Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 23.07.1987, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Halldór Halldórsson Helgi Már Arthúrsson Ritstjórnarfulltrúar: Egill Helgason Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Áslaug Ásgeirsdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Garðar Sverrisson, Gunnar Smári Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Salvör Nordal, Ljósmyndir: Jim Smart. Utlit: Jón Óskar Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Dreifing: Garðar Jensson Guðrún Geirsdóttir Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir Sendingar: Ástríður Helga Jónsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36, sími 68-15-11. Útgefandi: Goðgá h/f Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Verðlag ekkert náttúrulögmál íslendingar hafa í gegnum tíðina tekið verðlaginu hér á landi af svipaðri karl- mennsku og veðrinu. Auðvitað hefur stundum mátt heyra kveinstafi, þegar miklar hörkur hafa geisað í buddum lands- manna, en oftar er bitið á jaxlinn og þagað. Aukin ferðalög og þar með þekking á öðr- um þjóðfélögum hafa hins vegar opnað augu manna fyrir því, að hátt verðlag er ekkert náttúrulögmál. Þess vegna spyr fólk nú iðulega: „Hvers vegna þarf allt að vera dýrara á íslandi en í öðrum löndum?" Fátt hefur hins vegar verið um fullnægj- andi svör. Verðlagsmál eru vissulega flókin og ef- laust má tína til ýmis skynsamleg rök fyrir því að verð vöru og þjónustu sé hér hátt, svo sem fjarlægð okkar frá öðrum löndum, fámenni, mikið dreifbýli og einhæfar fram- leiðsluvörur. Þrátt fyrir þetta er þó degin- um Ijósara, að ýmislegt má gera til að færa vöruverð hér á landi nær því sem gerist í nágrannalöndunum. Sú vitundarvakning, sem orðið hefur meðal íslenskra neytenda á síðustu árum, er t.d. vonandi vísir að betra aðhaldi að kaupmönnum í framtíð- inni. Vel vakandi neytendur og sterk sam- tök þeirra eru lykilatriði í þessum málum. Stærst er þó hlutverk ríkisvaldsins. Kvótar og niðurgreiðslur hafa mikil áhrif á seðlafjöldann — eða -leysið — í vasa meðal- jónsins og sömu sögu er að segja um flest það, sem stjórnvöld aðhafast. Með verð- lagsstjómun geta þeir, sem völdin hafa, m.a.s. haft bein áhrif á það hvað við borð- um og drekkum hverju sinni. Það er þannig bein neyslustýring ríkisvaldsins, sem veld- ur því að efnalítið fólk kaupir frekar ódýrar djúsblöndur handa börnunum en hreinan ávaxtasafa og biður frekar um vodka en léttvín í „ríkinu". Vatnsblönduðu svala- drykkirnir hafa lítið næringargildi miðað við safann og innihalda óholl rotvarnar- og litarefni, en þeir koma ekki jafnilla við pyngjuna og heilnæmari drykkjarvara. Á sama hátt má segja, að óhollara sé að staupa sig á sterkum drykkjum en drekka létt vín með mat eða með ostum fyrir framan sjónvarpið um helgar. Verðlags- pólitík hefur hins vegartil þessa átt stóran þátt í því, að svokölluð vínmenning hefur haft litla möguleika á að verða að veruleika á íslandi. Meðal nágrannaþjóða okkar, sem umgangast áfengi ekki fyrst og fremst sem deyfilyf eitt til tvö kvöld í viku, er verð á léttum vínum mun viðráðanlegra en hér á landi. Menn líta gjarnan til þessara granna okkar með votti af aðdáun fyrir að geta notað áfengi án þess að verða ofur- ölvi, og halda að „þjóðarkarakter" íslend- inga lýsi sér í drykkjusiðunum. Það vill gleymast í þessu máli eins og mörgum öðrum, að stjórnvöld geta haft áhrif á margt fleira en skatta og veiðikvóta. Nýr greinaflokkur um verðlags- og neytendamál hefur göngu sína í þessu tölublaði Helgarpóstsins og er ætlunin að fjalla á næstu mánuðum um kostnað við ýmsar vörur og þjónustu, allt frá stærstu kostnaðarliðum hverrar fjölskyldu niður í þá smæstu. Verður þetta gert með fjöl- breyttum hætti, í formi kannana, viðtala og annars konar umfjöllunar, og verður efnið bæði aðsent og unnið af föstum starfsmönnum blaðsins. Stefnuvottar og birtingarlaun Sendillinn svarar fyrir sig Vegna greinar í blaðinu fimmtu- daginn 9. júlí síðastliðinn þar sem fjallað var um stefnuvotta og áætluð laun þeirra undir fyrirsögninni „Sendlar á súperlaunum", vil ég koma á framfæri nokkrum athuga- semdum. Undirritaður hefurstarfað sem stefnuvottur fyrir Borgardóm- araembættið í Reykjavík frá því í ágúst siðastliðnum og er því málið nokkuð skylt. Vona ég að blaðið sjái LAIISNIR Á SKÁKÞRAUTUM 63 Tuxen 1 Ba6! hótar máti á þrjá vegu: De2, Dd3 og Dh3. Svartur á fjögur svör, hvert þeirra verst tveimur hótunum, en ekki þeirri þriðju: a) 1 - Kf3 2 Dh3 mát, b) 1 - Rcl 2 Dh3 mát, c) 1 - Rc3 2 Dd3 mát og d) 1 - Rxb4 2 De2 mát. 64 Meredith 1 Rd7! Kd2 2 Rc5 Ke 3 3 Rc4 mát Kcl3 Rb3 mát Kel 3 Bc3 mát 1 Re4 mundi patta kónginn, þess vegna verður riddarinn að taka á sig langan krók. Þetta hefur verið talið eitthvert fallegasta skákdæmi sem samið hefur verið og þar sem hvítur á aðeins biskupa og riddara. Mátin eru hvert öðru fallegra, ekki síst er mátið í a) eftirminnilegt; kóngurinn stendur úti á borði og enginn maður á næstu átta reitum við hann. sér fært að gefa orðum þessum rúm í dálkum sínum, svo lesendur geti betur metið í þeim málum sem hér er fjallað um. Ekki síst vegna þess að í grein þeirri sem áður var minnst á var bæði að finna hreinar rang- færslur og órökréttar ályktanir, sem þó hefði átt að reynast auðvelt hverjum sæmilegum (rannsóknar) blaðamanni að komast hjá. STEFNUVOTTAR ÁKVARÐA EKKI LAUN SÍN SJALFIR Stefnuvottar eru skipaðir af við- komandi embætti eða dómstól í hverju lögsagnarumdæmi og um hlutverk þeirra er kveðið á í lögum um meðferð einkamála í héraði 89.-102. grein. Það hefði því verið ómaksins vert fyrir blaðamann að glugga í þessi lög, sem auðvelt er að fietta upp í lagasafni, og fást auk þess sérprentuð hjá viðkomandi dómstól og ráðuneyti. Þannig hefði blaðið komist hjá einni rangfærsl- unni, nefnilega þeirri að stefnuvott- ar ákvarði laun sín sjálfir. í 89. grein laganna stendur: „Dómsmálaráðuneytið ákveður í gjaldskrá þóknun til stefnu- votta fyrir hverja birtingu. Þókn- un ásamt endurgjaldi fyrir ferða- kostnað greiðir sá er beiðst hef- ur birtingar." Það er vonandi ekki til of mikils mælst að blaðamenn kynni sér svona grundvallaratriði um þau mál sem þeir „kryfja". Og vonandi eru þessi vinnubrögð undantekning hjá (rannsóknar)blaðamanninum. Blaðið hefði einnig að ósekju mátt Til sölu Traktorsgrafa Massey Ferguson 70 árgerð 1975 í mjög góðu standi. Upplýsingar í síma 83151. birta ákvæði laganna um stefnubirt- ingar og þær reglur sem um þær gilda, til að upplýsa lesendur um eðli athafnarinnar. Slíkt er þó sjálf- sagt aukaatriði í augum ritstjórnar, hjá hinu — sem blaðið greinilega batt söluvon sína við: þóknun stefnuvotta. BIFREIÐAKOSTNAÐUR TELST EKKI TIL LAUNA Gott og vel. Við skulum þá ræða nokkrar staðreyndir þessa máls. Þóknun fyrir birtingu í Reykjavík er frá því í janúar á þessu ári: Birting kr. kr. 240- Bílkostnaður kr. 260.- Samtals kr. 500.- Hér verður að geta nokkurra atriða. 1. Birtingarlaunin skiptast milli tveggja stefnuvotta, sem fram- kvæma birtinguna. 2. Gjaldið hækkar ekki þótt stefnu- vottar þurfi að koma oft á sama staðinn til að birta mál fyrir sama aðilanum, né heldur þó hann fyr- irhittist á nýjum dvalarstað eða á vinnustað sínum, kannski eftir ítrekaðar tilraunir til birtingar. Hins vegar; sé viðkomandi brott- fluttur og engar upplýsingar um dvalarstað hans að hafa, telst slíkt árangurslaus tilraun til birtingar, og greiðist fyrir ómakið einfalt gjald. 3. Bifreiðakostnaður er ekki laun, heldur gjald fyrir þann kostnað sem stefnubirtingunni fylgir. Greiðsla bílkostnaðar tíðkast all- staðar þar sem starfsmenn leggja til eigin bíl eða leigja bíl í þágu starfans, — það ættu starfsmenn Helgarpóstsins að vita. í þessu sambandi er vert að taka fram að aldrei er tekið nema einfalt bif- reiðagjald, þó birt sé fyrir fleiri en einum aðila á sama stað, eða sami aðili taki við fleiri en einni birt- ingu. 4. Annar kostnaður við starf stefnu- votta, svo sem prentun vottorða, símakostnaður og ýmis skrif- stofukostnaður er greiddur af gjaldi þessu. Til að blaðamaður vaði nú ekki í neinni villu um hvað hér er sagt, þá er til samanburðar ekki raunhæft að reikna með því, að tekjur þær sem Helgarpósturinn hefur af sölu blaðsins og auglýsingum renni allur í einn stóran pott sem síðan skiptist milli starfsmanna. Ef svo væri, þá mætti aldeilis flenna einhverstaðar upp fimmdálka fyrirsögn. . . En þessu dettur nú engum heilvita manni í hug að halda fram í alvöru. Þá skulum við snúa okkur að reiknimeistaranum, sem reyndi að áætla fjölda stefnubirtinga út frá _.fjölda þingfestra mála á árinu 1986., Það er raunar þrautin þyngri, og vart nema von að blaðamanninum förlaðist flugið í því efni. RAUNHÆF ÁÆTLUN BIRTINGARLAUNA Ég treysti því að rétt sé með farið, þegar blaðið segir fjölda þingfestra mála við Borgardómaraembættið í Reykjavík hafa verið rúmlega 19.300 á árinu 1986. Það var raunar algert metár í þessu tilliti, og ef marka má það sem af er þessu ári, þá er fyrirsjáanlegt að mál verða mun færri í ár. Að baki hverju máli má reikna með 1—3 stefnubirtingum, þó í ein- staka tilfeili geti verið fleiri. Algeng- ast er þó að einum aðila sé stefnt í hverju máli. Fjöldi þingfestra mála í Reykjavík, miðað við fjölda mála í nágranna- byggðarlögum, er mun meiri en ætla mætti af íbúahlutfalli byggð- anna. Það er okkar reynsla að mun algengara sé að íbúum nágranna- sveitarfélaganna sé stefnt fyrir bæj- arþing í Reykjavík, en að Reykvik- ingum sé stefnt fyrir önnur þing. Ástæðan er sennilega sú, að í Reykjavík eru stærstu kröfuhafarnir staðsettir, þar eru flestir lögfræðing- arnir starfandi, auk þess sem bæjar- þing er oftar haldið þar en annars- taðar. Það eru því hæg heimatökin. Tökum þá til við útreikningana. Forsendurnar fyrst: — Birtingargjald er nú 240 krónur, sem skiptist á tvo stefnuvotta. í fyrra var þóknunin 180 krónur fyrri hluta árs, en 200 krónur seinni hlutann. — Á tímabilinu janúar til júní af þessu ári hafa 5 stefnuvottar starfað í Reykjavík. Á árinu 1986 gegndu því starfi 8 manns í einn eða annan tíma (sjálfsagt metár í því tilliti líka). — Áð baki hverju máli má reikna með liðlega tveim birtingum. Þar af séu fjórðungur til fimmtungur birt í öðrum umdæmum. (Inn í dæmið reiknuð birting dóma, og birtingar fyrir þing utan Reykjavíkur, sem eru brot af heildinni). — Þingfest mál í ár eru mun færri en í fyrra. Af þessu er ljóst að það er alger- iega út í hött að reikna laun stefnu- votta út frá áætluðum fjölda stefnu- birtinga í fyrra, margfalda með gjaldi sem er hærra en þá var og deiia með fjölda starfsmanna sem er minni. Ef við hins vegar leikum okkur eins og blaðamaðurinn og áætlum birtingar í Reykjavík 25 til 28 þús- und á þessu ári, margföldum það með birtingargjaldinu krónum 240 og deilum svo í með fjölda stefnu- votta sem af er árinu, 5, þá fáum við út að áætluð laun þeirra eru 100 til 112 þúsund á mánuði, að meðaltali, eða liðlega 400 krónur á tímann, til jafnaðar, miðað við 40 stunda vinnu á viku, sem er algert lágmark að reikna með. Þetta eru raunhæfar tölur, ríflega áætlaðar. STARF STEFNUVOTTA Margan fýsir sjálfsagt að vita hvaða starf liggur að baki þessum launum. Starf stefnuvotta er marg- þætt og felst í undirbúningi, stefnu- ferð og birtingu, gerð og frágangi vottorða, og loks afgreiðslu. Stefnu- birting er því meira en að afhenda bréf. Eðli starfsins krefst þess einnig að stór hluti þess sé unninn í eftir- og næturvinnu Qjá eru flestir heima við). Að auki fylgir ábyrgðarstarfi sem þessu ýmislegt álag sem ekki verður fjölyrt um hér. Hvort hér sé um að ræða einhver „súperlaun" eða ekki, skal ég ekki dæma. Að sönnu bera margir þegn- ar þjóðfélagsins mun minna úr být- um og þarf ekki að fræða stefnu- votta um þann mun sem þjóðfélagið býr meðlimum sínum í þeim efnum. Hins vegar fer nú lítið fyrir saman- burðinum við laun ráðherra, sem virðist uppáhaldsmælikvarði blaða- manns í þessum efnum, jafnvel þó við mældum okkur bara saman við ónákvæman blaðamann á Helgar- póstinum. Ég tel mig í það minnsta geta sagt að ég hafi sinnt skyldu minni af meiri samviskusemi og heilindum en blaðamaður sýnir lesendum sínum með skrifum þeim sem hér hafa verið rædd. TIL HVERS SKRIFA MENN? Markmið með útgáfu blaða og tímarita, eins og Helgarpóstsins hlýtur að vera að vinna og setja fram upplýsingar fyrir almenning um það samfélag sem við byggjum og hin margvíslegu tilbrigði mann- lífsins, væntanlega í þeim tilgangi að færa lesendum aukinn skilning og veita þeim nýja sýn. Oft virðist sem misbrestur verði þar á, og kem- ur þá í hugann að víða erlendis finn- ast fjölmiðlar sem lifa góðu lífi á því að höfða til annarra hvata en þeirra sem teljast mannbætandi. Rætt er um að markmið slíkrar iðju sé að selja sem mest, og víki þá önnur sjónarmið fyrir því. Það má sjálfsagt deila um það hvaða markmið lágu að baki um- ræddri grein í Helgarpóstinum. Ég vildi þó fremur geta trúað því að blaðamaður hafi reynt að afla sér sem gleggstra upplýsinga um það sem hann fjallaði um, þó ekki hafi hann borið mikla gæfu í því efni. Ritstjórn blaðsins hlýtur þá að hafa talið efni og efnistök blaðamannsins með þeim hætti að það ætti erindi til lesenda, væntanlega með það fyrir augum að veita þeim sannar upplýsingar um afmarkað svið sam- félagsins, starf stefnuvotta, og auka þeim þannig skilning á eðli þess máls. Hafi það verið markmiðið, sem 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.