Helgarpósturinn - 14.06.1984, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 14.06.1984, Blaðsíða 2
Sýnikennsla flugumferðarstjórans Valdimar yfirflugumferðar- stjóri meðhöndlaði hrífuna fag- mannlega. ☆ Það eru nú komnir þeir dagar að menn þurfa að snyrta tún sín og garða. Flugmálastjórn erdálítið annt um umhverfí sitt og hef- ur ráðið tvo unga menn til að snyrta það í sumar. Þeir voru að raka túnblettinn fyrir fram- an flugturninn þegar Valdi- mar Ólafsson, yfirflug- umferðarstjóri, átti þar leið framhjá. Flugumferðarstjórar eru greinilega ekki alltaf uppí skýjunum því Valdimar þótti sem hann gæti kennt drengj- unum aðeins betri handtök. Jón, Arnar og Ásgeir og Erlend- ur veiðimannavörður. Hann fékk því aðra hrífuna og rakaði rösklega. ,,Ég er gamall sveita- maður,“ sagði hann bros- andi, ,,og fyrir gamlan sveitamann er ómögulegt að ganga framhjá hrífu án þess að taka aðeins á henni.“* Veitt fyrir kisu Allur akstur krefst varkárni Ýtum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar ||U^ERÐAR HÖGGDEYFAR |j í MIKLU ÚRVALI Við opnum kl. 8.30 og höfum opið í hádeginu Næg bílastæöi Krmdftkortmþjónustm. Skeifunni 5a, sími 84788. ☆ Þeir voru svo áhugasamir um veiðarnar að þeir máttu varla vera að því að líta upp fyrir Ijósmyndarann, enda alveg viðbúið að Moby Dick kæmi og biti á einmitt á því augnabliki. Þeir hétu Ás- geir Þór, Arnar Þór og Jón. Og með jpeim var veiði- mannavörður, Erlendur Jónsson, sem var að passa uppá að kappið yrði ekki meira en forsjáin. -Eruði aðfáann? „Ekki ennþá, við erum ný- byrjaðir." - Hvað eruð þið að veiða? „Við vitum það ekki, mað- ur, fyrr en við erum búnir að veiða það.“ - Ætliði að hafa veiðina í kvöldmatinn? „Nah, ætli það verði nema handa kettinum."^ í ÁSKRIFT — inn um bréfalúguna á föstudagsmorgni Fyrir ykkur öll sern ekki getiö hugsað ykkur helgi án Helgarpóstsins Áskriftarsími 81511 2 HELGARPÓSTURINN Ekki í samkeppni við Flugleiðir ☆ Mikill fjöldi flugvéla hefur viðkomu á Reykjavíkurflug- velli á leiðinni yfir Atlants- hafið. Vélar sem stunda inn- anlandsflug á Kúbu eru að vísu ekki algengirgestir, en ein slík kom þó við hér um daginn. Þessi vél er rússnesk að uppruna, af Antonov- gerð, ekki Ösvipuð Fokker- vélum Flugleiða að stærð og útliti. „Nei, nei, viðætlumekki / að fara að keppa við Flug- leiðir,“ sagði Espinosa, flug- stjóri, og skellihló að hug- myndinni. „Þessi vél var í viðhaldsskoðun í Kiev í Sovétríkjunum, og við erum að ferja hana heim aftur. Þetta er löng leið og við erum með auka eldsneytisgeyma í farþegaklefanum. Þeirverða teknir úr og 44 sæti sett í vélina þegar við komum heim.“ - Er mikið flogið innan- lands á Kúbu? „Já, það er rekið áætlun- arflug um alla eyjuna frá Havana og við flytjum mikið af fólki og varningi. Ég býst við að það sé svipað og hjá y kkur hérna. Nema hvað yf ir- leitt er hlýrra á Kúbu.“^

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.