hann inni“. Og fer og lemur í köku þann sem hann lamdi, vegna þess að hinn lamdi var orsök þess að hann ienti inni. Víta- hringur. Verstur fyrir þann sem að ósekju varð fórnarlamb í upphafi. Því blóðlambið verður helvíti fúlt og andfélagslegt af að vera barið og geta hvorki varið sig né fengið vörn, hvað þá uppreisn æru, á löglegan og siðmenntaðan hátt. Hér áður voru menn tekn- ir af lífi án dóms og laga og oft gerðist það í hita henginganna að fáeinir sak- lausir voru hengdir í leiðinni. Þetta þótti ekki gott né siðmenntað og því var komið á mannúðlegri og menningarlegri lögum. Og nú eru þau orðin svo góð að þau vernda afbrotamann- inn, en ekki friðsamlega borgara. Og nú gerast borgarar blóðþyrstir. Almenningur í Danmörku tók að heimta dauðarefsingu í sumar. Þeir fengu hana ekki, enda full- langt gengið. En við eigum heimtingu á að okkar heim- ili verði friðhelg að jöfnu við heimili brotamanna og að líkamar okkar séu jafn heilagir á götum úti og þeirra eru gagnvart lög- unum. Um daginn skrifaði reiður neytandi í blað að sér þætti tími til kominn að snúa aftur til opinberra flenginga. Hann stakk uppá að afbrota- unglingum vikunnar yrði safnað á Lækjartorg á föstu- dögum klukkan fjögur og flengdir á beran rassinn. Hugmyndin er ekki fráleit, en ég hef breytingartillögu við hana: Klukkan tvö á laugardögum. Það er alltaf verið að tala um að hleypa lífi í miðbæinn um helgar. Ég held nefnilega að þær yrðu ofsalega vel sóttar af þreyttum, blóðþyrstum borgurum. Og kannski kemur sú stund að auglýst verði: Tilboð óskast í smíði gapastokka. Útboðsgagna má vitja í dómsmálaráðu- neytið. Fullum trúnaði heit- ið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.