Helgarpósturinn - 05.03.1987, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 05.03.1987, Blaðsíða 29
Hittu Skytturnar í mark? HP leitar álits á mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Skytturnar Sú var tíð að mönnum var tíðrœtt um hið ís- lenska kvikmyndavor. Fólk flykktist í bíó til að berja augum þessi nýjustu meistaraverk land- ans og stundum gekk það svo langt að meira en helmingur þjóðarinnar var búinn að sjá tiltekn- ar myndir áður en yfir lauk. En á eftir þessu vori kom aldrei neitt sumar. Um leið og íslenskum myndum fjölgaði urðu þœr misjafnari og allur þorri fólks hœtti að kippa sér upp við frumsýn- ingu nýrrar íslenskrar kvikmyndar í litum og sinemaskóp. Nokkrar myndir gengu þó sœmi- lega en svo kom að því að aðrar gengu hreinlega illa. Nú er nýlokið sýningum á einni sem þó gekk mjög vel, Stellu í orlofi og hafnar eru sýningar áMnnarri sem virðist ekki œtla að fáýkja mikla aðsókn, en það er nýjasta mynd Friðriks Pórs Friðrikssonar, Skytturnar. HP leitaði álits nokk- urra einstaklinga á því hvernig þeim þótti mynd- in og ennfremur álits Friðriks á viðtökunum. Spurningin sem við lögðum fyrir fólkið var ein- faldlega þessi: Hittu Skytturnar í mark? „Ég er nokkuð ánægður með viðtökurnar, reyndar hefur enginn sem ég hef heyrt í verið neikvæður. Það er bara verst að íslenskir kvik- myndagagnrýnendur eru ekkert inní kvik- myndum, gagnrýnin er alls ekki unnin á fagleg- um grunni, þannig að ég get lítið mark tekið á henni." — Hvað með raddir utan úr bæ? ,,Ja, ég njósna eins langt og ég get, það er allt jákvætt sem ég heyri og eins hjá því fólki sem ég tek mark á og leita til um gagnrýni. Ég er ánægður með viðbrögð áhorfenda, íslenskir áhorfendur fara mikið í bíó og eru kröfuharðir sem er gott. Þeir hafa tekið myndinni vel.“ — Samt hefur myndin ekki verið vel sótt. „Ég held að hún hafi gengið eðlilega." Friðrik Þór: Ánægður með viðbrögðin Þorgeir Gunnarsson kvikmynda- gerðarmaður: Of veikt handrit Páll Eiríksson lögreglu- maður: Yfirdrifinn byssuhasar Sigurður Pálsson rit- höfundur: Alvöru- kvikmynd „Þetta er erfið spurning — þær allavega náðu að særa. Mér finnst þetta heilleg mynd, ágætalega unn- in nema hvað hún ber merki annarra íslenskra mynda hvað handritið snertir, það hefur ekki enn tekist að skrifa reglulega gott handrit og mér finnst þetta ekki vera nógu sterkt. Það vant- ar svona kjötið utaná það. Mér finnst eins og undirbyggingin að lokaatriðinu sé of mikil, það stendur ekki undir henni, eftir allan þennan að- draganda verður of lítið úr því.“ — Hvað með leikinn? „Ég var fyrirfram mjög hræddur við amatör- ana, fór þessvegna á myndina með ákveðna for- dóma í huga en þeir komu þægilega á óvart. Þetta eru mjög góðar týpur, það má að vísu setja út á túlkunina en ég held að Friðrik skorti reynslu í að starfa með leikurum." — Þannig að þú ert sáttur miðað við allt? „Miðað við þetta reynsluleysi og líka við það að hann er þarna sjálfur allt í öllu, framleiðir, skrifar handrit að hálfu og leikstýrir, þá er þetta rós í hnappagat hans og sömuleiðis er myndin rós á hans þyrnum stráða feril." „Já, að mörgu leyti gerði hún það. Sumu var auðvitað ofgert en margt fannst mér alveg ágætt, sérstaklega byrjunin á myndinni sem mér fannst mjög góð.“ — Kornu atriðin kunnuglega fyrir sjónir? „Ja, um það má svo sem ýmislegt segja en þessar senur í næturlífinu, þar voru margir punktar sem maður nauðaþekkti og persónurn- ar líka, maður kannaðist við þetta fólk úr sínu starfi.“ — En hvað fannst þér um lokaatriðið? „Mér fannst hasarinn í byssubúðinni yfirdrif- inn og þar vera margt ofleikið, ekkert er þessu líkt í raunveruleikanum." — Hvernig fundust þér leikararnir komast frá sínu? „Mér þóttu þeir ágætir miðað við að vera byrj- endur, amatörar — mér fannst þeir bara skila þessu vel og Bubbi fannst mér vera góður þó margir hafi sagt annað. Ég þekkti þennan mann úr starfinu, maður hefur oft séð svona menn sem láta stjórnast af öðrum sem þeir líta upp til og treysta. En einsog ég segi þá hafði ég bara gaman af þessu í heildina tekið og margir kaflar voru góðir.“ „Já, þær gerðu það, þetta er alvörukvikmynd. Þarna er á ferðinni alvörukvikmyndahugsun og samsetning. Það sem gladdi mig einna mest voru aðalleikararnir tveir, báðir amatörar, því fyrirfram þá skelfdi sú tilhugsun. Amatörar ráða að öllu jöfnu illa við að túlka einlæga alvöru, dramatíska alvöru, það eina sem hægt er að láta þá gera er að gera grín að sjálfum sér og verða þarmeð fíflalegir en þarna er ekki um neitt slíkt að ræða. Það hefði verið mjög auðvelt að falla í þá gryfju, sérstaklega með annan þeirra, þó ekki væri nema fyrir það hvernig hann kemur fyrir. Þessu er haldið saman af ótrúlegum aga og maður fikrar sig nærri þessum mönnum og ég verð að segja að það gladdi mig mest af öllu. Mér fannst það vera djarft spilað en takast vel.“ — Hvað með /okaatriðið? „Já. — Þessháttar hlutir gerast náttúrulega ekki hér, innan gæsalappa, það þarf auðvitað mikla sannfæringu til að trúa þessu en mér fannst það ekki vera neitt útúr dúr. Skotvopn til- heyra öðru umhverfi, fyrir íslendingum tilheyra þau bíóinu og mér fannst þetta vera fullkomin leikmynd hjá Friðriki. í heildina tekið er ég mjög ánægður með myndina." LEIKLIST Tilfinningar í ofbeldisþjóðfélagi Leikfélag MH: Hólpin eftir Edward Bond. Leikstjóri: Ingunn Ásdísardóttir. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Lýsing: Vilhjálmur Hjálmarsson. Leikendur: Gunnar Hansson, Þorsteinn Högni Gunnarsson, Sigurður H. Pálsson, Björn Gunnlaugsson, Hans Aðalsteins- son, Aðalbjörn Þórólfsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Guðrún Eysteinsdóttir, Málfríður G. Gísla- dóttir, Rebekka Austmann Ingi- mundardóttir. Salurinn í Menntaskólanum við Hamrahlíð er stór, hátt til lofts og vítt til veggja, hann er að sumu leyti kaldranalegur og fráhrind- andi en að öðru leyti býður hann uppá margvíslega möguleika fyrir þá sem hafa hugmyndaflug til þess að nýta sér þá. Hlín Gunnarsdóttir leikmyndahönnuður þessarar sýningar er tiltölulega nýkomin heim frá námi á Ítalíu og sýnir hér bæði hugmyndaflug og dirfsku í leikmyndasmíð. Bæði vídd og hæð leikrýmisins er vel nýtt og skapað kalt og fráhrindandi and- rúmsloft þeirrar borgareyðimark- ar tilfinningaleysis og ruddaskap- ar sem leikurinn gerist í. Leikfélag Reykjavíkur sýndi þetta verk fyrir um hálfum öðrum áratug og er sú sýning mjög eftir- minnileg þeim er sáu, enda spruttu af henni blaðadeilur og einn virðulegasti gagnrýnandi landsins þá gekk út af frumsýn- ingu. Var þetta einkum vegna hins grímulausa og tilgangssnauða of- beldis sem fram kemur í verkinu, enda er barnsmorð uppá grín svona um það bil það ljótasta sem hægt er að hugsa sér. En kannski að ofbeldi hafi þá ekki verið eins nærtækt og núorðið, ekki eins snar þáttur í umhverfinu úr frétt- um, sjónvarpi og kvikmyndum. Kannski erum við orðum svo gegnsósa og samdauna ofbeldinu að það snertir mann ekki nema takmarkað og kannski er ofbeldið of nærtækt hinum ungu leikurum til þess að leikstjórinn megni þrátt fyrir öfluga viðleitni að framkalla hjá þeim þann hrylling sem raun- verulega er að eiga sér stað á svið- inu. Það er hinsvegar annarskon- ar hryllingur og ofbeldi sem verð- ur miklu sterkara í þessari sýningu en það er samband eða sambands- leysi og tilfinningar og tilfinninga- leysi ,,elskendanna“ í verkinu, þar sem eru annarsvegar unga fólkið, Len og Pam og hinsvegar foreldrar hennar, sem aldrei talast við. Leik- ur Guðrúnar Eysteinsdóttur í hlutverki hinnar kviklyndu og öru Pam var sterkur og kraftmikill og er reyndar einna mikilvægast í lífsmætti sýningarinnar. Gunnar Hannsson leikur Len, sem er eina góða manneskjan í verkinu, af eftir Gunnlaug Ástgeirsson hógværð og stillingu sem verður sterk andstæða Pam. Þar í bak- grunni eru svo foreldrar hennar sem hafa hatast í áratugi og talast ekki við, leikin ágætlega af Þor- steini H. Gunnarssyni og Málfríði Gísladóttur; Ingunni Ásdísardóttur hefur tek- ist í þessari sýningu að ná ótrúlega miklu út úr efniviði sínum, óþjálf- uðum leikurum og erfiðu við- fangsefni. Ég hef oft áður haldið því fram að skólasýningar af þessu tagi séu mikilvægar uppeldis- stöðvar fyrir leiklistina í landinu því upp úr þessum jarðvegi vaxa bæði góðir leikarar og áhorfend- ur. Skiptir þá miklu máli að til stað- ar séu vel hæfir leiðbeinendur sem þora að takast á við erfið verkefni því þroski byggist á að glíma við það sem er aðeins erfið- ara en maður ræður við í fyrstu og sigrast á því. G.Ást. TÍMARIT Máis og menningar er nú komið út í fyrsta sinn á þessu ári. Meginefni þessa heftis eru fjölmiðl- ar og birtast þar að lútandi greinar eftir Stefán Jón Hafstein, Einar Benediktsson og Þorbjörn Brodda- son og fleiri. Af öðru efni má nefna grein eftir sænska fræðimanninn Peter Hallberg um Halldór Laxness þar sem Hallberg fjallar um hvernig Halldór lýkur sögum sínum, ljóð eft- ir Einar Má, Gyrði Elíasson, Sigurð Pálsson o.fl., auk þýddra Ijóða. Einn- ig má nefna smásögu eftir ensku skáldkonuna Margaret Drabble og aðra eftir nýliða á þessum vett- vangi, Ágúst Sverrisson. SIGURÐUR Eyþórsson sýnir um þessar mundir í Gallerí Gang- skör, en þetta er fimmta einkasýn- ing hans. Á sýningunni sýnir Sigurð- ur 25 myndir unnar með ýmiss konar tækni, olíumálverk, rauðkrítar- myndir, portret og teikningar. Sig- urður stundaði nám hér heima í Myndlista- og handíðaskólanum, en hefur síðan verið við nám bæði í Stokkhólmi og í Austurríki. PÓSTKONTÓ RINN í Harí- em í Hollandi er um þessar mundir að fá til sín „hæsta fjall" landsins. Kannski ekki beinlínis fjall, heldur sjö metra háan og eitt hundrað tonna þungan steinskúlptúr eftir Sigurð Guðmundsson myndlistar- mann í Amsterdam. Skúlptúrinn er úr steintegund, sem kölluð er diabas og Sigurður vann að gerð hans á norðaustur- hluta Skáns í Svíþjóð, sem er einn fárra staða í heiminum, þar sem bergtegund þessa er að finna í ein- hverjum mæli. Sigurður fékk sænskan steinhöggvara, Evald Gustavsson, í lið með sér og hjó sá, sagaði og bor- aði samkvæmt fyrirmælum lista- mannsins. Og til þess að geta unnið verkið, þurftu þeir að vera á krana- stól. Venjulega vinna menn með diabas-steininn í tveggja til þriggja metra löngum bútum, og það þurfti því heilmiklar tilfæringar til að ná stykkinu hans Sigurðar upp úr jörð- inni. Notaðar voru sprengjur, ásamt stærsta vörubíl og stærsta lyftikrana Svíþjóðar. I viðtali við sænskt dagblað hefur Sigurður sagt, að steinmyndir hans fjalli um náttúruna og afskipti mannsins af henni. Þegar hann er spurður hvort eitthvað af íslenskri sál hans sé í skúlptúrnum, svarar hann: „Ef sál mín er íslensk, þá er þessi skúlptúr íslenskur,því að hann kemur innan úr mér. Ég reyni að gera það sem ég hugsa um — og það er nógu erfitt," segir Sigurður Guð- mundsson. HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.