Tíminn - 21.03.1918, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.03.1918, Blaðsíða 6
58 TIMINN ust vera til eftirmáls. Blaðið hafði alllöngu áður trygt sér í þessu efni aðstoð manns sem fremur öðrum bar skyn á þetta mál. Hafði sá maður starfað að samningu LR. í tíð M. Stephensens lands- höfðingja, en þá voru öll reikn- ingsskil fyrirmynd. í fyrstu greininni rekur Sk. Kv. mótsagnirnar í LR. um viðskifti landssjóðs og landsverzlunar, og eru þær orðnar svo frægar að ekki þarf að endurtaka þær liér. — í næsta lið sannar höf. að eigi all- litlir liðir hati gleymst út úr reikn- ingsskilum árum saman og skal það teldur ekki rakið hér, en slíkt er nú smátt hjá því stóra, að landssjóður, póstsjóður og fleiri »úti- bú« landeignarinnar eru aldrei talin! Sýnir þetta dæmi bezt á- standið. Veturinn 1916 — 17 sitja endurskoðendur við að rannsaka reikningana fyrir 1915. En þeir hafa enga hugmynd um hvað hefir verið í sjóði við þau áramót. Ef eitthvað þyrfli að hylja í tjárhagn- um »yfir áramót«, þá þarf ekki annað en segja á reikningnum: Peita /é er i sjóði, þar eð sá sjóð- ur er aldrei talinn af þeim sem þjóðin felur eftirlitið. Endurskoð- endurnir 1915 eiga auðvitað ekki sök á þessu fremur en fyrirrenn- arar þeirra. f’að er fyrirkomulagið sem er ófært með öllu. Að síðustu upplýsir höf., að engin sjóðbók hafi í tíð E. A. verið haldin i stjórnarráðinu, og þar með drýgt lagabrot sem væri hegningarvert í lítilli búðarholu, hvað þá í fjár- málaskrifstofu Iandsins. IV. Þingið vísaði LR. til fjárhags- nefndar neðri deildar. í þeirri nefnd áttu sæti tveir nánustu fylgi- fiskar E. A., þeir M. G. og G. Sv., mun þeim eins og sézt hefir á síðari aðgerðum þeirra, eigi hafa fálæktin áttu mikinn þátt í að murka úr bonum lífið. Jónas, Kristján og Gestur áttu engan lífs- erfingja, sem hægt væri að hlúa að. Þ. Erl. skildi þjóð sinni eftir son og dóttur, dálítinn »Þröst« og »Sólskríkju«. Hver veit nema þau bafi erft hljóðin hans? íslendingar! Hvar sem þið eigið heima, hvar sem íslenzk tunga er töluð, og íslenzk ljóð hreyfa hjarta- strengina, látið ekki litla Þröstinn og Sólskrikjuna hans Þorsteins svelta né kala í vorkuldanum! Það er betra og göfugra að leggja fram fé til að hlúa að þeim, svo að þau nái fullum þroska og fullum rómi, heldur en að byggja kaldan bauta- stein á rústum króknaðrar listar. Sá myndi Þ. Erl. hafa verið minnisvarðinn kærastur, að hlúð væri að veikum en efnilegum frjó- öngum í íslenzku þjóðlífl, hvort þeir væru honum skyldir eða vandalausir, þótt föðurást hans myndi hafa þakkað hlýjast fyrir börnin hans. legið þungt á hjarta ströng rann- sókn í málinu. Nefndin lét þó í ljósi óánægju sína yfir LR. og af athugasemd sem einn úr nefndinni, Þorst. M. Jónsson birti í 27. tbl. Tímans sl. ár, má sjá að hann var óánægður með reikningsskilin og gerði enga tilraun til að draga úr misfellunum. En eins og auðvitað var gat önnum kafin þingnefnd ekki á einni til tveimur vikum framkvæmt þá rannsókn sem þurfti. Til þess þurfti milliþinganefnd og vísast að hún hefði orðið að starfa svo missirum skifti. Þingið samþykti LR. umræðu- lítið. Jörundur Brynjólfsson einn mælti á móti þeim, en M. G. þæfði málið fyrir hönd E. A. Sjálfir reyndu hinir þrír opinberu langs- ummenn að fara stillilega í málið til þess að vekja sem minsta mót- spyrnu, en eins og þingtíðindin bera með sér, var af þeirra hálfu ekkert gert til þess að skýra hálfu- miljónar-leyndardóminn, né heldur að bera blak af hinni formlausu bókfærslu. Þar að auki höfðu E. A. og G. Sv. aðra mjög gilda á- stæðu til þess að hafa hægt um sig þá um stund. Einari lék sem sé hugur á að geta haldið í senn launum sínum við háskólann og mestöllum ráðherraeftirlaununum, en til þess þurfti samþykki þings- ins. Og þar eð málið var hvergi nærri viðfeldið og að vissu leyti einskonar kúgunartilraun við land- ið, þá mun þeim félögum hafa þótt hyggilegra að hefja ekki grjót- kast nærri sínum brostnu gler- veggjum, meðan því máli var ekki lokið. Tíminn hreyfði nú málinu hvað eftir annað, en hinir sakbornu þögðu. ÁIilu eina ráðið að kæfa málið með þögninni. En þar kom þó, að brátt varð vart við veru- legan árangur. Um þetta lejdi átti einn af merk- ustu mönnum í Heimastjórnar- flokknum tal við kaupsýslumann í Rvík, sem mjög vítti óreiðuna í reikningsfærslu landssjóðs. Þing- maðurinn viðurkendi að þingið vissi ekkert hvernig lægi í þessum umrædda hálfu miljónar skakka. Þetta þyrfti endurbótar við, en gera þyrfti þær í kyrþey, þetta mætti ekki verða að hneikslismáli, það mætti alls ekki ræða það í blöðunum. Og í samræmi við þessa skoðun mun þingmaðurinn hafa haldið leyndardóminum vel geymd- um fyrir kjósendum sínum, en viðurkent meinið ef gengið hefir verið á hann. Um suma aðra þingmenn er það sannfrétt að þeir hafa varist allra frétta og vísað á ræðu M. Guðm. í þingtíðindunum ef menn vildu verða vissir liins sanna i þessu máli. En þótt alt væri kyrt á yfir- borðinu í þinginu, þá kom þó samt þar að, er dró að þinglokum, að ýmsa þingmenn óaði við því að skilja við LR.-málið »alt grænum sjó«, en vita hins vegar að hvert orð sem Timinn hafði um málið sagt var satt. Að eins hefði ekki verið tínt fram nema sýnishorn af ágöllunum. Vissu enn- fremur að víðsvegar um land tiöfðu greinar Sk. Kv. vakið afar- mikla eftirtekt. Og varð þá sú stefna ofan á í þinginu, sem lcom- ið hafði fram í orðum heima- stjórnarþingmannsins, að rejma að laga misfellur þessar án þess að gera það að opinberu hneikslis- máli. Og úrræðið varð það, að gera Indriða Einarsson að fórnar- lambi, setja hann í kyrþey á full laun, fá hann með þeim hætti út úr fjármáladeildinni. Velja svo í hans stað einhvern duglegan skrif- stofumann, sem endurbætli skipu- lagið, kæmi á sæmilegu bókhaldi o. s. frv. Og þetta varð. Indriði var settur á eftirlaun og ritlaun, jöfn launum hans meðan hann var skrifstofustjóri. Ýmsir voru óánægðir með úrræðið en voru með, eða létu málið afskiftalaust, í von um að næsta þing þyrfti ekki að hafa aðra eins LR.-sam- þykt á samvizkunni. Fyrir mörgum munu nú eftir- laun I. E. verða aðalatriðið, pen- ingaútlátin fyrir landssjóð. En það er aukaatriði. Stærra atriði er það að annaðhvort hafði maðurinn staðið viðunanlega í stöðu sinni, og þá var illa með hann farið að leysa hann frá starfanum með þessum hætti, eða hann hafði verið lélegur starfsmaður og þá átti hann a. m. k. ekki skilið heiðurslaun. En rétt er að geta þess hér, af því að nógu margir munu verða lil þess að áfella I. E. að hann mun ekki eiga öllu meiri sök á skakka- föllum LR. heldur en Loðvík 16. á stjórnarbyltingunni miklu, á báð- um stöðum er það »systemið« sem er sjúkt, gamlar og nýjar syndir margra manna. En einhverjum þurfti að fórna, og að þessu sinni varð I. E. fyrir hönd örlaganna. Benda má á það, að ekki ósjald- an hefir verið svipað ólag á með reikningsskil sýslumanna við lands- sjóð. Jafnvel dæmi til að sýslubú- ar hafi hlaupið undir baggann þeg- ar vinsælt yfirvald var komið í vanda. Þess vegna má ekki taka LR.-málið á of þröngum grund- velli. Það sýnir að líkindum skugga- hliðina á opinberri reikningsfærslu yfirleitt. Að einu leyti var frávikning skrif- stofustjórans óheppileg, hún leiddi sökina alt of mikið af þeim manni sem gagnvart þingi og þjóð ber ábyrgð á misfellunum. En það var E. A. ísafold hafði 1915 látið mik- ið af embættisdugnaði hans einmitt í fjármálaaðgerðum. Hann átti að hafa skotið póstmeistara og lands- símastjóra skelk í bringu. En svo varð þó endirinn þessi, að í hans tíð komst ólagið á reikningsskilum landssjóðs niður fyrir þau takmörk að hægt væri að þola. Og heiðurs- laun E. A. voru mun lakar fengin en ritlaun I. E„ sem er gamall og útslitinn maður í þjónustu lands- ins og hefir mestan hluta æfinnar haft mjög lág laun. Vonandi tekst núverandi lands- stjórn með nýjum skrifstofu- stjóra að koma reikningshaldi landssjóðs í gott lag. Það mundi verða öllum landslýð mikið ánægju- efni. En þá er samt ek^i fult skarð í vör Skíða. Gömlu blettirnir eru eftir< Og þá verðuv að má af. Hvað sein langsumliðið kann um málið að segja, þá er það víst, að hálfa miljónin stendur ekki og hefir aldrei staðið í landsverzlun- inni. Alt skraf G. Sv. og annara um það eru hrein og bein ósann- indi. Menn hafa nú reynt að leiða ýmsar getur að þvi, hvernig á þessari upphæð muni slanda sem langsum og B. Kr. ekki gátu gert grein fyrir í LR. 1915. Getgáturn- ar eru margar. Og þær mildustu eru þær að þetta kunni að vera reikningsvillur gamlar og nýjar í Qármáladeildinni. Það bætti pen- ingahliðina, en ekki orðspor bók- haldsins. Þá er þess getið til, að peningar kunni að hafa týnst, eða lent óviljandi út af réttri leið, og það því fremur sem ekki var sjóð- bók að styðjast við. Enn er sú skýring á málinu, að hér sé um ólag að ræða sem orðið sé all- margra ára, stafandi af sleifarlaginu á bókfærslunni og öllu fyrirkomu- laginu, en ekki af vísvitandi und- andrætti. Hafi þingið trúað því að hér væri um gamla meinsemd að ræða, sem að vísu hafi náð inest- um blóma undir fána langsum- manna, þá ar skiljanlegt hvers vegna mjög mörgum þingmönn- um hafi verið viðkvæmt að láta rannsóknarnefnd rekja málið mörg ár til baka. Og þó er þar sá hnúturinn sem enn er óleystur. Mannaskifti í stjórnarráðinn bæta væntanlega reikningsskil komandi ára, en ef þjóðin vill fá gamla reikninginn gerðan upp, þá verður hún að heimta það af þingmönnum sín- um, og jafnvel af þm. Vestur-Skaft- fellinga, að þeir heimili fé til þess að rannsaka hvar og í hverju hin- ar miklu skekkjur liggja í reikn- ingsskilum langsumstjórnarinnar 1914—15. Guðbr. Magnússon. Bannhreífing og vínþurð á Norðurlöndum. Það rekur hver stórfréttin aðra utan úr heimi um vaxandi fylgi bannstefnunnar og vínþurð. Á Norðurlöndum er bannstefnan orðin lang voldugust í Danmörku. Almennum undirskriftUm hefir verið safnað um landið og er kraf- ist þjóðaratkvæða um' vínbann, þegar er því verður við komið. Undir þessa áskorun hafa ritað 720,000 — sjö hundruð og tuttugu þúsund — karlar og konur. Af þeim eru um 100 þúsund á aldr- inum 18—25 ára. Hitt eru alt kjósendur eldri en 25 ára. Er þetta hin langfjölmennasta undirskrifta- söfnun sem gerð hefir verið um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.