Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 32
Næsta „mánudagsmyncT Regnbogans: Maður og kona hverfa eftir Claude Lelouch Eftir að Háskólabíó tók við rekstri Regnbogans á síðasta ári var ákveð- ið að endurvekja sýningar á svoköll- uðum „mánudagsmyndum", kvik- myndakonfekti sem er mun útpæld- ara og listrænna en poppkornið sem hvað flestir kvikmyndahúsgestir sækjast eftir. Og þar sem salir Regn- bogans eru margir hefur reynst ger- legt að sýna „mánudagsmyndirnar" á hverju kvöldi. „Mánudagsmynd- in" frá áramótum hefur verið Bolero eftir franska leikstjórann Claude Lelouch. Lelouch (f. 1937) komst skyndi- lega í sviðsljósið aðeins 29 ára gam- all þegar hann gerði myndina Un homme et une femme (Maður og kona) sem íslenska sjónvarpið end- ursýndi í vetur. Það var þriðja mynd Lelouch í fullri lengd og hlaut hún gullpálmann í Cannes 1966. Le- louch er ásamt Jean Luc Godard einhver þekktasti frumkvöðull frönsku nýbylgjunnar í kvikmynda- gerð. Af öðrum myndum Lelouch sem vakið hafa mikla athygli má nefna Viurepour uivre (1968), La vie, l'amour, la mort (’69) og Un autre homme, une autre chance (77). Nú hefúr verið ákveðið að næsta „mánudagsmynd" Regnbogans verði nýjasta mynd þessa sama leik- stjóra, Viue la uie, sem á íslensku hefur hlotið nafnið Mabur og kona hverfa. Með aðalhlutverkin fara ein- tómir stjörnuleikarar: Michel Piccoli, Charlotte Rampling, Jean- Louis Trintignant, Evelyne Bouix og Charles Aznauour. Segja má að hún sé allt í senn glæpamynd, „science- fiction" og sálfræðiþriller, og hverf- ist um afstæði sannleika og lygi; draumur sem erfitt er að losna und- an þótt maður sé kominn aftur yfir í vökuna. Viue la vie hefur vakið jafnmikla athygli og Mabur og kona vöktu á sínum tíma. Erlend blöð hafa talið hana marka tímamót í kvikmynda- gerð, kallað hana „stórkostlega Charlotte Rampling leikur unga leikkonu sem hverfur á dularfullan hátt í mynd Claude Lelouch, Vive la vie, sem sýnd verður í Regnboganum á næstunni. gátu" og „snilldarlega hrollvekju". Atburðarásin er á þá leið að sama dag, á sama tíma og við sams konar aðstæður en á ólíkum stöðum, hverfa maður og kona. Hann er iðn- jöfur með sambönd víða um heim, hún kornung leikkona. Flýðu þau, var þeim rænt eða frömdu þau sjálfsmorð? Lögreglan hefur ekkert fast land undir fótum, né heldur áhorfandinn. Þessi „tilviljun" sem e.t.v. virðist ómerkileg í fyrstu, tekur síðan óvænta stefnu, teygir sig víða um lönd og afleiðingarnar skipta máli fyrir heimsbyggð alla og fram- tíð alls mannkyns — og þar með hefst ótrúleg saga sem verður sem- sé sýnd bráðlega í Regnboganum. KVIKMYNDIR Bitlaus farsi Bíóhöllin: The Man With One Red Shoe (Raubi skórinn). ★★ Bandarísk. Árgerb 1985. Framleibandi: Victor Drai. Leikstjórn: Stan Dragoti. Handrit: Robert Klane. Kvikmyndun: Richard H. Kline. Tónlist: Thomas Newman. Abalhlutverk: Tom Hanks, Dabney Cole- man, Lori Singer, Charles Durning, Carrie Fischer, Jim Belushi o.fl. Augun eru spegill sálarinnar, sagði grand- var maður eintíma í fyrndinni. Sömu augum getum við litið þær kvikmyndir, sem fram- leiddar eru í nánar tilteknu landi á hverjum tíma: Þær spegla alltaf að einhverju leyti þann tíðaranda, sem er ríkjandi í viðkom- andi þjóðféiagi. Þetta á einkum við um bandarískar kvikmyndir, því þær eru öðrum fremur háðar þeim sveiflum í framboði og eftirspurn, sem fyrir hendi eru á aðalmark- aðssvæði þeirra: Norður-Ameríku og Evr- ópu ... Og það er einmitt tíðarandinn, sem mestu ræður um það, hvaða efnislega þætti úr raunveruleikanum fólk er reiðubúið að greiða hæst verð fyrir, eftir að draumaverk- smiðjan við Kyrrahafið hefur farið um þá höndum og komið þeim vendilega fyrir í handhægum neytendapakkningum. Það er einkar athyglisvert hversu ofarlega starfsemi CIA er í hugum handritshöfunda vestanhafs þessa dagana. Hingað til lands berst hver farsinn á fætur öðrum, sem á einn eða annan hátt tekur upp málefni banda- rísku leyniþjónustunnar sem umfjöllunar- efni. Þessi staðreynd væri í sjálfu sér ekki svo eftirtektarverð, nema fyrir þá sök að hlut- verk og eðli þessarar stofnunar hefur á síðari tímum tekið slíkum stakkaskiptum í meðför- um draumaverksmiðjunnar, að full ástæða er til að gefa fyrirbrigðinu nánari gaum. Þannig beinast nú spjót þessa æruverðuga yfirvalds núorðið ekki lengur einvörðungu að illa sinnuðum kommúnistum með heims- valdakomplexa, heldur er það öðru fremur hinn almenni borgari, sem kemst í klemmu og verður að gjalda fyrir siðleysi og innri valdabaráttu yfirmanna þessarar stofnunar, sem orðin er nokkurskonar ríki í ríkinu. Þessi viðleitni bandaríska skemmtanaiðnað- arins að taka upp mikilsverð málefni, og draga þannig ,,yfirvaldib“ sundur og saman í háði er í sjálfu sér góðra gjalda verð, en það sem mesta eftirtekt vekur (og sem jafn- framt hefur löngum einkennt þessar afurðir Hollywood-verksmiðjunnar) er hversu grunnt gagnrýnin ristir. Með því að færa sögusviðið niður á svo persónulegt plan, sem raun ber vitni, þá er öll gagnrýni slitin úr því þjóðfélagslega samhengi, sem nauðsynlegt er ef gagnrýnin á að bíta. Þetta hefur í för með sér að handritshöfundur er í raun ekki að vefengja réttmæti aðgerða og starfshátta títtnefndrar leyniþjónustu heldur viðurkenn- ir hann í raun, eða sættir sig öllu heldur við ástand mála. Það er m.ö.o. ekki kerfib sjálft, sem er varhugavert og þarfnast ítarlegrar endurskoðunar, heldur treystir hann því, að ef „réttir" menn veljist þar til starfa, þá muni allt fara vel. The Man With One Red Shoe er dæmigerð draumaverksmiðju-framleiðsla, og sem slík fellur hún einkar vel að ofangreindri formúlu. Richard (Tom Hanks) er tónlistarmaður að mennt, leikur með fílharmóníunni og kennir þreyttum yfirstéttarungmennum á fiðlu. Ein- hvern daginn er hann að koma úr hljóm- leikaferð . . . hafði drukkið heldur um of kvöldið áður og mætir því á flugvöllinn á ein- um svörtum skó og öðrum rauðum. Þetta hefur afdrifaríkar afleiðingar í för með sér, því fyrir eru á flugvellinum útsendarar CIA, sem velja hann úr hópi fjölda annarra sem heppilegt fórnarlamb eða tálbeitu í Ijótu valdatafli, sem á sér stað innan stofnunarinn- ar. Það sem síðan gerist er ástæðulaust að rekja hér, enda er sjón sögu ríkari og myndin að auki í alla staði sómasamlega vel úr garði gerð ... tæknilega. Flestir farsaunnendur ættu þannig að geta haft af henni nokkra skemmtan, þó svo að húmorinn sé oft á tíð- um frekar lágstemmdur og í myndina vanti þann ærslafulla gáska, sem mörgum hverj- um þykir besti kostur og í raun eini verulegi styrkur Hollywood-farsans . . . eins og hann kemur okkur fyrir sjónir í dag. Klassísk hrollvekja Bíóhöllin: Silver Bullet (Silfurkúlan). ★★ Bandarísk. Árgerb 1985. Framleibandi: Martha Schumacher. Leikstjórn: Daniel Attias. Handrit: Stephen King. Tónlist: Jay Chattaway. Abalhlutverk: Corey Haim, Megan Follows, Gary Busey, Everett McGill, RobinGroves o.fl. Skoskii 18. aldar heimspekingurinn David Hume skrifaði einhverju sinni stutta ritgerð: „Um harmleikinn" þar sem hann, líkt og svo margir fyrr og síðar, leitaðist við að komast til botns í því hvað valdi þeirri undarlegu vellíðan, sem áhorfendur harmleikja upplifa í kjölfar þeirrar sorgar, angistar og ótta, sem þeir verða fyrir af völdum leiksins. Hann skýrði þetta fyrirbrigði með því að fullyrða að ef hin listræna „hleðsla" leiksins væri umfangsmeiri en sú sálræna spenna er skap- aðist af völdum angistarinnar, þá næði hún að upphefja þessi einkenni sorgar og angist- ar og skapa þannig þessi þversagnakenndu áhrif harmleiksins á áhorfendur. Sumum hverjum kann að virðast það út í hött að ætla að ofangreindar staðhæfingar Humes um eðli harmleiksins megi yfirfæra á þau áhrif, sem hrollvekjan hefur á nútíma kvikmyndahúsagesti. Samlíkingin er þó ekki svo fráleit sem hún í fljótu bragði kann að virðast. Spurningin er öðru fremur: Hvað er list og hvað er ekki list? Eða öllu heldur: Get- ur það talist réttlætanlegt, að í þessu tilliti sé talað um hámenningu og lágmenningu, og ef svo er. . . hver er þá munurinn? Ef við lít- um okkur nær, er þá ekki í raun um að ræða nákvæmlega sömu hughrif... sömu eðlis- lægu mannlegu hvatir í báðum tilvikunum? Hvað sem framangreindu líður, þá er það alltaf jafn ánægjulegt, þegar hérlendum kvikmyndahúsagestum bjóðast sómasam- lega vel gerðar hrollvekjur, enda slíkur varn- ingur núorðið einkar fátíður glaðningur inn- an um allan þann sora, sem flætt hefur yfir kvikmyndamarkaðinn í þessu tilliti upp á síð- kastið. Mikið hefur verið rætt og ritað um það, hvað valdi þeirri nýju upphefð og hylli, sem hrollvekjunni hefur hlotnast á síðari ár- um og læt ég því að sinni ofangreind orð Davids Humes nægja sem innlegg í þá um- ræðu. Stephen King hefur á síðari árum tekið við því hlutverki, sem verk Edgars Allans Poes höfðu í hrollvekjum Rogers Cormans á sjötta og sjöunda áratugnum. Sögur þessa nýja meistara hrollvekjunnar eru svo vel til falln- ar til myndrænnar tjáningar, að núorðið bíða kvikmyndaframleiðendur í röðum eftir að fá tækifæri til að fjármagna kvikmyndun verka hans. . . og það jafnvel áður en þau koma út í bókarformi. Þannig getur Silver Bullet skoðast sem skólabókardæmi um það, hvernig öllum hinum klassísku einkennum gotnesku hrollvekjunnar verður best komið til skila í kvikmynd. Hér eru m.ö.o. allar hefð- ir hennar og venjur í hávegum hafðar: Allt frá notkun huglægrar mynduppbyggingar (sem setur áhorfandann í spor ófreskjunnar og neyðir hann þar með til vissrar sam- kenndar með ógnvaldinum), til ítarlegrar þjóðfélagslegrar greiningar á þeim breyting- um, sem verða á innbyrðis samskiptum þegna bæjarfélagsins þegar rótgrónu öryggi þess er ógnað af utanaðkomandi öflum. Hvort sem um er að ræða ógn þá er stafar af fjöldaatvinnuleysi, óðaverðbólgu, vígbúnað- arkapphlaupinu... eða varúlfum! Afdankaöur farsi Laugarásbíó: Stitches (Lœknaplágan) ★ Bandartsk. Árgerb 1985. Framleibendur: William B. Kerr og Robert P. Marcucci. Leikstjórn: Alan Smithee. Handrit: Michel Choquette og Michael Paseornek. Tónlist: Robert Folk. Kvikmyndun: Hector R. Figueroa. Abalhlutverk: Parker Stevenson, Bob Dubac, Tommy Koenig, Geoffrey Lewis, Brian Tochi, Robir Dearden o.fl. Hollywood-farsinn hefur gegnum tíðina átt sér tvö gullaldarskeið: Annarsvegar á eftir Ólaf Angantýsson tímum þöglu myndanna (Chaplin, Keaton, Harold Lloyd o.fl.) og hið síðara á fimmta og sjötta áratug aldarinnar (Jerry Lewis, Dean Martin, Bob Hope o.fl.). Það sem einkum var einkennandi fyrir þessi tvö gullaldarskeið og sem jafnframt greinir þau frá síðari tíma kvikmyndum í sama anda er hversu heil- hjartað þessir menn gengu til verks. í þá tíð var Hollywood-farsinn ,,Farsi“ með stórum staf: Heimsmynd hans var svo rangsnúin og fáránleg, að þar gat allt gerst. Þar var ekki hægt að ganga að neinu sem vísu. Allt var sí- felldum breytingum undirorpið og tilveran oft á tíðum svo rangsnúin og ófyrirsjáanleg, að við áhorfendur komumst engan veginn hjá því að gera samanburð á okkar eigin veruleika og þeirri öfugsnúnu heimsmynd, sem hrjáði og þjakaði þessar ógæfusömu persónur á hvíta tjaldinu. í fáránleika sínum spilaði farsinn m.ö.o. með okkar eigin ómeð- vitaða óróleika og óvissu gagnvart þeim raunveruleika, sem beið okkar utan veggja kvikmyndahússins. Þetta var... og er enn í dag styrkur farsans, þó svo að síðari tíma handritahöfundar virðist af einhverri ástæðu hafa gloprað niður þessum einfalda sannleika, þ.e.: í sinni bestu mynd er farsinn spéspegill okkar eigin samtíðar. Ef hann fæst ekki við málefni, sem skiptir áhorfendur máli, þá er hann marklaus... hefur enga þýðingu og getur þ.a.l. ekki þjónað því hlut- verki, sem áhorfendur meðvitað og ómeð- vitað ætla honum. Stitches er dæmigerður nútíma Holly- wood-farsi: Afdankað og illa úrkynjað af- brigði þess er í eina tíð gat talist sönn list- sköpun. Hér hafa handritshöfundarnir tínt til og notfært sér ýmsar þrautreyndar hefðir og venjur úr myndum gömlu meistaranna, s.s. kynþáttafordóma, fyrirlitningu á „yfirvald- inu“, kvenfyrirlitningu, ýmiskonar kynferð- iskomplexa og önnur atferlis- og siðferðis- tabú, sem svo eftirminnilega einkenndu hina vonlausu baráttu Keatons eða Lewis við þann öfugsnúna raunveruleika er þeir bjuggu við í kvikmyndum sínum. Hinir fyrr- nefndu stíga þó aldrei skrefið til fulls og fara þ.a.l. á mis við það frelsi til farsakenndrar rangtúlkunar á raunveruleikanum sem þetta listform hefur upp á að bjóða. Þeir eru m.ö.o. sjálfir svo illilega flæktir í net þess mannlega breyskleika, sem löngum hefur verið eitt meginviðfangsefni farsans, að þeir virðast engan veginn vera sér meðvitaðir um þær ógöngur, sem kvikmyndin hlýtur óhjá- kvæmilega að hafna í: Hana vantar m.ö.o. markmib', ærslagangurinn og lætin virðast ekki þjóna öðrum tilgangi en þeim að skemmta þeim er stóðu að gerð myndarinn- ar og hlýtur hún því að fara að meira eða minna leyti fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfendum. Þó svo að handritið sé illa unnið, þá er þó frammistaða leikara og tæknivinnsla mynd- arinnar óaðfinnanleg. En það bjargar litlu, því ef hugsunina vantar að baki verkinu, þ.á er ekki hægt að búast við að það skili tilætl- uðum árangri. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.