Tíminn - 21.03.1918, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.03.1918, Blaðsíða 7
TÍMINN 59 nokkurt mál í Danmörku. Hafa undirskriftirnar verið lagðar fram fyrir rikisþingið. Er talið að stjórn- in sé fylgjandi banni. Stórkostlegir skattar eru á öllu víni og öli í Danmörku og þurð mikil. Segja farþegar sem nú komu með Botníu og Sterling að »ákavitis«-flaskan kosti þar nú 11—14 kr. og öl sé illfáanlegt. Er það auðséð á skrif- um andbanninga í Danmörku að þeim hefir dottið ketill í eld yfir hinu geysilega fylgi bannmanna. í Svíþjóð hafa þau tíðindi merk- ust orðið, að neðri málstofa ríkis- þingsins samþykti með 113 at- kvæðum gegn 63, í byrjun þessa mánaðar, algert bann gegn sölu og tilbúningi áfengra drykkja í Sví- þjóð. í Noregi hefir milliþinganefnd setið á röggstólum undanfarin ár og haft áfengismálið til meðferðar. Minni hluti nefndarinnar leggur nú til að áfengisbann verði lög- leitt. En í stórþinginu er helming- ur þingmanna algerir bindindis- menn og auk þess allmargir sem opinberlega hafa lýst fylgi við bannið. Það lítur óneitanlega út fyrir að danska prófessornum hafi skjátlast um »danska lundar- farið«. En »spyrjum að leikslok- um«, þau munu vart vera langt undan. XJm fráfærur. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að frá því um aldamótin síðustu hafa fráfærur lagst mjög niður, en þó einkum 10 síðustu árin. Er nú svo komið, eða var fyrir ári liðnu, að nálega flestir bændur um mikinn hluta lands voru hættir að færa frá. Það er helzt um Suð- urlandsundirlendið að fært er frá, og sama á sér einnig stað í Skafta- fellssýslum og á Vestfjörðum. Og þó fjölgar þeim stöðugt í þessum sveitum, er láta ær ganga með dilk. Það leit því svo út um hrið, að þessi gamli, góði siður, »að færa frá«, mundi alveg hverfa úr sög- unni. í*að hefði verið saga til næsta bæjar. Vorið sem leið færðu þó fleiri frá en áður, en því miður voru þeir færri en skyldi. Um þetta fráfærnamál hefir mik- ið verið rætt og ritað, bæði með og móti. En eigi dylst það að í þeim umrœðum hefir sóknin verið af hálfu þeirra raanna er hafa verið talsmenn þess, að færa frá. En i framkvœmdinni hefir reynslan orðið sú, að hinir hafa mátt sín betur, sem ekki vildu fráfærur, eða lögðu þær niður. t*að er nú ekki nema eðlilegt, að skoðanir manna um þetta efni hafi verið og séu skiftar. — Þess er hér að gæta, að með þvi að leggja niður fráfærur, er brotið í bága við eldgamla venju. Fráfær- ur hafa tíðkast hér fr® öndverðu. Og það segir segir sig sjálft, að þessi búnaðarvenja, sem haldist liefir alla leið frá landnámstíð, hljóti að hafa átt allverulegan þátt í líð- an manna til hins betra og allri afkomu. Hefði þvi ekki verið svo háttað, mundu þær hafa horfið úr sögunni fyrir löngu. Það er því eigi svo undarlegt þótt gætnum og búhyggnum mönn- um þætti þessi breyting fljótráðin og miður athuguð. í’eir telja það miður farið, jafnvel þjóðarskaða, þegar á alt er litið. Og svo mikið er víst, að enn hefir ekki tekist að færa skýr rök fyrir því, að þessi breyting í búskapnum hafi þegar öllu er á botninn hvolft, verið til bóta alstaðar, eða landbúnaðinum hollari en gamla lagið. Hitt er satt, að ástæðurnar í hin- um ýmsu sveitum landsins eru all-mismunandi i þessu efni, og hið sama á eklci alstaðar við. Sumstaðar er smalamenskan erfið og kostnaðarsöm, en girðingar um fjárbæli og sumarbeitilönd vantar tilfinnanlega. Annarsstaðar er mál- nytulandið talið rýrt, og sumar- gagnið af ánum þar af leiðandi lílið. Og loks kvarta bændur um það, að kvenfólk fáist ekki til að mjólka og jafnvel að yngri stúlk- urnar Icunni það eklci. Af þessu og fleiru hefir svo leitt sú skoðun, að það borgi sig betur að láta ær ganga með dilk. En það sem ég hygg að mestu máli skifti um niðurlagning frá- færanna hjá mörgum er þetta, að það er þægilegra og ómaksminna að vera laus við þær, og vinsælt gagnvart kaupahjúunum. En jafnvel þó að það væri nú hárrétt, sem enn er ósannað, að það borgi sig ekki í vanalegu ár- ferði að færa frá, þá er á það að líta, að nú eru aðrir tímar, og mál þetta horfir því öðruvísi við en áður. Nú er svo komið, vegna dýrtiðar og -annara erfiðleika, að knýjandi ástæður eru til þess, að allir bœnd- ur sem œr eiga, fœri frá þeim í vor er kemur. Þetta er þungamiðja málsins nú sem stendur. Því má ekki gleyma. »ísafold« flutti i fyrra þarfa hugvekju um fráfærur eftir Herm. Jónasson, fyrverandi skólastj. og alþingism. Hvatti hann þar til þess, með sérstöku tilliti til dýrtíðarinn- 'ar og fyrirsjáanlegs feitmetisskorts, að menn færðu frá. — En eigi er minni ástæða til þess nú að vekja athygli bænda — og landsstjórn- ar — á þessu máli, og hvetja menn alvarlega til þess nú í vor að færa frá. Dýrtíðarvandræðin og erfiðleik- arnir að geta fleytt sér áfram, auk- ast svo að segja með hverjum degi. Nú er dýrtíðin fyrst fyrir alvöru farin að gera hér vart við sig. Út- lenda varan hækkar einlægt í verði, og þær vörutegundirnar mest, er menn geta sízt án verið. Við það bætist svo hitt, að aðflutningar til landsins geta tepst þá minst von- um varir. Þess vegna rekur að því, og það er í sjálfu sér engin neyð — að menn verði að lifa sem mest á því, er landið gefur af sér. Þetta gera aðrar þjóðir. í ófriðarlöndunum og eins í hinum, sem teljast hlutlaus, er sérstök stund lögð á það, og al- mennar róðstafanir gerðar til þess, að framleiða sem mest af því, er þarf til lífsviðurværis, í landinu sjálfu. Það sannast nú á tímum þetta, að hvert land bjargast með sínurn gæðum. Við þurfum að láta það einnig ásannast um landið okkar. Og það ætli að geta tekist að miklu leyti. Menn hafa verið hvattir til að rækta kartöflur í stærri stíl en vant er, og nokkuð áunnist með það. Landsstjórnin hefir tekið það mál að sér, og ætlar að reka kartöflu- rækt í stórum stíl í vor. Einnig hafa menn verið hvattir til þess að fara á grasafjall, en engar ráðstafanir hafa samt enn verið gerðar til þess að framfylgja því í verkinu. En um fráfærurnar er það að segja, að hingað til hefir ekkert verið gert af hálfu þess opinbera til þess að hrinda þeim í fram- kvæmd. Þvert á móti. — Hámarks- verðið á smjöri í fyrra leiddi óneit- anlega til þess, að sumir hættu við að færa frá, sem höfðu þó, áður en það skall á, ætlað sér að gera það. Og þó að ekki kunni að hafa verið mikil brögð að þessu, þá er hitt þó alveg víst, að hámarks- verðið var ekki vel fallið til þess að hvetja til aukinnar smjörfram- leiðslu. — Það segir sig sjálft. Það sem fyrst og fremst gerir það aðkallandi að fært sé frá í vor alment, er feitmetisskorturinn i landinu. Hann er að verða mjög tilfinnanlegur. En skortur á feil- meti er skaðlegur og hefir ill áhrif á líðun manna og heilsufar. í sambandi við feitmetisskortinn hefir verð á smjöri hækkað mjög í vetur. Það er hiklaust boðið í það nú hér í Reykjavík og víðar kr. 4,50 — 5,00 kílóið. — Ekki ætti það að draga dug úr bænd- um að færa frá. Og þó að verðið á smjörinu kunni eitthvað að lækka aftur, vegna aukinnar smjörfram- leiðslu í sambandi við fráfærur, sem ekki er þó útlit fyrir að verði í bráð, þá tel ég það skyldu lands- stjórnarinnar með samþykki þings- ins, að tryggja bændum það verð fyrir smjörið, er þeir megi vel við una. Þetta er nauðsynlegt að gera til þess að hvetja menn til að færa frá. Með fráfærunum vinst og það, að skyrgerðin eykst á ný. En skyrið er, eins og allir vita, ágœt fæða, bæði nýtt og gamalt. Með skyr- gerðinni geta menn sparað mikið kaup á kornmat, og það segir ekki litið á þessum tímum. Úr sauðamjólkinni má einnig búa til osta, ekki einungis gráðaost, heldur einnig algenga mjólkurosta og kjúlcur. Samkvæmt búnaðarskýrshinum voru til í fardögum 1916, 405274 ær alls, með lömbum og geldar. Ef öll kurl kæmu til grafar, eru ærn- ar sennilega fleiri nú en þetta. — En látum það eiga sig. Geruin nú ráð fyrir, að í vor er kemur yrði fært frá 300 þúsund ám. — Eftir ýinsum gögnum — skýrslum í blöðum og tímaritum — mjólka ær til jafnaðar hér á landi yfir sumarið — 10—12 vik- ur — í hinum ýmsu sveitum lands- ins, frá 25—65 kg., eftir meðferð ánna, málnylulandi, kynferði og hvernig mjólkað er. Meðal ærnytin fyrir landið í heild sinni verður eftir því 40—45 kg. — Segjum nú að hver ær af þessum 300 þúsund- um mjólki 40 kg. yfir sumarið til jafnaðar, þá verða það sam- tals 12 mitj. kg. Úr þessari mjólk geri ég ráð fyrir að fengist (1 kg. smjör úr 15 kg. mjólkur) um 800000 kg. af smjöri, og er það sízt oftalið. Með 4 kr. verði á smjörinu (kíl- óinu), svo að ekki sé farið hærra, mundi þetta smjör kosta 3200000 krónur. Úr undanrennunni og áfunum mætti svo búa til skyr, og mundi fást úr þessari mjólk af sæmilega síuðu skyri um fjórar miijónir kg. — Það er mikill matarforði, og það þarf marga fjórðunga af vatns- bornu grautargutli til að jafnast á við það. Auk þessa er svo mysan undan skyrinu. Hún er einnig nokkurs virði, Bezt að geyma hana til vetr- arins og nota hana þá til skepnu- fóðurs. Sumargagnið undan þessum ám — mjólkin og það sem búið er til úr henni, að áburðaraukanum með- töldum — nemur 5—6 miljón krónum, með því verði — og þó ekki hátt reilcnuðu — sem nú er á þessum afurðum. Það sést af þessu, að fráfærur eru — eins cg nú er högum hátt- að — stór þýðingarmiklar fyrir af- komu manna og lífsframfærslu þjóðarinnar í heild sinni. »En« — segja menn —, »það er liægra að kenna heilræðin en halda þau«. Og svo koma þeir með allar mögulegar og ómögulegar mótbár- ur gegn fráfærunum. Þeir segja, að stúlkur fáist ekki til að mjólka, það vanti smala, enginn vilji sitja hjá ám, færigrindur séu allar úr sér gengnar og enginn viður til í þær.strokkurinnónýtur, upphleypu- keröldin týnd, kaggarnir lekir o. s. frv. o. s. frv. Það er einlægt liægt að berja einhverju við, þegar áhugann og viljann vantar. Þá sjá menn al- staðar ljón á veginum. En til svars gegn þessum mót- bárum skal þess hér aðeins getið, að flestum þeirra er unt að ráða bót á, ef góður vilji og fyrirhyggja skipa öndvegið. — Ærnar má mjólka í hlöðnum kvíum, ef ekki eru til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.