Tíminn - 18.05.1918, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.05.1918, Blaðsíða 3
T í M I N N 115 Þessi niðurlæging blaðamensk- unnar hefir átt mikinn þátt í linign- un stjórnmálalífsins. Blöðin flest hafa orðið óheilnæmir stöðnpollar en ekki hressandi .svalalind, En út í þá hlið málsins verður ekki farið hér að þessu sinni, heldur stutt- iega vikið að afskiftum þessara blaða af bókmentum og listum. En áður en að því efni er komið þykir hlýða að benda á ástæðuna til þess, að gáfumenn þjóðarinnar hættu um stund að vilja sinna störfum við stjórnmálablöðin. Ástæðan var sú, að eftir því sem blöðin fjölguðu og stækkuðu, hœtta þau að vera jjárhagslega sjáljstœð. Einstakir menn, eða fámennir hóp- ar, kostuðu blöðin að mestu. En þar sem atvinnupólitikin skaut hvarvetna höfðinu upp úr, var við að búast að flestir þessir menn vildu hafa eitthvað fyrir snúð sinn. Blöðin urðu að hlaða undir þá, og grafa undan keppinautunum. Um hugsjónir og stefnufestu var svo sem ekki að tala. Ritstjórinn fékk að bera ábyrgðina. Um sam- færing hans var ekki spurt. í slíkar stöður urðu dugandi menn Iítt fúsir. Þess vegna varð að taka þá sem buðusl og ekki áttu á skárra völ. Þetta á ekki síður við suma þá sem að nafni til teljast eiga blöð þau er þeir 'stýra. Þeir eru jafn háðir og hinir. Að eins eitt dæmi skal nefnt um æfi þessara manna. Eitt stórlátasta blaðið kemur hverri minkun sem eigendur valda á rit- stjórann. Láta blaðið lýsa yfir að »óhappið« hafi orðið þeim óafvit- andi. Ritstjórinn skrifi alt og ráði öilu. Og þetta er við blað, þar sem ritsljórinn er að eins að nafni, ræður engu sem máli skiftir, skrif- ar lítið nema fréttir o. s. frv. Sízt að furða þó að margir dugandi menn neituðu þeirri vist. Breyting hefir orðið, eða byrjun til breytingar, á siðustu missirum. Blöð hafa risið upp, sem eru sverð og skjöldur sterkrar og heilbrigðr- ar hreyfingar. Þar standa fjölmarg- ir andlega skyldir menn saman um ákveðna framborna dagskrá. Par er í'itstjórinn einn úr hreyfingunni. Tali hann hennar máli styður hann sín eigin áhugaefni. í slíkar stöður er enginn vandi að fá gáfaða og nýta menn. Þetta er þýðingarmikil breyting fyrir þjóðina í heild sinni. Þar roðar fyrir nýjum degi bæði í blaðamensku og þjóðmálum. Spilling sú, sem léleg blaða- menska á sök á hér á landi er marghliða, en ekki sízt á bók- mentasviðinu. Treggáfaðir og á- hugalausir menn eru ekki vel fallnir til forustu, allra sízt, séu þeir háðir valdaspekúlöntum í við- bót. Þetta hefir greinilega komið fram í mörgum ritdómum á síðari árum. Hverskonar rusli er hælt og bafið til skýjanna, stundum af sijóskygniritstjórans.en oflar af sam- ábyrgðartit/inning blaðeigendanna. Þeir eru að leita að völdum en ekki sannleika. Meirihlutinn skap- ar valdið. Þess vegna þarf að hafa alla anga úti, lofa og styrkja menn sem einhver von er um stuðning — eða þögn — frá að launum. Eða að gera þarf hrossakaup. Hæla einhverjum »snilling« annars blaðs, til þess að fá lofleg ummæli frá því um sína eigin »dáta«. Dæmi um þetta eru ummæli nokkura blaða um tvær nj'jar stjörnur á himni ljóðagerðarinnar. Væmið lot um Ijóðskáld sem hafa enga áf þeim eiginleikum sem skáld þurfa að hafa, menn sem er alls varnað á þessu sviði. Getur blaðaspillingin komist lengra? Eins og nærri má geta, snj7r önnur hlið út, .þegar þessi blöð tala um andstæðinga »eigendanna«. Þá er öllu snúð til verri vegar, af- bakað og fært út í öfgar. Kemur þetta helzt fram við menn sem af eðlilegum ástæðum standa utan við samábyrgðarhringinn t. d. Guð- mund Friðjónsson. Tilgangur þessara lína er að benda á það, að jafnframt þvi sem óháð, efnalega sjálfstæð blöð mvnd- ast fyrir samhuga stuðning fram- faramanna landsins, má ekki gleyma að þjóðin þarf eigi síður land- hreinsunar á þessu sviði en í hin- um eiginlegu stjórnmálum. Þjóðin þarf að fá ritdóma þar sem skyn- samir menn dœma um bœkur í þeim eina tilgangi að segja satt, en hvorki til að afla sér vina eða koma fram hefndum. Þelta er einfalt mál en harla nauðsvmlegt. Og margra ára vanræksla »Ieigðu skipstjóranna« veldur því, að starfið er nú um- fangsmeira, heldur en þurft hefði að vera. X. jit læktut i kyrþey. Það getur stundum ált við að lækna i kyrþey, þótt ekki eigi við i stjórnmálalífi. Elur slíkt grun um undandrátt. í ófriðarbyrjun kom upp kvittur i Bretlandi um að stjórnin leyndi tapi bryndreka sem reltisl hafði á tundurdufl og fleiri slíkum fréttum. Þjóðin þoldi ekki. Blöðin vittu harðlega. Sögðu að enska þjóðin legði ekki fram alla sína krafta nema henni væri altaf sagt satt og allur sannleikur. Að foringjarnir leyni meinsemdum sé ekki þolað. — Svona er þetta i stjórnfrjálsu landi með sterkri þjóð. Þótt við séum smáþjóð, ættum við að gera sömu kröfur til okkar sjálfra. íslenzka þjóðin er fullveðja. Iivorki þings né stjórnar að stýra með einveldisblæ. Lækning þings- ins á reikningsskilum langsum- manna er skoltulækning, helbert kák. Meinsemdin alólæknuð. En nóg efni i efa og grunsemdir í allar áttir. Minkun ef til vill fallið ó- maklega, en refsing farið fram hjá verðugum. Skapað fordæmi um yfirhylmingar og það um opinbera skilagrein sjálfrar fjárreiðu landsins. Hefði sá kosturinn verið vænst- ur að fara að ráðum Tímans, láta hreinsa til, rannsaka niður í kjöl- inn, lofa öllu að koma i ljós sem koma vildi án tillits til mann- greinarálits. Hefði það vakið traust landsmanna á trúnaðarmönnunum, en skotið skelk í bringu öðrum starfsmönnum hins opinbera, um að slanda ekki laklega í stöðu sinni — það hefði hreinsað and- rúmsloftið í landinu. Kynlegt er það fyrirbrigði, að engir af sparnaðar-prédikurum hægrimanna hafa talið eflir »rit- laun« I. E. en óskapast út af lægri fjárhæðum sem síður ork- uðu tvímælis. Hafa þeir verið undirslungnir um að breyfa ekki við þessum plástri, þar sem svo mikið af vsijndum annaraa var falið undir. Þögn liægri blaðanna og ofsi G. Sv. sönnun þess að þau vita um ástandið, en vilja umfram alt hjálpa til að lœkna í kyrþey. Eiga slík blöð skilið traust almenn- ings fyrir að vera á verði um þjóðarhaginn! í landsreikningamálinu skiftir að vísu miklu ef um tap skyldi vera að ræða, en það getur aldrei orðið svo mikið að það sé það versta. Frágangurinn, sleifarlagið, vottur- inn um aktaskrift á hæsta stigi, þetta er verra en alt annað, og á þessum stað hættulegast þjóðinni. Allur þessi glundroði, hringl með tölur, alt fálmið út í loftið, van- ræksla endurskoðendanna um að telja sjóði landsins, þetta alt er óbærilegt öllum þeiin sem út í þetta hugsa. Svo mikill vinningur væri í því að fá hreina og nákvæmaj' vel færða reikninga um eignir lands- ins og fjárreiður allar, að tilvinn- andi væri að gefa lil þess vænan hlut af »skökkum« langsummanna. ísafold reynir að telja almenn- ingi trú um að tekist liafi að lækna þetta i kyrþey og því sé engin þörf sérstakrar rannsóknar. En fyrst er það að þingið sem tók við öllum ráðgátunum í fyrra þeg- ar endurskoðunarmennirnir höfðu gefist upp við þær, greip til þess örþrifaráðs að slengja allri sökinni á landsverzlunarreikningana, og fói núverandi stjórn ekki með einu orði að grafast fyrir um ástandið í landsreikningnum sjálfum. í öðru lagi hefir rannsókn á landsverzl- unarreikningunum leitt það íljós, að þeim varð á engan hált komið heim við landsreikninginn. í þriðja lagi er það engin sönnun þess að ekki sé hin brýnasta þörf sérstakr- ar rannsóknar á reikningskilin 1914—15 þólt ekki gangi aftur allir »skakkarnir« i landsreikningum 1916. En sá reikningur er enn að öllu óendurskoðaður og verður því ekki hafður að sönnunargagni í þessu máli enn serti komið er. Þó má geta þess, og þá einkum til athugunar þeim sem einkum sporna á móti rannsókn á þessum málum, að peningaforði landssjóðs var talinn 31. desember 1915 kr. 1,189,918,12«. En þegar kemur fram á árið 1916 kemur það upp úr kafmu, að hann hafi verið tvö hundruð áttatiu og iveim þásundum átta hundrnð tultugu og einni krónu 61 eyri minni. Og svo halda sjálfir trúnaðarmennirnir þvi fram, »aö ekki þurfi að telja landssjóð«! G: M. Til athiignnai*. Á þessum tímum, sem nú standa yíir, þegar landið þarfnast t]ár, langt fremur venju, til þess að geta séð börnum sínum borgið, þarf ýmsra ráða að leita til þess að auka tekjurnar, án þess að nauðsynjarnar hækki í verði. Aðr- ar þjóðir taka það til bragðs, þegar svona er ástatt, að lolla ýmislegt, sem áður var ólollað, og þá einkum það, sem til munaðar- vöru telst, og er það hyggilegl og kennir mönnum að spara við sig óþörfu útgjöldin, eða að takmarka þau að minnsta kosti. 1 þessu sainbandi dettur mér í hug, að landsstjórn og þing gætu hjálpað Reykjavíkurbæ og fleirum til þess að auka tekjurnar, að þó nokkrum mun, með því að leggja 20 aura toll á hvern aðgöngumiða að kvikmyndahúsum, dansleikum, sjónleikum, lilutaveltum, sam- söngum og öðru þessháttar. Þeir, sem annars hafa ráð á því nú að verja peningum til þeirra kaupa, geta hæglega séð af 20 aurum til viðbótar fastagjaldinu, en »safnast þegar saman kemur«, og gæti Reykjavíkurbæ . orðið töluverður styrkur að þessuni lolli, sem síðan ætti að verja til dýrtíðarbjálpar handa fátæklingum bæjarins. Velvakandi. Sýslufundur Rorgfiröinga. Á nj7afstöðnum fundi sýslunefnd- arinnar í Borgarfjarðarýslu voru afgreidd um 40 mál, meðal ann- ars ákveðið nýtt sýsluvega kerfi. Tekinn upp í tölu sýsluvega kafl- inn að Innra-Hólmi af Akranesi. Sýsluvegagjaldið hækkað upp í 2 kr. Jafnað var niður 4000 kr. í stað 2100 kr. f. á. Ákveðið var að láta rannsaka vatnsafl hvera og lauga í Reykholtsdal í því augna- miði að reka iðnfyrirtæki, einkum að setja á stofn tóvinnu-verksmiðju með hlutafélagi. Ákveðið var að byrja i suinar að leggja veg af Borgarfjarðar- brautinni ofan Gufár, um Eski- holt, suður að væntanlegri brú á Hvítá, hjá Ferjukoti. Þaðan sem sýsluveg, upp á Götuás ofan Hests á póstleið. Hafa héraðsbúar lofað stórfé til fyrirtækisins. Fyrir fundinum lá reglugerð um kynbætur hesta. Þótti eigi tiltæki- legt að hrynda því i fullnaðarfram- kvæmd, sökum skorts á girðingar- efni og fleiru. Annars lalað alment um málið og sýnt fram á, að liin taumlausa hrossafjölgun kemur landsmönnum í koll, fyrst með örtröð í heimahögum og afréttum og svo eldur i hevjum ef hart er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.