Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 9
ITVOLDU HVARERU SUÐURNESJAMENN? Það er athyglisvert, að Sameinað- ir verktakar eru fyrirtæki einstakl- inga og fyrirtækja af höfuðborgar- svæðinu fyrst og fremst og þangað rennur því arðurinn, þótt varnar- liðsframkvæmdirnar séu eðlilega á Suðurnesjum nær alfarið. Um 96% hlutabréfa eru þannig í raun skráð á einstaklinga og fyrirtæki á höfuð- borgarsvæðinu, en hlutur Suður- nesjamanna um 2,1%. Af 24 milljón- unum hafa því aðeins um 500 þús- und runnið til Suðurnesjamanna! Þess má að lokum geta að upp úr næstu mánaðamótum verður hald- inn aðalfundur íslenskra aðalverk- taka, lokaður fundur stjórnarmanna þess og stjórnenda SV, Regins og fulltrúa ríkisins. ARDUR HINNA SIÓRU Þeim 24 milljónum króna sem greiddar voru á aöalfundi Sameinadra verktaka og Dverghamra sl. föstudag var deilt út í samrœmi viö eignar- hlut viðkomandi í félögum þessum. Samkvœmt útreikningum HP út frá upphœöum einstakra hluthafa má leiöa rök aö því aö arögreiöslur til einstakra aöila hafi veriö svohljóöandi. Þar sem viö á er gengiö út frá því aö aöild aö Dverghömrum skiptist hlutfallslega upp á sama hátt og innan SY Reginn (SÍS) .... Félag vatnsvirkja hf. Brú hf. (gjaldþrota) . Goði hf.......... Stoð hf.......... Byggingamiöst. hf/TB Iðnsamtök hf..... Rafvirkjadeildin hf. . Þorkell Ingibergsson Ingólfur Finnbogason Jón G. Halldórsson . Jón Bergsteinsson . Thor Ó. Thors..... HrafnkeJI Ásgeirsson Karvel Ögmundsson . 1.928.070 kr. 1.260.000 kr. 1.157.900 kr. 1.157.900 kr. 1.157.900 kr. 883.900 kr. 770.200 kr. 648.000 kr. 576.300 kr. 537.600 kr. 429.000 kr. 382.500 kr. 232.600 kr. 139.500 kr. 113.700 kr. ERLEND YFIRSÝN Friðaráætlun Arías er í fullu fjöri í Nicaragua Skjótt skipast veður í lofti í Mið-Ameríku. Undir síð- ustu helgi sendi Reagan Bandaríkjaforseti á þriðja þús- und manna einvalalið til Hondúras að styðja við bakið á Kontrunum sínum, og Ortega, forseti nágrannaríkis- ins Nicaragua, bað landa sína að vera viðbúna banda- rískri innrás. Það sem af er þessari viku hafa svo full- trúar stjórnar sandinista í Nicaragua og Kontra setið á sáttafundi, og í fyrsta skipti þykjast nú báðir aðilar eygja friðarhorfur. EFTIR MAGNÚS TORFA ÓLAFSSON í sex ár samfleytt hafa Kontrar herjað á Nicaragua frá Hondúras með tilstyrk bandarísku leyni- þjónustunnar. Tilefni herhlaups Bandaríkjamanna á þessar slóðir var sigur hers Nicaragua á Kontra- sveitum í norðurhéruðum lands- ins. Flóttinn var rekinn inn í Hond- úras, þar sem Kontrar hafa bæki- stöðvar rétt handan við landa- mærin. Kom sá kvittur upp í Washington, að Nicaraguaher veitti flýjandi Kontrum eftirför yfir landamærin og gerði sig líklegan til að ráðst á bækistöð þeirra ná- lægt stað sem nefnist San Andrés de Bocay. Fréttamaður New York Times hefur eftir embættismanni Bandaríkjastjórnar, að í þeirri stöð geymi Kontrar helming birgða sem þeir hafa yfir að ráða, vopn, vistir og hverskonar búnað. Missir þessara birgða væri mikið áfall fyrir skæruiiðana, því nú er komið hátt á annan mánuð frá því Bandaríkjaþing felldi tillögu Reag- ans um að veita til þeirra vopnum og birgðum að verðmæti 36,2 milljónir dollara. Snemma á árinu héldu talsmenn Kontra því fram, að þeir hefðu komið 12.000 mönn- um undir vopnum inn í Nicaragua frá Hondúras. Hvað sem tölunni líður unnu sveitir þeirra töluverð hervirki í sveitaþorpum og námu- bæjum, þangað til her Nicaragua hóf tangarsókn gegn bælum skæruliða í héraðinu Jinotega. Kom í ljós að Kontrar standast ekki sveitir Nicaraguahers sér- þjálfaðar í að ráða niðurlögum skæruliða. Hondúrasstjórn bar í fyrstu til baka fregnirnar frá Washington um herhlaup frá Nicaragua inn í landið, en loks tókst að kreista út úr Azcona Hondúrasforseta beiðni til Reagans um liðsinni. En til að gera ekki bandarísku þjóð- ina skelkaða við að hermenn hennar væru að flækjast í frum- skógahernað í Mið-Ameríku lýsti Bandaríkjaforseti yfir að herafl- inn, um 3.200 menn, yrði við æf- ingar frá stöðvum fjarri átaka- svæðinu við landamærin og ætl- unin væri að hann yrði snúinn heim innan hálfs mánaðar. Talsmenn demókrata, stjórnar- andstöðunnar á Bandaríkjaþingi, voru ekki seinir á sér að gera því skóna, að Reagan setti herflutn- ingana í nánd við vígvöllinn á svið í því skyni að reyna að þrýsta enn einu sinni á þingheim að fallast á stuðning við Kontra. Forsetinn hefur komið saman hóp fimm öldungadeildarmanna úr báðum flokkum, til að leitast við að semja tillögu um endurnýjun heimildar til birgðasendinga til Kontra, annaðhvort á vegum leyniþjón- ustunnar CIA eða Bandaríkjahers. Elliott Abrams, aðstoðarutanríkis- ráðherra og helsti frumkvöðull Kontrahernaðarins sem eftir er í Bandaríkjastjórn, lét hafa eftir sér, að svo væri nú gengið á birgð- ir Kontra, að eftir hálfan mánuð tækju þeir að svelta, sæi Banda- ríkjaþing ekki aumur á skæru- hernum. Reagan og hans menn eru nú öldungis upp á þingið komnir að halda skaeruhernaði Kontra áfram. Eftir Irans-Kontra-hneyksl- ið er ekki viðlit fyrir þá að grípa á ný til laumuspils og krókaleiða til að fara á bak við þingið. Slíkt væri ekki lengur framkvæmanlegt, allra síst eftir að Lawrence Walsh, sérlegur saksóknari í málinu, birti í síðustu viku í Washington ákær- ur á hendur uppvísum höfuðpaur- um írans-Kontra-samsærisins. Þar eru þeir North undirofursti og Poindexter aðmíráll ásamt vopnabröskurunum Richard Sec- ord og Albert Hakim bornir marg- víslegum sökum, bæði um brot gegn stjórnsýslureglum, eyðilegg- ingu sönnunargagna og margvís- leg auðgunarbrot. Gætu sakargift- ir bakað einstökum sakborning- um frá 45 ára allt upp í 87 ára fangelsisdóm. Framtíð málstaðar Kontra getur ekki talist sérlega björt, enda sagði talsmaður stjórnmálasam- taka útlaga sem utan um skæru- sveitirnar hafa verið mynduð, Adolfo Calero, á fréttamannafundi í Miami í fyrri viku: „Enn einu sinni hafa Bandaríkin skilið bandamann eftir einn og yfirgef- inn.“ Calero víkur hér að því, að í Miami sé krökkt af útlögum frá Kúbu, sem létu bandarísku leyni- þjónustuna nota sig um skeið til að herja á veldi Castro, en var svo fleygt eins og notuðum leppum, þegar vindátt breyttist í stjórnar- skrifstofum í Washington. Calero þessi er einmitt fyrir við- ræðunefnd Kontra á friðarfundi með sandinistum, þegar þetta er ritað. Fyrir viðræðunefnd Nicaraguastjórnar er Humberto Ortega landvarnaráðherra, bróðir Daniels Ortega forseta. Bardögum í frumskóginum við landamæri Nicaragua og Hondúr- as var naumast lokið, þegar við- ræðunefndir settust á rökstóla í vörugeymsluskemmu í smábæn- um Sapoa, skammt frá landamær- um Nicaragua og Costa Rica. Samt náðist á fyrstu mínútum gagn- kvæmt samkomulag um vopnahlé á meðan viðræðurnar stæðu. Þetta er í fyrsta skipti sem fund- ur til að reyna að stöðva ófriðinn í Nicaragua er haldinn í nikarag- önsku fandi, og sömuleiðis í fyrsta skipti sem fulltrúar Kontra og sandinista ræðast við milliliða- laust. Fyrstu fregnir af viðræðunum bera með sér, að forusta sandinista hefur nú tekið stefnumarkandi ákvarðanir, skorið úr ágreiningi sem ríkt hefur milli foringjanna um hversu haldið skuli á málum í viðleitni til að friða landið undir verndarvæng friðaráætlunarinn- ar, sem kennd er við Arías, forseta Costa Rica. Harðlínumenn undir íorustu Tomás Borges innanríkis- ráðherra hafa ekki viljað um ann- að ræða við Kontra í upphafi en vopnahlé og sérstök svæði þeim til vistar. Ortega-bræður og þeirra sinnar hafa viljað ræða jöfnum höndum hernaðarleg og pólitísk viðfangsefni. Nú er Ijóst að sjónarmið þeirra bræðra hefur orðið ofan á í for- ustuhópi sandinista. Humberto Ortega bauð þegar á fyrri degi við- ræðnanna í Sapoa fulltrúum Kontra þátttöku í viðræðum sand- inista við stjórnarandstöðuna í höfuðborginni Managua. Þar náði einmitt Ortega forseti samdægurs samkomulagi við átta af fjórtán stjórnarandstöðuflokkum, þá sem teljast í miðju og til vinstri, um að- gang stjórnarandstöðu að ríkisfjöl- miðlum. Hægri flokkarnir sex kusu að bíða átekta eftir niðurstöðu við- ræðnanna í Sapoa. Þar lét Calero hafa eftir sér, að nú fyrst sæi hann rofa til í friðarumleitunum. Eink- um tóku fulltrúar Kontra vel til- boði Humbertos Ortega um að láta lausa fanga sem hnepptir hafa verið í fangelsi fyrir stuðning við þá, um leið og samkomulag hefur náðst um varanlegt vopnahlé og hversu Kontrar og þeirra sinnar skuli taka sér framtíðarstöðu í nikaragönsku samfélagi. Viðræðum var ekki lokið í Sapoa, þegar þessi orð voru fest á blað, en þó er sýnt að andrúms- loftið milli sandinista og Kontra er breytt. Tíminn hleypur frá Calero og mönnum hans, að óbreyttri af- stöðu Bandaríkjaþings veikjast Kontrasveitirnar því lengra sem líður. Sandinistar eiga því einstakt tækifæri að nota tímann til að sýna umheiminum að þeim sé full alvara að fara eftir Arías-áætlun- inni við að friða landið. Enda við- urkenna allir, að Nicaragua hefur miðað miklu lengra að settu marki en hinum ríkjunum sem áætlunin tekur til, Guatemala, Hondúras og E1 Salvador. Reagan veitti Kontraforustunni kaffi í Hvíta húsinu í haust, en nú á útmánuðum er tekið að sneyðast um viðurgern- ing af hans hálfu. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.