Helgarpósturinn - 05.03.1987, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 05.03.1987, Blaðsíða 15
lega gaman að eignast lítið barn. Eitthvað svona alveg út í hött...“ — Hver er afstada stelpna á þess- um aldri til fóstureyðinga? „Hún er rnjög neikvœð. Þeim finnst það eins og að skrifa upp á að þær séu afskaplega vondar mann- eskjur, tilbúnar til þess að drepa og hvaðeina. Það er ofsalega við- kvæmt og erfitt mál, og ræturnar á þessu viðhorfi liggja mjög djúpt." — Hvað pirrar unglingana mest við okkur, fullorðna fólkið? „Sko, við erum oft svona svolítið ósanngjörn við þau. Ég held það sé helsta umkvörtunarefnið. Eina stundina eiga þau að vera fuilorðin og sýna okkur að þau geti staðið sig, en síðan erum við strax farin að segja þeim til og skamma þau, eins og börn. Við erum ógurlega föst í þessu og ég held að það svekki þau mest — að vera álitinn barn eða full- orðinn til skiptis, eftir því hvað hent- ar fullorðna fólkinu." LANGT Á EFTIR í iAFNRÉTTISMÁLUM —■ Nú ert þú dóttir Sverris Her- mannssonar, menntamálaráð- herra. Langar þig aldrei sjálfa út í stjórnmál, til þess að komast nœr ákvarðanatöku og völdum í þágu unglinganna „þinna"? „Nei, ég hef ekki síður trú á gras- rótarstarfi. Ég held að einstaklingur- inn sé mikils megnugur og hef enga löngun til þess að gera hlutina með látum, eins og surnir!" — Rœðirðu um vinnuna við pabba þinn? „Ja, maður er nú ekkert að buna þessu út úr sér við matarborðið. En sumt ræði ég við hann og hann spyr mig út í það, sem hann hefur áhuga á, eins og t.d. fíkniefnamál. Það eru þá frekar svona „yfirheyrslur“.“ — Eru unglingarnir hérna póli- tískir? „Mér finnst unglingarnir oft alveg hroðalega íhaldssamir og forpokað- ir. Manni getur alveg ofboðið! En svo breytist þetta. Þau eru kannski ekkert of örugg með sig og grípa þess vegna hugmyndir annarra á lofti. Jafnrétti kynjanna, til dæmis. Þau eru voðalega langt á eftir þar. Stelp- urnar segja kannski: „Ég myndi aldrei treysta manninum mínum til að vera heima með börnin. Hann gæti bara misst þau í gólfið, hellt kaffi yfir þau og svoleiðis!" Það ligg- ur við að þetta sé svona, og strák- arnir eru eitthvað álíka. Ofsalegir fordómar, skal ég segja þér. Þetta er ekki auðveldasti hópurinn til að eiga við hvað það varðar." Hópur unglinga var búinn að koma á skrifstofuna á meðan við ræddum saman. Leyst var úr máli hvers og eins og síðan hurfu þau á braut. Það komu líka smiðir með hurðir, sem höfðu verið í viðgerð, og starfsliðið baukaði við hitt og þetta, á milli þess að leika fótboltaspil við „heimalningana" á staðnum — krakka, sem eru mikið viðloðandi Fellahelli allan daginn. Ég fór hins vegar aftur út í rokið og rigninguna, hlaðin andlegu veganesti úr heimi unglinganna, sem mörgum þykja svo ögrandi. Líklega af því að okkur hættir til að dæma eftir útlitinu, án þess að „gefa þeim sjéns". f KJÖRDÆMI FORSÆTISRÁDHERRA: ■ I I I Elín Jóhannsdóttir, kennari er í 4. sæti -I—JJL—JX X lista Framsóknarmanna á Reykjanesi. hflki spm cvpifaríHnrnarmaAnr Elín hefur reynslu að baki sem sveitarstjórnarmaður. Hún vill treysta stöðu fjölskyldunnar í samfélaginu og eru ungar fjölskyldur og lífskjör þeirra þar efst á blaði í 6. sæti: Gylfi Guðjónsson, öku- kennari og fyrrum lögreglumaður. starfað að sveitarstjórnarmálum og málefnum og sérþekking hans á öryggis- og umferðarmálum í nútíma samfélagi. Jóhann Einvarðsson. Hann er aðstoðarm félagsmálaráðherra, fyrrverandi aiþingismaður og bæjai á ísafirði og í Keflavík. Jóhann er landsþekktur félagsmálamaður, einkum á sviði stjórnsýslu og húsnæðismá I 3. sæti: Níels Árni Lund, » * d* - — — - ritstjóri Tímans. Hann er fyrr- ærandi kennari, lögreglumaður og æskulýðsfulltrúi ríkisins. liels Árni er þekktur fyrir störf sín að æskulýðs- og þróttamálum auk þátttöku í stjórnmálum. ........zZL I 1. sæti: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Hann er virtasti og vinsælasti leiðtoginn í íslenskum stjórn skv. skoðanakönnunum. Steingrímur hefur náð einstökum í stjórn efnahagsmála og aukið hróður íslands á alþjóðavettv< I 5. sæti: Valdís Kristinsdóttir, kennari í Grindavík. Valdís býr að þekkingu á félagsmálum í sjávarplássi. Hún leggur sérstaka áherslu á barnaverndarmál, æskulýðsmál og málefni aldraðra og beitir sér fyrir nýjum viðhorfum á þeim sviðum. .. ..... .............. .. ...... ..... ......—.. VIÐKYNNUM 6 EFSTUMENN í REYKJANESKJÖRDÆMI FRAMSOKNAR FLOKKURINN lj|J HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.