Tíminn - 16.02.1918, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.02.1918, Blaðsíða 3
TÍMINN 31 laust þótt ótrúlegur spádómur, ef einhver hefði spáð, að íslenzkt stjórnmálahlað^héldi slíku fram árið 1918. Hvað segja bændur um slíka stefnu? Ælli þeir fari að leggja niður kaupfélögin og slátursfélögin fyrir þessa vingjarnlegu bending frá hlaðinu? Lymskan kemur alt of glögl fram undan fagurgalanum lil þess að nokkur hætta sé á því. Verða greinar þessar athugaðar hér i blaðinu og ef til vill víðar, þegar þær eru komnar út. Flóa-áveitan. Það eru nú um 40 ár síðan að farið var] að tala um það, að ná vatni úr stóránum austanfjalls — Hvítá eða Þjórsá — til áveitu á Flóann. Hefir verið allmikið rætt um málið og nokkuð ritað um það að undanförnu. Mælingar hafa verið gerðar til rannsóknar og undirbúnings þessu fyrirtæki. Og nú er svo komið, að lög hafa verið gerð um þelta verk — Flóa- áveituna — framkvæmd þess. og fyrirkomulag. Segja má með nokkrum rétti, að þessi hugmynd, að veita á Flóann vatni rir Hvítá eða Þjórsá, hafi verið í upphafi draumsjón eða hylling. Og það er nú óhætt að fullyrða það, að hefði einhvcr fyrir 30—40 árum sagt, að þetta verk myndi kosta minst hálfa mil- jón króna, þá hefðu menn hrist höfuðið og talið það mestu fjar- stœðn að láta sér detta í hug, að leggja i\t í það. En nú myndu þeir flestir, er þarna eiga hlut að máli, ekki hika við það eitt augna- blik að ráðast í þetta verk, ef þeir vissu fyrir víst, að fyrirtækið færi elcki mikið fram úr þessari upp- hæð, sem nefnd var. Tímarnir breytast og mennirnir með. Á rúrnum mannsaldri, sem talið er, liefir liugsunarhátturiun breyzt þetta, getan vaxið, áræðið aukist og sjálfstraustið glæðst. Af rannsókn til undirbúnings Flóa-áveitunni má nefna það, að Sœm. kand. theol. Eyjólfsson búfr. mældi og athugaði- þelta sumurin 1894—95. Var það fyrsta verulega mælingin sem gerð var til rann- sóknar á þessu verki. Þar næst var að tilhlutun Búnaðarfélags ís- lands fenginn maður — verkfræð- ingur — frá Heiðafélaginu danska, Karl Thalbitzer að nafni, til þess að mæla Flóann og gera áætlun um kostnað við að veita á hann. Hann framkvæmdi þessar mæl- ingar sumarið 1906, og gerði áætl- un um kostnaðinn og skrifaði skýrslu á dönsku — ))Projekt til Vanding og Afvanding af Flóh — um tilhögun og framkvæmd áveitu- verksins. Með þessum mælingum er lagður grundvöllurinn undir síðari mælingar og rannsóknir á fyrirtækinu. Sumarið 1910 var Tlialbitzer fenginn aftur til frekari mælinga. Mældi hann þá stærð áveitulands- ins á hverri jörð á áveitusvæðinu. Þá voru á ný gerðar mælingar í Flóanum til undirbúnings áveit- unni sumurin 1914 og 1915. — Jón verkfræðingur ísleifsson fram- kvæmdi þær undir yfirumsjón Jóns verkfr. Porlákssonar, er þá var verkfræðingur landsins, eða for- stjóri vegamálanna. Eftir þeim mælingum hafa svo verið gerðir uppdrætlir og áætlun um kostnað- inn, og á þeim mælingum er bygt nú, og kostnaðurinn miðaður við áællun þeirra nafnanna. í sambandi við mæliugar hafa verið gerðar vatnshæðarmælingar í ánni og rannsóknir á jarðvegi og jarðlögum þar sem skurðunum er ællað að vera. Samkvæmt þessum mælingum og allri rannsókn er ráðgert. að íaka vatnið til áveitunnar á Fló- ann úr Hvitá á Brúnastaðaftötum, nálægt landamerkjum Brúnastaða og Hjálmholts. Leiða það svo ,í heljarstórum skurði út Hraungerð- ishreppinn, norðan við Hraungerði, og niðureftir austan við Krók og vestan við Arnarstaði og niður á Breiðumýri. Vatninu svo dreift um áveitusvæðið með ótal minni skurðum út frá aðalskurðinum. Kostnaðurinn] ’ við verkið er áætlaður um 500 þúsund krónur, auk flóðgarða, er sjálfsagt kosta um eða yíir 100 þús. krónur. Samkvæmt þingsályklun alþingis 1915 var svo skipuð nefnd til þess að undirbúa málið frekar, sérstak- lega þá hlið þess er laut að því hvernig verkið skyldi framkvæmt. Samdi nefndin all-itarlegt álit um málið og bjó til frumvarp til laga um Flóa-áveituna. — Nefndin hélt fundi með bændum — jarð- eigendum — á áveitusvæðinu sumarið 1916, og vann hún síðan að undirbúningi frumvarpsins í samráði við fulltrúa úr flokki jarðeigenda í Flóanum, er kjörnir höfðu verið til þess að vera í samvinnu við nefndina um undir- búning málsins. Þingmenn kjördæmisins (Árnes- sýslu) fluttu svo frumvarpið á þinginu síðasta 1917, og var það samþykt sem lög, nálega óbreytt eins og nefndin hafði skilið við það. Lögin hafa verið staðfest. Lögin heimila landsstjórninni að láta veita vatni úr Hvítá á Flóann, þá er stofnað hefir verið áveita- félag meðal jarðeiganda á áveitu- svæðinu, og samþykt fyrir það gerð, og hún náð staðfestingu stjórnarráðsins. Eru í Jögunum (3. gr.) nánari fyrirmæli um það, hvernig áveitufélagið, sem nefnist Flóa-áveitufélag, skuli stofnað o. s. frv. Nú hefir slofnfundur Flóa- áveitufélagsins verið haldinn sam- kvæmt lögunum, félagið stofnað, samþykt gerð og stjórn félagsins kosin. Stofnfundurinn var haldinn á Eyrarbakka 8. þ. m. Fundinn sóttu rúmir 100 eigendur jarða og jarða- parta á áveitusvæðinu. Samþykt var með 79 atkvæðum gegn 21 að stofna áveitufélagið. Þeir sem greiddu atkvæði á móli félags- stofnunni munu flestirjhafa’verið frá öndverðu deigir að leggja út í áveitufyrirtækið, enda sumir þeirra þátttakendur í Miklavatnsmýrar- áveitunni, og fá vatn frá henni á lönd sín að meira og minna leyti. Andmæli þau er komu fram á fundinum gegn stofnun áveitufé- lagsins breyllu lítið eða ekkert skoðun manna, eða afstöðu til fyr- irtækisins. Enda voru þessi and- mæli veigalítil og ástæðunum ]sem fram voru færðar gegn stofnun fé- lagsins var mótmælt og þær hraktar. Fundurinn ræddi og samþykti lög eða samþykt fjrrir félagið og kaus stjórn. í stjórnina voru kosnir þeir Signrðnr sýslumaður Ólafsson í Kallaðarnesi (formaður), Eggert hreppstjóri Benediktsson í Laugar- dælum og Bjarni verzlunarmaður Grímsson, bóndi á Stokkseyri. í varastjórn voru kosnir þeir, Dagur hreppstj. Brynjólfsson í Sviðugörð- um (varafonnaður), Guðmundur bóndi Snorrason á Læk og Júníus bóndi og sýslunefndarmaður Páls- son í Seli. Um framkvæmd verksins eða hve nœr byrjað verði á þvi, er enn alt óráðið. Kaup verkmanna hefir mjög liækkað síðan kostnaðará- ætlunin var gerð, og er einlægt að liækka. Má þvi telja víst, að verk- ið fari fram úr áætlun eða verði dýrara en gerl hefir verið ráð fyrir, ef ráðist yrði i það meðan ófrið- urinn stendur. Hinsvegar líta margir svo á — og það gerðu fundarmenn einnig — að þetta áveituverk þeirra í Flóan- um muni einkar lientugt til dýr- tiðarvinnu handa atvinnulausum mönnum. Fundurinn samþykti því að fara fram á það við lands- stjórnina, að hún lælci að sér fram- kvæmd verksins fyrir hið áætlaða verð, en að það sem kostnaðurinn kynni að verða meiri en áætlun- inni nemur, yrði skoðað sem dýr- tíðarhjálp lianda atvinnulausum og þurfandi verkamönnuin. Það er öllum augljóst, að ef ó- friðurinn heldur áfram, verður at- vinnulej'sið meðal verlcamanna, einkum í kaupstöðum alveg óbæri- legt. Hvað ætlar landsstjórnin þá að gera? í vetur hefir landsstjórnin gripið til þess að láta atvinnulausa menn hér í Reykjavík taka upp grjót suð- ur Öskjuhlfð og mylja það. Er ætlast til, að það sé gert til undir- búnings landsspitalabyggingunni, sem enginn veit hve nær ráðist verður í. Sennilegast að það verði ekki gert næstu árin. Fjárhagur landsins mun, livað sem öðru líð- nr, naumast leyfa það. Það kemur því ekki til mála, að þessari grjót- vinnu þarna í Öskjuhlíðinni verði haldið áfram, þó að veita þurfi at- vinnulausum mönnum vinnu eftir- leiðis Auk þess er' það almanna- rómur að þessi ráðstöfun stjórnar- innar hafi verið og sé frámuna- óhyggileg og inisráðin. Öllum er einnig ljóst, að þessi grjótvinna eða árangur hennar svari ekki nánda nærri til þess, sem hún hefir kostað. En landssjóði er ætl- að að taka við skellinum og bera áhallann. Um Flóa-áveitufyrirtækið er öðru máli að gegna. Það er verk sem flestum öðrum fyrirtækjum fremur er hentugt til dýrtíðarvinnu. Hér er um framleiðslufyrirtæki að ræða. Landið á að vísu ekki nema nokkr- ar jarðir á þessu svæði, en lands- sjóður nýtur hins vegar góðs af fyrirtækinu, ef það kemst í fram- kvæmd, bæði beinlínis og óbein- Iínis. Fyrir því er þetta verk betur fallið lil dýrtíðarvinnu og dýrtíðar- ráðstafana en flest önnur fyrirlæki sem nú eru á döfinni. Að þessu verki má vinna að haustinu, þeg- ar atvinnuleysið hefst fyrir alvöru, og fram eftir vetrinum nokkuð* eða þangað til að veðuráttan fer að spillast. Og þarna er atvinna fyrir 300—400 manns eða fleiri. Eitthvað verður nú landsstjórn- in að gera til þess að tryggja at- vinnulausum og þurfandi mönn- um vinnu, ef ófriðurinn heldur á- fram. Og því lengur sem líður og ófriðurinn lielst, verður þörfin meiri og brýnni í þessu efni. Um það er ekki að villast. Það eru og geta verið skiflar skoðanir um það, hve nauðsyn- legt það var fyrir stjórnina, núna í haust, að hlaupa til þess að veita mönnum atvinnu upp á kostnað landssjóðs. En hitt er víst, að nauð- synin á íhlutun hennar um at- vinnu handa verkamönnum eykst úr þessu svo að segja með degi hverjum, og heldur áfram að auk- ast meðan ástandið ekki breytist. Hér eru því góð ráð dýr. — En nú er tækifærið lagt upp í hend- urnar á landsstjórninni, til að geta trygt atvinnulausum mönnum vinnu meðan ófriðurinn stendur. Og þetta tækifæri er framkvæmd Flóa-áveit- unnar. Væntanlega athugar landsstjórn- in mál þetta vel og grandgæfilega í alla staði. Og hún verður að hugsa sig tvisvar um, og jafnvel oftar, áður en hún lætur þetta tækifæri til dýrtíðaratvinnubóta ganga sér úr greipum. Það verður að undirstrikast, að Flóa-áveitufyrirtœkið er betur lagað til slikra dýrtiðarráðstafana en flest annað er komið hefir til orða að láta framkvœma sem dýrlíðarvinnu, Sigurður Sigurðsson. Verðlaun. Þórður Árnason verka- maður hér í hænum hefir fengið 200 kr. verðlaun úr Carnegiesjóði. Bjargaði hann manni í fyrra vet- ur frá því að drukna við hafnar- garðinn. Fékk liann þá 120 kr. frá stjórnarráðinu. N Nýtt blað. Verzlunarráð íslands er farið að gefa út nýlt blað og heitir: Verzlunartíðindi. Ritstjóri þeirra er Georg Ólafsson eand. polit.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.