Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 25
UNGLINGAHLJOM- SVEITIR í KÓPAVOGI / tilefni þess ad Kópavogsbœr tók í notkun nýjan sal fyrir félagsstarfsemi bœjarins I febrúar sl. voru þar haldnar margar samkomur afýmsu tagi. M.a. voru haldnir popptónleikar þ. 22. febrúar og komu eftirtaldar hljómsveitir fram: Tríó Jóns Leifssonar, Axlabandid, Moryarty, Lóa Finnboga og Hyskid. Þessar hljómsveitir nema sú sídastnefnda eru óþekktar unglingahljómsveit- ir, en margar slíkar eru í Kópavogi og má auk ofantalinna nefna t.d. Vini vors og blóma. Þad hefur verid erfidleikum bundið fyrir flestar hljómsveitirnar að halda áfram starfsemi vegna m.a. fjárskorts, en þœr reyna þó ad þrauka. Nýlega tókum við viðtöl við meðlimi tveggja þeirra. eftir Kristin H. Schram, 15 ára nemanda í Digranesskóla, i starfskynningu á HP. Moryarty — Hvað er hljómsveitin gömul? „4 mánaða." — Hvað eru margir og hvað heita þeir? 4. Þeir heita: Valur Bogi Einarsson gítar, Finnur Björnsson hljómborð, Helgi Sigurðsson bassagítar, Arnar Omarsson trommur." — Hvernig tónlist spilið þið? „Melódísk rokktónlist hefur hún víst verið kölluð." — Er unglingahljómsveitum sinnt nógu mikið í dag? ,,Nei.“ — Hvað finnst ykkur að þurfi að bæta? ,,í fyrsta lagi hjálpa hljómsveitum með æfingapláss, og í öðru lagi gefa fleirum tækifæri til þess að spila.“ — Hvert stefnið þið? „Langt." — Hvernig eru aðstæður til tón- leikahalds í Kópavogi? „Þær hafa verið nokkuð slappar en stórbættust þegar félagsheimilið kom.“ — Er þetta dýrt? „Mjög dýrt, alltof dýrt fyrir skóla- fólk.“ — Hvað takið þið fyrir að spila í skólum? „Það fer eftir aðstæðum." — Eruð þið ávallt reiðubúnir til að spila á skólaböllum? „Nei, það er ekki hægt að segja það.“ Axlabandið — Hvað er hljómsveitin gömul? „U.þ.b. 7 mánaða gömul.“ — Hvað eru margir í hljómsveit- inni og hvað heita þeir? „5. Jóhannes Hjaltason söngur, Baldvin A. Baldvinsson trommur, Kristinn H. Schram hljómborð, Þröstur E. Óskarsson gítar og fngólf- ur Ólafsson bassagítar." — Hvernig tónlist spilið þið? „Ýmislegt, bæði frumsamið og eft- ir aðra, en mest gamalt rokk.“ — Er unglingahljómsveitum sinnt nógu mikið í Kópavogi? „Nei, ekki nógu mikið, en það fer batnandi." — Hvað finnst ykkur að þurfi að bæta? „Æfingaaðstöðu." — Hvert stefnið þið? „Eins langt og við komumst." — Hvernig eru aðstæður til tón- leikahalds í Kópavogi? „Bara góðar eftir komu félags- heimilisins." — Er dýrt að vera í hljómsveit? „Já, mjög dýrt, en maður er til í að fórna rnörgu." — Hvað takið þið fyrir að spila í skólum? „Það fer eftir aðstæðum." — Eruð þið ávallt reiðubúnir til að spila? „Já.“ Disneyrímnalög í Tjarnarbíói rœtt við Árna Harðarson, stjórnanda Háskólakórsins. Háskólakórinn flytur Disney-rimur þeirra Árna og Þórarins Eldjárn. Um það hvernig Disney varð til, Mikki mús og Andrés önd og Disney-landið fræga. Halldór Björnsson leikari fer meö aðalhlutverkið og sést hér ásamt nokkrum kórfélögum. Þegar Disney-rímur Þórarins Eld- járn komu út fyrir u.þ.b. 10 árum vöktu þœr gríðarlega athygli. Ekki síst fyrir að ungur maður skyldi yrkja rímur, nota sér œvaforna bragarhœtti og form til að koma nú- tímalegu yrkisefninu á framfœri. E/ minniö brestur ekki þá seldist bókin einhver reiðinnar býsn, í það minnsta miðað við aðrar Ijóðabœk- ur. Enda var hið hefðbundna Ijóð- form aldeilis ekki dautt. Árni Harð- arson, tónskáld og kórstjóri Há- skólakórsins, hefur gert lög við rím- urnar og á föstudagskvöldið kl. 20.30 mun kórinn frumflytja þau I Tjarnarbíói. Þetta eru þó ekki eigin- legir kórtónleikar því rimurnar hafa verið sviösettar og kalla mœtti upp- fœrsluna músíkleikhús eða eitthvað í þá áttina. „Eg hef passað mig á að kalla þetta ekki söngleik. Það mætti kannski kalla þetta músíkleikhús en ég vil helst kalla þetta bara rímur. Rímur sem fluttar eru á nýjan hátt. Annars er óþarfi að skilgreina verk- ið sérstaklega, aðrir hafa reyndar verið dulegir við það. Nefnt allt frá kabarettum til ópera. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leikhúsinu og þá einkum tónlistarhliðinni. Að brjóta niður múrana milli leikhúss- ins og tónlistarinnar. Samt er ég ekki að segja að það eigi að vera tónlist í öllum leikritum, síður en svo. Stundum er hún bara fyrir. Hins vegar er það mjög spennandi þegar tónlistin nær að styrkja textann og það er það sem fyrir mér vakir með þessari sýningu." — Af hverju urðu Disney-rímur fyrir valinu? „Háskólakórinn setti upp Sóleyj- arkvæði fyrir fjórum árum og við það jókst áhugi minn á þessu formi mjög. I upphafi ætlaði ég að hafa þetta alvarlegt verk og hafði leitað mér að efniviði víða. Svo var mér bent á Disney-rímur sem ég hafði lesið tveimur árum áður og fannst það vel við hæfi. Hins vegar kom mér alls ekki til hugar að gera lög við rímurnar fyrst þegar ég las þær enda eru þær í raun sjálfum sér nóg- ar. En það sem heillaði mig síðar voru andstæðurnar í efni og formi sem mér fannst gefa mikla mögu- leika á leikrænni útfærslu. Þessar andstæður gefa sömuleiðis mögu- leika á fjölbreytilegri tónlist; annars vegar hið þjóðlega sem felst í form- inu og hins vegar það sem efnið gef- ur möguleika á. Ég hef lengi verið spenntur fyrir svona blöndu þó ég geri mér grein fyrir að hún er vand- meðfarin." — Þú minntist á Sóleyjarkvæði. Er þessi uppfærsla mjög frábrugðin henni? „Við göngum út frá svipuðu formi. Kór og leikari eða lesari. En Disney- rímurnar eru fyrst og fremst skemmtiverk og við leyfum okkur meiri leikræna túlkun en við gerð- um í Sóleyjarkvæði. Leikarinn er ekki einungis lesari heldur bregður hann sér líka í ýmissa persóna líki. Að auki er það stór munur að nú sem ég tónlistina sjálfur og það gef- ur mér möguleika á meiri dramatík í tónlistinni. Annars geng ég mest út frá rímnatónlist og reyni að kalla fram þá stemmningu sem mér finnst ríkja í hverri rímu fyrir sig, hvort sem það er með laglínu eða hreinni leikhústónlist. Eins og ég sagði áðan er aðalatriðið að tónlistin styðji við textann." Það er Halldór Björnsson leikari sem fer með stærsta hlutverkið í sýningunni en að auki syngja nokkrir kórfélagar smærri hlut- verk, m.a. stúlka sem hefur svokall- aðan kólóratúr-sópran sem liggur ofan við venjulegan sópran og er næsta einstæð rödd. Kári Halldór hefur séð um að leikstýra sýning- unni en þeir Árni hafa unnið mikið saman áður, t.d. að leikriti Þórarins Eldjárn, Ómunatíð, sem Nemenda- leikhúsið setti upp hér í eina tíð. Eins og áður sagði er frumsýning á Disney-rímum á föstudagskvöldið og rétt er að vekja athygli á því að einungis verða fimm sýningar á verkinu. Auk föstudagsins verða þær á sunnudag kl. 17.00, mánudag 20.30, þriðjudag 23.00 og miðviku- dag 20.30. KK TÍMANNA TÁKN Grjótaþorp — fyrr og nú Bráðlega ætla ég að yfirgefa íbúðina þar sem ég hef búið í 13 ár undir verndarvaeng Morgun- blaðshallarinnar. Ég flyst 80 metra í burtu og verð áfram í Grjótaþorpinu. Þetta er ekki rétti staðurinn til að rekja ævisögu mína, jafnvel þó greinin gæti þannig orðið meira spennandi. Hugmyndin er eins og alltaf að þefa ögn af anda tímans og hafa augun opin fyrir breytingum. Þegar ég kom var Grjótaþorp- ið ennþá rónahverfi. Rónarnir söfnuðust saman hjá Ing- ólfs Apóteki við Fischersund fyr- ir opnun. Ef þeim tókst ekki að ná sér í kogara létu þeir sér nægja vanillu- eða rommdropa hjá Silla og Valda í Aðalstræti. Litlar sprittflöskur uxu í görðun- um. Portúgalaamatörar þinguðu bakvið öskutunnur núverandi Fógeta. Unglingar brutu kók- flöskur á föstudagskvöldum og glerbrot glóðu í Bröttugötu eins og jafnmargar stjörnur. Rónarnir eru horfnir. Hvar eru þeir? Ungl- ingarnir líka. Unglingaréttirnar í dag í Austurstræti eru svipur hjá sjón hjá því sem Hallærisplanið var. Unglingarnir vita ekki af hverju þeir missa. í lok sjöunda áratugarins ætl- aði Sjálfstæðisflokkurinn að rífa niður öll hús í Grjótaþorpinu nema þrjú: Unuhús, „Fógetann" og norska bakaríið. Hugmyndin var að byggja hræðilegt skrif- stofuhverfi. Húsverndunarmenn sameinuðust og héldu útifund á Hallærisplaninu í 10 stiga frosti í janúar 1978. Ég hitaði kakóið heima hjá mér. Laufey, „amma Grjótaþorpsins", safnaði pening- um fyrir auglýsingum í útvarpið. íbúar Grjótaþorpsins — næstum þvi allir leigjendur á þessum tíma — voru tilbúnir að gefa peningana sína og tíma til að lagfæra umhverfið. Valdimar gamli (Silli og Valdi) lánaði okkur lóðina bak við Fjalaköttinn. Við byggðum fallegan garð. Um leið og Valdimar skipti eigum sínum milli barna sinna lét Þorkell son- ur hans eyðileggja garðinn með jarðýtu. Við reyndum að stoppa hann en það var of seint. Vinstri flokkarnir sigruðu í borgarstjórnarkosningunum 1978. Grjótaþorpinu, hugsuðum við, var borgið. Hjörleifi Stefáns- syni var falið að undirbúa deili- skipulag fyrir hverfið. Aldrei sýndi hann áhuga fyrir því sem íbúar Grjótaþorpsins höfðu að segja. Þegar hann sá okkur hljóp hann yfir götuna. Vinstristjórnin bjargaði Grjótaþorpinu frá niðurrifi en var ófær um að takast á við tvö mik- ilvæg mál: Fjalaköttinn og Aðal- stræti, sem Hjörleifur fórnaði á altari braskaranna. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda á ný kom fjögurra ára aðgerðaleysi varðandi Grjótaþorpið. Engar fréttir = góðar fréttir. Síðan kom kvosar- skipulagið sem stelur aðgangi Grjótaþorpsins að Aðalstræti. Samkvæmt skipulaginu verða fyrirhuguð hús við Aðalstræti (Fógetinn undanskilinn) að taka mið af Morgunblaðshöllinni. Timburhúsin koma til með að standa bak við rimla nýrra stein- steypubygginga, firrt allri aust- ursól. Síðar hafa komið fram enn nýjar tillögur. Það Ijótasta þarf hins vegar ekki alltaf að sigra að lokum. Vonum það besta. Flestir hinir gömlu íbúar Grjótaþorpsins eru fluttir burt og ég býst við að ég sé orðinn sá þriðji elsti. Fyrst véku utangarðs- mennirnir, sem stóðu ekki í skil- um, fyrir ungum hippalegum hugsjónamönnum. Þessi ung- menni, sem síðar urðu hvorki ung, hippaleg né hugsjóna- menn, hafa sjálf vikið fyrir smá- borgurum úr menntamanna- stétt. Núverandi húseigandi minn er nýbúinn að hækka leig- una um 150%. Það er ekki beint löglegt en annaðhvort verður að halda húsnæðinu eða sleppa. Vonandi les hann Helgarpóstinn því ég hef ekki tilkynnt honum að ég sé á förum. Gerard Lemarquis HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.