Helgarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 39
FRETTAPOSTUR Samningar á vestfjörðum Á mánudagskvöld voru undirritaðir á ísafirði kjarasamn- ingar Alþýðusambands Vestfjarða, Vinnuveitendafélags Vestfjarða og Vinnumálasambands samvinnufélaganna. Samningafundur hafði þá staðið yfir samfellt í þrjátíu klukkustundir. Samningarnir sem gerðir voru fela í sér 7,5% launahækkun frá undirritun og samtals 13% hækk- un á árinu, að þvi er sagt er, en þeir gilda til áramóta. Þá er kveðið svo á í samningunum að bónuskerfi verði lagt niður og i staðinn tekið upp hlutaskiptakerfi, sem felur í sér að all- ir við sömu framleiðslulínu fá sama kaupaukann. í forsend- um samningsins er gengið út frá því að verðbólga náist nið- ur í 14—15% á þessu ári. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði að sér þætti augljóst að þessir samningar gætu ekki orðið fordæmi fyrir aðrar launahækkanir af þessu tagi, þar sem taka yrði mið af því að í þessum samningum væri um sérstakar leiðréttingar að ræða fyrir fiskvinnslu- fólk. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, fagn- aði hins vegar samningunum og sagðist gera ráð fyrir að við- ræður hæfust á næstunni við Verkamannasambandið og önnur landssambönd ASÍ. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, kvaðst ekki ánægður með samningana við fyrstu sýn. Skák Um þessar mundir teflir Jóhann Hjartarson stórmeistari einvígi við hinn fræga Victor Kortsnoj á áskorendamóti sem fram fer í St. John í Kanada. Þar tefla fjórtán af fremstu skákmönnum heims um réttinn til að skora á núverandi heimsmeistara. Jóhann fór glæsilega af stað, „rúllaði Kortsnoj upp“ í fyrstu skákinni en átti síðan undir högg að sækja í þeirri næstu, tókst þó að jafna taflið, og töldu menn jafnvel að hann hefði misst af vinningsleið um miðbik skák- arinnar. Skákin fór í bið en eftir að Kortsnoj hafði leikið að- eins einnleik í biðstöðunnibauð hann jafntefli, sem Jóhann þáði. Aðeins eru tefldar sex skákir í einvíginu og stendur Jó- hann þvi mjög vel að vigi. Fréttapunktar: • Sjöunda útvarpsstöðin hóf útsendingar á sunnudaginn. Það er útvarpsstöðin Rót, sem sendir út „lengst til hægri“, á FM 106,8. Ýmis félög, samtök og stjórnmálaflokkar hafa keypt tíma í dagskrá Rótar, en tónlist mun einnig skipa veg- legan sess í dagskránni. • Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hitti á þriðju- daginn Ronald Reagan Bandaríkjaforseta að máli í Hvita húsinu í Washington. Forsetarnir ræddust við í tuttugu mínútur en fyrr um morguninn hafði George Shultz, utan- ríkisráðherra Bandarikjanna, heimsótt Vigdísi í íslenska sendiherrabústaðinn í Washington. Shultz og Vigdis Finn- bogadóttir ræddust m.a. við um ræðu Shultz sem hann flutti á þingi á mánudaginn, um samninga stórveldanna um með- aldrægu eldflaugarnar. Shultz sagði i því tilefni að horn- steinninn að þeim samningum hefði verið lagður í Reykja- vík. Vigdis forseti og Reagan ræddu hins vegar um vinsam- leg samskipti íslands og Bandaríkjanna en tóku að því búnu upp léttara hjal og ræddu m.a. um heimspeki. Vigdis hélt síðdegis á þriðjudag ásamt fylgdarliði til New York þar sem hún opnaði í gær sýningu á norrænum lista- og hönnunar- verkum. • Paul Watson, forsvarsmanni Sea Shepherd-samtakanna, var vísað úr landi á föstudaginn samkvæmt ákvörðun dóms- málaráðherra. Tveir menn frá Útlendingaeftirlitinu gættu Watsons á ferð til New York. Brottvísunin hefur í för með sér að Watson er framvegis óheimilt að stíga fæti á íslenska grund og geta ríkisstjórnir annarra Norðurlanda ákveðið að bannið skuli einnig gilda í ríkjum þeirra. Paul Watson sagði við íslenska fréttamenn í flugvélinni á leið vestur um haf, að Sea Shepherd-samtökin myndu halda áfram baráttu sinni gegn hvalveiðum íslendinga og ef þau fengju tækifæri til myndu þau sökkva hvalbátunum. • Við upphaf hvalveiðiráðstefnunnar, sem haldin var í Reykjavík í síðustu viku, lýsti Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra yfir mikilli óánægju með störf Alþjóðahval- veiðiráðsins. Sagðist Halldór ekki telja ákvarðanir og vinnu- brögð ráðsins í samræmi við stofnsáttmála þess og mark- mið. Halldór Ásgrímsson sagði m.a. að undanfarin ár hefði það orðið æ ljósara að Alþjóðahvalveiðiráðið væri reiðubúið að fórna lögmætum vísindahagsmunum aðildarþjóða í póli- tískum tilgangi. Lögreglumenn, sem áttu að fylgjast með mannaferðum við herbergi ráðstefnugesta á ráðstefnunni um nýtingu sjávarspendýra í síðustu viku, reyndust ekki árvökulli en svo að magnara var stolið úr næsta herbergi við þá. Lögreglumennirnir áttu að vera á vakt frammi á gangi á Hótel Sögu, en höfðu hins vegar herbergi til ráðstöfunar, þar sem þeir gátu skipt um föt. í þvi herbergi var sjónvarpstæki þar sem hægt var að velja um nokkrar rásir, sem sendar eru um gervihnött, og gleymdu lögreglumennirnir sér við að horfa á spennumynd. Skipti engum togum að myndin hvarf skyndilega af skjánum og lótu lögreglumennirnir þá senda sér annað sjónvarpstæki. Ekki reyndist það bjarga málun- um og við frekari rannsókn kom í ljós að magnari, sem stað- settur var í skáp á ganginum, hafði verið tekinn ófrjálsri hendi rétt á meðan lögreglan stytti sér stundir! • Samningamenn frá Álafossi eru nú staddir í Moskvu þar sem þeir hafa staðið í samningaþófi við forráðamenn sov- ésks ríkisfyrirtækis. Þetta er í annað sinn síðan í nóvember sem forráðamenn hins nýja Álafoss fara austur til við- ræðna. Samningar höfðu ekki tekist í fyrrakvöld og samn- ingamenn frá sovéska samvinnusambandinu, sem væntan- legir voru til íslands nú i lok janúar, hafa frestað komu sinni um tvo mánuði. Að sögn Jóns Sigurðarsonar, forstjóra Ála- foss, eru horfur slæmar í málefnum ullariðnaðarins. • Thor Vilhjálmsson rithöfundur hlaut Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs árið 1988 fyrir bók sína „Grámosinn glóir“ og munu verðlaunin, 720 þúsund íslenskar krónur, verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Osló 8. mars nk. Tveir íslendingar hafa áður hlotið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, Ólafur Jóhann Sigurðsson árið 1976 og Snorri Hjartarson 1981. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem íslenskur höfundur fær verðlaunin fyrir skáldsögu. // 11 * w // w w * * w // \\ ll w o w \\ SPARAÐU MEÐ MAGNINNKAUPUM VERÐ — Stk. Stk. i pakkningu UNIBALL tússpennar 42 kr. 38 kr. (12 stk.) UNIBALL Micro ARTLINE 52 kr. 48 kr. (12 stk.) tússpennar 0.4 mm. 36 kr. 32 kr. (12 stk.) FIBRACOLOR kúlupennar 8 kr. 7 kr. (50 stk.) Bréfabindi ELBA svört 148 kr. 129 kr. (25 stk.) Bréfabindi BANTEX 135 kr. 125 kr. (20 stk.) Bréfabakkar 161 kr. 150 kr. (10 stk.) Gatapokar 5 kr. 4 kr. (100 stk.) L-möppur Plastmöppur með 7 kr. 6 kr. (100 stk.) glærri forsiðu 20 kr. 17 kr. (5 stk.) Reiknivélarúllur 5.7 cm. 30 kr. 27 kr. (10 stk.) Disklingar 5,25 DS 88 kr. 49 kr. (25 stk.) Með nýjungqrnar og nœg bílastœði Síöumúla 35 <- Sími 36811 w 4 II v \í 4 / v' W * w KÖRFUBOLTI Á HLÍÐARENDA ÞOR ÚRVALSDEILD KARLA SUNNUDAGUR 31. JAN. '88 KL. 20:00 HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.