Tíminn - 14.07.1917, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.07.1917, Blaðsíða 2
70 TIMINN réttmæt hegning fyrir ónauðsyn- legt undanhald frá sjálfsögðu marki. Að yísu mundu kaupmenn ekki vaxa af slíkri framkomu. Hún er ekki sérlega drengileg, en hún er eðlilegur ávöxtur af misstignu spori í verzlunarmálunum. Þjóðin á að heimta af þingi og stjórn, að sannvirðið verði sett í hásæti í landsverzluninni, og hvorki litið til hægri eða vinstri eða spurt um dóma Péturs né Páls. Með því móti vinnur þessi bjargráðastofn- un sér traust og álit þjóðarinnar. Landsstjórnin þarf að draga að sér miklar vörubyrgðir, skifta þeim með réttvísi og selja þœr með sann- virði. Þetta eru þau þrjú boðorð, sem þjóðin hefir ástæðu til að heimta að hlýtt sé bókstaflega. Misíellur á bannlögimum. i. Eins og áfengismálinu er nú komið hér á landi er ekki nema um tvo vegi að ræða. Annaðhvort að hér megi nota vín til neyzlu eftir því sem menn hafa löngun til, eða vín verði alls ekki haft til neyzlu, verði að eins fáanlegt til lækninga og iðnþarfa. þjóðin hefir skorið úr málinu á þann veg, að hún vildi hafa bann. Sá dómur stendur enn óhaggaður, þar til nýtt þjóðaratkvæði sker úr á gagnstæðan veg. En því miður hefir löggjöfunum ekki enn tekist að haga bannlögunum svo að þau séu í samræmi við hinn yfir- lýsta þjóðarvilja. í stað þess að girða fullkomlega fyrir áfengisnautn í landinu, hafa mótstöðumenn bannlaganna getað komið inn í þau allmörgum »fleigum«, sem valda því að þau hafa enn ekki og geta ekki nema þeim sé breytt til bóta, komið að tilætluðum not- um. í rauninni hefir verið farinn ófær og fordæmanlegur millivegur sem sé að hafa tvenn lög í landinu. Sumum mönnum er bannað að hafa vín. Öðrum er leyft að eiga vín, og jafnvel að kaupa það á íslenzkum heimilum (farþegjaskip- um). Þetta ástand er óþolandi. Meðan haldið er við bannstefnuna, með- an hún hefir fylgi þjóðarinnar að baki sér, svo að bannlögin eru ekki afnumin, þá verður að byggja allar aðgerðir í bannmálinu á grundvelli hins yfirlýsta þjóðarvilja. Meðan andbanningar eru í minni hluta verða þeir að sætta sig við að bannmenn ráði áfengislöggjöf- inni. Það má ganga að því vísu að bannlögin verði tekin til meðferð- ar á þinginu í sumar. Tillaga um að nokkur hluti af sektunum renni í sveitar- og bæjar-sjóði, þegar fram komin, og von á fleiri breyt- ingartillögum. Ómögulegt er að leiða getum að því, hvaða umbæt- ur eru líkegastar til að vinna fylgi. Það skiftir heldur ekki miklu máli. Frá sjónarmiði . bannmanna eru allmargar breytingar nauðsynlegar, og þær verður að heimta, hvort sem framkvæmdin tekur eitt miss- iri eða mörg. Fyrsti hötuðgallinn á bannlög- unum er það, að einstökum mönn- um var leyft að eiga vín til eigin þarfa. Ofan á það var þvi bætt, að lögreglustjórunuin ber ekki að ’hafa eftirlit með byrgðunum. Marg- ir menn sem áttu lítið vín eða ekki neitt, munu hafa talið fram byrgðir, til að geta í skjóli þess smyglað inn áfengi. Ekki hefir það bætt fyrir þessu undanþáguvíni, að heimildin virtist eins og sköpuð fyrir þá menn sem vanir eru að sltoða sig ofan allra laga, þar sem um byrgðir er að ræða. Annar agnúinn er það, að í bannlandi varðar það ekki við lög að vera fullur á almannafæri. Stranda-Magnús barðist fyrir öl- æðis-frelsinu á þingi 1915 og vann frægan sigur. í mörgum löndum, þar sem ekki er vínbann varðar það við lög að vera fullur á al- mannafæri. Svo er það í Banda- ríkjunum. Að því varð einum landa nýkomnum að heiman, sem byrjaði veru sína í New-York með 20 daga vist í fangelsi fyrir að slaga á göt- unni. Refsingin bygð á því að það sé alment velsæmisbrot að vera ölvaður á almannafæri. Og í bann- landi er auðvitað hreint og beint hneiksli að fullir menn geti óátal- ið verið á almannafæri. Afsökun þeirra er jafnan sú, að þeir hafi drukkið suðu-vínanda, og til þess hafi þeir fullan rétt. Og lögreglan verður að beygja sig fyrir þessari skýringu. Að réttu lagi ælti það engu að skifta, í bannlandi, af hverju maðurinn er fullur. Sektin gæti gjarnan verið fremur lág, en þó nógu mikil til þess, að drykkju- ræflarnir vildu ógjarnan bæta henni ofan á hið dýrkeypta smyglavín. Fáninn. Allmargir þingmálafundir skor- uðu á alþingi að löggilda íslenzk- an siglingafána. Málið er vinsælt af alþjóð manna, og varla getur hjá því farið að því fáist fram- gengt áður en langt líður, ef hyggi- lega er að farið. En þegar þvilíkt stórmál á fram að ganga, verður öll þjóðin að vera sannfærð um að til mikils sé að vinna og reiðubúin að fórna mikln En sé flokkadráttur og jafnvel svik í tafli, er þýðingarlaust að leggja til orustu. Ósigurinn er þá vís. Þjóðin befir reynslu í þessu efni. Hún ætti að muna eftir hinum háróma frelsishetjum, sem fyrir nokkrum missirum töluðu digur- barkalegast í málunum út á við. Og með gumi sinu og loforðum, sem ekki voru nema veiðibrella, gintu þeir aðra lengra og Iengra út á hálan ís deilumálanna. Og svo þegar mest reið á þá sviku þeir. Fögru loforðin höfðu ekki verið nema tálbeita. Stóru orðin ekki nema hreystyrði Bjarn- ar í Mörk. Leikararnir fengu um stund að keima sætleik valdanna. En þjóðin sat óvirt og hnípin. Hún hafði verið ginningarfífl. Nú á að leika sama leikinn með fánann. Ekki eiga allir þar óskilið mál. Mörgum gengur gott eitt til. Þeir fylgja málinu af heilum hug. En í hóp þeirra gala nú einna mest þeir mennirnir, sem ættu að hylja höfuð sín í von ura að þjóð- in gleymdi stóru orðunum þeirra, og lélegu efndunum. Það má nú svona hér um bil gizka á tilgang þessara manna. Sá sem einu sinni hefir komist á það lag að hagnast á því að lofa miklu en efna lítið, honum er vart að trúa, þótt fagurlega sé mælt. Og svo eru þeir hlutlausu, og þeir sem álíta þessi missiri óheppi- leg til að deila um sambandsmálið. Fánavinir verða að taka öll þessi atriði með í reikninginn. Fyrst hvað fylking þeirra er örugg, hve mörguin er í raun og veru al- vara. Og þar næst hverir alls ekki vilja berjast, og síðast en ekki sízt, hverir œtla að svikja og vilja or- ustu til þess eins, að geta því bet- ur matað krókinn, þegar brosiinn er ftótti. í deilumálunum við Dani er leiðin ekki sérlega vandasöm. ís- lendingar þurfa að verða samhuga. Þegar allir flokkar standa saman, og gætnir og framsýnir menn hafa undirbúið málið, þá fáum við öllu framgengt sem við viljum. En meðan lierbúðirnar eru hálffullar af liðhlaupum og strokulýð, mun mest heill fylgja því að lofa fáu, en efna það vel. Jón Auslmann. Hugleiðingar iim Snæíellsnes. i. Mörgum hefir þótt ástandi á Snæfellsnesi lakara en í öðrum hlutuin landsins, bæði í andlegu og verklegu tilliti. Framfarir i bún- aði hafa þar verið taldar minni en annars staðar, og fyrir fáúm árum var afkoma manna í Iand- sveitum þar álitin bág. Ekki voru heldur umbætur á hinum aðalat- vinnuveginum, sjávarútveginum, taldar tiltölulega meiri. Það virtist vera skoðun manna að minsta kosti, að hlutskifti Snæfellinga sé sé það, að vera á eftir öðrum. Þegar gætt hefir verið að ástæð- unum til þessa, þá hefir sökinni ekki verið skelt á landið. Nei, land- ið liafa menn dáð í ræðum og ritum, — sbr. ritgerð Þórhallar Bjarnasonar í Búnaðarritinu laust eftir aldamótin síðustu. Menn hafa veitt hinum víðáttu- miklu graslenduin athy^gli, sem eru sumstaðar í sýslunni, t. d. í Eyja- hreppi, Miklaholtshreppi og víðar, og vitnað í, hve feyki miklu af heyi mætti ná þar af fáu fólki á stutt- um tíma. Sökinni hefir heldur ekki verið varpað á sjóinn, uin kyr- stöðu sjávarútvegsins. Verstöðvarn- ar á Snæfellsnesi liafa löngum ver- ið annálaðar fyrir fiskisæld. Nátt- úrugæðin voru — að því er álilið var — veitt mönnum á Snæfells- nesi fyllilega til jafns við það, sem annarsstaðar var á landinu. Venjan var og er að kenna fólkinu um alt saman. Ekki að öllu leyti núlifandi kynslóð, heldur fyrri kjmslóðum líka. Viðskilnaður forfeðranna var ekki i sem beztu lagi, og af þyí fengu svo niðjarnir að súpa seyðið,. »pví feðranna dáðleysi er barnanna böl og bölvun í nútíð og framtíðar kvöl«. Síðasta öldin var niðurlægingar- tímabilið fyrir þetta bérað, liklega þó helzt síðari hlutinn, sá tími^ sem er framfaratími annara lands- hluta. Það þarf því enginn að undr- ast það, þótt menning og verklegar framkvæmdir séu þarna skemra á veg komnir en á öðrum stöðum- Framfarirnar hefjast síðar á Snæ- fellsnesi, en það er, að minni skoð- un, eðlileg afleiðing þess ástandsv sem þar ríkti fyr á tímum, og ríkir í sömum atriðum enn. Skal eg nú lýsa því álili minu að nokkru_ Eg tel tvær aðalástæður liafa orðið valdandi niðurlægingu og framfaraleysi Snæfellsness, og þær eru: verzlunin og kúgun alþýðunn- ar fyr á öldum. Þetta tvent hefir að mínu áliti, leitt ógæfuna yfir Snæfellsnesið framar öðru, og eink- um þó hið fyrnefnda. Flestir, sem komnir eru til vits og ára, þekkja harðdræga kaup- mannaverzlun á útkjálkum lands- ins, ef ekki af eigin reynslu, þá af frásögn. Sé sú verslun borin sam- an við verzlunina í beztu sveitum landsins, kemur mikill munur í ljós á vöruverðinu. Er ekki sá munur einungis fólginn í því, að verðið á útlendu vörunni er hærra í útkjálkaverzluninni en hinni, heldur og að innlenda varan er í lægra verði. Kemur í þessu fram tvöfaldur mismunur. Að sá munur sé nokkur getur verið réttmætt vegna staðhátta, en engum, sem athugar hvorttveggja, dylst að sá munur er oftast miklu meiri en hann þarf að vera. Auk þessa verðmunar kynnu þeir, sem vel þekkja til, að geta bent á nokk- ur ófrelsis viðskiftaskilyrði kaup- manninum til hags, en hinum auð- vitað til tjóns. Þegar Páll Melsteð sagnfræðing- ur var sýslumaður í Snæfellsnes- s5Tslu, milli 1850 og 1860, minnist hann einhverntíma á ástandið þar, og lætur það álit uppi, að það, sem standi Snæfellsnesi einkum fyrir þrifum, sé að sinni skoðun tvent framar öllu öðru og það sé: verzlunin og drykkjuskapuriun. Það var hans skoðun þá og hefir senni- lega ekki verið fjarri liinu rétta. Þeir, sein kunnugir eru, kynnu að taka undir þessi ummæli og ýmsir mundu vilja telja verzlunina fyrstu og síðustu ástæðuna til á- standsins. Það má öllum vera ljóst að verzlunarstéttin hefir mikil áhrif á menningu þjóðarinnar. Þess vegna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.