Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 18
BÓKMENNTIR Mál málanna Njöröur P. Njarðvík og Freyr Njardarson: EKKERTMÁL. (Skáldsaga) 200 bls. Setberg, 1984. I því ágæta riti Heimur Islendingasagna (Iðunn 1981) gerir Steblin-Kamenskij góða grein fyrir tilhneigingu nútíðarfólks til að gera greinarmun á tvennskonar sannleik. Annar er „vísindalegur" (sagnfræði t.d.), hinn er „listrænn" (t.d. sögulegar skáldsög- ur). Af ýmsum ástæðum kemur þessi um- fjöllun upp í hugann þegar maður les bók eins og EKKERT MAL. Þetta er „sönn“ skáldsaga að sögn höfundanna, ekki greint frá neinu sem ekki hefur gerst, en samt er hún ekki „vísindaleg" í sama skilningi og sagnfræðin. Hún gerir því fyrst og fremst kröfu til að vera metin sem listræn tilraun til að segja sannleikann, „sannfræði" kemur í annað sæti. Dálítið í þeim anda verður um- sögn þess sem hér skrifar. Fyrst vikið að hin- um listræna sannleika, síðan vísindalegri parti hans. Eigi skáldverk að koma „sannleika" á framfæri við lesendur sína virðast a.m.k. tvær leiðir færar. Önnur er íeið tilfinninga, hin einhverskonar vitsmuna. Njörður og Freyr velja hina síðarnefndu. Þeir setja sögu sinni nákvæmlega stað, lesandi getur fylgt hreyfingu persónanna svo að segja frá húsi til húss, einkum á aðalsviðinu, Kaupmanna- höfn. Þessu til áréttingar fylgir sögunni meira að segja kort af borginni sem komið hefur mörgum Islendingnum tii manns, sjálf- sagt jafnmörgum í síkið. Þetta eykur „veru- leikanánd" sögunnar og styður traustlega við bakið á þeim Iesanda sem vill vera að lesa „sanna sögu". í sömu átt ganga ýmsar aðrar upplýsingar verksins og síðar verður vikið að þeim. Með nákvæmni í lýsingu sögusviðs og andrúmslofts skipa feðgarnir sögu sinni í hóp raunsæissagna. Þar með leggja þeir sér aðra kvöð á herðar; lesandi raunsæisverka virðist einatt gera miskunnarlausa kröfu til persónusköpunar, kröfu sem alis ekki er „raunsæ" í eðli sínu heldur fremur til marks um nokkurt þroskaleysi lesandans. Hér á ég við þá kunnu staðreynd að samhliða trú- verðugri sögn vill lesandi einnig geta lifað sig inn í persónur, skynjað þær jafnframt því sem hann skilur þær á grundvelli upplýs- inga. Þetta er þversögn, en mér virðist hún hafa fylgt raunsæisbókmenntum alveg frá upphafi. Og þetta er sá þátturinn sem mér finnst veikastur í ENGU MÁLI. Við fylgjum einni persónu næstum skref fyrir skref í gegnum söguna, íslendingnum Freddý, sem að vísu heitir einhverju öðru nafni, óímunn- beranlegu, og fær því að ganga undir út- lendu gælunafni sínu. Sú lestraraðferð sem ég drap á heimtar að fá að kynnast Freddý mjög náið, skilja tilfinningar hans og aðstæð- ur. Þar með yrði auðvitað hætta á að lesand- inn færi að „fyrirgefa" (eru það ekki Frakkar sem segja að „að skilja er að fyrirgefa‘7). Það er ekki meiningin, ekki einu sinni æski- legt, sé litið á alvöru málsins. Enda leyfa feðgarnir það ekki. Við sjáum Freddý næst- um eins og einhvern sem aldrei kemur okk- ur verulega mikið við, hann ávinnur sér ekki samúð okkar, innlifaðan skilning. Þar með er hætt við að „bókmenntaleg" nautn af verkinu verði takmarkaðri en ella hefði get- að orðið, og það er á þessum punkti sem mér finnst EKKERT MÁL ekki ganga upp sem listræn saga, — og má þá bera saman við sögu um skylt efni, Dýragarðsbörnin, þar sem lesandinn hefur einlægt fulla samúð með Kristínu, án þess þó að þykja að hún sé að „gera rétt". Vissulega er þetta ekki einfalt mál. Það leynir sér ekkert að Freyr og Njörður vilja flytja varnaðarorð og þá er náttúrlega mikil- vægt, ekki síst fyrir þá sem mest þurfa á að halda þar sem eru ungir lesendur, að gera hryllingsheim eiturlyfja ekki spennandi eins og stundum verður þrátt fyrir góða mein- ingu í upplýsingarbókmenntum. Hins vegar vilja þeir líka forðast predikun og tekst það oftast mjög vel. En einmitt tengslaleysi les- andans við Freddý skapar ósjálfrátt þess- konar tón. Þess vegna felur aðferðin í sér dá- litla mótsögn. Svo er aftur annað sem gengur fullkom- lega upp en er miklu fremur tengt „vísinda- lega" en „listræna" sannleikanum. í ENGU MÁLI er miðlað fræðslu af óhugnanlegu tagi, flutt viðvörun sem er tímabær og nauð- synleg. Það er þessi partur sem maður verð- ur þakklátastur fyrir. Það er í honum sem flest kemur grunnhyggnum lesanda eins og þeim sem hér skrifar á óvart. Þar má nefna fjármagnið sem er í eiturlyfjaveltunni. Auð- vitað hefur maður heyrt ótrúlegar tölur nefndar, en þær verða miklu meira sannfær- andi í því samhengi sem þær sjást hér en í fréttum um „markaðsverð" einhverra smyglsendinga. Þar hættir nefnilega opin- berum starfsmanni til að hugsa sem svo, „nei andskotakornið, þetta getur enginn maður keypt." En um leið og maður skilur hrikaleik veltunnar sér maður líka óhugn- anlega langt inn í hryllinginn, því maður skilur betur en ella til hverskonar ráða muni gripið til að afla fjárins. EKKERT MÁL er ekki predikunarbók. Hún leyfir sér engar billegar félagslegar né sálfræðilegar skýringar á vanda Freddýs og fjölskyldu hans. Það er hins vegar ekki víst að ailir lesendur séu tilbúnir að sætta sig við einskonar niðurstöðu föðurins í eftirmála við sögu Freddýs, þar sem hann segir: „Eg hef enn enga skýringu á því. Og fœ sennilega aldrei." (bls. 192, leturbr. HP.) Það er einmitt sú skýring sem við verðum að leita, hversu löng sem leitin verður, því án hennar kom- umst við aldrei endanlega fyrir rætur þess hryllings sem eiturlyf kalla yfir unglinga. Víst er hægt að draga úr þessum vanda með boðum og bönnum. Auðvitað eigum við að gera eins erfitt og mögulegt er að komast yf- ir hverskonar eiturlyf. En við bægjum ógæfu mannfólksins aldrei að fullu frá nema við sé- um óþreytandi við að spyrja og þráspyrja um orsökina. Sjálfsagt er auðveldast að tala svona hafi maður aldrei kynnst raunveru- leikanum eins og hann er, en fáviska og reynsluleysi hins spurula er líka oftast for- senda allra lausna. EKKERT MÁL á mikið erindi við eldri sem yngri íslendinga, og ég vona að munnlegur ritdómur sem ég heyrði í gær eigi eftir að tryggja þessari bók lestur. Ég hafði fylgst með unglingi lesa hana, heyrt ýmsar athuga- semdir upp úr lestrinum og spurði að honum loknum hvernig þeim lesanda þætti bókin. Svarið var styttra og snöfurmannlegra en þessi umsögn er orðin: „Hún er andskoti góð." Þannig svarar sá sem ekki er heftur af bókmenntafræðum. Það er svarið sem skipt- ir máli. Bregðist fleiri svo við verður hugsan- lega meira gert en hingað til til að takast á við MÁL MALANNA, raunir og Iífsflótta ís: lenskra ungmenna. Þá hafa Freyr og Njörð- ur unnið gott verk og eiga skilið að „hinn al- máttki ás“ leggist á sveif með þeim til hjálp- ar. P.s. Sérlegar þakkir vil ég flytja prent- smiðjustjóra Setbergs fyrir að dreifa eintök- um af bókinni óheftri (í örkum) til gagnrýn- enda. Það er ótrúlega dýrmætt að fá lengri tíma en oftast gefst til að hugleiða skáldverk. „Með nákvæmni í lýsingu sögusviðs og andrúmslofts skipa feðgarnir sögu sinni í hóp raunsæissagna," segir Heimir Pálsson m.a. í umsögn sinni um bók þeirra Njarðar P. Njarðvík og Freys Njarðarsonar „Ekkert mál". MYNDLIST Þor-björg Það þarf mikið þor til þess að bjarga björg- unum frá venjulegu landslagsmálverki og breyta víðsýninu í þrívídd með svipuðum aðferðum og notaðar voru þegar listamenn á Renesansinum léku sér að víddinni með því að láta flest gerast á tígluðu gólfi (áður en kirkjan komst að því að tíglað gólf væri verk andskotans í höndum frímúrara, því að gólf- flísarnar mynda kross á milli sín og fólk gekk þá á krossinum, já það vildu hinir heiðnu frí- múrarafjárar að fólk gerði jafnvel í kirkjun- um) en slíkt þorir Þorbjörg Höskuldsdóttir í Gallerí Borg um þessar mundir: hún gengur fram af sumum með því að fiísaleggja ís- lenskt landslag, líkt og hún leggi litríkar þök- ur_yfir allt. Ég veit ekki hvort Þorbjörg hefur orðið fyrir áhrifum frá túnþökum, en hún þekur jafnvel himininn með litflísum sínum þannig að augað hrapar inn í vídd málverksins að aðalatriði þess: fjalli á miðri myndinni. I kvikmyndalist er zoomlinsan notuð á svip- aðan hátt, og í afar heimsborgaralegum aug- lýsingum á hárþvottalegi nota auglýsendur viðlík tæknibrögð: ótal hrynjandi flísar myndast við að finna út hvar hárfitan er mest, með fullkomnustu rafeindaaðferðum, áður en ensýmin eða gerhvatarnir í sjamp- úinu éta hana upp til agna ásamt flösu og húðexemi. Aðferðin virðist vera svo vísinda- leg að hún vekur traust manna á hárþvotta- leginum; þannig grípur auglýsingaiðnaður- inn til vísindanna og listanna til að auka nú- tíma-hjátrú hjá fjöldanum. Ekkert er óhult fyrir því voðalega fólki sem vinnur við aug- lýsingastörf og er tíðum misheppnaðir listamenn. Þegar hinn venjulegi maður sér listaverkið, vanur eftiröpuninni, finnst hon- um eftiröpunin vera frumlegri en frum- myndin. Sama gerðist eftir að sölumenn fóru með eftirprentanir málverka um sveitir landsins: það þýðir ekki að bjóða sveitafólki málverk eftir það, enda heldur það að sannir listmálarar búi til eftirprentanir eins og „gömlu meistararnir Ásgrímur og Jón Stef- ánsson" gerðu eftirprentanir handa Ragnari í Smára að selja á sínum tíma. Þannig var nú árangurinn af þeirri listapólitík í augum heil- brigðra sveitamanna. Mynd af landslagi er ekki landslagið sjálft. Listmálarar reyna ekki að láta hið raunveru- lega landslag hafa greiðan aðgang að mynd- málinu margfræga gegnum pensilinn. Landslagið, þótt málað sé eftir fyrirmynd, stöðvast í höfði listmálarans sem beitir það sínum aðferðum eða hugmyndum áður en það fer á léreftið. Landslag á málverki er hverju sinni hugmynd listmálarans: bygging og litur. Á síðari tímum hafa listamenn fært geo- metrísk form inn í landslagið, oft með tilvilj- unarkenndum hætti, svo þau virka sem flúr. Inn í fjöll hafa verið felld brot af líkama konu, til að mynda geirvarta ef um gnípu er að ræða. Hið einfalda táknmál af þessu tagi er fjarlægt Þorbjörgu. Kvengerving náttúr- unnar er hvergi sjáanleg. Hún bendir aðeins á að náttúran sé byggingarlist fremur en höggmynd veðra og vinda, með því að láta standa inni í henni byggingarform sem eru þó í daufari lit en náttúran sjálf, til þess að trufla ekki augað í leit að höfuðatriðunum. Hugmynd listamannsins er falin, hún er falin með svipuðum hætti og liturinn er mýktur með lausum en þéttum strikum eða pensil- skrift Qjessi þétta pensilskrift en mjúka er farin að einkenna myndlist íslenskra kvenna sem skrifa stundum með blýanti). Hún nálg- ast það að verða huglægur blær ofar listræn- um þokka. Aldrei hefur Þorbjörgu tekist að gera blæinn jafn auðsæilegan og bregða honum yfir allar myndirnar í litrænu sam- hengi öruggrar teikningar. Til að gera hugblæinn ekki um of tilfinn- ingalegan grípur Þorbjörg til viðfangsefna sem einkennast af átökum, átökum hins mjúka við hið harða. Þetta eru átök hafsins við klettana, og brimið rýkur yfir þá í innri kenndum sem nálgast það að vera af goð- sögulegum heimi, þar sem áhorfandinn verður að lána frá sjálfum sér svo hann geti orðið þátttakandi. Næstum engum íslensk- um listmálara hefur tekist að mála hið innra brim í líki sjávarbrims á jafn hljóðlátan og ágengan hátt og Þorbjörg. Brimið er eilíft en andartak í senn. Það brýtur á helsta tákni ís- lensks hugvits, á stuðlabergi sem þó hefur verið flatt úr sem flísalagt gólf og er gefið í skyn en ekkert sagt beinlínis. Én við þurfum ekkert að vita, hvorki um myndlist né annað til þess að geta notið hinna einstöku málverka, þau heilla sjónina það mikið að hugur manns vill og hann lang- ar til að eiga þau ævinlega, í minningunni ef ekki vill betur, svo að hann geti hætt sér út á hálar klappir listarinnar og skrikað fótur og steypst í ólgandi brimið undir þorbjörg- unum. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.