Helgarpósturinn - 10.12.1987, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 10.12.1987, Blaðsíða 14
SJÖFN BLÖNDAL TEITUR GÚSTAFSSON ÓLAFUR ÞÓRÐARSON ANNA EINARSDÓTTIR MARIA GUNNARSDÓTTIR SJÖFN BLÖNDAL hjá Bókabúð Braga kvað jólasöluna í ár byrja fyrr en í fyrra. „Það selst mest af ævisögum og öðrum íslenskum bókum núna, ásamt bók Gorbachovs. Ýmsar þýddar bækur seljast einnig ágætlega, til dæmis Hús andanna sem náði forskoti. Af þeim bókum sem ég nefndi fyrst selst bók Höllu Linker vel og ennfremur bók Huldu Á. Stefánsdóttur, ásamt bókinni um Ástu grasa- lækni. Af bamabókum virðist ætla að seljast mest af Pollý- önnu. Já, fólk notar mikið krítar- kort og virðist afar ánægt með þau kjör sem boðið er upp á fyrir þessi jól. Ég reikna með að með þessu móti dreifist salan og verði jafnari. Já, fólk talar alltaf um hvað bókaverð sé hátt. Núna hækkuðu bækur um 25—0%, en þar sem hækkunin kom í einu lagi finnst fólki það svolítið mikið. Engu að síður lætur fólk sig hafa það og kaupir bækur til jólagjafa." ANNA EINARSDÓTTIR fram- kvæmdastjóri hjá Bókaverslun Snæbjarnar, sem er í eigu Máls og menningar, sagði jólasöluna hjá þeim vera í þá mund að byrja. „Bók Svövu Jakobsdóttur fór strax af stað í góða sölu sem og bók Gorbachovs. Þá selst einnig vel af bókum Höllu Linker, Ingu Laxness og bókin um Louisu Matthíasdóttur virðist ennfremur ætla að seljast vel. Mér virðist jólabókasalan fara af stað um svipað leyti nú og hún gerði í fyrra. Hún hefur byrjað vel og ég vona að með þeirri ORÐ ERU ÓÞÖRF ÞAR SEM GÆÐIN GILDA húsgagnaveRslun Strandgötu 7-9 Akureyri, símar 96-21790 og 21690. þjónustu að dagsetja kredit- kortanóturnar fram í tímann verði salan jafnari. Það virðist lofa góðu að bjóða lengri greiðslufrest og fólk virðist vel kunna að meta það. í dag var fyrsti dagurinn sem þetta var í gildi og það var þó nokkuð um að fólk bæði um að nóturnar yrðu dagsettar þann átjánda. Já, bækur eru mikið keyptar út á kreditkort, það má ráðgera að allt að einn þriðji af sölu á degi hverjum sé kortasala. Ég býst við mikilli bókasölu fyrir þessi jól því það er mikið af góðum bók- um á markaðinum og alltaf auð- velt að skipta slíkri gjöf ef fólk fær fleiri en eitt eintak af sömu bók." MARÍA GUNNARSDÓTTIR hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar kvaðst ekki telja raunhæft að spá um hvaða bækur myndu seljast mest fyrir jólin. „Mér virðist jólabókasalan vera fyrr á ferðinni núna en í fyrra og laugardagurinn síðasti var mjög góður. Almennt er greitt með kreditkortum, en hvort mikil aukning verður þar á núna eftir að boðið var upp á lengri greiðslufrest er ómögulegt að segja. Nei, mér virðist fólki ekki finnast bækur dýrar núna, miklu fremur að það sé hissa á því hversu lítill verðmunur er frá því í fyrra. Sem dæmi má nefna þriggja binda bækur Sigurðar Nordal, sem hafa ekki hækkað nema um 350 krónur frá því í fyrra. Já, það er mikið um að fólk sé búið að ákveða hvaða bækur það ætlar að kaupa þegar í verslunina er komið, en auð- vitað erum við beðin um ráð- leggingar endrum og eins. Ég hef ekki nokkra trú á að sam- dráttur verði í bókasölu fyrir þessi jól. Ég var ekki mjög bjart- sýn fram að síðasta föstudegi, en eftir þann dag jókst bjartsýn- in og eykst stöðugt." ÓLAFUR ÞÓRÐARSON, deildar- stjóri hjá Máli og menningu, sagði jólabókasöluna ekki vera byrjaða hjá þeim: „Fólk virðist mikið vera að skoða en þetta verður eins og undanfarin ár, að salan byrjar ekki fyrr en eftir fyrstu vikuna í desember. Mér virðast vera afskaplega óljósar línur í því hvaða bækur muni seljast best og enn sem komið er virðist mér engin ein bók seljast meira en aðrar. Það er ekki tímabært að tala um titla. Já, það er mikið um að greitt sé með kreditkortum, og tilgangur- inn með að bjóða upp á lengri greiðslufrest er fyrst og fremst sá að létta á síðustu dögunum fyrir jól. Það að reyna að dreifa sölunni yfir mánuðinn verður vonandi til þess að við fáum meira svigrúm til að veita góða þjónustu þegar að lokasprett- inum kemur. Ég hef ekki orðið var við að fólki þyki bækur dýrar, enda eru þær það ekki miðað við annað. Ég hef ekki nokkra trú á að samdráttur verði í bókasölu um þessi jól og er þess fullviss að bókin heldur sínum hlut í jólagjafakaupunum." B-14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.