Tíminn - 18.05.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.05.1918, Blaðsíða 2
114 TIMIN N Höfuðspurningin er þessi: A að lála hina óæðri póstþjóna sitja fyrir póstafgreiðslustöðunum í kaup- stöðum og kauptúnum, eða á að veita þær þeim mönnum sem bú- settir eru á staðnum? Engin algild regla verður gefm um þetta, meðan svo er að þessar stöður eru svo illa launaðar að óhugsandi er að Qölskyldumenn geti lifað af þeim. Meðan svo er virðist það liggja mjög beint við að menn búsettir á staðnum megi fá stöðurnar, hafa þær til stuðn- ings annari atvinnu sinni. Enda séu þeir vel hæfir menn. Hitt er sjálfsagt, að þegar þess- ar stöður verða svo vel launaðar að þær geta orðið aðalstarf manns- ins og þá um leið verður hægt að tala um sjálfstæða póstmannastétt i landinu, að þá sitji þeir fyrir öllum öðrum. í þessu sérstaka tilfelli er sá maðurinn tekinn . fram yfir sem búsettur er á staðnum. Hann heíir meðmæli frá mörgum helztu möijn- um eystra t. d. Jóhannesi bæjar- fógeta Jóhannessyni, sira Birni f*orlákssyni, Sveini alþm. Ólafs- svni, þorst. alþm. Jónssyni, Stefáni Th. Jónssyni konsúl, Þórarni Guð- mundssyni kaupm., Karli Finn- bogasyni skólastjóra og auk þess frá ýmsum þeim mönnum sem hann hafði starfað hjá hér syðra t. d. Sveini Björnssyni yfirdóms- lögmanni, Pétri Ólafssyni kaupm., Vigfúsi Einarssyni settum bæjar- fógeta, Hannesi Blöndal bókara við veðdeildina og mörgum fleirum. Mega hér allir sjá hversu raka- laus ummæli hr. J. Þ. eru að hr, Sig. Baldvinsson sé óhæfur til til starfsins, hvert traust menn eystra bera til hans og loks hverjir þeir »ábyrgðarlausu piltungar« eru sem því hafa valdið, að sögn hr. J. f\, að veitingin fór svo. Eins og alt er í garðinn búið getur enginn óhlutdrægur maður kveðið upp neinn áfellisdóm yfir atvinnumálaráðherranum fyrir veit- inguna. Hann hefir veitt búsetta manninum, þeim sem hafði bezt meðmæli. Hitt er ekki nema eðlilegt að póst- meistari haldi fram hinni stefn- unni, enda á hún að sjálfsögðu að verða ofan á, þegar stöðurnar verða sjálfstæðar og lífvænlegar. Amerískir landbúnaðarháskólar. Eftir Halldór Vilhjálmsson skólastjóra. —--- (Niðurl.) Skemtanir. Vegna þess, hve skólar þessir liggja afskektir, eiga nemendur oft erfitt með að skemta sér utan við þá. Er því mikil áhersla lögð á það, að nemendur geti skemt sér vel í frístundum sínum. í stóra samkvæmissalnum eru oft haldnir samsöngvar, fyrirlestrar almenns efnis, nemendur leika gleði leika, eða æfðir leikarar eru fengnir úr borgunum til þess að leika. Á hverju laugardagskveldi er skemtanasamkoma. En auk þess eru mörg félög, aðallega málfunda félög, þar sem nemendum er gert að skyldu að tala og þannig æfa sig í því að koma opinberlega fram sem málshefjandi. í þessum félögum eru allir vel- komnir, en sérdeildirnar hafa aftur sín sérfélög, t. d. jarðræktarmenn, mj ólkurfræðinga r, skógfræðingar, búfræðingar o. s. frv. Þessi félög halda fundi viku- eða hálfsmán- aðar-lega með fyrirlestri og kapp- ræðum á eftir. Stundum fá menn líka aukabita með ísrjóma, sem er þeim uppá- hald. Ávexti, já jafnvel dans. Hér má nefna leikfimissýningar, sem rétt eru algengar. Seinni hluta laugardags er aldrei kent. Þá er ávalt kepl í knattspyrnu eða öðr- um íþróttum. Engin íþrótt grípur eins huga Ameríkumanna og knattspyrnan. Allir eru hugfangnir og þúsundir mæta til þess að horfa á kappleiki háskólanna innbyrðis. Öll blöð landsins ílytja fregnir um hina stærri kappleiki, og þegar Yale og Harward háskólar keppa, þá standa allir góðir Amerikanar á öndinni. Síðustu vikuna áður ep kept er, er lítið lesið. Allir eru komnir í vígahug. Alstaðar ganga menn í fylkingum, syngjandi hersöngva og æpandi herópið: Vinnum eða etum N. N. — keppinautinn. Á gang- stígum öllum er slegið upp alls- konar ávörpum, á húsþökum leiftra þau með rafmagni og utan úr garðinum þar sem 2 eða fleiri mæt- ast heyrast orgin taktfösl: Vinn- um N. N. Sá, sem aldrei hefir séð Ame- ríkumenn við knattspyrnu, hefir enga hugmynd um hvernig þeir láta. Þeir orga og grenja, kasta höfuðfötum sínum í loft upp. Hrinda og klappa hver öðrum af tómri gleði, hafi flokkur þeirra unnið sigur. Gamlir menn og grá- hærðir hoppa á öðrum fæti. Ungu stúlkurnar hlæja, nei, þær hvína og hvissa og klappa saman lófun- um. Sigurvegararnir eru bornir á gullstól burtu, og allur mannfjöld- inn fjdgir syngjandi og dansandi á eftir, jafnvel þó einhver keppand- inn hafi hrokkið upp af, sem stund- um kemur fyrir. Enginn talar um, þó brotni fótleggur eða handleggur. Það er alls ekki sjaldgæft. En hvað það er hressandi fyrir unga menn að komast í svona fé- lagskap einstaka sinnum. Margt fleira mætti rita um þessa amerísku skóla, en hér skal nn staðar nema og athuga lítið eití mentun okkar íslendinga og þá einkum mentun okkar bændanna. Ritdómar. Mikil hnignun hefir orðið í ís- lenzkri blaðamensku frá árunum 1874—1908, og fram á síðnstu missiri. Fyrstu árin eftir að þjóðin fékk stjórnarskrá og fram yfir aldamót, fengust margir af ritfær- ustú mönnum landsins við blaða- mensku. Nægir þar að nefna séra Matthías, Jón Ólafsson, Gest Páls- son, Valdimar Ásmundsson, Einar Kvaran, Þorstein Erlingsson og Björn Jónsson. Þó að mjög orki tvímælis um þjóðheillavænleg áhrif þessara manna, þá verður því ekki neitað, að allir voru þeir miklir gáfumenn og prýðilega ritfærir. í blöðum þeirra var því ætíð mjög margt nýtilegt, og ætíð glampar og neistar innanum mistökin. Þegar þessi kynslóð var úr sög- unni á sviði blaðamenskunnar, keyrði um þvert bak. Vafalaust höfðu vaxið upp í þeirra stað margir vel ritfærir menn. En þeir lenda ekki að stjórnmálablöðunum. í stað þess urðu nú ritstjórar ýmsir menn sem alóhæíir voru til þess starfa. Um ekki allfáa þeirra, og það suma þá sem hæst láta, má segja að þeir séu alls ekki sendibréfsfærir. Málleysur og smekk- leysur hájflylla öll þeirra verk. Og þar sein saman fer algert skoðana- leysi og áliugaskortur um þjóðmál, er varla von að þeir séu fremur færir til að bæta aðsent efni. Und- antekningar eru að vísu á þessu sviði. En þær eru ekki margar í samanburði við hitt sem lýsingin á við. Nokkrar augnabliksmyndir frá Danmörku og Noregi eftir Bjarna Ásgeirsson. Frá Noregi. Siglingar og stóriðnaður. Það hefir verið sagt um Noreg ekki alls fyrir löngu að hann væri mesta uppgangsland álfunnar. Eg hygg það muni rétt vera. Hin nýafstaðna lista-blómöld þeirra er ölium kunn. Þá áttu þeir samtímis hvern snillinginn öðrum meiri, og báru þeir á skömmum tíma um heim allan frægðarorð Noregs, sem áður hafði legið óþektur og áhrifa- laus þarna á hjara veraldar. Hin andlega flóðbylgja sem rís með þeim Henrik Wergeland og Ola Bull og ekki lægir fyr en með dauða Ibsens, Björnson’s og Griegs, með þeim skara vitmanna sem samtímis þeim var uppi, var svo tröllaukin að slíks finst hvergi dæmi í sögu Noregs sem enn er kunn, og margir efast um að hún muni þar nokkurtíma eiga sinn líka. í þeirri öldu er hinn ungi Noregur að bjóða góðan dag. Sam- tímis þessari andlegu ólgu rís fram- kvæmdalíf þjóðarinnar líka úr rekkju. Það sem þá verður fyrst fyrir hinum framgjörnu stórtæku fésýslumönnum þjóðarinnar er öðru fremur siglingar og iðnaður. Land- ið er framúrskarandi til siglinga fallið. Þó að það sé ekki sævi girt nema á þrjá vegu, þá gætir samt strandarinnar óvenju mikið. Lengd landsins frá nyrsta tanga til hins syðsta er álíka mikil og frá hinum syðsta til Rómaborgar. Auk þess skerst sem kunnugt er fjörður við fjörð langt inn í landið eftir endilangri ströndinni. Þannig dregur sjórinn fólkið til sín nauð- ugt viljugt. Og þegar svo land- ið er víðast skógi klætt til strand- ar, verður farkosturinn hvorki vandfenginn né dýr. Enda hefir hinn »fljótandi Noregs skógur« nú um áraskeið borist um öll heims- ins höf, út til beggja póla. — Næstur siglingunum kom stóriðn- aðurinn. Annar fóturinn undir honum er hinn sami og undir siglingunum — skógurinn. Hinn fóturinn er vatnsaflið sem Noregur er einna ríkastur af allra landa álfunnar. Hafa Norðmenn nú undanfarin ár beislað og tamið hvern fossinn af öðrum' og beitt fyrir margvís- legar framkvæmdir einkum stór- iðnað. Liggja verksmiðjur þessar á við og dreif um landið, með smá og stór verkamannaþorp umhverfis. Mestur hluti iðnaðarins snýst um timbur eins og fyr er sagt. Er trjánum flett þar í húsavið og þau á ýmsan hátt búin undir smærri iðnað og smíðar. Sömuleiðis er all mikið gert að því að vinna pappír úr timbrinu. Á mörgum stöðum austanfjalls eru lika kart- öfluverkmiðjur sem vinna kartöflu- mjöl eða brugga brennivín úr kartöflum. Þá koma mjólkurverk- smiðjur sem vinna duft úr mjólk- inni eða sjóða hana niður. Á aust- urstöndinni eru verksmiðjur sem vinna joð úr þaraösku. Einstakir menn einkum smábændur við ströndina hirða þarann, þurka og brenna og selja svo verksmiðjun- um öskuna. Siðastliðinn vetur var einnig stofnað miljónaféfélag til að vinna fóðurmjöl og áburðarefni úr þanginu og þaranum. Tók það til starfa með stóra verksmiðju í vor sem leið, skamt frá Bergen. Æðar- varp er nokkuð í Noregi, hafa Norðmenn einnig verksmiðju til dúnhreinsunar. Á einum stað vest- anlands þar sem foss var sl^amt frá sjó, sá eg stóra millu þar sem malað er Bandaríkjakorn, sem þang- að er flutt á stórum skipúm beina Ieið frá Ameríku. Skipaverksmiðjur eru margar víðsvegar með strönd- inni. Þá má ekki gleyma áburðar- verksmiðjunum sem risið liafa þar upp siðari árin, og vinna áburð úr loftinu. Er sú stórmikla uppgötvun gerð af tveim norskum hugvits- mönnum (Birkedal og Eide), að hægt er að ná köfnunarefni lofts- ins með rafurmagni og binda það með kalki. (Frh.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.