Helgarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 15
1 I ) Helgi Hannesson, forseti ASÍ1948—54. Stjórn hans þótti slöpp í kjarabarátt- unni og að sama skapi leiðitöm Bandaríkjamönnum. Eftir að henni var velt úr sessi varð Helgi félagslegur endurskoðandi íslenskra aðalverktaka og mun vera það enn. Hér sjást Helgi og Finnur Jónsson alþm. í útvarpsstöð amerisku verkalýðssamtakannayWCFL. Sigur þríflokkanna í ASI1948 URSLIIAORRUSTA AUSTURS OG YESTURS án tillits til stöðu hans í lífinu, telji sig jafnoka næsta manns. Fjöldi íslendinga sé ósáttur við Keflavíkursamninginn. Sú stað- reynd, að það séu kommúnistar, sem stöðugt klifi á heimsvalda- áformum Bandaríkjanna og nefni Keflavíkursamninginn sem dæmi þar um, verði til að þagga niður í röddum annarra andstæðinga samningsins, þar sem þeir kæri sig ekkert um að syngja í kór með kommúnistum. Reyndar sé annar hópur andstæðinga Keflavíkur- samningsins, sem láti pólitíska hentistefnu móta skoðanir sínar (t.d. Hermann Jónasson). Þeir hiki við að láta bendla sig við kommúnista, en sitji á markalínunni tilbúnir að snúast á hvorn veginn sem hentugra þætti. Margir andstæðingar Kefla- víkursamningsins séu hins vegar hlynntir Marshall-hjálpinni og gætu snúist með tímanum. Margir þeirra sem lengra séu komnir í (alþjóðleg- um) hugsunarhætti tali í einkasam- ræðum um ákjósanleika þess, að Amríkanar komi upp herstöð á ís- landi, sem tryggingu gegn hernámi landsins af hálfu stórveldis, sem ekki muni virða íslenskt sjálfstæði; sama fólk sé sannfært um að Banda- ríkin muni gera það. íslendingar séu stoltir af íslensku sjálfstæði og stöð- ugt á verði um það. Bandaríkin verði að sanna, að þau séu sama sinnis. Þetta hafi verið stefna utan- ríkisráðuneytisins og sendiráðsins og framhaldið virðist ljóst: að við- halda vinsamiegu, hjálpfúsu og hvetjandi viðhorfi til íslands og ís- lendinga. Að forðast að blanda sér í innri mál íslands (og í sviga gefur hann utanríkisráðuneytinu smá- áminningu: „Þetta er engin nýjung; þetta er viðtekin stefna Bandaríkj- anna og skýrt kveðið á um hana í Havana-samkomulaginu frá 1928.“). BUTRICK HAFNAR FJÁRSTUÐNINGI VIÐ KRATA Butrick sendiherra snýr sér síðan að því að svara lið fyrir lið hinum 13 tillögum Trimbles. Hér á eftir fara svörin við þeim fimm tillögum, sem birtar voru í síðustu grein. 1. Erlendur fjárstuðningur, ráðgjöf og aðstoð við Alþýðuflokkinn. Butrick minnir á að með þessu sé verið að taka þann flokk fram yfir aðra og blanda sér í innanríkismál. Flokkurinn sé heldur alls ekki eins dauður og menn haldi. Foringjar hans ferðist mikið og blandi geði við skoðanabræður sína erlendis, og það séu nógir peningar til í flokkn- um og meðal liðsmanna hans til að sjá um að Alþýðublaðið detti ekki upp fyrir. „Þeir úr starfsliði mínu, sem ég hef ráðgast við, eru sammála mér að það sé fyrir neðan virðingu Bandaríkjanna og þjóni alls ekki hagsmunum þeirra, að blanda sér í baráttu stjórnmálaflokka á íslandi, eins og lagt er til. Sendiráðið vísar þessari tillögu á bug.“ 10. Hvetja ætti andstöðuflokka kommúnista til að koma upp vopn- uðum liðssveitum, og Bandaríkin ættu að sjá þeim fyrir vopnum á laun. Butrick svarar: „Þetta þýðir að blanda sér í innri mál íslands. Skoð- að yfirborðslega og án tilfinninga- semi gæti þetta í fljótu bragði virst hafa kosti. í reynd leiddi þetta til tómra vandræða, þó svo við látum siðspekina liggja milli hluta. Óþjálf- uð liðssveit yrði í raun gagnslaus. Liðssveitir yrðu ekki þjálfaðar án vitneskju Kommúnistaflokksins. Vopnaburður er íslendingum fram- andi og ef koma ætti á vopnuðum sveitum yrði að gera það á vegum ríkisstjórnarinnar, ef minnsta von ætti að vera um árangur. Tillaga um þetta hefur komið fram frá engum öðrum en Hermanni Jónassyni, sem í mínum hug gerir hana mjög grunsamlega. Þetta gæti skapað Is- lendingum falska öryggiskennd. Það gæti unnið gegn fyrirætlunum um virka hernaðarbækistöð á Is- landi." 8. „Ég er hjartanlega sammála því að koma í hendur forsætisráðherr- anum sönnunargögnum, sem tengdu kommúnistaforingjann Ein- ar Olgeirsson við njósnir fyrir Rússa. En ég vil minna á, að utanrík- isráðuneytið hafnaði fyrstu beiðni okkar um þetta með loftskeyti (airgram) nr. 5 frá 15. janúar 1948.“ 11. Sendiráðið ætti að fylgja eftir beiðni dómsmálaráðherrans um að fá að senda undirmann sinn „til Bandaríkjanna til að kynna sér hjá FBl aðferðir og tækni kommúnistá'. Gagnnjósnaþjónustu skuli komið á fót. Butrick minnir á, að beiðni Sigur- geirs Jónssonar (síðar bæjarfógeta í Kópavogi og hæstaréttardómara) um þjálfun hjá FBl hafi verið komið áleiðis með skeyti nr. 292 frá 19. okt. 1948. Gert sé ráð fyrir að með því að ákveða að senda hr. Jónsson, full- trúa í dómsmálaráðuneytinu, til Bandaríkjanna til sérstakrar þjálf- unar hafi ráðuneytið í huga gagn- njósnastarfsemi. Hversu víðtæk hún verði eftir heimkomu hr. Jóns- sonar muni velta á dómsmálaráð- herranum, sem muni verða að gæta ýtrustu varfærni þar sem slíkt at- hæfi embættismanns stjórnarinnar gæti Ieitt til snarprar og jafnvel póli- tískt hættulegrar gagnrýni. Pólitísk- ar njósnir séu samt ekkert nýtt fyrir Islendingum. Pólitísku flokkarnir leyfi sér allir að njósna hver um ann- an; jafnvel háskólastúdentar komi njósnurum sínum fyrir í öðrum flokkum til að fylgjast með fyrirætl- unum þeirra. Venjulega komist upp um þessa spíóna áður en iíði á löngu en þeir verði, að því er virðist, ekki fyrir aðkasti, þegar það gerist. Sennilega megi sannreyna margt um foringja kommúnista á íslandi með viðeigandi njósnatækni. 12. Rannsakað skuli, hvort kom- múnistum berist peningar í gegnum Bandaríkin. Þetta segist Butrick hafa í hyggju. Athuganir hafi þegar verið gerðar eins og komi fram í orðsendingu ráðuneytisins nr. 51 20. maí 1948. Til þess að bera árangur mundi vera nauðsynlegt að leita til póstrofs- manna (interceptor), sem staðsettir séu í Póststofunni í New York. Hann geri ráð fyrir að það sé varla fram- kvæmanlegt eins og er. Það sé held- ur ekki mjög líklegt að miklar upp- lýsingar fáist á þeim endanum, þar sem íslenska ríkisstjórnin, sem hafi til þess miklu betri aðstöðu, hafi ekki getað fundið út, hvaðan kom- múnistum berist peningar erlendis frá. Eftir að kommúnistar höfðu tapað meirihluta sínum í ASI hefur greini- lega ríkt léttara og frjálslegra and- rúmsloft hér á Laufásveginum en í salarkynnum þeim, sem Trimble hrærðist í við Pennsylvania Avenue í Washington. UM ÍTÖK Á ÍSLANDI / álitsgerdum Butricks sertdiherra og starfsmanna sendiráösins vegna skýrslu Trimbles til bandaríska utanríkisráduneytisins kemur alls staðar fram, að aðstœður allar hafi svo gjörbreyst frá því hann skrifar skýrslu sína (4. ágúst 1948) og þar til þeirganga frá svörum sínum (10. og 11. nóvember), að þetta plagg hans sé þess vegna orðið gersamlega úr- elt. Hvað geröist á þessu stutta tíma- bili sem gerbreytti svo aðstæðum hér á landi að mati ameríska sendi- ráðsins? Það, sem hafði gerst, var að Sósí- alistaflokkurinn hafði í fulltrúakosn- ingum til ASÍ-þings, sem haldnar voru í október, tapað meirihluta sín- um í Alþýðusambandinu og voru þau úrslit staðfest á þinginu, sem haldið var 14. nóvember, eða 4 dög- um síðar en skýrslur sendiráðsins eru dagsettar. En hvers vegna leit sendiráðið svo á, að þarna hefði nánast unnist úr- slitaorrusta milli Austurs og Vesturs um ítök á íslandi? A stjórnarárum Stefaníu höfðu orðið tvö víðtæk verkföll að frum- kvæði Dagsbrúnar „og stefndu efnahagslífinu í voða", eins og Trimble komst að orði i viðtali við HP á dögunum. Þeir sendiráðsmenn hafa auðsjáanlega talið að þessi verkföll væru að undirlagi Moskvu- valdsins og voru ekki einir um það, því að Emil Jónsson, samgöngu- og viðskiptaráðherra, sagði á Alþingi að verkfallsaðgerðirnar „væru ekki verkalýðsbarátta, ekki einu sinni pólitísk barátta, eins og hún hefur tíðkast hér hjá okkur, heldur bein- línis glæpur". Þeir litu því svo á, að verkföll væru beinlínis efnahagsleg skemmdarverk, sem koma mætti í veg fyrir með því að skipta um for- ystu i verkalýðssamtökunum. Einnig kom það glöggt fram í sam- ræðum Cunninghams og Thors Thors að sá fyrrnefndi lagði mikið upp úr því, að Metcalf-Hamilton Kansas City Bridge Company (sem sá um framkvæmdir á Vellinum; amerískir fyrirrennarar Islenskra aðalverktaka) „nyti vinsamiegra tengsla við Verkalýðsfélag Keflavík- ur“, sem lyti forystu krata. Vegna þeirra og fyrirhugaðra fram- kvæmda sinna hér á landi var eðli- legt að Bandaríkjamenn legðu mik- ið upp úr því að þeir ættu samskipti við „vinsamleg" verkalýðsfélög og verkalýðssamtök. í þriðja lagi má segja að ASÍ hafi verið síðasta valdavígi komma til að beita á landsmæiikvarða, að undan- skilinni Dagsbrún. En skyldu nú þátttakendur í þess- ari baráttu hafa litið á sfg setn þátt- takendur í baráttu Austurs og Vest- urs. Eflaust hafa einhverjir forystú- menn litið á þessa baráttu öðrum þræði í heimssamhengi. En fyrir þorra manna byggðist baráttan ein- ungis á innanlandsaðstæðum. Stefanía tók við tómu búi af Nýsköp- unarstjórninni og hlaut það lítt öf- undsverða hlutskipti að gera efna- hagsráðstafanir með tilheyrandi kjararýrnun, skömmtun og atvinnu- leysi. Éðlilegt var að verkalýðurinn, sem öll stríðsárin hafði notið betri kjara en í mannaminnum, risi upp gegn þessu ástandi og vandséð, hvernig forystumenn verkalýðsfé- laga hefðu getað haldið þeim bar- áttuvilja í skefjum, þótt fölbleikir hefðu verið að pólitískum litarhætti en ekki eldrauðir. Kannski hefðu þeir þó getað verið stjórnvöldum eitthvað leiðitamari. Á árunum eftir stofnun Kommún- istaflokksins, 1930, meðan Alþýðu- flokkur og verkalýðshreyfing voru ekki aðskilin, ráku kratar miskunn- arlaust öll þau félög úr ASÍ, sem ekki kusu krata til forystu. Myndað- ist þá bandalag milli sjálfstæðis- verkamanna og kommúnista í bar- áttu fyrir verkalýðssambandi óháðu stjórnmálaflokkum. Gekk þetta svo langt að 1939 var boðað til stofn- þings slíks sambands, en þvi var af- stýrt með því að kratar ákváðu að skilja formlega milli flokks og verkalýðshreyfingar. 1944 tóku kommar og sjálfstæðis- menn þó höndum saman um að úti- loka krata frá forystu ASÍ og varð sjálfstæðismaðurinn Hermann Guð- mundsson forseti. Þegar fram í sótti fóru kommar fram gegn andstæð- ingum sínum með engu minna of- forsi og óbilgirni en kratar höfðu beitt gegn þeim áður, ráku stór félög (Framsókn) og heil sambönd (Al- þýðusamband Vestfjarða) úr ASÍ vegna mismunandi haldgóðra form- galla. Samvinna þeirra og sjálfstæð- ismanna rofnaði, þríflokkarnir tóku höndum saman um að steypa þeim af stóli og er alit eins líklegt að það hefði gerst, hvað sem öllu Köldu stríði leið. Hitt er svo annað mál, að þegar fram í sótti þótti þessi þríflokka- stjórn mjög leiðitöm Bandaríkja- mönnum og að sama skapi slöpp í kjarabaráttunni. Þegnar voru fjöl- mennar boðsferðir til Bandaríkj- anna að kynnast amerískri verka- lýðshreyfingu. Fyrir þingið 1952 var dreift bæklingi, 47 síður, sem inni- hélt m;a. frásögn af för sendinefnd- ar ASÍ vestur þangað árið áður. Einnig kom út fyrir það þing á veg- um sambandsins ritið „Þrælabúðir Stalíns" og fékk hvorki það þing að vita, né hefur verið upplýst síðan, hver borgaði útgáfukostnað. Ekki dugði þessi þríflokkastjórn til að koma í veg fyrir einhverjar víðtæk- ustu og harðvítugustu verkalýðsað- gerðir, sem þá höfðu orðið hér á landi, í des. 1952. í því verkfalli var líka lagður grunnur að því samstarfi Hannibalista og Sósíalistaflokksins, sem velti þríflokkastjórninni úr sessi 1954 og hefur sett svipmót sitt á þró- un ASI síðan. Ekki mun fremur þá en áður hafa hvarflað að þeim, sem með hlutverk fóru í þeim slag, að þeir væru þátttakendur í alþjóða- átökum, heldur staðið í þeirri mein- ingu að þeir væru að bregðast við íslenskri atburðarás. HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.