Tíminn - 14.07.1917, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.07.1917, Blaðsíða 3
T Í MI N N 71 er ekki lítilsvert að í hana veljist sannir mannkostamenn, sem kunni og vilji lileinka sér hið bezta úr menningu annara þjóða, og láta það koma heimaþjóðinni að not- um. Áhrifin frá kaupmannastétt- inni hafa sennilega mátt sín miklu meira áður, meðan millilanda-sam- göngur voru lakari en nú eru, og verið víðtækari. Ætti öllum að vera ljóst og skiljanlegt, að þeirra áhrifa geti gætt í heilum héruðum um langan tíma. Frá fornu fari hefir Stykkishólm- ur verið aðal beykistöð verzlunar- innar á Snæfellsnesi. Nú orðið hefir hann ekki sömu tök og áður, þar eð þeir eru nú orðnir fjórir í viðbót verzlunarstaðirnir, sem sé: Ólafsvík, Hellissandur, Búðir og Skógarnes, og draga auðvitað nokk- uð til sín verzlunina. Ytri hluti nessins sækir nú verzlun til Ólafs- víkur og Sands, en innri hlutinn til Stykkishólms, nema hvað nokk- ur hlutiun — syðstu hrepparnir 3 eða 4, sækja nú orðið mikið til Borgarness af varningi sinum, veldur því bæði að verzlunin er hagstæðari þar en í Stykkishólmi og betri vegur Sveitir þær, sem verzlun hafa í Stykkishólmi, eru aðallega Eyrar- sveit, að nokkru, Helgatellssveit, Skógarströnd, auk nokkurs hluta af Dalasýslu. Samgöngar á sjó hafa verið góð- ar til Stykkishólms, miðað við það, sem hérlendis tíðkast, að fráskildu árinu 1916. Millilandaskipin komu þar við í nær því hverri ferð, auk strandferðaskipanna. Stóð því Stykkish. eins vel að vígi með samgöngurnar og þeir kaupstaðir á landi hér, sem þær hafa bestar, og þar eð góðar samgöngur eru eitt grundvallarskilyrði fyrir hag- stæðri verzlun, mætti vænta þess, að verzlun i Stykkish. væri góð, að minsta kosti ekki lakari en á hinum betri verzlunarstöðum hér á landi, hun ætti að ganga næst Reykjavíkurverzluninni, eða hafa gert fyrir stríðið. Með millilanda- skipunum gat Stykkishólmur feng- ið vörur sínar fluttar að mestu leyti, gat því sloppið við tvöfalt farmgjald og uppskipunarkostnað í Reykjavík o. fl. — Ég ætla nú ekki að bera Stykkishólmsverzl- unina saman við Reykjavíkurverzl- unina eða það sem tíðkast í hin- um stærri kaupstöðum, sem besta aðstöðu hafa, heldur við verzlun- ina í Borgarnesi. Er það nágranna kaupstaður og geta þeir því haft áhrif hver á annan. Eg hefi hér að framan, minst á samgöngur til Slykkishólms og verð eg því einn- ig að gera grein fyrir þeim til Borgarness. Þess er þá fyrst að geta, að þangað eru engar milli- landaferðir né strandferðir. Einu reglubundnu ferðirnar þangað, eru farnar af gufubátnum »Ingólfi«. Vörubirgðir sínar hefir Borgarnes því orðið að fá íluttar með hon- um frá Reykjavik, það hefir orðið að sætta sig við tvöfalt flutnings- gjald, nppskipun og útskipun i Reykjavík og ýmsan kostnað ann- an sem leiðir af flutningi varanna þar á land, sem er ekki lítill. — Eins og menn sjá er hér mikill munur á aðstöðu þessara tveggja kauptúna, og mætti þá búast við að vöruverð væri talsvert hærra í Borgarnesi en í Stykkisliólmi, en liið einkennilega er, að það er þar einmitt miklu lœgra eins og eg skal sýna með eftirfylgjandi lisla yfir verð á nokkrum nauðsynja- vörum á báðum stöðum fyrri liluta ársins 1916. í sambandi við það má geta þess í viðbót við hið framansagða, að Stykkishólmur fekk mestar sínar vörubirgðir með millilandaskipum, án nokkurs aukakostnaðar í Rvik. Menn kunna að segja að á þessum tímum sé slíkan samanburð ekkerl að marka, en eg felst ekki á það, enda kynni að mega gera annan síðar, þegar ástandið breytist. Verð nokkurra almennra nauð- synjavara í Borgarnesi og Stykkis- hólmi fyrri hluta árs 1916: Borgarnes- Stykkis- Tegundir: verd ‘j ivmo- liólms-verö Rúgmjöl kg. kr. 0,32 0,36 Hafragrjón — — 0,42 0,50 Hveiti (bezta) — — 0,44 0,46 Hrísgrjón — — 0,38 0,48 Melís höggv. — — 0,70 0,76 Kaffibaunir — — 1,70 2,00 Kaffirót — — 1,16 1,40 Steinolía líter — 0,25 0,38 Eins og menn sjá af þessu yfir- liti munar ekki smámunum á verði útlendra vara á þessum stöðurn. Ef innlenda varan hefði verið tek- in liér með, kynni munurinn að hafa orðið meiri hlutfallslega. — Geta má þess að Borgarnesverð er miðað við vörusölu Kaupfélags Borgfirðinga en Stykkishólmsverð- ið eins og það var yfirleitt, þó ein verzlunin sé aðallega höfð í huga. Frá þessu verði sem hér er til- greint í Borgarnesi, gefur fjelagið 5°/0 afslátt, en eg hefi slept að draga hann frá í þessu yfirliti; ætlast eg til að hann jafnist á við afslátt þann er kaupmenn í Stykk- ishólmi veita. Veit eg vel að hann muni tíðkast nokkru hærri hjá sumum viðskiftamönnum, en aftur er enginn afsláttur hjá öðrum, og sleppi eg honum því á báðum stöðum. Hver verðmunurinn erfyrirhvert heimili í heilt ár með Borgarnes- verði og Stykkishóhns geta menn sjálfir reiknað út, en auðsætt er að hann er mikill. Enn fremur kynnu kunnugir að þekkja einhver ófrelsishöft, sem gætu liafa fest viðskiftamennina meira en þeim var sjálfum Ijúft, við Stykkishólms- verzlanirnar, í stað þess að slíkt mun alls ekki þekkjast að eigi sér stað við Kaupfélag Borgfirðinga, fremur en hjá öðrum slíkum fé- lögum. (Frh.) Slys. Ásvaldur Magnússon hafn arvinnumaður varð undir járn- brautarvagni hlöðnum grjóti. Meiðslin urðu svo mikil, að taka varð af honum báða fælurna um knén. t j)a!ðvin SiprðssoR. Annan apríl s„ 1. andaðist að Ófeigsstöðum í Kinn Baldvin bóndi Sigurðsson Kristjánssonar frá 111- ugastöðum, því nær áttræður að aldri. Baldvin var fæddur í Páls- gerði í Grýtubakkahreppi 19. nóv. 1837. Foreldrar hans bjuggu við lítil efni, en mikla ómegð. Voru þau 10 systkinin og Baldur næst- ur því elsta. Byrjaði hann barn- ungur að vinna fyrir heimilinu með föður sínum. Gaf hann sig allan við vinnunni að sið þeirrar aldar. Þó lærði hann að skrifa bærilega hönd og nam nauðsynleg- ustu reikningsaðferðir, hvorttveggja á fullorðinsaldri við það að sjá og heju-a öðrum kent. Þegar Baldvin var fulltíðamaður giftist hann Guðrúnu Oddsdóttur, ættaðri úr Árnessýslu. Var hún hið mesta valkvendi enda var sam- búð þeirra hin bezla. Pau hjón reistu bú í Nautavík við Skjálf- andaflóa. Er þar litið hverfi, vest- an vert við flóann, og umlukt hömrum nema þar sem nær til sjávar. Þykir mönnum nú á dög- um daufleg vistin á slíkum útkjálk- um, enda leggjast þeir flestir í eyði. En á þessu harðbalakoti bjuggu þau Baldvin og Guðrún góðu búi í því nær tuttugu ár. En er halla tók æfinni fluttu þau inn í svetina að Granaslöðum í Kinn og bjuggu þar I 19 ár. Frarn hjá bæ þeirra lá um vetur þjóðvegur tveggja sveita eftir Skjálf- andafljóti. Leystu þau hjón þá hvers manns vandræði, er að garði kom. Mátli heita að skáli þeirra væri bygður yfir þvera þjóðbraut og öllum heimill beini, hvild og aðhjúkrun. Voru þær móttökur engin aktaskrift, enda ekki gerðar til fjár eða þakklætis. En því hug- stæðari mun mörgum ferðamann- inum rausn og drengskapur þeirra hjóna. Börn áttu þau 5. Dóu fjög- ur á unga aldri en eitt liíir, Bald- vin bóndi á Ófeigsstöðum. Auk þess ólu þau hjón upp, um lengri eða skemri tíma, og studdu lil manns marga unglinga, sem fáa áttu að, cða enga. Fanst það jafn- an á að þau voru fús á að taka á sig þungu byrðarnar og spurðu ekki um launin. í’egar á leið æfina þoldi Baldvin eigi erfiðisvinnu. Kraftarnir bilaðir þó að ljósið logaði. Þá koin fram fróðleiksfýsnin, sem skorturinn og sífeld vinna stíflaði á æskuárunum. Las hann þá af kappi bækur og blöð, sem hann náði til og var einkar liugleikið að frétta um alla viðburði fjær og nær og skapaði sér sjálfstæðar skoðanir um flest þau mál er á dagskrá voru með þjóðinni. Þau Baldvin og Guðrún brugðu búi 1905, og dvöldu hjá einkabarni sínu það sem eftir var æfinnar. Baldvin var maður vin- fastur og tryggur í lund. Skap- maður mikill, en stilti vel í hóf geðsmunum sinum. Var það mál allra hans sveitunga að með hon- um hefði sveilin mist einn af sin- um góðu og nýtu sonum. Ljósvetningur. Frá AI|>iii«i. Einkasala á steinolín. Stjórnar- frumvarp hefir komið fram um einkasölu heimild fyrir landssljórn- ina á steinolíu. Við 1. umræðu talaði enginn á móti; aítur 'voru höfð þung orð um Steiolíufélagið og talin nauðsyn á að þingið girði fyrir þá einokun, sem það einstaka félag hefir haft nú um hríð. Fyrirhleðsla fyrir Pverá og Mark- arftjót. í stjórnarfrv. um það fyrir- tæki er gert ráð fyrir að allur kosnaður við það verði 167 þús. kr., og greiði landssjóður % kostn- aðar en Rangárvallasýsla %• Bjargráðane/nd var kosin i báð- um deildum. í efri deild: Jóhannes Jóhannesson, Guðjón Guðiaugsson, Sigurður Eggerz, Karl Einarsson, Guðm. Ólafsson. í neðri deild: Einsr Arnórsson, Sigurður Sigurðs- son, Pétur Jónsson, Bjarni Jóns- son Pétur Ottesen, Forst. M. Jóns- son, Jörundur Brynjólfsson. Pjóðjarðasalan. Stj.frv. hefir kom- ið frain uin freslun á framkvæmd þjóðjarðasölulaga. Forsætisráðh. taldi frestunina heppilega vegna þess hve penigar hefðú fallið í verði; nú væri illmögulegt að á- kveða sannvirði jarðanna. Þorl. Jónsson taldi sölu þjóðjarða eina af helztu lyftistöngum ræktunar landsins, og því varhugavert að fresta. Þórarinn Jónsson og Ben. Sv. voru algerlega mótfallnir frest- uninni, Sveinn Ól. vildi að frv. yrði samþykt, og Sig. Sig. vildi setja bann við allri þjóðjarðasölu. Dýrtiðaruppbót embœttis- og sýsl- unarmanna. í neðri deild voru lang- ar umræður um það mál. Yfirleitt vildu bændur ekki að uppbótin næði til embættismanna sem hefðu tekjur af framieiðslu, t. d. presta. Frv. til laga um að landssjóður greiði verðhœkkun á ýmsum nauð- synjavörum, ber Jör. Br. fram. Verð á lífsnauðsynjum hafi stígið miklu meir en kaupgjaldið, t. d. hafi kaupgjald verkamanna hér í Reykjavík hækkað um 71s/7°/o en brýnuslu lifsnauðsynjarum2—400% megi því nærri geta um afkomu almennings; fjölmennum bæjarfé- lögum sé ókleift að forða frá sulli; annað ráð því ekki fyrir hendi en að landssjóður hlaupi undir bagga áður en komið sé yfrum, ekki á- stæða til að sjá í fé, þó töluvert sé, þegar um lif og heilsu þúsunda sé að ræða. — Sveinn Ólafsson taldi ekki viðlit að samþykkja frv.; hér væri um hærri fjárupphæðir að ræða en þekkst hafi í fjárlögun- um. Greiðsla á verðhækkun á kol- um einum myndi nema 4—5 millj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.