Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 21
.21 J~lek irinn Föstudagur 6. maí 1983 fjalla um hagsmunamál rithöfunda á mál- efnalegan hátt. — Félagar í Rithöfundasambandinu verða að gera sér grein fyrir að það er ekki keppnis- félag heldur hagsmunafélag rithöfunda, sagði Guðrún. Öfundsýki og hjákátleiki Guðbergur Bergsson er einn þeirra rithöf- unda sem telur að aðild fræðimanna að Rit- höfundasambandinu breyti engu um hags- muni rithöfunda. — Innganga höfunda kennslubóka og fræðirita í Rithöfundasambandið skiptir engu máli, sagði Guðbergur við Helgarpóst- inn. — Yfirleitt er það þannig að þeir sem vinna að list og menningu eru ekki mikið í félagsskap. Þeir verða að hafa hugann við sín störf. Barátta rithöfunda er fyrst og fremst inn á við. Reynslan hefur hins vegar sýnt að hags- munasamtök verða linari því stærri sem þau verða. Rithöfundasambandið er engin undan- tekning. Nær undantekningarlaust eru fundir þess leiðinlegir og ómenningarlegur bragur yfir þeim. Þarna eru uppi eilífar kröfur, öfundsýkin og hjákátleikinn ráða ríkjum. Að mínu áliti á Rithöfundasambandið ekki að einskorða sig við hagsmuna- og kjaramál heldur að starfrækja ýmsa menningarstarf- semi jafnframt, eins og bókmenntakynningar og fyrirlestra, sagði Guðbergur. Ágreiningur kemur á óvart Hörður Bergmann námsstjóri er einn þeirra höfunda kennslubóka og fræðirita sem sótt hafa um inngöngu í Rithöfundasamband íslands. Hörður sagði við Helgarpóstinn að ástæð- an fyrir inntökubeiðni fræðimanna væri sú, að fræðirit og kennslubækur nytu sömu lög- verndar varðandi fjölföldun og t.d. verk rit- höfunda og blaðamanna. Mikil brögð væru að því að verk fræðimanna væru fjölfölduð, einkum í skólum, án þess að viðkomandi höfundar hlytu greiðslur fyrir. — Við sóttum um inngöngu í Bandalag háskólamanna en þeirri beiðni var hafnað, sagði Hörður. Við fréttum af áhuga Rit- höfundasambandsins fyrir inngöngu okkar og höfum því reynt þá leið. Við teljum eðlilegt að greiðslur til okkar taki mið af samningum Rithöfundasambandsins við útgáfuaðila. Ágreiningurinn um aðild okkar kemur mér á óvart; ég hélt að það ríkti einlægur áhugi meðal rithöfunda að fá okkur í samtök sín. Þátttaka fræðimanna ætti að styrkja höf- unda sem okkur; þetta ætti að vera beggja hagur. Margir rithöfundar eru þeirrar skoðunar að bæði sjónarmiðin í þessari deilu eigi rétt á sér og það sé vandrötuð leið að gera öllum til geðs í þessu máli. Einn þeirra er Matthías Jóhannessen. — Þegar þýðendum var veitt aðild að Rit- höfundasambandinu var stigið spor í átt að víkkun aðildar annarra hópa en rithöfunda sem skrifa bókmenntaverk, sagði Matthías. — Inntökubeiðni fræðimanna er aðeins eðli- leg þróun. Þetta val er hins vegar erfitt. Sumir fræðimenn hafa skrifað afburðaverk. Ég er þeirrar skoðunar að mikill hluti af okkar bestu bókmenntum sé ekki skáldskapur í óbundnu máli heldur hafi tengsl við aðrar greinar bókmennta. Og að sjálfsögðu falla margir höfundar fræðirita langt fyrir utan þessa skilgreiningu. Það er því mikið vanda- verk að velja fræðimenn sem félaga í Rit- höfundasamband íslands. Tökum sem dæmi: Kennarar mínir í nor- rænum fræðum, Jón Jóhannesson sagn- Thor: „Ekki mikill slægur í því liði sem gekk úr samtökum okkar. Áberandi alls konar undirmálsfólk“. fræðiprófessor og Steingrímur J. Þorsteins- son voru ekki skáld og þýðendur en töldust samt merkir fræðimenn. Ogtökum fyrirrenn- ara þeirra, Björn M. Ólsen norrænufræðing. Ég tel þessa menn meiri rithöfunda en marga aðra sem nú sitja í Rithöfundasambandi íslands. Samt fengju þeir ekki aðild sam- kvæmt núverandi lögum. Fastir menn á föstum launum í fyrra gengu 21 félagi úr Rithöfundasam- bandi íslands í mótmælaskyni við „vinstri stefnu“ formanns og stjórnar og „einokunar- aðstöðu fárra manna“ við styrkja- og launa- úthlutun til rithöfunda. Þessir menn blésu lífi í Félag íslenskra rithöfunda sem hafði starfað hljóðlega sem einskonar bókaklúbbbur frá árinu 1974 en þá voru umrætt félag og Rit- höfundafélag íslands sameinuð í Rithöfunda- sambandi Islands með beinni inngöngu félaga. Félag íslenskra rithöfunda er nú stéttarfélag sem telur tæplega 80 manns. Formaður þess er Gunnar Dal og stjórnin er skipuð fimm mönnum. Einn þeirra er Indriði G. Þorsteins- son. Hann var í hópi þeirra sem gengu úr Rit- höfundasambandinu og hefur hve hatramm- ast gagnrýnt núverandi stefnu þess. — Við gengum úr Rithöfundasambandinu í mótmælaskyni við þau svik sem höfð voru frammi á grundvallarsamningi þeim sem gerður var við sameiningu félaganna tveggja árið 1974. Dreifing valds og fjármuna hefur ekki verið virt samkvæmt samningum, heldur hafa sömu mennirnir skarað eld að sinni köku. Svo var komið að þeim félögum, sem voru ekki tengdir Alþýðubandalaginu eða að- hylltust hugmyndir vinstri manna, fannst þeir ekki koma til greina við skiptingu úthlutunar- fjár. Við álítum það algjört prinsípmál að almannafé sem varið er til launa eða styrkja rithöfunda, komi í hlut sem flestra. Því miður hefur tilhneigingin orðið sú, að hafa fasta menn á föstum launum; rithöfunda sem standa vinstra megin og hafa sósíalíseringuna efst á blaði. Við viljum hins vegar halda ein- staklingnum uppi og mótmælum þessum alræðisaðferðum. Fjarstæða Helgarpósturinn bar ummæli Indriða G. Þorsteinssonar undir formann Rithöfunda- sambandsins Njörð P. Njarðvík. — Mér dettur ekki í hug að svara persónu- legum skoðunum Indriða G. Þorsteinssonar, sagði Njörður. — Það er hins vegar rétt að 21 félagi hefur sagt sig úr Rithöfundasambandi íslands og ekkert við því að segja. Samtök okkar standa óbreytt eftir sem áður; þau eru löggilt stéttarfélag rithöfunda. Það er hins vegar engin skylda að vera í Rithöfundasam- bandinu. Mín skoðun er sú að þeir menn sem sagt hafa sig úr sambandinu hafi verið í minni- hluta hvað skoðanir og áhrif snertir. Þeir virðast sjá samsæri kommúnista eða Alþýðubandalagsmanna í Rithöfundasam- bandinu. Þetta er algjör fjarstæða. Rit- höfundasambandið vinnur hvorki til hægri né vinstri. Matthías Jóhannessen tekur undir þessi orð Njarðar: — Ég er ekki þeirrar skoðunar að Rit- höfundasambandið skiptist eftir pólitískum línum. Þó vil ég taka undir sumt í gagnrýni félaga minna að 'akveðið samkomulag um stjórnun og jafnskipti milli manna hafi ekki verið virt sem skyldi. Hins vegar vil ég minna á það, að þegar Njörður P. Njarðvík var bor- inn upp sem formaður, var það ekki síst Indriði G. Þorsteinsson sem hvatti mig aÓ kjósa hann. Matthías: „Hef legið undir ámæli að ganga ekki úr Rithöfundasambandinu“. Óánægjan innan frá Guðbergur Bergsson hefur eftirfarandi að segja um gagnrýni „liðhlaupanná" úr Rit- höfundasambandinu: — í raun og veru veikir brotthlaup þessara rithöfunda ekki sambandið út á við. Hér er ekki um klofning að ræða, heldur óánægju nokkurra manna. Og sú óánægja kemur inn- an frá og beinist mest að formanninum Nirði P. Njarðvík. Það er þetta eilífa nag um að hann og aðrir standi sig ekki nógu vel. Þetta er eins og seiðingur í tönn; sjúklingurinn fer ekki til tannlæknis af því að hann vill ekki losna við pirringinn. Þegar ég kem á þessa fundi, í þennan loftlausa sal Norræna húss- ins, sé ég þessa tannpínu og pirring tröllríða sumum fundarmönnum, eilíft þvarg og öfundsýki út í peninga, ferðalög og alls konar boð. Mér finnst aftur á móti Njörður prýði- legur formaður og hann reynir að gera vel. Rithöfundar ættu að sameinast meir á mál- efnalegum grundvelli og standa mun meir með Nirði en þeir gera. Thor Vilhjálmsson gefur þeim höfundum sem gengu úr Rithöfundasambandinu þessa einkunn: — Ég held, að það hafi ekki verið svo mikill slægur í því liði sem gekk úr samtökum okkar og mjög vafasamt hvort margir þeirra áttu nokkurt erindi í svona samtök. Þarna var áberandi alls konar undirmálsfólk. Og um starfsemi Félags íslenskra rithöf- unda segir Thor: — Ég tel að fáir taki mark á þessu félagi og það sé bara eins konar afgangsmannafélag. Það hefur stundum verið reynt að auglýsa þetta upp í einstökum blöðum, en þetta er lítill klúbbur sem enginn tekur mark á. Guðrún Helgadóttir taldi ofangreinda gagnrýni á störf Njarðar P. Njarðvík og stjórnar Rithöfundasambandsins vera hreina firru. — Þetta tal um að kommúnistar stjórni starfi Rithöfundasambandsins og úthlutun- um úr sjóðum er bölvuð vitleysa og á sér enga stoð í veruleikanum, sagði Guðrún. — Sann- leikurinn er sá, að Rithöfundasambandið hef- ur unnið stórmerkt starf varðandi kjör rithöf- unda og samninga við útgefendur. Þeir rithöf- undar sem gengu úr samtökum okkar voru mjög óánægðir að fá ekki með sér ýmsa félaga sem þeir töldu pólitíska skoðanabræður sína. Sameinaðir stöndum vér? „Pólitískir skoðanabræður" þeirra höf- unda sem gengu úr Rithöfundasambandinu teljast flestir hægrisinnaðir menn, þótt nokkrir þeirra séu reyndar vinstra megin við Alþýðubandalagið. „Liðhlauparnir“ voru margir hverjir gramir að rithöfundar sem Guðmundur Daníelsson,Erlendur Jónsson, Jóhann HjáImarsson,Matthías Jóhannessen og fleiri fylgdu ekki fordæmi þeirra og sögðu sig úr samtökunum. Um afstöðu sína til þessa máls sagði Matthías við Helgarpóstinn: — Ég barðist fyrir sameiningu rithöfunda í eitt samband á sínum tíma og ég vil ekki taka þátt í að sundra því. Mér er fullkomlega ljóst að ég hef legið undir ámæli fyrir þessa af- stöðu mína en henni verður ekki breytt. Ég tel að rithöfundar hafi náð gífurlegum árangri þegar þeir hafa staðið sameinaðir en litlum eða engum þegar þeir hafa barist hver í sínu horni. Mér er til að mynda mjög minnisstætt þegar við náðum söluskattinum úr höndum þingmanna alþingis en hann er nú undirstað- an í launasjóði rithöfunda. Við sátum nokkrir rithöfundar í hliðarsal þingsins og biðum eftir afgreiðslu fjárlaga. Fjármálaráðherra átti Ieið framhjá, staldraði við og sagði hlæjandi: „Söluskattinn fáið þið aldrei.“ Síðar um dag- inn gengum við rithöfundarnir út með sölu- skattinn í höndunum. Ég nefni þessa sögu sem dæmi um hve miklu rithöfundar geta áorkað ef þeir snúa bökum saman. A eigin bil um ÞÝSKALAND •Fyrir lslending er það sérstok ánoegja að aka um Evrópulond. Vegir og allar leið- beiningar eru til fyrirmyndar. (Góð tilbreyting irá aðstœðum hér). Hvarvetna er miðað við að útlendingar komist leiðar sinnar á oruggan hátt. þótt þeir skilji ekki tungu hvers lands. Þýskaland er gott dœmi þessa. Sumarhús i Eichwald i 2 vikur og far með ms.Eddu til og frá Bremerhaven kr. 12.628 (Verö miðað við gengi 25 4 ‘83) Veró fyrir hvern í fjögurra manna hópi. Taktu bílinn með, fáðu hann íluttan frítt með Eddunni. Þá getið þið skotist í skemmti- og skoðunarferðir um Rínardal og Moseldal Goðir areiðsluskilmalar. Almennar upplýsingar um Þýskaland eru fáanlegar hjá: Tysk Turist-Central. Vesterbrogade 6d, 1620 Kobenhavn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.