Helgarpósturinn - 14.06.1984, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 14.06.1984, Blaðsíða 21
Fyndnasti maður íra Niall Toibin íGamla bíói um helgina Næstsíðasta dag Listahátíðar treð- Lir Niall Toibin upp í Gcimla bíói. Og þar verður þá hlegið. Þetta er íri; virtur leikari, góður söngvari, en umfram allt gríðarlegur grínisti. „Sá hlægilegasti sinnar tegund- ar í heimcílandi sínu, þori ég að fullyrða," segir Sigmar B. Hauks- son en hann hefur haft milligöngu um hingaðkomu listamannsins. )rNjáll verður hér heima með einskonar „one-man-show“ og ég hef séð nokkrar slíkar sýningar hjá honum og alla jafna hlegið mig til magaverkjar," heldur Sigmar áfram. Og fullyrðir enn: ,J>ar fyrir er hann virtasti leikari íra. Hann hef- ur hlotið nánast heimsfrægð fyrir túlkun sína á leikverkum Brendans Behans. Bæði hefur það hjálpað honum að hcmn er einkennilega líkur Behan og eins hafa þeir nán- ast sömu röddina.“ íslendingar ættu að minnast Njáls fyrir ýmis hlutverk í sjón- varpsþáttum frá Bretlandi sem sýndir hafa verið hérlendis. Sem dæmi má nefna katólska prestinn úr Ættaróðalinu. Þá er túlkun hans á ýmsum dramahlutverkum leik- húsbókmenntanna rómuð, til að mynda Pozzo í Beðið eftir Godot. „En mestur er hann einn uppi á sviði að segja brandara. í því sam- bandi svipar Njáli þó nokkuð til landa síns Dave Allens, nema hvað Njáll er miklum mun betri sögu- maður og fyndnari. Kímnigáfa hans og frásagnarlist er engu lík,“ segir Sigmar enn. NiaJl Toibin sló í gegn í Ameríku með „one-man-show“-ið sitt fyrir tíu árum, og hafa vinsældir hans farið vaxandi upp frá því. Allir unn- endur húmors og íra ættu að fjöl- menna í Gamla bíó þann sextánda júní, „og taka þæ út ærlegan hlát- ursskcirnmt, því það er auðvelt þegar Njáll er á annað borð sestur í stólinn sinn frammi fyrir áhorfend- um,“ segir Sigmar og vonast eftir ykkur. Litlar sögur Steinunn Þórarinsdóttir opnar skúlptúrsýningu í Listmunahúsinu um helgina Steinsteypa og gler og leir eru ýmis þau efni sem Steinunn Þórar- insdóttir hefur verið að skúlptúra með upp á síðkastið. Hún hefur valið sautján þeirra verka til sýn- ingar í Listmunahúsinu frá og með klukkan tvö á laugardag. Okkur hérna á HP finnst stein- steypa dálítið frumlegt efni að móta í. Ætli hún sé járnbent? Því svarar myndlistarkonan aldeilis játandi: „Eg nota steypuna í stærri og grófari verk sem leirinn sem slíkur fær ekki þolað. Þetta er í fyrsta skipti sem ég nota þetta efni, og ég get ekki annað sagt en það haii komið mér skemmtilega á óvart. Áferðin er hrá og ákaflega sterk- leg“, segir Steinunn og bætir því við að val sitt á þessu efni til vinnslu hafi ekkert haft með eigið nafn að gera. Þetta er fjórða einkasýning hennar, en síðast sýndi hún okkur verk sín á Kjarvalsstöðum fyrir tveimur árum. Og temað í verkun- um nú um stundir? „Það er maður- inn eins og alltaf. Verk mín lýsa alla jafna upplifunum og/eða tilfinning- um fyVir umhverfinu og þætti mannsins í því. Eins held ég að það sé augljóst af verkunum mínum að þau eru dálítið frásagnarleg. Það má lesa litla sögu úr hverju þeirra." Kl. 9.55 Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavík. Kl. 10.00 Forseti borgarstjórnar, Markús Örn Antonsson, leggur blóm- sveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar i kirkju- garðinum við Suðurgötu. Lúðrasveit Reykjavikur leikur: Sjá roðann á hnúkunum háu. Stjórnandi: Stefán Þ. Stephen- sen. II. VIÐ AUSTURVÖLL: Lúðrasveit Reykjavíkur leikur ættjarðarlög á Austurvelli. Kl. 10.40 Hátíðin sett: Þórunn Gests- dóttir, varaformaður Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur. Karlakórinn Fóstbræður syng- ur: Yfir voru ættarlandi Söngstjóri: Ragnar Björnsson. Forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minn- isvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Karlakórinn Fóstbræður syng- ur þjóðsönginn. Ávarp forsætisráðherra, Stein- gríms Hermannssonar. Karlakórinn Fóstbræður syng- ur: Island ögrum skorið. Ávarp fjallkonunnar. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur: Ég vil elska mitt land. Kynnir: Erna Indriðadóttir. Kl. 11.15 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Prestur séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir. Dómkórinn syngur. Marteinn H. Friðriks- son leikur á orgel. Einsöngvari: Elísabet F. Eiríksdóttir. V_________________________________________ N DAGSKRA III. HLJÓMSKÁLAGARÐUR: Kl. 14.00 Félagar úr skátahreyfingunni - 18.00 sýna tjaldbúðar- og útistörf. Barna- og fjölskylduleikir. Kl. 14.30 Félagar úr glímu- og íþróttafé- lögum í Reykjavík sýna glímu. Kl. 15.00 Kica-flokkurinn sýnir listir sínar. IV. BIFREIÐAAKSTUR OG SÝNING: Kl. 11.00 Félagar úr Fornbílaklúbbi ís- lands aka gömlum bifreiðum um borgina. Kl. 13.30 Félagar úr Fornbílaklúbbi ís- lands aka gömlum bifreiðum vestur Miklubraut og Hring- braut, umhverfis Tjörnina og að Kolaporti við Arnarhól. Kl. Sýning á gömlum bifreiðum i 14.30 - Kolaporti í tilefni af 80 ára sögu 19.00 bílsins á Islandi. Umsjón: Forn- bílaklúbbur íslands. V. DANS- OG TRÚÐASÝNING: Kl. 13.30 Tóti trúður bregður á leik. Kl. 15.00 Breakbræður sýna dans á úti- taflinu viö Lækjartorg. VI. ÞJÓÐDANSASÝNING: Kl. Félagar úr Þjóödansafélagi 13.30 - Reykjavíkur sýna þjóðdansa 15.00 og kynna íslenska þjóðbúning- inn á Kjarvalsstöðum. Kl. 15.00 verður gengið að Hlemmtorgi. VII. HESTASÝNING: Kl. 14.30 Félagar úr Félagi tamninga- manna sýna hesta sína í Lækj- argötu. Stjórnandi: Sigurbjörn Bárðarson. VIII. FJÖLSKYLDUSKEMMTUN: Kl. 15.00 Safnast saman við Hlemmtorg. Kl. 15.20 Skrúðganga frá Hlemmtorgi, gengið niður Laugaveg, Bankastræti og Ingólfsstræti á Arnarhól. Lúðrasveit verka- lýðssins leikur undir stjórn Ell- erts Karlssonar. Skátar ganga undir fánum og stjórna göng- unni. Félagar úr Þjóðdansafé- lagi Reykjavíkur taka þátt í göngunni í þjóðbúningum. Kl. 16.00 Afmælisdagskrá í léttum dúr á Arnarhóli. „Allt er fertugum fært", dagskrá í umsjón Leikfélags Reykjavíkur. Stjórnun: Þórunn Sigurðar- dóttir og Karl Ágúst Úlfsson. Þátttakendur: Aöalsteinn Bergdal, Guðbjörg Thorodd- sen, Guðmundur Ólafsson, Guðmundur Pálsson, Hanna María Karlsdóttir, Jóhann Sig- urðsson, Jón Sigurbjörnsson, Lilja Þórisdóttir, Margrét Ólafs- dóttir, Pálmi Gestsson, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Sigríð- ur Hagalín og Soffía Jakobs- dóttir. Hljóðfæraleikarar: Jóhann G. Jóhannsson, Hallberg Svav- arsson og Guðmundur R. Ein- arsson. IX. GÖTULEIKHÚS: Kl. 23.00 Götuleikhús á Lækjartogi, í Austurstræti og víðar í miðbæn um. Leikhúsið „Svart og syk- urlaust" skemmtir á vegum Listahátíðar og Æskulýðsráðs Reykjavikur. 0 ÆSKULÝÐSRÁÐ | REYKJAVÍKUR X. í GERÐUBERGI: Kl. 14 00 „Lýðveldið 40 ára". Sýning á - 22.00 munum og listaverkum, tengt sögu lýðsveldisins. Unnið af nemendum Fossvogsskóla. Sýningin stendur yfir til 1. júlí. XI. KVÖLDSKEMMTUN: Kl. Lúðrasveitin Svanur leikur létt 20.00 - lög í Lækjargötu undir stjórn 21.00 Kjartans Óskarssonar. Kl. Kvöldskemmtun og dansleikur 20.30 - á Lækjartorgi 23.30 Fram koma: Hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar ásamt söngvurunum Jóhanni Helgasyni og Ernu Gunnarsdóttur. H-L-H flokkurinn. Gísli Sveinn Loftsson. XII. DANSLEIKUR: Kl. 23.00 Miðnæturdansleikur i Laugar- dalshöll í samvinnu Listahátíð- ar og Æskulýðsráðs Reykja- víkur. Fram koma: Hljómsveitin Stuðmenn. Hljómsveitin Pax Vobis, Svart og sykurlaust. Aðgöngumiðaverð kr. 150 - Forsala aðgöngumiða stendur yfir í Gimli við Lækjargötu. Dagskránni lýkur kl. 03.00. XIII. SUNDMÓT: Kl. 14.00 Reykjavíkurmótið í sundi í Sundlaugunum í Laugardal. Strætisvagnar Reykjavíkur aka frá Lækjartorgi að Laugardals- höll kl. 23.30 og síðan aka vagnarnir til kl. 03.30 um nótt- ina frá Laugardalshöll í hverfi borgarinnar. _____________________________/ HELGARPOSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.