Helgarpósturinn - 15.04.1987, Síða 7

Helgarpósturinn - 15.04.1987, Síða 7
eftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart Ohugnanleg reynslusaga rúmlega fertugrar konu, sem bundin er uið hjólastól fyrir lífstíð eftir ígerð í kjölfar smávœgilegrar aðgerðar á Landspítalanum ímyndaöu þér ad þig sé ad dreyma: Þú átt ad gangast undir smávœgilega skurdaðgerd á spítala. Þú ferð áhyggjulaus inn á skurðstofuna, grunlaus um að þar með verður lífþitt lagt í rúst. Upp frá þessari stundu ertu stofnanamatur. Fatlaður einstaklingur í hjólastól. Fyrir þig er þetta vondur draumur. Fyrir liðlega fertuga konu, sem við skulum kalla Svölu, var þetta raunveru- leiki. Hrœðileg martröð, sem hún mun ALDREI vakna af. Hún verður bundin við hjólastól það sem eftir er œvinn- ar, 75% öryrki vegna mistaka. Igerð komst í tvo litla skurði þegar Svala lá á Landspít- alanum. Úrskurður hjúkrunarfólks var sá, að hún vœri með flensu, en í raun voru taugastöðvar sem bera boð niður í fœturna að eyðileggjast. Mál konunnar verður innan skamms tekið fyrir í Borg- ardómi. Lögmaður hennar hefur krafist margra milljóna króna í skaðabœtur. Sá lífsharmleikur, sem Svala hefur verið og er að ganga í gegnum, verður þó aldrei bœttur með peningum. Bundin viö hjólastól til œviloka Höföar skaöabótamál á hendur ríkinu Úrskuröuö meö flensu og ígerö ekki meöhöndluö Það fylgdi því undarleg tilfinning að fara á fund konu, sem maður vissi að hafði lent í þeirri óhugnan- legu lífsreynslu að gangast undir lít- ilsháttar aðgerð á spítala og verða upp frá því fötluð og bundin við hjólastól. Ég vissi að hjónaband hennar hafði endað í skilnaði, eftir að hún var orðin veik. Hún getur ekki haft börnin sín hjá sér fyrr en rætist úr peningamálunum, því Svala býr sem stendur við afar þröngan húsakost, þó svo fólkið sem hún leigir hjá sé henni afar hjálplegt. Svala hefur liðið líkams- og sálar- kvalir í mörg ár. En hún hefur samt sem áður barist af mikilli hörku. Hún er í baráttu við Kerfið. Og inn- an skamms verður mál hennar á hendur fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, tekið fyrir í Borgar- dómi. Þetta er prófmál, enda mun þetta vera fyrsta mál sinnar tegund- ar fyrir dómi. Skaðabótamál ungrar konu, sem fyrir mistök varð 75% öryrki. Allt þetta vissi ég áður en við Svala hittumst á heimili systur hennar fyrir skemmstu, en hvernig þessi dýrkeyptu mistök gerðust og hvernig sálarástand þolandans var og er... það ætlaði hún að segja mér. OFVIRKANDI ÆÐASAMDRÁTTUR Þegar ég barði að dyrum, var kall- að „kom inn“ fyrir innan. En í for- stofunni var engan að sjá og ekki heldur í ganginum, sem við tók. Við kölluðumst á þar til ég hafði rakið mig inn í stofu. Svala sat í sófanum, grönn, dökkhærð, klædd í gallabux- HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.