Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 3
FYRST OG FREMST GÚRKAN í íslenskum fjöl- miðlum þykir flestum vondur biti að kyngja. Hún hefur í þessari viku verið nær allsráðandi og eldgos sem aldrei gusu orðin að stórum fréttum. En um leið og gúrkan tekur að breiða sig um síður íslenskra blaða kætast þó sumir. Það eru hinir slyngu út- sendarar sovéskrar fjölmiðlunar á íslandi. Yfirmaður APN á íslandi, Evgení Barbukho, veður nú um síður blaðanna við hlið gúrkunnar. I gær átti hann til dæmis bæði grein í Þjóðviljanum undir nafninu „Sovésk utanríkisstefna og ,,perestrojka““ og aðra í Tímanum sem bar heitið ,,Um grundvallar- skipulagningu í stjórnun hins sovéska efnahagslífs". Vænir bitar til að tyggja með gúrkunni. DAGSKRA nýju útvarpsstöðv- anna, Bylgjunnar og Stjörnunnar, er nokkuð skondin aflestrar og verður að viðurkennast að þar hefur Stjarnan vinninginn. Það er takmarkalaust hvað þættirnir eru „hressir og líflegir" og hvað dag- skrárgerðarmennirnir eru í miklu stuði. Einn stjórnandinn er kallað- ur „frískur sveinn" og annar er „hress sveinn sem fer á kostum". Stjórnendur þáttanna gera mikið af því að „fara með gamanmál og gantast við hlustendur" milli þess sem þeir spila „ryksugurokk". Einnig eru þeir kallaðir „hressir tónhaukar" sem spila „létt popp með hressilegum kynningum" eða þá að þeir halda uppi „stanslausu fjöri í fjóra tíma" sem „gerir okkur lífið létt". Um helgar fara svo þess- ir hressu þáttastjórnendur í „helg- arskapið" eða „spariskapið" ef vel liggur á þeim og eru þættirnir þá stanslaust „hæhóhúllumhæog- hoppoghíogtrallallalla". Það er örugglega ekki öfundsvert hlut- skipti að þurfa alltaf að vera svona hress og líflegur alla daga og það eru sennilega fáir hreinræktaðir fýlupúkar sem fá vinnu þar á bæ. HJÓLREIÐAKAPPINN Jón Kristjánsson hefur sem kunnugt er stefnt íslenska ríkinu fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu fyrir að blanda saman framkvæmda- og dómsvaldi úti á landi. Þar hafa fógetar til margra ára dæmt sjáifir í málum sem þeir rannsaka. Þetta þykir Jóni og lögmanni hans, Ei- ríki Tómassyni, vond latína. Fóget- arnir sjálfir virðast hins vegar lítið hafa út á það að setja, að þurfa að skipta sér svona og leggja mat á eigin verk. Þannig lét Sigurdur Gizurarson, bæjarfógeti á Akra- nesi, hafa eftir sér í Dagblaðinu að hann teldi Jón og Eirík hafa „prinsiprétt" fyrir sér, en bætti við „ef ríkið telur sig hafa efni á að aðskilja dóms- og framkvæmda- valdið". Mikill prinsipmaður, Sig- urður. Samkvæmt þessu kæmi til greina að sameina til dæmis Rann- sóknarlögregluna og Hæstarétt, ef harðnaði á dalnum hjá ríkissjóði. En það væri hins vegar ekki „prinsiprétt"... HINGAÐ TIL hefur þótt svo sjálfsagður hlutur þegar nýir ein- staklingar koma í heiminn að það hefur ekki verið í frásögur færandi í blöðunum. Nú er hins vegar svo komið að barneignir eru orðnar eitt helsta fréttaefni blaðanna. Síðast í gær birtist mynd af Jakobi Magnússyni, stuðmanni, með nýfædda dóttur sína á baksíðu DV. í texta við myndina lýsti faðirinn yfir hversu stórkostleg upplifun fæðingin hefði verið. Ekki er heldur langt síðan að frétt var í sama blaði þess efnis að kona Kristjáns Jóhannssonar, Sigurjóna Sverrisdóttir, ætti von á erfingja. f síðasta hefti Nýs lífs voru svo við- töl við fullorðnar mæður sem auðvitað lýstu því yfir hversu stórkostlegt hefði verið að ganga í gengum þá reynslu að eiga barn. Við á HP vonum bara að umfjall- anir um barneignir frægra íslend- inga verði til þess að barneignum fari stórfjölgandi og við nálgumst það að verða stórþjóð. BÆJARSTJÓRN Keflavíkur hefur verið hin kostulegasta samkunda á undanförnum mánuðum. Þar vega menn hvern annan nokkuð reglulega og þá einkum alþýðuflokksmenn. Eitt- hvað munu þeir í bæjarstjórninni vera farnir að þreytast á þessum leik því á síðasta bæjarstjórnar- fundi reis Ingólfur Falsson, fulltrúi sjálfstæðismanna, upp og skammaði viðstadda fyrir að hafa skammað Ólaf Björnsson, stjórn- arformann sjúkrahússins, um of. Ingólfur var varla sestur þegar Drífa Sigfúsdóttir, framsóknar- kona, sté í pontu og sagðist ekkert hafa á móti Olafi. Hins vegar sagðist hún hafa greitt Gudfinni Sigurvinssyni atkvæði sitt i stjórn sjúkrahússins þar sem hann væri mun prúðari maður en Ólafur. Hin ■ mjúku gildi virðast því farin að vinna á i bæjarstjórninni. STYRKVEITINGALISTI Vísindasjóðs er oft hin skemmti- legasta lesning. Nýverið voru birt- ar upplýsingar um styrkveitingarn- ar fyrir árið 1987 og þar er m.a. sagt frá eftirfarandi viðfangsefnum heppinna umsækjenda: Mati á hjúkrunarþyngd aldraðra, könnun á augnhag Austfirðinga, ættfræði hverabaktería, litaskyni laxins og kynjahlutfalli túnsúru, og verkefni, sem nefnist „Hljóð í nýju ljósi". Þar að auki fékk eðlisfræðingur nokkur tæplega hálfa milljón króna vegna viðfangsefnis, sem nefnist því skemmtilega nafni „Slembifletir". LOFTMYND HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Róttæk landbúnaðarstefna í raun er rollunnar dreifing róttæk grasrótarhreyfing. Á haugana fer hún úr haganum og hefur landið í maganum. Niðri „Hér pœlir fólk ekkert í jafnréttismálum og hlœr ad kvennaframbodinu." KAUPFÉLAGSSTJÓRINN Á RAUFARHÖFN, EDDA HRAFNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR, í ÚTTEKT DAGS A AKUREYRI UM KONURÍKI Á STAÐNUM Hver er þessi Sri Chinmoy? Kangal Ben Spector „Hann kemur upphaflega frá Indlandi en býr nú í New York, þar sem hann hefur sínar höfuðstöðvar. Alls starfa 80 hugleiðslumiðstöðvar undir hans nafni í heiminum og um 1000 nemendur eru í þeim. Hann er líka málari, tónlistar- maður, tónskáld og rithöfundur og hefur haldið yfir 100 friðarkonserta víðs vegar um heiminn. Sem stendur er hann yfirmaður hugleiðslufriðardeildar Sameinuðu þjóð- anna." — Og útá hvað gengur kenning hans? „Þetta er fyrst og fremst praktísk kenning sem snýr að því hvernig menn geta öðlast innri frið og jafnvægi og þar með kennt öðrum hið sama. Með þessum hætti á að vera hægt að koma á friði í heiminum. Það sem hugleiðslan gengur út á er að kenna fólki að hugleiða á skipulagðan hátt í þeim tilgangi að það læri að þekkja sjálft sig og nýti sér þá jákvæðu möguleika sem það býr yfir. Það sem fólk lærir er að nýta sér hina skapandi og jákvæðu þætti um leið og það öðlast vald yfir sjálfu sér og lífi sínu, það verður frjáls- ara, ekki jafn bundið heilanum og hugsuninni. Það losar sig við að þurfa stöðugt aö skilgreina alla hluti og flokka og ekki síður losar það sig við hugmyndir sem binda það á klafa og lærir að takast á við hlutina upp á nýtt. Að mörgu leyti má segja að þetta sé tilraun til að hverfa aftur í barn- æskuna. Börn eru hrein í huga, þau hafa ekki reynslu og minningar eins og fullorðnir, reynslu sem heftir, heldur ganga þau að öllu sem nýju og óvæntu og láta ekki minn- ingarhafaáhrifá hvernig þau bregðastvið hverju sinni. Það sem gildir er að láta eðlisávísunina ráða. Hin skipulega hugsun heftir oft fólk í að gera eitthvað sem það hefur hæfileika til að gera, gerir að verkum að það tekst ekki á við eitthvað af því að það heldur að það geti það ekki. Þegar fólk hins vegar hefur náð valdi á sjálfu sér, hefur lært að þekkja sjálft sig og hæfileika sína getur það breytt sér og þannig tekist á við ný verkefni, samfara auknu sjálfstrausti. Þetta er mjög gagnlegt í daglegu lífi og kemur að notum alls staðar, í vinnu, einkalífi, hvar sem er. Þetta er því fyrst og fremst praktísk kenning um hvernig fólk getur lifað betra og innihaldsríkara lífi." — Hvernig kynntist þú þessu? „Minn uppruni er nokkuð sérstæður. Ég er fæddur í Kanada og er gyðingur. Þegar ég var í háskóla lærði ég stærðfræði, lögfræði og stjórnmálafræöi en svo komst ég að því að allir þeir sem ég umgekkst síefndu aðeins að eig- in frama, að því að eignast fjölskyldu, börn, bíla og hús. Eg vildi gera meira með líf mitt en það. Ég vildi hjálpa öðru fólki og varð Ijóst að til þess þyrfti ég að öðlast innri frið. Það er ekki hægt að hjálpa öðrum ef maður er ekki ham- ingjusamur sjálfur. Þess vegna fór ég í hugleiðslu." — Er þá ekki möguleiki að finna hamingju t fjölskyldu- mynstri nútímamannsins? „Jú, það er hægt en það er spurning hvort maður velur sér þetta mynstur sjálfur eða hvort það velur mann. Fyrst af öilu verður maður að finna út hver maður er og hvað maður vill. Það er ekki hægt að finna hamingjuna eftir leið- um sem aðrir hafa valið. Menn verða að leita hennar innra með sér." — Hvaö ætlarðu að kenna á námskeiðinu? „Ég ætla aö kenna fólki að hugleiða á skipulegan hátt, að mynda prógramm sem það getur hugleitt eftir. Láta það upplifa hinar skapandi víddir hugans og laða fram hæfileika hjá því svo það geti viðhaldið þessu ástandi og byrjað nýtt líf sem er grundvallað á sjálfsþekkingu." — Breytist fólk, bara svona yfir eina helgi? „Vissulega. Ég hef kennt í mörg ár, víða um heim og ég hef séð þúsundir fólks breytast." Kangal Ben Spector er hugleiðslukennari sem kemur hér á vegum íslandsdeildar Sri Chinmoy friðarsamtakanna. Þetta eru útbreidd samtök, hafa 80 hugleiðslustöðvar um allan heim og stóðu m.a. fyrirfriðarhlaupinu sem hér var hlaupið eigi alls fyrir löngu. Kangal mun kenna hér á námskeiði sem samtökin gangast fyrir um helg- ina í Tónabæ, frá föstudegi til sunnudags. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.