Helgarpósturinn - 12.11.1982, Síða 4

Helgarpósturinn - 12.11.1982, Síða 4
Lagt út í lífið með mannslíf á samviskunni viðtal og myndir: Ómar Valdimarsson Akir þú bíl undir áhrifum áfengis og klessukeyrir hann,er hægt aö bæta fyrir það. Bílinn má gera við og þín bein má skeyta saman. Brjótist þú inn í búð eða hús, mölvir þar allt og stelir svo öllu steini léttara, má einnig bæta fyrir það. Þú getur borgað fyrir skemmdirnar og skilað þýfinu aftur. En sviptir þú mann lífi er aldrei hægt að borga fyrir það. Það er ekki hægt að lífga manninn við. Og það hlýtur að teljast hæpið að þér takist sjálfum að losa þig undan ábyrgðinni, jafnvel þótt þú sitjir í tugthúsi árum saman á meðan þér er refsað og þú ert „endurhæfður11. Líf hefur verið stöðvað og við það breytist líf annarra um aldur og eilífð. í fangelsum hér á landi sitja jafnan nokkrir menn, sem dæmdir hafa verið fyrir mann- dráp. Við heimsóttum einn þeirra nýlega á Litla-Hraun og töluðum við hann um þá „reynslu", sem hann á baki - þá reynslu að hafa svipt mann lífi að ástæðulausu. Ókunn- an mann, sem hafði ekkert til saka unnið. Síðan eru mörg ár og á næstu mánuðum lýkur fanginn refsivist sinni og heldur aftur út í lífið, sem varð fyrir svo óvæntri truflun á sínum tíma. Það er kannski ótrúlegast við þennan mann, hversu ungur hann er - hann var ekki nema unglingur, þegar hann var tek- inn og dæmdur fyrir manndráp. Samfelldur dagur Hann segir það leggjast „ágætlega" í sig að fara að losna. „Ég hef svo sem ekki gert nein sérstök plön um nánustu framtíð, það þýðir ekkert, held ég. Það verður að ráðast. Ég er búinn að vera svo lengi inni að það tekur áreiðanlega sinn tíma að byrja að fóta sig. Ég veit ekkert hvernig það verður að koma út eftir svona langan tíma inni - auðvitað er maður með sínar ráðagerðir en þær eru mest fyrir mig einan.“ - Hefur tíminn verið fljótur að líða? „Síðari hlutinn, já. Ég var stundam að hugsa það hér á fyrsta og öðru árinu hvernig menn, sem voru hér á undan mér með sams- konar dóma, hefðu getað verið hér í sjö og átta ár. Ég hugsa að það hafi hjálpað mér hvað ég var ungur. Þetta er áreiðanlega verra fyrir eldri menn. En þegar ég var búinn að vera í þrjú og hálft ár eða fjögur, þá fór tíminn að líða hraðar. Þetta ár er til dæmis eiginlega búið áður en ég áttaði mig á að það væri byrjað. Nú líður tíminn hratt - enda er lífið hér frekar tilbreytingarsnautt. Þetta er meira og minna eins og samfelldur dagur.“ - En hvað ætlarðu þér svo, þegar þú ert laus? „Stefnumarkið er stúdentspróf. Ég er um það bil að klára þriðju önn í fjölbrautaskóla og gengur ágætlega. Ég hef hugsað mér að klára það og svo gæti ég vel hugsað mér að fara í frekara nám, helst erlendis. Stærðfræði liggur nokkuð vel fyrir mér, svo e‘g gæti hugs- að mér að fara í tölvufræði af einhverju tagi. Ég hef líka gælt við líffræði en ég er á náttúru fræðibraut í náminu. Æ, það verður annars að ráðast hvort maður heldur áfram eftir stúd- entsprófið. Ég gæti líklega kláraö það á tveimur árum - ég verð ekkert of gamall til að hefja nám fyrir alvöru þá.“ - Hvað varstu kominn langt í nárni þegar þú varst settur inn? „Ég var búinn með fyrsta bekk í gagnfræða- skóla. Annan bekk kláraði ég aldrei, heldur fór að vinna. Það hefur vitaskuld háð mér í náminu hérna, ég þurfti að taka miklu meira námsefni á fyrstu önn fyrir bragðið og leggja harðar að mér en ella.“ Hræddur eftir á - Hefurðu á þessum tíma, sem þú hefur verið í tugthúsi, gert þitt mál upp við þig, sætt sjálfan þig við það? Þögn. - Ég á við hvort þú hefur áttað þig fyllilega á því - að þú sviptir saklausan mann lífi? „Auðvitað hef ég velt því fyrir mér, hvort ég skil í raun og veru hvað ég gerði. Ég sá fljót- lega að það var í rauninni búið og gert. Þótt ég vildi heilshugar að það hefði aldrei gerst, þá er ekki hægt að lífga manninn við.“ -Hvernig leið þér fyrst á eftir? „Mér leið náttúrlega ekki vel. Þegar ég var tekinn og settur í gæsluvarðhald reyndi ég fyrst í stað að leyna tilfinningum mínum. Ég lokaði mig inn í skel. Þær hafa svo verið að brjótast út smám saman eftir það. Ég veit ekki alveg hvers vegna þetta var á þennan veg en held þó helst, að ég hafi þá ekki verið búinn að gera mér grein fyrir í hvað ég var kominn.“ - Manstu vel eftir nóttinni - eftir atburðin- um sjálfum? „Ég man eftir þessari nótt að einhverju Ieyti. í gloppum. Ég var náttúrlega búinn að vera talsverðan tíma í bæði áfengi og lyfjunt. En þetta gerðist allt mjög snöggt - það var eiginlega bara brot úr sekúndu." - Manstu hvað fór í gegnum huga þinn þegar sjálfur verknaðurinn var framinn? Föstudagur 12. nóvember 1982 fielgai--;-- pðsturinn. Horft gegnum rimlana á Litla- Hrauni: Hvernig skyldi fólk taka mér? Hvað hugs- ar það um mig? „Nei, það var svo eldsnöggt. En ég varð hræddur eftir á, þegar ég fór að gera mér ljóst hvað ég var búinn að koma mér í. Aðallega reyndi ég bara að þurrka þetta allt út fyrir mér. Það kom fram síðar, að ég hafði til dæmis ekki lyst á mat daginn eftir.“ / þeirra spor - En tókst þér að gleyma? „Já, ég held það. Að mestu. Annars hefði ég sjálfsagt orðið vitlaus.“ — Helgarpósturinn ræðir við fanga, sem er að Ijúka af plánun dóms fyrir manndráp - Orðið? Heldurðu ekki að þú hafir verið sturlaður að gera þetta - svipta mann lífi? „Ja, það er náttúrlega ekki eðlilegt að gera þetta. En ég var ekki sturlaður áður-eða það held ég ekki.“ - Hefurðu haft samviskubit? „Auðvitað. Það hefur komið upp af og til öll þessi ár. Það veltur svolítið á hvernig liggur á manni. Ég hef stundum hugsað til aðstand- enda þessa manns og oft reynt að setja mig í þeirra spor. Ég hef reynt að ímynda mér hvað ég myndi hugsa til mín sjálfs ef ég væri í þeirra sporum - hvað ég myndi hugsa til þess manns, sem...sem...þess manns, sem framdi verknaðinn.“ - Og hvernig heldurðu að þau hugsi til þín? „Það væri líklega eðlilegt að þau hugsuðu illa til mín. En hvort þau hata mig veit ég ekki. Ég hef stundum spurt sjálfan mig að því. Það er bara svo erfitt fyrir mig að setja mig í þeirra spor - það er allt önnur reynsla fyrir mig að vera hér. Ég leit á sínum tíma sjálfur allt öðrum augum á fanga-og ekki síst á fanga, sem voru hér fyrir sama brot og ég er hér núna. En þegar maður kynnist aðstæðum hér og því fólki, sem hér er, þá breytist við- horfið. Fólk er almennt mjög illa upplýst um mál fanga og allar aðstæður þeirra.“ Gat ekki horfst í augu við mömmu - En hvað með þína eigin fjölskyldu. Hefur viðhorf þitt til hennar breyst? „Nei, það er óbreytt. Fyrst eftir að ég var tekinn - og eins ef ég er innan um fólk, ókunnungt fólk-þá á ég erfitt með að horfast í augu við það. Ég tala nú ekki um ef það er fólk, sem veit hver ég er og hvað ég gerði. Sjáðu til, maður skammast sín.“ - Þú hefur varla getað verið mikið innan um ókunnugt fólk.... „Það kemur fyrir, einkanlega í náminu. Og fyrst eftir að ég var settur í gæsluvarðhald, þá fékk ég heimsóknir frá minni nánustu fjöl- skyldu. Ég gat ekki horft framan í þau, mömmu mína og systkini. Það var hræði- legt.“ - En nú fer áð koma að því, að þú ferð að umgangast ókunnugt fólk. Hvernig leggst það í þig - í framhaldi af þessu? „Að vissu leyti kvíði ég fyrir því að fara út. Ég tók eftir því þegar ég fór að umgangast frjálst fólk í skólanum á Selfossi, að það var mjög erfitt. Ég var óöruggur með mig og jafnvel hræddur. Hvað var þetta fólk að hugsa um mig? Hvaða álit hafði það á mér? Vissi það fyrir hvað ég var í fangelsi?“

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.