Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 10
MIG VERA ÁRNI TRYGGVASON i HELGARPÖSTSVIÐTALI eftir Sigríði Halldórsdóttur mynd Jim Smart Einn ástsœlasti leikari okkar stendur á tímamótum. I áratugi hefur hann staöid á senum leikhúsanna og brugöiö sér í allra kvikinda líki, harmrœn- ar manneskjur, konur, klifurmýs. Brádum heldur hann uppá þrjátíu ára afmœli sitt sem skemmtikraftur. Áöur en hann tekur sér nokkurra mánaöa starfsleyfi, œtlar hann að kveðja aðdáendur sína sem Grasa-Gudda í Skugga-Sveini. Báturinn bíður norður í Hrísey, þar á hinn helmingurinn af leikaranum ogskemmtikraftinum heima. Hljóðlátur maður sem jaðrar við að vera einrœnn, dólar einn í bátnum og veiðir fisk í soðið. Loksins stend ég augliti til auglitis við sjálfan Árna Tryggvason, eftirlæti allra íslenskra barna á mínum aldri: „Ég er fæddur í Árskógsstrandarhreppi á Sydri-Vík eins og bærinn hét, 19. janúar 1924. Ég spurði móður mína nú aldrei, en það hefur áreiðanlega verið stórhríð þá. Ég fæddist með naflastrenginn þrívafinn um hálsinn. Ég var síð- astur á dagskránni af sex systkinum eða sex og hálfu, ég átti eina hálfsystur. Faðir minn var sjó- maður, fór í alvöru að stunda sjó þegar hann var 19 ára gamali, var á hákarlaskútunum og svo á færum á sumrin. Foreldrar mínir áttu ekki kú, mamma sagði mér að hafragrauturinn hefði verið þynntur út með vatni, en góðir nágrannar gáfu okkur stundum mjólk á hátíðum. í vondum veðrum varð kalt í kotinu, þetta var nú torfbær. Á vetrum þegar kuldinn var mikill vorum við börnin sett í rúmið, það voru engin föt til að klæða af sér kuldann. Ég hafði mikið samneyti við móður mína. Það er gamall og góður siður að börn alist upp hjá móður sinni, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. . . ég var afskaplega pasturslítill, pestar- kind. Þegar ég var á þriðja ári fluttum við til Hríseyj- ar. Eftir að foreldrar mínir fluttu þangað fór að ganga betur. En það gekk ekki guddíulaust að komast í húsnæði. Þar í eynni var náttúrlega að- all og eina húsið sem hægt var að fá inni í var hjá aðlinum og þar fengu þau inni með því að setja fjórtán ára gamla systur mína í pant. Hún yrði vinnukona hjá því, færði því mat og kaffi í rúmið og fylgdist með hvort það kynni marg- földunartöfluna." Árni Tryggvason heldur áfram að rifja upp æskuárin. „Mamma var afskaplega glaðlynd og skemmtileg kona, öfugt við föður minn sem var þungur, þau voru einsog dagur og nótt. Móðir mín var minn verndarvængur einsog hjá mörg- um. Sumir halda því fram að ég hafi verið of- verndaður af henni. Hún var fædd 1886 og um tvítugt langaði hana þessa lifandi skelfing að verða leikari. Þá fékkst kvenfólk lítið við leik- list. Hún fékk ósk sína uppfyllta þegar við flutt- um til Hríseyjar; hún lék í fyrsta skipti í Happinu og bróðir minn líka þó hann væri mikið fatlað- ur. Hann var krypplingur. Mamma sá mig víst aldrei leika, jú hún sá mig leika sem barn. 13—14 ára lék ég gamla konu sem var að kenna börnum á klukkuna. Snemma byrjaði nú ner- vösítetið — mamma fitjaði upp sokk sem ég átti að vera að prjóna og þegar ég kom heim sagði hún mér að ég hefði snúið honum öfugt! Seinna hitti ég skólastjórann í Hrísey. Hann sagði við mig eitthvað í þessa veru: Ég sá það þá Arni, að þú myndir verða leikari! En ég get sagt þér það, að ég gekk með það í maganum að verða prestur og ég var búinn að halda margar ræðurnar fallegar og fínar. Það kom aldrei til að læra, ég ásaka engan, efnin voru engin. En ég tók næsta skrefið við og varð leikari. Mér gekk svo illa að læra faðirvorið, lærði það ekki fyrr en ég var 12 ára. Ég hef aldrei leikið prest. Ég hugsa að það séu ástæður fyrir því að mig langaði í prestinn; presturinn heima var mikill á velli og hafði Jesúskegg. Maður gerði nú ekki annað en telja kertin í kirkj- unni, en mér fannst þetta vera það æðsta, að komast í stólinn með svona fallegt skegg. 19 ára gamall fór ég að Laugum í Reykjadal. Það hefur ekki verið gert nóg af því að þakka Jónasi á Hriflu fyrir alþýðuskólana, þeir voru eini möguleiki efnalítils unglings. Jæja, þar kynntist ég allt öðru lífi og þar byrjaði mitt sjálf- stæði, ég var búinn að sleppa pilsunum hennar mömmu. Ég var alltaf ákaflega mikið mömmu- barn. Svo kynntist ég krökkum, tveim systkinum, kaupfélagsstjórabórnunum á Borgarfirði eystra. Við gerðum töluvert af því að semja rev- íur og leika á Laugum. En í gegnum þessi systk- ini réðst ég innanbúðar í kaupfélagið á Borgar- firði eystra. Fólkið á Borgarfirði er með raunbesta fólki sem ég hef kynnst. Þarna var ég í 2!/2 ár og lék talsvert þar. Nú, svo sendi ég allan minn farang- ur til Hríseyjar, þar ætlaði ég að gerast útgerðar- madur. Það hafa alltaf togast á í mér leiklistin og sjórinn, skal ég segja þér, og nú er sjórinn að taka yfir. Annars erum við hjónin búin að stunda sjóinn í 29 ár." Árni og Kristín kona hans dvelja öll sumur norður í Hrísey og eiga þar hús og bát. Árni heldur áfram: „En það tók nú annað við en útgerðin þegar ég fór frá Borgarfirði eystra, ég ætlaði að taka krók á mig og sjá dýrðina í Reykjavík, ég hafði aldrei komið þangað. Það rigndi fyrstu þrjár vikurnar sem ég var þar. Ég var á lélegum skóm, hafði ekki efni á öðrum og átti engar skóhlífar, og gat því lítið skoðað bæ- inn. Þá kom Jón Björnsson kaupfélagsstjóri að máli við mig: „Hvað hefurðu hugsað þér, Árni? Heyrðu, hann Lárus er búinn að auglýsa leik- skóla og ef þú færð ekki þar inni þá ferðu í söng- nám.“ Mér var þarna bókstaflega ýtt inní menn- inguna alveg ómenntuðum. Svo sagði Jón við mig: „Ég er búinn að ráða þig í kjötbúð!" „Ertu vitlaus?" sagði ég, „ég kann ekkert á kjöt!“ En mér fannst þetta ekkert fráleitt og ég var svo feiminn að ég lét hann ráða mínu lífi þarna á augnabliki. Ég fór í skólann hjá Lárusi. Laug mig inní hann, það var ekkert pláss. Ég á til að vera ýtinn og ég greip til lyginnar, sagðist vera með alla peninga foreldra minna til þess að læra fyrir, heim gæti ég ekki farið aftur. Ég þreytti hann einsog lax þangað til ég fékk pláss hjá honum. En krökkunum þótti svo vónd hangikjötslykt af mér að ég hafði helvítis minnimáttarkennd og þetta þoldi ég ekki, var búinn að vera 9 mánuði í kjötinu. Kunningjakona mín vann í bókaverslun ísa- foldar. Þar fékk ég síðan vinnu og var þar í 8 ár. Það gerði það að verkum að ég fékk andstyggð á bókum, svo fallegt sem það er. Það kemur til af því að það var ekki litið á bækur sem bækur, heldur jólagjafir. Mér leiddist hvað bækur urðu mér andstyggilegar. En ég þótti frekar flínkur afgreiðslumaður þó ég segi sjálfur frá; þá daga gastu ráðið minnsta kosti áttatíu prósentum af því sem fólk keypti. Svo kom til mín maður að norðan og bað mig að verða verslunarstjóra við bókaverslunina P.O.B. á Akureyri. En mér leiddist á Akureyri. Kannski afþví ég þurfti einusinni að vera þar vikum saman, ég klemmdi mig á eina bílnum sem til var í Hrísey,“ segir Árni og sýnir mér hvar fingurinn var græddur saman. „En ég skrifaði undir samning og gaf konunni sauma- vél til að blíðka hana'yfir að fara norður. Ég var ekki farinn að fá nein hlutverk hjá Iðnó. En þeg- ar við vorum að fara hringdi Lárus Sigurbjörns- son, formaður Leikfélags Reykjavíkur, og sagð- ist ábyrgjast að ég fengi góð hlutverk. Ég sagði honum að ég væri búinn að skrifa undir samn- ing og væri á leið norður en Lárus sagði mér að rifta þeim samningi. Þetta olli mér andvöku. Konan sagði mér að fara bara útí leikiistina, það eina sem ég kynni. Ég hringdi í manninn norður og sagði honum allar mínar ástæður og hann sagði: „Ertu með samninginn hjá þér? Rífðu hann" og hann reif samninginn hinumegin. Þá byrjaði ballið fyrir alvöru. Ég fór að fá miklu betri hlutverk og það sem gerði útslagið var náttúrlega „Frænka Charleys". 1954 fór ég að vinna á skjalasafninu hjá Lárusi Sigurbjörns- syni og grúskaði þar í misjafnlega fallegum pappírum bundinn þagnareið. Hjá Leikfélaginu var ég í 14 ár. Þar lék ég mik- ið af mínum bestu hlutverkum. 1959—60 lék ég m.a. í „Beðið eftir Godot“ á móti Brynjólfi Jó- hannessyni. Við fórum út tveir saman og sáum 38 sýningar á 40 dögum. Ég var styrktur til far- arinnar af Leikfélaginu. Við reyndum að fá her- bergi saman á flestum hótelum svo við gætum alltaf verið að ræða um það sem við vorum að sjá. Það var nú ekki alveg guddíulaust sumstað- ar, að minnsta kosti fundust okkur augnagot- urnar oft ægilega skrýtnar. Við kynntumst svo vel á þessu ferðalagi að áreiðanlega höfum við náð betri árangri fyrir vikið. Að leika þessa tvo karla krafðist þess að við værum alltaf saman. Við Brynjólfur urðum miklir kunningjar. Þetta var mikil leikhúsreisa um fimm lönd. í Hamborg upplifði ég dálítið merkilegan hlut í litlu leikhúsi, það var ógurlega sérkennilegt,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.