Helgarpósturinn - 18.03.1983, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 18.03.1983, Blaðsíða 20
20 NÆR) MYND Föstudagur 18.mars 1983 Irjnn Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri hefur sett mikinn svip á íslenskt leikhúslif síðustu tuttugu ára. Á þessum tíma hefur hann ráðið fyrir tveim stærstu leikhúsum landsins. Hann er nú að láta af störfum í Þjóðleikhúsinu eftir tíu ára veru þar, og því er ekki úr vegi að reyna að komast að því hver Sveinn Einarsson er. Sveinn hefur verið nokkuð umdeildur sem þjóðleikhússtjóri. Sumir telja hann kjarkaðan mann og jákvæðan, sem vilji öllum vel, aðrir eru aftur á móti þeirrar skoðunar, að hann sé afskap- lega neikvæður gagnvart öllu, sem viðkemur samningamálum leikara og láti það bitna á þeim, sem hafa verið í forsvari fyrir hópinn. Um hitt eru allir sammála, að Sveinn eigi stóran þátt í miklum uppgangi íslenskrar leikritunar síðari ára. Sveinn Einarsson er fæddur í Reykjavík 18. september 1934. Hann er einkabarn foreldra sinna, Einars Ólafs Sveinssonar prófessors og Kristjönu Þorsteinsdóttur. Skyldunám sitt stundaði Sveinn í Barnaskóla Austurbæjar og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Henn settist síðan í Menntaskólann í Reykjavík, þaðan sem hann lauk stúdentsprófi vorið 1954. Sveinn hélt til Stokkhólms að loknu stúd- entsprófi, stundaði þar nám í almennri bók- menntasögu, leiklistarsögu og heimspeki og lauk fil. cand. prófi árið 1958. Hann stundaði framhaldsnám í samanburðarbókmenntum og frönskum leikbókmenntum 1958-59, og vorið 1961. Hann stundaði einnig framhalds- nám í leikhúsfræðum við Stokkhólmsháskóla 1961-63 og tók fil. lic. próf 1964. Sveinn hefur starfað sitthvað um ævina, verið blaðamaður og leikdómari á Alþýðu- blaðinu, fulltrúi í dagskrárdeild Ríkisútvarps- ins, aðstoðarleikstjóri við sænska ríkisleik- húsið og loks leikhússtjóri í tuttugu ár, fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá 1963-72 og i Þjóðleikhúsinu frá 1972-83. „Sveinn er afskaplega gáfaður og vel að sér“, þetta segir Bergljót Líndal hjúkrunarfræðing- ur, skólasystir Sveins í barnaskóla, gagn- fræðaskóla og menntaskóla, og flestir við- mælendur Helgarpóstsins við vinnslu þessar- ar Nærmyndar taka undir þau orð. „Hann var góður námsmaður. Hann var ým- ist dúx eða semi-dúx í máladeildinni og var í miklu uppáhaldi kennaranna", segir önnur skólasystir hans, Unnur María Figved kenn- ari. Sveinn lét þó skólabækurnar ekki taka all- an sinn tíma, enda hafði hann að sögn lítið fyrir náminu, heldur tók hann virkan þátt í félagslífinu. „Hann dansaði vel í gagnfræðaskóla og það var eftirsóknarvert að dansa við hann á dans- æfingu“, segir Bergljót Líndal. Áhugi Sveins á listum vaknaði snemma og það var ekki laust við það, að jafnöldrum hans fyndist hann vera dálítið háfleygur á unglingsaldri. „Við fylgdum honum ekki alltaf á fluginu“, segir Bergljót. Listræna „Leiklistin hefur verið hans ævilanga ástríða og lífsfylling. Hann fékk áhuga á henni strax sem krakki og hann sá allar sýningar og las leikrit. Það hefur líka verið höfuðkostur hans sem þjóðleikhússtjóra", segir Bríet Héðins- dóttir leikari og skólasystir Sveins. Sveinn hafði líka gaman af að skrifa. Hann ritstýrði skólablaðinu í Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar og mun hafa skrifað meirihluta þess sjálfur. Þá var hann og í ritnefnd skólablaðs MR. Guðni Guðmundsson rektor Menntaskól- ans í Reykjavík kenndi Sveini ensku veturinn 1951-52, og ber honum vel söguna. Sveinn var þá í harðsnúnum bekk og stóð sig vel, en „hann var haldinn listrænu, sem ég hef aldrei þolað vel“, segir Guðni. Koma Sveins til Leikfélags Reykjavíkur markaði mikil tímamót í sögu félagsins. Hann var fyrsti leikhússtjóri þess og átti mjög stór- an þátt í að breyta því úr áhugamannaleikhúsi í atvinnuleikhús. „Hann verður eitt af stóru nöfnunum í sögu leikfélagsins", segir Steindór Hjörleifsson leikari og samstarfsmaður Sveins í níu ár. Guðmundur Pálsson var framkvæmda- stjóri Leikfélags Reykjavíkur, þegar Sveinn kom þar til starfa. „Hann var mikill vinnuþjarkur og ákveð- inn“, segir Guðmundur. „Þegar hann kom til vinnu kl. 9 á morgnana, var hann iðulega bú- inn að lesa eitt leikrit áður”. Bríet Héðinsdóttir er á sömu skoðun: „Það sérkennilegasta við Svein“, segir hún, „er að hann verkar værukær. Hann er ekki sá, sem fólki dettur í hug, að sé dugnaðarforkur, en hann er og hefur alltaf verið ofvirki“. Gísli Alfreðsson nýskipaður þjóðleikhús- stjóri segir, að Sveinn sé kjarkmikill maður, sem hafi ráðist í margt, sem aðrir hefðu ekki þorað að glíma við. „Ég hef átt ánægjuleg samskipti við hann sem formaður í félagi leikara þótt ágreiningur varðandi ýmis atriði samninga og túlkun þeirra hafi komið upp, en það hefur allt farið fram í mesta bróðerni. Þótt ég hafi verið hin- um megin við borðið, hef ég ekki þurft að gjalda þess“, segir Gísli. > Ekki eru þó allir starfsmenn Þjóðleikhúss- ins á því, að samstarfið við Svein hafi verið eins og best verður á kosið. Einn þeirra er Sig- urður Skúlason leikari. „Það er ekki hægt að neita því, að i leikhús- stjóratíð Sveins Einarssonar hafa komið upp fjölmargir árekstrar milli hans og starfsfólks- ins og oft orðið mikil átök, eins og ýmsir þeir atburðir sanna, sem hafa orðið opinber mál“, segir hann. „Samskiptaerfiðleikar Sveins og stéttarfélags leikara hafa verið miklir, auk þess sem móralnum í húsinu hefur hrakað gíf- urlega í stjórnartíð hans. Sem trúnaðarmaður á vinnustað og forsvarsmaður fyrir leikara Þjóðleikhússins, hef ég kannski kynnst ýms- um flötum á persónu hans, sem aðrir hafa ekki kynnst - ég veit það ekki. En það verður að segjast eins og er, að þetta hefur oft verið þreytandi stríð, sem hefur gleypt mikinn og dýrmætan tíma og orku. Sveinn hefur al- mennt verið mjög neikvæður gagnvart samn- ingsmálum leikara, kjarabótum og ýmsum réttindamálum. Hann hefur m.a.s. hótað að segja af sér, ef tilteknar kjarabætur til handa leikurum næðu fram að ganga. Og það sem verra er, að fjandsamleg afstaða hans til þess- ara mála bitnar illilega á því fólki, sem ber fram kröfurnar og stendur á rétti sínum, eða leyfir sér að gagnrýna stjórnun og skipulag starfseminnar“, segir Sigurður Skúlason. Einkastofnun Þórhallur Sigurðsson léikari hefur opinber- lega gagnrýnt starfshætti Sveins innan Þjóð- leikhússins og sagði hann sig úr Þjóðleikhús- ráði vegna þess. „Ég hef átt gott samstarf við Svein“, segir hann, „en mér finnst hann of viðkvæmur fyr- ir gagnrýni og hörundsár. Leikhússtjórastarf- ið á að vera fullt starf og ég hef áður deilt á það, að mér finnst Sveinn taka að sér of mörg verkefni. Stjórnunin er þannig byggð upp, að sé þjóðleikhússtjóri ekki við, vinnur enginn hans verk. Sveini hefur ekki tekist að ná úr leikhópnum þeim sprengikrafti sem í honum býr, vegna þess að hann hefur sjálfur verið of „involveraður“ í verkefnin. Þá finnst mér leikhúsreksturinn hafa snúist of mikið um persónu Sveins, og hann hefur tekið alla gagnrýni persónulega", segir Þór- hallur. Maður, sem er kunnugur leikhúslífi og hef- ur þekkt Svein lengi, tekur undir þá gagnrýni, að Sveinn hafi rekið Þjóðleikhúsið sem sína eigin stofnun, og sami maður segir, að Sveinn hafi látið persónulegar þarfir ráða utanferð- um sínum á vegum stofnunarinnar. Sigurður Skúlason bendir á, að Sveinn sé líka klár og slunginn og að honum hafi tekist að halda stöðu sinni með því að sundra starfs- hópum, einfaldlega með því að deila og drottna. „Hann hefur komið sér upp hópi stuðnings- manna, sem eru honum tryggir varðmenn og útsendarar. Það má líka benda á þá einkennilegu áráttu hans allt frá fyrstu tíð að vilja hafa nákvæmt yfirlit yfir skoðanir manna, einkum þó þær, sem tengjast honum sjálfum og hans gerðum, enda hefur það verið haft á orði í leikhúsinu hve ótrúlega fljótt honum berast ýmsir hlutir til eyrna, m.a.s. vangaveltur, sem menn hafa sagt öðrum í trúnaði. Einn angi af þessum veikleika hans kemur greinilega fram í hljóð- nemamálinu fræga hérna um árið. Þetta sýnir kannski ákveðið öryggisleysi, sem endurspeglast líka í æðislegum metnaði hans og metafíkn", segir Sigurður Skúlason. Helgi Skúlason leikari telur, að það sem Sveini hafi reynst erfiðast í starfi þjóðleikhús- stjóra, sé sú staðreynd, að um leið og hann gefi einum líf með hlutverki, þurfi hann að útiloka annan. „Ég hugsa, að það hafi verið andstæðast hans eðli. Hann er það jákvæður og vill öllum vel, en það getur ekki nema einn fengið hlut- verk, og það veldur leiðindum", segir Helgi. Metnaðurinn að leiðarljosi Leikhússtjóraferill Sveins Einarssonar hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu spannar yfir tuttugu ár, og það fer ekki hjá því, að hannhefur markað sín spor í leiklistar- sögu íslands. En hvernig meta menn þá fram- lag Sveins til íslenskrar leiklistar? „Það er ekki hægt að neita því, að hann hef- ur gert meira fyrir íslenska leiklist en nokkur annar maður“, segir áðurnefndur maður, sem kunnugur er leikhúslífinu. „Hann hefur ger- breytt aðstöðu íslenskrar leiklistar og hann á stóran þátt í því hve margir höfundar hafa far- ið að skrifa leikrit. Hann hefur ekki notið sannmælis fyrir það vegna þess hve hann er ó- vinsæll í mörgum hópum“. „Hann hefur feiknalegan metnað fyrir hönd íslenskrar leiklistar og menningar, og ég hygg, að sá metnaður hafi verið leiðarljós í starfi hans. Hann þekkir manna best íslenska leiklistarsögu og það er hægt að fletta upp í honum. Hann hefur unnið ákaflega gott starf fyrir leikhúsið", segir Bríet Héðinsdóttir. Vakandi Jónas Árnason er einn þeirra leikritahöf- unda, sem hafa haft töluverð samskipti við Svein, einkum þó er hann var í Iðnó. „Höfuðkostur Sveins í mínum augum sem leikritahöfundar er sá, að hann er afskaplega vakandi varðandi okkar starf. Hann gefur því mikinn gaum, og í hvert sinn sem hann hringir er það mikil hvatning. Þegar maður er uppií Borgarfirði og kemur til Reykjavikur á tveggja mánaða fresti, er Ijúft að fá hringingu frá Sveini. Að þessu leyti tekur hann fram ýmsu öðru fólki, sem hrærist í leikhúsveröld- inni“, segir Jónas. Hann segir einnig, að Sveinn hafi aldrei leg- ið á liði sínu, þegar um það væri að ræða að gera umheiminum ljóst, að íslendingar væru að semja leikrit. „Og þar á ég honum mikið að þakka“, segir Jónas Árnason. Jafnframt leikhússtjórastarfinu hefur Sveinn verið afkastamikill leikstjóri, bæði í Iðnó og Þjóðleikhúsinu. „Hann hefur sett upp eftirminnilegar sýn- ingar í Iðnó“, segir Ólafur Jónsson gagnrýn- andi, sem fylgst hefur náið með leikhúsferli Sveins. Þar vill hann nefna Útilegumenn Matthíasar, gríska harmleikinn Antigónu, sem hann telur vera bestu sýninguna á klass- ísku verki og Yvonne prinsessu eftir pólska léikskáldið Gombrowics. „Honum hefur ekki orðið eins ágengt í Þjóð- leikhúsinu, en hann skilur við starfið með tveim eftirminnilegum sýningum, Silki- trommunni og Oresteiu", segir Ólafur og telur að með bestu sýningum sínum hafi Sveinn sýnt sig vera einn besti leikstjóri okkar. Ólafur nefnir einnig, að á starfstíma Sveins í Þjóðleikhúsinu hafi íslenski dansflokkur- inn verið byggður upp. Litla sviðið varð ennfremur til á tíma Sveins. „Hann barðist fyrir því og hefur verið harð- ur á að halda þeirri starfsemi áfram. Það er já- kvætt og eitt það besta, sem hefur komið frá hans hendi “, segir Þórhallur Sigurðsson. Dúkku drengur? Maður nokkur sem starfsins vegna hefur haft mikil samskipti við Svein, telur hann vera dæmigerðan menningarvita í góðri merkingu þess orðs, maður sem Iyfti umhverfi sínu menningarlega. „Hans verður áreiðanlega minnst síðar meir sem rnerkilegs leikhússtjóra, sem hafi hækk- að standard íslensks leikhúss til verulegra muna. En eins og flestir skrautlegir og marg- þættir persónuleikar hefur Sveinn sína van- kanta - skoðað í smásjá samtímans. Hann er eftir Guðlaug Bergmundsson mynd: Valdís Óskarsdóttir N

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.