Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 14
Þegar-ég skreið út úr menntaskóla upp úr 1970 hataði ég Dani. Var stað- ráöin í að stíga fséti mínum aldrei á danska grundu. Danska var náttúrlega fyrir mér ómerkilegasta tungumál í heimi, hræðileg afskræming á þeirri samnorrænu fornu tungu sem við íslendingar höfðum varðveitt nær óbreytta allt frá landnámstíð. Herregud! Ekki veit ég gjörla hvernig þessi viðhorf mótuðust, eins víst ég hafi bara drukkið þau inn með Gvendar- brunnavatninu. Mér fannst eins og klippt hefði verið á naflastrenginn milli Danmerkur og íslands fyrir fullt og allt. í vissum hópum voru Danir tabú. Síðan þetta var hef ég væntanlega tekið út nokkurn þroska, t.d. þykist ég nú hafa skilið að ógerlegt sé að botna í sumum lögum eigin sálar né held- ur þjóðarsálarinnar án þess að Danir, Danmörk og danska séu tekin með í reikninginn. Sádan er det nu bare! Sá maður sem öðru fremur ýtti undir þessa viðhorfsbreytingu mína — og samkvæmt bestu fáanlegu heimildum býsna margra annarra — er Peter Söby Kristensen sem nú er á förum héðan eftir 10 ára ötult starf sem lektor og síðan dósent við HÍ sem námsstjóri í dönsku á framhaldsskólastigi ’74—’82. Hann hefur verið nefndur af sumum samstarfsmönnum sínum „danska jarðýtan á grýttri íslenskri menntabraut“. Þetta er líka einn lykil- maðurinn á bak við „Hildi“, einn flínkasti samnorræni ráðstefnustjórinn fyrr og síðar og þannig mætti lengi telja. Segi ég, blaðurskjóðan... En hvað segir Peter sjálfur? Um hina margumræddu dönskukennslu? Um samband og samstarf íslendinga og Dana? Um persónuleg kynni sín af landi og þjóð? Við hæfi að hann kveðji þjóðina í Helgarpóstsviðtali. Ég vil bara taka fram að ég treysti mér ekki til að lýsa karakter Péturs í hefð- bundnum viðtalsklisjum með tilliti til teuppáhellinga, viðtalsþagna, skegg- stroks og dvínandi birtu þann fagra haustdag í 3. eftir verkfall, þegar við- talið var tekið. Ég yrði bara væmin. . . Svo hér á eftir birtast innskotalaust stuttar spurningar og löng svör. Vesgú og spís! eftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Kristjón Ingi BYLTINGARMAÐURINN í DÖNSKUDEILDINNI? — Hvab rak þig hingab til íslands? „Ævintýraþrá og þrengsli heima fyrir valda því að menn leggjast í víkingu. Ég lagðist hingað út á ellefu hundruð ára afmæli Islandsbyggðar, 1974, hafði þá fengið starf sem lektor í dönsku við Hl. Aður hafði ég kennt á öllum skólastigum í Danmörku meðfram og eftir magistersnám í bókmenntafræði og -sögu og unnið að fleiri störfum eins og prófarkalestri við Berlingske Tidende, og ýmiss konar skriftir. Byrjaði reynd- ar að kenna við gagnfræðaskóla 19 ára, árið eft- ir að ég lauk stúdentsprófi, og kenndi þar m.a. leikfimi!" — Nú hefur þú oft verib nefndur byltingar- maburinn í dönskudeildinni vib HÍ. Hvab viltu segja um þá nafngift? „Það er rétt að miklar breytingar voru gerðar á dönskukennslunni í HÍ fljótlega eftir að ég tók til starfa. En ég á síður en svo einn heiðurinn af þeim. Við vorum þrjú sem samtímis hófum störf við deildina 74 — ég, konan mín Lotte Maybom og Erik Skyum-Nielsen. 1 samvinnu við Lis Páls- son o.fl. brydduðum við upp á ýmiss konar nýj- ungum, sögðum skilið við hefðbundna mál- fræði, fílólógíu og nýrýni á svoköliuðum klass- ískum bókmenntum, en tókum upp textaum- fjöllun á breiðari grundvelli. Lásum ekki ein- göngu fagurbókmenntir, heldur einnig t.d. af- þreyingarbókmenntir eins og vikublöð, því það skiptir vissulega líka máli að gaumgæfa það sem fjöldinn les og hvers vegna. Textaumfjöllun má ekki einskorðast við' svonefndar elítubókmennt- ir. Með þessari tilraunastarfsemi og vinnu í sameiginlegri námsnefnd nemenda og kennara vorum við vel í stakk búin til að nýta okkur þá möguleika sem reglugerðarbreytingin frá haustinu 1977 bauð upp á, þ.e. hið svokallaða einingakerfi, sem heimilaði nemendum tölu- vert valfrelsi, í stað þess að áður þurftu allir nemendur að sækja sömu áfangana, hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Þessi reglugerð braut jafnframt skörð í múra milli einstakra greina, heimilaði nemendum að sækja svo og svo marga áfanga í skyldum grein- um. Það var vissulega ánægjulegt að til okkar í dönskudeildina flykktust nemendur úr greinum eins og íslensku og almennum bókmenntum, og það skeleggir nemendur á borð við Einar Má Guðmundsson, Einar Kárason og Sólrúnu Gísla- dóttur. En að sjálfsögðu miðaðist okkar kennsla ekki við neina elítu, heldur var hún mjög pedagóg- ískt upp byggð, og mikil áhersla var lögð á sam- vinnu nemenda og kennara. Vinnan á bak við „Hildi" byggðist einmitt á svipuðum sjónarmið- um.“ HILDUR: „EKKI ERALLTMEÐ FELDI í DANAVELDI.. — Hvernig gekk undirbúningsvinnan vib Hildi fyrir sig? „Það kennsluefni var fyrst og fremst hugsað fyrir fullorðna. Flestir íslendingar eru vel læsir á dönsku en skortir þjálfun til að skilja hana og tala. Þeim finnst að vonum ansi fúlt að hafa lært þetta skrýtna tungumál í skóla og koma svo til Danmerkur og enginn nennir að tala við þá! Nú, rétt eins og við bjuggum í haginn fyrir reglugerðarbreytinguna í Háskólanum með víðtækri samvinnu, hófst undirbúningsvinnan að „Hildi" með tólf manna samkrulli Dana og ís- lendinga. Fyrsti „brain-storming“-fundurinn var reyndar haldinn að óðali Snorra Sturlusonar í Reykholti þar sem hópurinn fundaði í 3 daga: Rithöfundar, ráðgjafar og fjölmiðlafólk. Af hálfu íslendinga get ég nefnt fólk eins og Heimi Páls- son og Ernu Indriðadóttur, Birnu Bjarnadóttur og Friðriku Geirsdóttur. Síðan stækkaði hópur- inn smám saman. Fyrir mig var þessi vinna ótrúlega lærdóms- rík: Að komast út fyrir háskólalóðina og fá tæki- færi til að vinna með breiðum hópi fólks, fjöl- miðlafólki t.a.m., sem er ólíkf effektífara og framkvæmdaglaðara en hinn dæmigerði há- skólakennari!" — Nú fengu bœbi sjónvarps- og útvarpsþœtt- irnir mjög góbar vibtökur hérlendis, og bókin seldist í metupplagi, yfir 3 þúsund eintökum, meðan á útsendingu þáttanna stób. En hvernig dóma fékk verkib í Danmörku? „Mjög jákvæða. Menn tóku sérstaklega til þess að vel tækist að sameina kennslu í málinu og fræðslu um danskt þjóðfélag í dag, án þess að um predikun væri að ræða. í stað þess tókstj.d. höfundunum þremur sem skrifuðu handritin aö sjónvarpsþáttunum að flétta þessu inn í spenn- andi söguþráð þar sem komið er inn á ýmsa mikilvæga hluti eins og dauðann, það að vera ástfanginn, eiturlyfjavandamál, karlrembu, tabú; grár hversdagsleiki í bland við glimrandi gleðskap og grín. — En þennan góða árangur þakka ég semsé víðfeðmu samstarfi Dana og Is- lendinga allt frá upphafi. Reyndar hef ég aídrei séð sjónvarpsþættina í fullunninni gerð, aðeins músíklausa vinnukópíu þar sem ég var í ársleyfi frá kennslu í Danmörku þegar þættirnir voru sendir út. Því bíð ég spenntur eftir að sjá endursýningu þeirra sem nú er að hefjast. Síðan vil ég bæta við í sambandi við þættina, og kennsluefni „Hildar" í heild, að þar finnst mér að Danir stígi niður af „stallinum" eða horfi gagnrýnir í eigin barm öllu heldur, því „ekki er allt með feldi í Danaveldi" eins og Matthías blessaður Jochumsson á upphaflega að hafa snarað fyrstu línunum í Hamlet. í kennsluefninu er komið inn á ýmislegt neikvætt í dönsku fjöl- skyldu- og þjóðlífi, eins og atvinnuleysi, ofbeldi á heimilum, alkohólisma, líðan erlendra farand- verkamanna o.fl." Finnst þér Danir almennt of sjálfhverfir? „Já, að sumu leyti, t.d. hvað varðar frétta- flutning frá hinum Norðurlöndunum og jafn- framt í sögulegri umfjöllun. Dönum hættir dálít- ið til að líta á sig sem „norrænt stórveldi". Það er t.d. með ólíkindum hvað Danir vita al- mennt lítið um ísland fyrr og nú, jafnvel sagn- fræðingar. í því útbreidda riti, Politikens ver- denshistorie, eru t.d. aðeins 4—5 bls. um ísland. Og fréttir af íslandi í dönskum fjölmiðlum eru furðu fátíðar." ÍSLANDSKYNNIR í DANMÖRKU „Ég hef gert dálítið af því að þýöa íslenskar bókmenntir yfir á dönsku. I því sambandi hef ég fyrst og fremst lagt mig eftir að þýða verk sem geta frætt Dani um sameiginlega sögu íslands og Danmerkur. í fyrra kom út þýðing mín á leik- ritinu Þib munib hann Jörund eftir Jónas Árna- son, og þessa dagana keppist ég við að lesa próf- arkir af þýðingunni á Haustskipi eftir Björn Th. Björnsson, en hún kemur út síðar í mánuðinum. Mér finnst Jörundur, eða danski úrmakara- sonurinn Jörgen Júrgenson sem síðar varð kapt- einn í breska sjóhernum, vera meira en hrein og EINSTAl HYGGJA ISLENDIN klár grínfígúra. Hafa verður í huga að þegar Jör- undur hugðist frelsa íslendinga undan dönskum konungdómi og einokunarverslun, lækka alla skatta um helming og fleira gott.yteig hann líka fyrstu skrefin í þá átt að gera ísland að sjáif- stæðu lýðveldi! Og þetta rétt í kjölfar þess að Bandaríki Norður-Ameriku slitu sig frá Eng- landi, og byltinganna frönsku. Þarna eignuðust íslendingar a.m.k. óvænt danska sjálfstæðis- hetju þótt hún hafi snemma verið kveðin í kút- inn af Dönum sjálfum! I samræmi við þetta finnst mér líka vera al- varlegur undirtónn í leikriti Jónasar, þrátt fyrir allt húllumhæið og didlumdúið í söngvunum. Jónas beitti reyndar á sínum tíma skemmtilegri mælistiku á þýðingu mina. Við höfðum mælt okkur mót á restóranti uppi á Skaga. Ekki vor- um við fyrr sestir en Jónas þrífur af mér þýðing- una, flettir upp á fyrsta söngtextanum og byrjar að syngja. Og þannig áfram koll af kolli þar til hann hafði sungið alla textana. „Elegant!" sagði hann. „Þýðingin hlýtur að vera góð fyrst hægt er að syngja textana án þess að brjóta i sér tunguna." Þá var loksins hægt að fara að panta matinn!" DÖNSKUKENNSLUNA OFAR í SKÓLAKERFIÐ — Ekki má gleyma ab inna þig eftir dönsku- kennslunni á grunn- og framhaldsskólastigi. Hvab líbur henni? „Ég er sannfærður um að jákvæðar breyting- ar eru í gangi í dönskukennslunni á grunn- og framhaldsskólastigi. En gagngerar breytingar í kennslu taka yfirleitt svona 25 ár, svo það verð- ur að sýna þolinmæði, og aðstæðurnar eru dálít- ið þversagnakenndar. Að mínu mati er óheppilegt að láta nemendur hefja erlent tungumálanám við 12—13 ára ald- ur. Þeir eru á mörkum þess að vera börn og unglingar með öllum þeim vandamálum sem því fylgja. Þeir eru enn ekki farnir að geta hugs-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.