Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 22.11.1984, Blaðsíða 17
MYNDUST Hið fagra en ekki óhugnanlega fagra Rilke segir á einum stað að „Hið fagra sé upphaf skelfingar sem við erum enn fær um að þola“. Þessi orð sanna stelpur sem þola stráka sem nálgast það að vera hryllilega fagrir, en návist við þá endar jafnan á óhugn- aði. Þegar ég gekk inn á sýningu Valgerðar Hafstað datt mér í hug saga sem Eugenio Trias segir í bók sinni Hið fagra og hiö óhugnanlega: Kvöld eitt í byrjun síðustu ald- ar sat miðaldra frú í vagni sem ók gegnum þykkan skóg á Bretlandi. Gegnum glugga- tjöldin sást afar þungbúinn himinn. Fyrir framan frúna sat hálf druslulegur ræfill sem var stöðugt að fylgjast með síbreytilegum lit- brigðum landslagsins og himinsins út um gluggann. Allt í einu hófst það sem frúin ótt- aðist mest, hann skall á með rigningu með miklum þrumum og eldingum, svo að frúin hélt knipluðum vasaklúti fyrir vitin. Birtan í vagninum fór þverrandi og hann hossaðist ákaft og sjón frúarinnar truflaðist. Þá gerðist það að órakaði farþeginn reis á fætur og rak höfuðið út um gluggann á vagninum og fór hálfur út, gónandi upp í loftið móti þrumun- um og eldingunum, rennvotur og enn óhugnanlegri en hann hafði verið. Frúnni var ekki um sel að ferðast í vagni í óveðri ásamt brjálæðingi. Þegar hinn óði hafði gónt nóg og veðrinu slotaði settist hann á ný og baðst afsökunar. Konan varð forvitin og spurði hvað hann hefði verið að glápa á í þrumunum. Og hann sagði: Undursamlega hluti sem ég hafði ekki séð áður. Frúna lang- aði auðvitað að sjá dýrðarheimana og fór út í gluggann og fékk vatnsgusu á sig og ofbirtu í augun og biindaðist og ærðist næstum við þrumurnar og eldingarnar. Nokkrum árum seinna fór frúin á mál- verkasýningu í London, eins og þá var í tísku meðal heldrafólksins. A sýningunni voru verk eftir málara sem hét Turner. Fólk hafði aldrei séð aðra eins litaskelfingu á striga, og þeir sem höfðu smekk fyrir málverkum og fögrum listum lögðu áherslu á andúð sína með því að segja að svona litir væru ekki til í náttúrunni. En þegar frúin sá málarann til- sýndar þekkti hún hann frá kvöldinu góða í vagninum og mundi að hún sá þá svipað málverkunum, þegar hún blindaðist við að horfa á þrumur og eldingar himinsins. Og nú þótti henni það vera list sem kvöldið góða var skelfing. Þannig breyttist frúin á svip- stundu í ágætan listfræðing. En hvað kemur þetta Valgerði Hafstað við? Mér finnst Valgerður Hafstað hafa ein- hvern veginn aldrei stungið höfðinu al- mennilega út úr vagninum þótt henni þyki þrumuveðrin góð, en þá kannski í minning- unni. Það er samt ekki á allra færi að minn- ast í list. Engin regla er til fyrir hvernig eigi að minnast. Litirnir geta haft sín áhrif þótt minningin sé dauf og hjúpuð eða falin. Minn- ingin getur verið ljós, dökk, skír, óljós og allt þar á milli. Við þannig minningar fæst Valgerður, við enga sérstaka, við enga sérstaka tegund, ekki í neinum sérstökum lit. Yfir minningum hennar er engu að síður heildarblær. Hún beitir þær næstum allar sama handbragði. Minningarnar eru bundnar málverkum ann- arra, heimahögum eða tækni. Hún býr þær í búning þokka og kunnáttu, dálítilla sár- inda. Auðvitað er ekki hægt að krefjast af nein- „Við þolum vel málverk Valgerðar, en söknum þess votts af skelfingu sem er einkenni hinnar ógnvænlegu fegurðar," segir Guðbergur um list Valgerðar Hafstað. eftir Guðberg Bergsson um að hann hafi innri sýn með einhverjum sérstökum hætti. Hin innri sýn getur verið jafn ólm og djörf og þrumuveður í breskum skógi á öldinni sem leið, en til að hefja hana upp móti hinu alsjáandi auga sköpunarinnar þarf listamaðurinn að hafa rekið höfuðið rækilega út úr sínum innra ferðavagni, sem hann ferðast í sem listamaður á lífsferli sín- unt. Vagninn má ekki loka ferðamanninn inni. Enginn listamaður er svo heppinn að geta verið bæði Turner og frúin í senn. Það er ágætt að hafa uppgötvað veðrið eftir á í verkum annarra. Best er að búa til veðrið, eins og vindarnir gerðu á himninum og Turner á striganum. Því er að við þolum afar vel málverk Val- gerðar, en við söknum þess votts af skelf- ingu sem er einkenni hinnar ógnvænlegu fegurðar. Turner var faðir litbrigðanna sem voru jafngild guðaverum og síðan komu aðrir sem gerðu litbrigðin að hughrifum, ígildi tóna, tjáningu og jafngildi skaps. Ollum þykir okkur yndislegt að vera inni í húsi og hlusta á gnýinn í veðrinu, í stað þess að vera úti í veðrinu. Og öllum finnst okkur meira gaman að segja sögu eftir aðra en semja hana. Að koma inn á sýningu Valgerðár er að detta margt í hug og það sem vekur margt í huga manns er líka margt sjálft — og jafnvel margrætt í mörgum skilningi. Út fyrir hið prúða er þó aldrei farið, á sýningu hennar á Kjarvalsstöðum. Ilmur daganna er þar, sá sem ríkti þegar við vorum að vakna til vit- undar um meginland Evrópu eftir stríðið. Samvinnustefna í myndlist Valgarður Gunnarsson og Böðvar Björns- son fylgja þeirri stefnu innan listanna sem mig langar að kalla listatvinn (og ég vona að gálma komi ekki á vináttuna) fremur en tvinning, vegna þess að list þeirra er fremur sprottin af því að búa til hnökra en vefa slétt og fellt á myndflötinn; þeir gálmtvinna með penslinum ljóð á baðmullarstriga. Ljóðin eru víst sprottin undan bragrifjum Böðvars og eru einhver tegund af ljóðaslyddu. Vegna samvinnu listamannanna geta verkin, sam- bland málverks og ljóðverks, verið afar mál- ræn í orðsins fyllstu merkingu, hvort tveggja sem mynd og orðmynd(un). Hér á ég einvörðungu við það sem varðar hinn sjónræna búning. Hinn búninginn, þann andlega, læt ég áhorfendur um. Best væri að þeir dæmdu ekki heldur nytu þess hvað skáldin eru klobbafengin þótt þau kvarti undan hinu gagnstæða í lífinu. Eftir Ijóðunum væri hægt að halda að þeir væru hrifnir af hvers kyns samstöðu: líkama, listar og sálar. Penslinum er því beitt í frummerk- ingu sinni, sém pensli, penna og penis. Aðferðin er einföld: fyrst skrifar annar ljóðið, síðan þekur hinn með nýju ljóði. Dregið er fram og hulið á víxl í feluleik list- anna uns lokamyndinni er náð. Hún er af- kvæmi samvinnu. Eitt af því góða eða hryllilega við æskuna er það að sá sem er ungur neyðist til að vera ungur, vegna þess að fæstar frumur hafa vit á því að fæðast ráðsettar eða jafnvel elli- móðar. Hinir eldri skilja ekkert í þessu og fara strax að siða frumurnar og vísa þeim veginn til grafar. Að lokum tekst hinum eldri að temja frumurnar með aðstoð veikleika ellinnar sem fruman ber innra með sér frá fæðingu. Og það er þess vegna sem hinn æskuglaði leikur félaganna Valgarðs og Böðvars er aðeins leikinn i hálfum sýningar- básnum að Kjarvalsstöðum, honum er af- markaður bás. í hinum helmingnum eru ráð- settari málverk sem sprottið hafa í listaskól- um lífsins, líklega í New York. Og mig grunar að íslendingurinn sé svo ríkur í þeim félög- um að þeir vilji gefa í skyn með skolalærðu málverkunum sínum að hitt sé bara leikur og hálfpartinn grín sem best er að taka sem minnst mark á. í dirfsku okkar íslendinga er alltaf einhver dusilmennska hins ófrjálsa nýlendubúa. Hvað sem því líður er handbragð ,,bæti- flákans" betra en ,,orðbragð“ flákans sem leikið er á í dúr listalífs. Leikurinn er skemmtilegur, en hann er venjulegur. Flest- ir listamenn hafa leikið sér í svipuðum dúr í æsku, fundið í sér ljóðaslydduna og litaslett- urnar, verið að gumsa glundri úr sér úr ljóða- æðinni og litahjartanu, lagst með guðum og dísum beggja listanna. Fagurfræðilega séð eru samfarirnar at- hyglisverðar einkum hvað krotið varðar, hin kræklótta skrift stafanna og tengsl þeirra við krákustigi pensilfaranna. Ekki er hægt að ræða um n/hönd heldur um barnaskrift, en samt er viss meitlun í stafagerðinni og Ijóðin tíðum klöppuð með stöfum á einslags legsteina (málverk) sem eru á gröfum tilfinn- inganna. I eitt skiftið er beinlínis gripið til svipaðrar aðferðar og notuð var við graf- skrift á tímum rómverja. Hin hvíta áferð lit- arins vekur andlátið sem er í ljóðinu og til- finningunni á bak við það. Þetta eru Ijóð „andvana fædd" eins og sagt er, og þau eiga að vera það. Þau eru troðin í svaðið á fletin- um. Því miður er eins og listamennirnir hafi ekki fundið það sem þeir hafa uppgötvað. Eftir örstuttan leik hverfa þeir að lærdómi sínum. Þeir svíkja í miðjum klíðum eða verða leiðir á leik. Hið nýja málverk er á ýmsan hátt afar heillandi, ekki aðeins vegna þess að yfir því er enn ungæðisháttur, heldur vegna þess að litirnir svipta af sér oki formhugsunar, ab- strakt niðurröðunar og öguðum Ijóðrænum kenndum. Miðað við hina ljóðrænu ab- straksjón er nýja máiverkið hljóðræn hlut- binding. En einhvern veginn er eins og allt lendi samt í blindgötu. Lendi í lífshjakkinu og hefðunum. Ef gripið er til líkinga er hin Ijóðræna abstraksjón náttúra garðsins en nýja mál- verkið náttúra náttúrunnar, holtanna og haeðanna. í því að mála lætur Valgarði og Böðvari best að mála fugla, spóa og svan. Og kannski eru þeir annað hvort spói eða svanur. Listrænu hljóðin í framtíðinni eiga eftir að skera úr um það; söngurinn í brjósti þeirra borinn í liti. En kannski tekst þeim betur en skaparan- um við gerð söngraddar fugla. Þá hefst svanaspóasöngur í listaheiðum landsins. Um leið fer að hvína í tálknunum á listgagnrýn- endunum. JAZZ Tröllaslagur Braxtons Grammið hefur séð um djassinn í haust — eða skapandi rýþmíska tónlist eða hvað menn vilja kalla það sem byggir á hefð djass- ins og samblandast evrópskri nútímatónlist. Fyrstur kom trommarinn Andrew Cyrille og var næstur djasshefðinni, svo kom Leo Smith og var lítið af djassi að finna í tónlist hans, — sunnudagskvöldið 11. nóv. lék svo virtúósinn Anthony Braxton í Félagsstofnun stúdenta og með honum píanistinn Marilyn Crispell. Þetta voru þegar best lét magnaðir tónleikar — stundum voru verkin akadem- ísk, stundum frjáls og þau bestu Ijóðræn og villt í senn með þungri sveiflu þó óhefðbund- in væri hún. Ég kann ekki að nefna nöfn verkanna, enda notar Braxton gjarnan stærðfræði- formúlur og flatarmálsteikningar í nafna stað. Fyrir hlé lék hann nokkur verk sam- tengd og blés í altó, tenór og sópransaxafón ásamt klarinetti. Altótónninn hans er hun- ang þegar best lætur og alltaf lita tóninn gömlu áhrifin frá Desmond og Konitz. Sópr- aninn er einskonar framlenging á klarinett- inu þarsem allir yfirtónar og tónaskreyting- ar njóta sín til fuílnustu. Tenórinn kom lítið við sögu fyrir hlé. Það er ekkert vafamál að Braxton er í hópi helstu tónskálda djassins um þessar mundir, en ekki yljaði síður þegar hann blés frjálst einsog villimennirnir á sjötta áratugnum og mikið var gaman að síðasta verkinu fyrir hlé þarsem Braxton og Crispell léku samstíga og andi Parkers kraumaði undir. Eftir hlé hélt Braxton áfram að blanda saman gömlum verkum og nýjum og tefldi saman andstæðum — nornaverkið sem hann lék á klarinettið var kærkomin hvíld frá hinu ómstríða erfiði og svo beljaði hann langan frjálssóló með írskri og ýlfri og Mari- lyn hamraði á píanóið og lét ekkert á sig fá þó hljóðfærið væri ekki í sem bestu ásig- komulagi. (Æ, íslensku píanó — hvers áttu þeir að gjalda Horace Parlan, Thomas Claus- en, Jaspar Van’t Hof, Martial Solal og eflaust margir fleiri!) Þegar efnisskráin var tæmd þakkaði Braxton fyrir sig og fólk klappaði og hann lék smá nútímabíbopp á tenórinn og Marilyn rúllaði undir einsog sannur djassisti. Góður endir á tónleikum sem voru magískir þegar best lét. Engir búa yfir jafn marg- breytilegum tónalitum og djassmenn. Þeir eru ekki bundnir af að hljóðfærið hljómi einsog það ,,á“ að hljóma heldur ná úr því þeim tónum er þeir heyra. Það er ein af gjöf- um djassins til samtímatónlistar. Það er ekki vansalaust þegar jafn merkan tónlistarmann og Anthony Braxton rekur á fjörur okkar, að ekki skuli fleiri mæta á tón- leika. Braxton hefur verið í framvarðasveit djassins sl. 14 ár a.m.k. íslenskir tónlistar- menn eru ekki forvitnir um það sem er að gerast í kringum þá — ekki nema þeir geti stimplað það í bak og fyrir. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.