Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 17
eru sælkerar og unnendur flautuleiks! sorphaugum borgarinnar fyrir nokkrum árum og eru þeir undir ströngu eftirliti. Árið 1975 var byrj- að að eitra í holræsabrunna. Nú er eitrað í 5—6.000 brunna á hverju sumri og þykir það skila góðum árangri. Sem dæmi um svæði þar sem oft má finna rottur er þar sem Lækurinn eini og sanni fellur til sjávar úr Tjörninni. Undir Lækjar- götu, þar sem Lækurinn rennur, er allt sundurgrafið og töluvert um rottur, enda nóg æti að fá, brauð og fleira sem fer framhjá öndunum. Þó er nú hvergi hægt að ganga að því vísu að finna meindýrin, eins og áð- ur var hægt. Það þykir ákaflega ógeðfellt þeg- ar rottur komast inn í hús gegnum niðurföll. Ásmundur sagði að þá væri oftast um að ræða niðurföll sem lítið væru notuð, s.s. í bílskúr- um og þvottahúsum, annað væri mjög óalgengt. Þegar vart verður við rottur eða mýs er annaðhvort beitt eitri eða notaðar gildrur. Það getur því tekið nokkra daga að leysa vandamálið. í íbúðarhúsnæði eru gildrurnar oftast reyndar fyrst, m.a. vegna þess að meindýrin geta skriðið á annarlega staði til þess að drepast af eitrinu og byrjað að rotna án þess að vitað sé um þær, t.d. í milliveggjum húsa. Það er ekkert spaug að þurfa að brjóta niður hús sitt í leit að dauðri rottu. Rotturnar eru sælkerar og best er að nota döðlur, rúsínur eða jafnvel súkkulaði sem agn í gildr- urnar. Eitrið, aftur á móti, er ,,mat- reitt" fyrir rotturnar í litlum, rauð- um, girnilegum kögglum. í því eru efni sem koma í veg fyrir storknun blóðsins og deyr dýrið því vegna blæðinga. Meindýraeyðarnir í Reykjavík blanda allt sitt eitur sjálfir og má ætla að það séu um 5 tonn af eitri á ári. Það mun ekki vera þekkt hér á landi að rotturnar hafi orðið ónæmar fyrir ákveðinni eiturteg- und, enda myndi það þá fljótt sýna sig með örri fjölgun þeirra. Viss árstíðabundin sveifla er í fjölda þessara dýra. Þegar hlýna tekur á vorin eykst rottugangur. Hins vegar er mest af músum á haustin og þá sérstaklega í nýju hverfunum sem ekki eru fullfrá- gengin. Ámundi sagði að í raun væri erfiðara við mýsnar að eiga. Þær væru minni og kæmust víðar. Einn- ig væru þær ómarkvissari í hegðun, óútreiknanlegar. ROTTUSÖGUR Rottur hafa löngum verið vanda- mál, og sögur af skemmdarstarf- semi þeirra og svo hvernig menn hafa ráðið niðurlögum þeirra eru aldagamlar. Sem dæmi má nefna söguna um rottuveiðarann frá borg- inni Hameln í Þýskalandi, en hún á að gerast á 13. öld. Þar segir frá manni, undarlega horuðum manni með gult andlit, sem með skerandi flautuleik lokkaði rottuskara út í ána Weser þannig að þær drukknuðu allar og losaði borgina þannig und- an ægilegri rottuplágu. Gárungarnir segja að það hafi reyndar verið eftir þessa útreið sem rotturnar fóru að leggja meira upp úr því að læra sundtökin, en það er önnur saga. Einu sinni var Ægisíðan „rómuð" fyrir rottugang. Þegar náungi sem ólst þar upp var spurður um rott- urnar sagði hann að það hefðu aðal- lega verið þeir sem bjuggu einhvers staðar allt annars staðar í bænum sem mest þóttust vita um rottugang- inn þar. „Það var mikið af rottum hér fyrir allmörgum árum en nú er þetta að mestu horfið," sagði hann. Er hann var inntur eftir rottusögum sagðist hann fáar kunna. „Það er þá ekki nema þegar það komst rotta í bílskúrinn heima og við sendum heimilisköttinn á hana. Kötturinn kom síðan hlaupandi út úr skúrnum alveg logandi af hræðslu. Þetta var 7 kg flykki, þ.e. kötturinn. Svo þegar ég var einu sinni að hjóla niðri í fjöru hljóp rotta í teinana á hjólinu mínu. Eg var korter að þvo það á bensínstöð." Electrolux BW 310 uppþvottavélin náði ekki bara prófinu... hún „DÚXAÐI” ! A kröfuharðasta neytcndamarkaðinum, fékk hún eftirfarandi ummæli frá Svenska Konsumentverket: * Hæsta einkunn (5) fyrir uppþvott og þurrkun * Hæsta einkunn (5) fyrir að vera hljóðlát * Hæsta einkunn (5) fyrir sparneytni Eigum einnig fyrirliggjandi 4—6 manna uppþvottavélar á aðeins kr. 28.900,- stgr. Láttu ekki uppþvottinn angra þig lengur- ,,KÝLDU” Á ELECTROLUX ! StjOrnubær EIÐISTORGI SÍMI 611120 Sulurit yfir rottu- og músagang 1951 —1987. Ætla má að álíka mikið sé af kvört- unum vegna músa og rotta á hverju ári. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.