Helgarpósturinn - 18.03.1983, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 18.03.1983, Blaðsíða 22
Nú er tími kosningaloforða og slagorða. Á síðustu vikum og mánuðum hefur málflutn- ingur stjórnmálamanna borið æ meiri keim af því að kosningar nálgast, og á næstu vikum munu fjölmiðlar og vinnustaðir væntanlega fyllast af frambjóðendum að ræða um mál málanna í þessum kosningum sem undan- förnum: Efnahagsvandann. Flokkarnir eru býsna sammála um mark- mið þegar fjallað er um stöðu þjóðarbúsins. Draga verður úr verðbólgunni; Efla verður at- vinnuvegina; Bæta verður lífskjör þeirra sem minnst megasín; Draga verður úr skuldasöfn- un erlendis; Halda verður fullri atvinnu. Jafn- framt er jafnan bætt við að engar patent- lausnir séu til á efnahagsvandanum. Um leiðirnar að þessum lausnum er viss á- greiningur milli flokkanna, og það er um þær Líklegt er aö samningar í haust veröi afar erfiöir. Skyldi draga úr verðbólgunni? — og hvað þá? sem kosningabaráttan kemur væntanlega til með að snúast. Ennþá höfum við íslendingar litla þekk- ingu'á því hvað gerist ef verulega dregur úr verðbólgu í nokkurn tíma. Slíku ástandi höf- um við einfaldlega aldrei kynnst. Af ná- grannalöndunum er heldur ekki mikið að græða, þar fer verðbólgan víðasthvar vaxandi þótt skrefin séu minni en hér. Helst að hægt sé að benda á Bretland. Þar hefur náðst veru- legur árangur, verðbólgan hefur minnkað mjög á síðustu misserum. í Bretlandi hefur at- vinnuleysi á hinn bóginn vaxið, eins og al- kunna er. Hv Lvað skyldi gerast hér á íslandi ef til valda kæmi stjórn, og þá væntanlega samsteypu- stjórn tveggja eða fleiri flokka eins og verið hefur, sem næði verulegum árangri í barátt- unni við verðbólguna? Væri hægt að halda hér samtímis fullri atvinnu? Er fræðilegur mögu- leiki að kaupmáttur haldist? Færi ekki út- gerðin gjörsamlega á höfuðið? Hreinlega, hvaða afleiðingar hefði það fyrir almenning ef stjórnmálamenn stæðu við það loforð sitt að koma verðbólgunni niður? Þessar spurn- ingar lagði Helgarpósturinn fyrir nokkra að- ila sem vel þekkja til slíkra mála — Þórð Frið- jónsson, Þröst Ólafsson, Ólaf Davíðsson og Kristján Ragnarsson. Þessir menn voru að sjálfsögðu sammála um að þetta færi eftir því hvaða aðferðum væri beitt. „Ef tekið er á verðbólgunni á mjög ómjúkan hátt með það fyrir augum að vinna verkið á mjög skömmum tíma, þá er mikil hætta á að til verulegs atvinnuleysis kæmi, og annarra tímabundinna þrenginga. Ef dæmið væri hinsvegar sett upp sem prósess sem taka ætti nokkuð mörg ár, og jafnframt gerðar ráðstafanir í þá átt að koma í veg fyrir meiri- háttar vandræði á vinnumarkaðinum — þá ætti það líka að vera hægt“, sagði Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Þórður Friðjónsson hagfræðilegur ráðu- Helmut Kohf Franz-Josef Strauss Fvrsfa verkefni Kohls kanslara sansa Strauss og Reagan Ástæðan fyrir yfirburða kosningasigri Kristilegra demókrata i þingkosningunum í Vestur-Þýskalandi fyrir hálfum mánuði er fyrst og fremst sú, að dómi skoðana- könnunarfyrirtækja þar í landi, að rúm millj- ón kjósenda í iðnaðarhéruðunum, aðallega verksmiðjuverkamenn.sneru baki við sósíal- demókrötum og hölluðu sér að helsta keppi- nauti þeirra. Ekki fer milli mála, að það var Helmut Kohl kanslari sem öðrum fremur dró þessa kjósendur að flokki sínum. Kohl sýndi í kosningabaráttunni, að bæði samherjar hans og andstæðingar hafa fram til þessa van- metið stjórnmálahæfileika hans. ISÆest lið varð Kohl í kosningunum að stefnuskrá sinni i efnahagsmálum. Áform hans um að rétta við vesturþýskt atvinnulíf hlutu tiltrú. Hann hyggst fást við atvinnuleysi, sem á fáum árum hefur tvöfaldast og komist á þriðju milljón manna, með því að bæta rekstrarskilyrði atvinnufyrirtækja og efla fjárfestingu þeirra í framkvæmdum sem bæta samkeppnisaðstöðu. Þetta á að fjármagna með því að spara í ríkisútgjöldum. I heild er þó ekki um samdráttarstefnu að ræða hjá Kohl, svipaða og hjá Reagan í Bandarikjun- um og Thatcher í Bretlandi. Vestur-Þýskaland á ekki við verðbólguvanda að glíma, og stjórn þess hefur því svigrúm til að ráðast gegn sam- drætti án þess að eiga á hættu að gengi gjald- miðilsins hrapi. En áður en Kohl getur snúið sér af fullum krafti að því að reyna að efna vonirnar sem kjósendur bundu við stjórn hans, verður hann1 að sýna sig mann til að hemja tvo bandamenn, sem geta gert honum erfitt fyrir. Annar er Franz-Josef Strauss, foringi kristilega flokks- ins i Bajern. Hinn er Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna. Strauss hefur setið í Múnchen og sleikt sár sín, frá því hann fór hrakför í forustu fyrir kosningabaráttu kristiiegu flokkanna. Hann gerði Kohl ýmsar skráveifur við stjórnarskipt- in í vetur, og síðan sigur vannst hefur hann haft flest á hornum sér. Eitt er það, að hann kennir Kohl um að samstarfsflokkurinn sem söðlaði um og gerði stjórnarmyndun hans Föstudagur 18,mars 1983 jjústuririri nautur forsætisráðherra var á svipaðri skoð- un og bætti við að afleiðingarnar færu mikið eftir því hve langan tíma menn gæfu sér í þetta verk og að tímalengdin færi eftir aðferðun- um. „Tíminn sem líður frá því að fyrstu ráð- stafanir í áætluninni eru gerðar og þar til verð- bólgan er komin.niður á það stig sem menn hafa sett sér að ná verður líklega erfiður. En það verður að taka þvi, vegna þess að ef takast á að byggja upp atvinnulíf hér, á breiðum grunni, eins og flestir eru sammála um að sé nauðsynlegt, þá verður að draga úr verðbólg- unni. Við núverandi ástand er ef til vill hægt að ná upp vexti í t.d. stóriðju, og hjá einstaka stórfyrirtækjum, en það er ekki talið það æskilegasta“, sagði Þórður. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa lýst yfir að full atvinna sé jafn mikilvæg því að draga úr verðbólgunni. „Ef menn setja sér það sem skilyrði að ekki komi til atvinnuleysis þá þrengir það aðgerðarmöguleikana vissu- lega. Slíkt kallar á miklu sterkari stjórn en hin leiðin. Þá verður að halda utan um launaþró- un í landinu, verðlagsþróun og gengisþróun í lengri tíma, — halda þessu öllu í spennitreyju um nokkuð langt skeið. Eins og málum er háttað hér á landi er óvissa um hvort það tekst“, sagði Þröstur. Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Fé- lags islenskra iðnrekenda og fyrrum þjóðhags- stjóri, sagði: „Það að draga verulega úr verð- bólgu, að halda atvinnuvegunum gangandi og halda fullum kaupmætti líka, er dæmi sem einfaldlega gengur ekki upp ef menn ætla að gera þetta á stuttum tíma. Við okkar aðstæð- ur er það óleysanlegt dæmi“, sagði Ólafur Davíðsson. Vegna þess hve stjórnmálaöflin í landinu virðast vera einhuga um að halda fullri at- vinnu, verður að teljast liklegast að ef verð- bólgan á að fara niður í verulegum mæli, þá verði kaupmáttur launa að minnka. Og hvað gerist þá? IMMLEfyD VFIRSVN ctqi ' BnaiirnlÍMÍasaÍ wbtf mögulega, Frjálsir demókratar, þurrkaðist ekki út af þingi, en það hefði fært kristilegu flokkunum hreinan meirihluta. Eins og er skortir þá fimm þingsæti á slíka stöðu, og stuðning til að mynda meirihluta er hvergi að fá nema hjá Frjálsum demókrötum. Strauss heldur því fram, að með vægð við samstarfs- flokkinn í kosningabaráttunni hafi Kohl bjargað honum inn á þing. Genscher, foringi Frjálsra demókrata, skip- ar nú þau ráðherraembætti, sem Strauss sæk- ist einkum eftir> hann er varakanslari og utan- ríkisráðherra. Ekki er vafi á að miðjumaður- inn Kohl kýs langtum heldur að hafa Gensc- her í þessum störfum en hægri manninn Strauss. Því var það hólmgönguáskorun til kanslarans, þegar Strauss hóf viðræður kristi- legu flokkanna, um undirbúning nýrrar stjórnarmyndunar upp úr kosningunum, með því að láta samstarfsmenn sína í bajernska flokknum lýsa yfir, að foringja þeirra bæri frjálst val á ráðherraembættum sér til handa, tæki hann þann kost að láta af forsæti fylkis- stjórnarinnar í Bajern og taka sess í sam- bandsstjórninni í Bonn. Enn er ósýnt, hvernig fer í glímu Kohl og Strauss um hvor þeirra skuli setja svip á nýju ríkisstjórnina, bæði skiptingu ráðherra- embætta og stefnumótun. Fái Strauss ekki persónulegum metnaði sínum fullnægt í tog- streitunni um ráðherrastóla, er ljóst að hann lætur flokk sinn setja þau skilyrði um stefnu- mótun, einkum hörku gagnvart andófsfólki og innflytjendum frá Suður-Evrópu, sem frjálslyndir menn í samstarfsflokknum eiga illt með að sætta sig við. Þessi mál ráðast nú um helgina á fundum í Bonn, og í næstu viku kemur í ljós hvort Kohl hefur auðnast að koma Reagan Bandaríkja- forseta í skilning um, hvað kosningasigur hans felur í raun og veru í sér fyrir samskipti Vestur-Þýskalands og Bandaríkjanna. Það kom glöggt í Ijós í kosningabaráttunni, að Bandaríkjaforseti vildi mikið til vinna, að Kohl bæri sigurorð af sósíaldemókrötum og Vogel, merkisbera þeirra. Eftir kosningarnar Iýsti Bandaríkjaforseti sérstakri ánægju sinni með úrslitin. Reagan virðist hafa gert sér i hugarlund, að sigur kristilegu flokkanna í Vestur-Þýskalandi hefði sjálfkrafa í för með sér, að úr sögunni væru öll vandkvæði við að koma upp fyrir- huguðum kjarnorkuvopnum þar í landi, fari viðræður Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um takmörkun meðaldrægra kjarnorku- vopna í Evrópu út um þúfur. Það, eins og annað í þessum vangaveltum, fer eftir því hve mikið og lengi hið erfiða á- stand varir. Þórður Friðjónsson er t.d. á þeirri skoðun að eftir þær aðgerðir sem gerðar voru af ríkisstjórninni fyrsta desember þá þurfi kaupmátturinn ekki að minnka svo mjög. „Það vantar ekkert gríðarlega mikið uppá jafnvægi í þessum innri rauntölum, og vanda- málið sem við er að glíma vegna of mikils kaupmáttar er ekki af þeirri stærðargráðu sem það væri, ef þessar ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar hefðu ekki komið til” sagði Þórður. Þegar ríkisvaldið gerir ráðstafanir í þá átt að skerða kaupmátt, eins og í des. síðastliðnum veldur það undantekningarlaust hávaða á vinnumarkaðinum. Þá var vísitöluhækkun einfaldlega skert, þannig að í krönum talið lækkuðu hærri laun meira en þau lægri. Það er sú aðferð sem líklegt verður að telja að verði notuð til að koma í veg fyrir víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags, eins og það heitir. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, var alls ekki svatsýnn á að ef gripið yrði til að- gerða til að ná verðbólgunni niður þá myndu aðilar vinnumarkaðarins geta komist að sam- komulagi. „Ég held að smám saman sé báðum aðilum að verða lj óst að svona geng- ur þetta ekki til lengdar”, sagði hann. Vonandi hefur hann rétt fyrir sér. Hitt er svo annað að í samningunum sem hefjast í haust verður tekist á um köku sem er að skreppa saman, ef ríkisstjórn sem við tekur nær ein- hverjum árangri. Hingað til hefur reynst nógu erfitt að skipta stækkandi köku, vaxandi þjóðartekjum og því er ljóst að mesti vandi þeirrar ríkisstjórnar sem við tekur eftir kosn- ingar felst í deilum hagsmunasamtakanna á vinnumarkaðinum. En það er öðru nær. Enginn vafi er á að mikill meirihluti Vestur-Þjóðverja kýs að ekkert verði úr nýrri öldu kjarnorkuher- væðingar í Iandinu, og tekur því aðeins við vopnunum með góðu, að sýnt verði fram á það með óyggjandi hætti, að Bandaríkja- stjórn hafi lagt sig alla fram til að ná við sovét- stjórnina samkomulagi sem dragi úr kjarn- orkuvígbúnaði. Strax fyrir kosningar sýndi Kohl í ræðum sínum, að hann gerir sér ljósa grein fyrir af- stöðu þorra Ianda sinna í þessu máli, og eftir kosningasigurinn hefur hann lagt sig í fram- krókaumað koma Bandarikjaforseta í skiln- ing um, hvað til þarf að kosningaúrslitin í Bonn verði til að styrkja stöðu Atlantshafs- bandalagsríkjanna gagnvart Sovétríkjunum i kjarnorkuvopnaviðræðunum i Genf. Því aðeins geta bandarísku samningamenn- irnir komið þar framífullu trausti þess að ár- angurslausar viðræður verði til að Evrópurík- in taki við bandarískum kjarnorkuvopnum, að fyrir liggi ótvírætt að samkomulag hafi strandað á Sovétmönnum. Framkoma Reagans til þessa hefur síður en svo stuðlað að því að uppfylla þetta skilyrði. Stefna Banda- ríkjanna í afvopnunarmálum og gagnvart hömlum á vopnabúnaði er í óvissu, frá því Reagan vék frá yfirstjórn þeirra mála manni, sem ríkisstjórnir Vestur-Evrópu þekktu og treystu, en skipaði í hans stað mann svo ó- reyndan, að staðfesting á útnefningu hans er orðin stórdeilumál í Öldungadeild Banda- ríkjaþings. Eftir kosningaúrslitin i Vestur-Þýskalandi bárust þær fréttir frá Washington, að sumir ráðunautar Reagans forseta, sér i lagi Wein- berger landvarnaráðherra, segðu honum að nú væri þess engin þörf að bera fram nýjar til- lögur í Genfarviðræðunum, til að mæta til- boðunum sem Andrópoff, leiðtogi Sovétrikj- anna, lét frá Sér fara meðan kosningabaráttan stóð í Vestur-Þýskalandi. Híelmut Kohl kanslari var ekki seinn á sér að tjá Reagan aðra skoðun. Lýsti hann yfir opinberlega, að mikið riði á að Reagan léti frá sér fara nýjar tillögur „í náinni framtíð" í stað þess að halda fast við fyrsta tilboð í viðræðun- um, svokallaða „núll-lausn“. Með „náinni framtíð“ átti Kohl bersýnilega við tímann fram til 28. þessa mánaðar. Þá lýkur yfirstandandi viðræðulotu í Genf, og samningamenn Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna hittast ekki aftur fyrr en í júní.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.