Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 6. maí 1983 JplSsturinn Dansjð nú tröll og forynjur Grýlurnar — Mávastellið Ekki ætla ég mér að fara að þreyta lesendur á því að fara að útskýra sérstöðu Grýlanna í poppbransanum hérlendis, né helaur ætla ég mér að rekja feril þeirra. Ég læt mér nægja að segja að frá því hljómsveitin byrjaði, hefur gangur hennar aðeins verið upp á við, þar til nú að hún er komin í hóp vinsælustu hljóm- sveita landsins. Ekki get ég þó sleppt því að geta þess að ég sá Grýlurnar þegar þær komu fyrst fram og ólíkt flestum öðrum hafði ég bara gaman af og það sem meira var, ég hafði trú á fyrir- tækinu, svo ótrúlegt sem það kann nú að hljóma. Kannski hefur það verið af því þær voru með You Really Got Me á efnis- skránni, sem segir auðvitað að eitthvað hafi örlað á góðum smekk liðsmanna sveitarinnar. Það sem mér er þó eftirminni- legast frá þessum tónleikum er það, að ég held að Linda Björk hafi „breikað" einu sinni, í gegn um allt prógrammið, og ætlaði hún varla að hafa það inn í lagið aftur, svo brothætt var nú þetta fyrirtæki hennar Ragnhildar. Nú eru Grýlurnar komnar með sína fyrstu stóru plötu. Það er nú eins með tónlist Grýlanna og postulínið að hún er enn harla brothætt og að mínum dómi vant- ar nokkuð á að plata þessi geti tal- ist alveg nógu sterk, til að lenda ekki milli tanna vondra manna eins og mín. Ef við lítum fyrst á það sem mér finnst miður fara, þá er það, að nokkur hluti laganna er alls ekki nógu góður, eða kannski eru það bara útsetningarnar, sem ekki heilla mig, á einkum þar við þrjú síðustu lög plötunnar. Þá finnst mér hljómborð og þó einkum gítarinn of lítið áberandi, en gítar framar í „mixinu“ hefði eflaust gefið tónlistinni meiri kraft. Textarnir eru að mínu mati flestir hreinasta þvaður og í sumum er húmorinn svo „lókai“ að ég „meika“ ekki að fatta hann. Það sem fer þó mest í taugarnar á mér eru bakraddirnar, og hef ég varla önnur orð að lýsa þeim en að mér finnst þær kjánalegar. Ég held ég láti þetta nú nægja um slæmu hliðarnar og reyni frekar að líta á þær góðu. Fyrst vil ég nefna góðan bassaleik og það er greinilegt að Grýlurnar vita að þar er sterkasti hluti hljómsveitar- innar, því hann er hafður ákaflega framarlega í hljóðblönduninni (stundum kannski of framarlega). Linda Björk er orðin mjög fram- bærilegur trommuleikari og Ragnhildur skilar söngnum yfir- Ieitt vel. Best finnst mér Grýlun- um takast upp í þeim Iögum sem poppuðust eru, svo sem Sísí og Sigmundur Kroppur en annars má segja að fyrri hliðin sé nokkuð þokkaleg. Ef ekki væri fyrir bakraddirnar myndi ég sjálfsagt geta hlustað á plötu þessa mér til meiri ánægju, en raddir þessar fara einhvern veg- inn í taugarnar á mér og gera það að verkum stundum ásamt söngn- um hjá Ragnhildi, að heildaryfir- bragð plötunnar verður dálítið til- gerðarlegt. David Bowie — Let’s Dance Mér er næst að halda að engin popptónlistarmaður hafi gengið í gegnum jafn margar breytingar og David Bowie hefur gert með tónlist sinni á undanförnum fimmtán árum, eða svo. Meðan aðrir menn konur og hljómsveitir hafa komið og farið, hefur Bowie alltaf verið í fremstu röð, og ef marka má hans nýjustu plötu, Let’s Dance, virðist engin breyting ætla að verða á því. Það var í upp- hafi síðasta áratugs sem Bowie fór fyrst að láta að sér kveða að ein- hverju marki en þá sendi hann frá sér hvert meistarastykkið af öðru. Plötur eins og Hunky Dory, Aladin Sane, Diamond Dogs og sú sem allt semhann hefur gert fyrr eðasíðarhefui veriðmiðað við þ.e. Ziggy Stardust. Allar voru plötur þessar í raun ólíkar en fyrsta störa stökkið má þó segja að Bowie hafi tekið árið 1975 er hann sendi frá sér plötuna Young Americans, sem er diskóplata gerð undir áhrifum hinnar svo kölluðu „Phillysound“ tónlistar, sem þá naut mikillar hylli. Station To Station sem fylgdi þar á eftir er einnig í diskóstíl, að nokkru leyti. Raunar hefur Bowie sjálfur kall- að það sem hann var að gera á- þessum tíma „plastic diskó“. Það voru þessar plötur óg þá sérstak- lega sú fyrrnefnda, ásamt laginu Fame, sem Bowie sló fyrst í gegn með í Bandaríkjunum. Árið 1977 flutti Bowie sig um set, frá Bandaríkjunum til Berlín- ar. Þá tók tónlist hans annarri stökkbreytingu og áhrifin mátti greinilega rekja til meginlandsins og einkenndist tónlistin einkum ýmsum tilraunum með ýmis elekt- rónísk hljóðfæri. og þá einkum synthesizera. Hann hóf sérlega árangursríkt samstarf við Brian Eno og saman gerðu þeir plöturn- ar Low, Heroes og Lodger. Platan Scary Monsters, sem kom út árið 1980, var svo í rökréttu framhaldi af því sem hann hafði verið að gera með Eno, en þó voru áhrif bresku nýbylgjunnar enn meiri. Eftir Scary Monsters veltu margir fyrir sér hvert Bowie gæti í framtíðinni þróað tónlist sína og sýndist sitt hverjum. Bowie tók sér hins vegar góðan tíma til að hugsa sín mál og eyddi meðal annars þeim tíma sem liðinn.erfrá útkomu Scary Monsters, til þess að leika í kvikmyndum. Fáum hefur eflaust dottið í hug að Bowie kysi í tónlistarsköpun sinni að snúa aftur til Young Americans/Station To Station tímabilsins, en það má segja að það sé einmitt það sem hann hafi gert á Let’s Dance. Þegar ég líki Let’s Dance við fyrrnefndar plöt- ur, þá á ég ekki við að hann sé að endurtaka sama hlutinn aftur, heldur bara það að þessi nýja plata er mun léttari og yfirbragð hennar ameríkanseraðra, en það sem Bowie hefur verið að gera á undanförnum árum. Hér er líka um að ræða tónlist sem eflaust verður stimpluð sem diskótónlist, og vissulega er hún það en bara miklu, miklu meira. Til liðs við sig til að stjórna upptökum á Let’s Dance hefur Bowie fengið gítarleikarann Nile Rogers, en hann er annar höfuð- paura diskó/fönkflokksins Chic. í undirleiknum nýtur hann ekki aðstoðar neinna þeirra manna sem leikið hafa með honum á undanförnum árum, svo sem Dennis Davis, George Murray og Carlos Alomar, heldur er hér ein- göngu um að ræða menn sem Rogers smalaði saman tii verks- ins. Ekki fylgja plötunni neinar upplýsingar um þá sem á henni leika, en ég geri ráð fyrir að trommuleikarinn sé Tony Thomp- son sem slegið hefur taktinn fyrir Chic og einnig á plötum með Diönu Ross og Debbie Harry. Rogers leikur sjálfur á ryþmagítar en hinn aðalmaðurinn í Chic Bernard Edwards leikur á bassa í að minnsta kosti einhverjum laganna. Gítarleikari að nafni Stevie Ray Vaughn kemur mikið við sögu, svo og blásturshljóð- færaleikarar sem ég veit ekki hverjir eru, frekar en aðrir sem ónefndir eru. í raun er tónlistin á Let’s Dance einföld, þó mikið sé í hana spunn- ið. Sterkur trommuleikur er áberandi í flestum lögunum, en honi^m fylgir nokkuð „fönký“ bassaleikur. Hljómborðsleikur er allur mjög einfaldur og lítið áber- andi en þó ákaflega mikilvægur til að skapa fyllri hljóm. Rogers veit svo manna mest hvernig góð- ur ryþma gítar á að hljóma. Til skreytinga er svo notast við blást- urshljóðfæri og ekki síður gítar, en Vaughn fer víða á kostum. Raunar eru öll sóló plötunnar, hvort sem þau eru blásin eða leik- in á gítara mér mjög að skapi, þau eru afslöppuð en jafnframt lif- andi og fjörleg. Þá er ógetið raddanna, sem setja líflegan svip á tónlistina. Sumstaðar minnir hún á gamla „soulið“, svo sem í Modern Love eða jafnvel Bítl- anna, eins og í Let’s Dance, en þar er farið ansi nærri röddum þeirra í laginu Twist & Shout. Söngur Bowie er góður, svo sem við var að búast, en hann hefur þó oft gefið meira í en söngur hans er bara í þeim anda sem ríkir á plötunni. Lagaval plötunnar er mjög gott og útkoman heilsteypt og þrátt fyrir að lögin séu vel flest þannig útsett að auðvelt sé að nota þau sem fótarburðartónlist, þá eru þau engu að síður all ólík hvert öðru. Á fyrri hliðinni eru lögin Modern Love, sem er í nokkuð þungum takti. Gamla Iggy Pop lagið China Girl er létt og leik- andi. Let’s Dance er mjög fönkað og Without You er létt millitempó lag. Á seinni hliðinni verður fyrst fyrir Ricochet, sem er í frekar mónótónískum búm-búm tjsa takti en er líður á lagið koma einn- ig afríkönsk áhrif til sögunnar, með tilkomu kóngatrommuleiks. Criminal World er einskonar Reggae/fönk lag. Cat People (Putting Out Fire) er í öllu líflegri og kraftmeiri útgáfu en þeirri sem fólk kannast við af litlu plötunni og síðasta lagið Shake ít er létt fönkað. Það má kannski segja að í gegn- um tíðina hafi Bowie ekki verið sá frumkvöðull, sem margir hafa viljað láta liggja að, að hann væri. Hann hefur hinsvegar alltaf skynjað vel það sem helst hefur verið að gerast og eftir að hann hefur tileinkað sér einhvern stíl, hefur það jafnvel orðið hlutskipti frumkvöðlanna að þurfa að feta í fótspor hans. Þetta er nokkuð greinilegt á Let’s Dance, þar sem hann er í rauninni ekki að gera . neitt nýtt, sem ekki hefur verið áður gert, hann gerir hlutina bara betur en flestir aðrir. S.IONVAKI1 Föstudagur 6. maí 20.40 Á döfinni. Hversu oft hef ég skrifaö þetta? Endurtekningin blífur. Birna blífur líka. Hún er góður kynnir. Hins vegar má deila um innihaldiö. Form og innihald, eílíf barátta. 20.55 Prúöuleikararnir. Jibbi, siöasti þátturinn. Og hver haldiö þiö aö verði gesturinn? Jú, sjálfur James Bond (Roger Moore). 21.20 Stjórnmálaviöhorfið. Ingvi Hrafn patar út i loftið og er mikið niðri fyrir. En stjórnmálamennirnir? Eru þeir rislágir? Bjargvaettirnir ætla aö spila og spjalla. Foröum okkur. 22.20 Brúðkaupiö (The Member of the Weddingj. Bandarlsk bíómynd, ár- gerö 1953. Leikendur: Julie Harris, Ethel Waters, Brandon DeWilde. Leikstjóri: Fred Zinnemann. Svart- hvít unglingaþemamynd. Stúlka á gelgjuskeiði. Bróðir hennar ætlar aö ganga i hnapphelduna. Henni finnst hjónin tilvonandi svo falleg, þau eru svo yndisleg. Góöur leikur, sérstaklega hjá henni Júliu litlu. Laugardagur 7. maí 17.00 íþróttir. Þá er búiö að klípa klukku- tíma af Bjarna. Dagarnir lengjast á sumrin, en dagskráin styttist. Ófug- mælavísur i heiðri haföar. 18.45 Enska knattspyrnan. Stóri dagur- inn nálgast meö ískyggilegum •hraöa, Undirbúningurinn er góöur. 20.35 Þriggjamannávist. Sosum alli í lagi, þó ekki jafnist þaö á viö mig, þegar ég er upp á mitt besta. Hverf- iö skelfur af hlátrasköllum. Ég segi bara hallalúja. 21.00 Glitra daggir, grær fold (Driver Dagg, faller regn) Sænsk bíó- mynd, árgerö 1946. Leikendur: Sten Lindgren, Mai Zetterling, Alf Kjellin, Anna Lindahl. Leikstjóri: Gustaf Edgren. Fræg og samnefnd saga eftir Margit Söderhoim. Sveitalíf og ástir. Orlög og forlaga- trú. Fossbúinn og aörar vættir. Rík stúlka og fátækur sveinn. Algjör yasaklútamynd. 22.40 Á ferö og flugi (The Running Man). Bandarisk biómynd, árgerö 1963. Leikendur: Laurence Harvey, Lee Remick, Alan Bates. Leikstjóri: Carol Reed. Dauði settur á sviö til aö svíkja út tryggingafé. Hjón i spil- inu. Komast upp svik um s/ðir? Venjuleg saga en góöur leikur. Má ég minna á, aö leikstjórinn gerði á sinum tima Þriöja manninn? Ég minni á þaö hér meö. Þaö var góö mynd. Sunnudagur 8. maí 18.00 Sunnudagshugvekja. Trúboðinn búinn að kristnaþjóðina og nú kem- ur prestur, séra Ólafur Oddur Jóns- son úr Keflavlk. Skyldi hann standa sig í stykkinu? 18.10 Skógarferð. Nórskur drengur fer i túr I skog og mark. Ath. réttan fram- burö. 18.25 Daglegt lif f Dúfubæ. Brúöufuglar fljúga um flóögáttir himinhvolfsins. Skáldin mæla af vörum fram. 18.40 Palli póstur. Póstmenn þinga og þinga vel. Palli er póstur góður. 18.55 Sú kemur tíö. Meö betri blómurn í haga og frönskum geimferðafanta- sium. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Alltaf jafn tráustir menn, Guömundur og Magnús. Guðmundur. 20.50 Nina Tryggvadóttir. Sjónvarpiö og Hrafnhildur Schram gera mynd um þessa frábæru listakonu. Rætt veröur við nokkra samferðamenn hennari 22.00 Ættaróöalið. Sjöundi þáttur þessa undarlega samansafns stórfuröu- legra breskra yfirstéttunga. Ekki furöa þó heimsveldið hafi falliö um sjálft sig. IITVAItP Föstudagur 6. maí 9.05 Rummungur ræningi. Loksinsvið- urkenna þeir þaö. Svona er þjóöfé-. lagið. Barnasaga eftir útlending. /Etli hann sé sænskur? 10.35 Mér eru fornu minnin kær. Einar frá Hermundarfelli er rithöfundur fyrir noröan. Hann býr á Akureyri og þaöan kemur þessi þáttur. 11.05 Eg man þá tíö. Þegar amma var ung og Hermann Ragnar Stefáns- son var enn á stuttbuxunum. 11.30 Frá norðurlöndum. Þjóöræknis- þáttur Borgþórs nýtur gífurlegra vinsælda um land allt. Enda vinur Finna. Hálfgerður Finni sjálfur. En er hann finnskur? 15.00 Miödegistónleikar. Nammi, nammi, namm. Óperutónlist. Skyldu menn fá verðlaun fyrir jarm I þessum þætti? Varla. Útlendir al- vörulistamenn. 16.20 Útvarpssaga barnanna. Skemmti- legar smásögur úm æsku frægra manna. Uppbyggjandi fyrir siöferö- isstyrkinn. 17.00 Með á nótunum. Umferðarþáttur og leiöbeiningar fyrir áttavillta ís-. lendinga. 17.30 Nýtt undir nálinni. Beint úr sjó. Góð ýsa. 21.40 Hve létt og lipurt. Höskuldur Skag- fjörö ætlar seint i Skagafjöröinn. Er þátturinn kannski frá Skagvak? 23.00 Kvöldgestir. Jónas minn, hvílík dá- semd, hvílik himnarlkissæla aö fá Þig! Laugardagur 7. maí 9.30 Óskalög sjúklinga. Lóa Guðjóns- dóttir kynnir vinsælustu marsúrk- ana á rúmstokknum. Vinsæl kona Lóa. 11.20 Hrimgrund. Barnaútvarp og blandaður þáttur meö Sverri Guð- jónssyni tólf ára. 15.15 I dægurlandi. Svavar Gests er tímasettur enda vissara fyrir menn. Enginn vill missa af honum. Hann einn kann lagið. Nei, ég er ekki á launum hjá honum. 16.20 Þá, nú og á næstunni. Hér þar og alls staöar. Á döfinni fyrir börn og unglinga. 16.40 Islenskt mál. Jón Hilmar Jónsson sér um vinsælasta þátt rikisút- varpsins, þátt, sem á eftir aö koma yel úf I hlustendakönnuninni. 19.35 Átali. Bíp, bíp, bip, bíp, bíp, bíp, bíp, bíp. Hvenær næ ég sambandi viö stelpurnar? Af hverju vilja þær ekki tala viö mig? Edda og Helga. 20.00 Harmonikuþáttur. Högni Jónsson stórnikkari nikkar kollinum ótt og titt. Nick is in the nick. 20.30 Sumarvaka. Sumariö er komið. Sumariö er komið, Sumarið er kom- iö. Sumariö er komiö. Sumarið er komið. Ha? 23.00 Laugardagssyrpa. Og syrtiriálinn. Pytturinn fallinn. Þorgeir og Páll segja okkur fréttir af erlendum stjörnum, köppum góðum og und- anrennuþömburum miklum. Sunnudagur 8. maí 8.00 Morgunandakt. Séra Sigmar á Skeggjastööum les okkur pistilinn. 8.35 Morguntónleikar. Þaö er naumast hve maðurinn er hress svo snemma morguns, segiö þiö örugglega. Ég segi bara já. Fjölbreytt eldri tónlist. 10.25 Út og suður. Friðrik Páll Jónsson er ósýnilegur á bak viö frásögnina. Þaö mun víst vera Múlinn, sem heldur áfram skemmtilegri sögu sinni. 11.00 Messa. KópavogsbúarogÁrni Páls- son. Góð kirkja. 13.30 Frá liðinni viku. Páll Heiöar spáir og spekúlerar meö þekktu fólki. Notalegt rabb. 14.15 Þrjár sögur úr heita pottinum. Leikrit eftir Odd Björnsson. Er nokkuð annaö en slúöur í þessum vitisholum? 15.15 Söngvaseiður. Trausti veöur og félagar segja okkur frá íslenskum sönglagahöfundum. 16.20 Mannréttindi og mannúðarlög. Alþjóöadagur Rauða krossins og Páll Sigurösson dósent flytur er- indi. 21.30 Um sígauna. Stórskemmtileg er- indi Einars Braga um þetta undar- lega fólk aö mörgu leyti. Byggt á sænskri bók. Meömælanlegt at- hæfi aö hlusta á þetta. Hið 4. og síö- asta.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.