Tíminn - 26.02.1930, Qupperneq 4

Tíminn - 26.02.1930, Qupperneq 4
86 TlMINN Málakunnátta er markmiðið — Linguaphonplötumar aðferðin. um mat á íslandsbanka 1 febrúar 1930 . -4» Á aðalbankanum í Reykjavík áætlum við töp á ýmsum skuldunautum................................. kr. 5.876.875,00 Auk þess er gengismunur á skuld bankans við danska póstsjóðinn, sem talin er í íslenzkum krónum á hlaupareikningi bankans, en eni danskar kr. 8.900.000,00, sem með gengi pr. 31/12. 1929 nemur — 849.080,00 og gengismismunur á £— sterlingsláni (1921), sem talin er á efnahagsreikningi bankans með gengi kr. 22,00 pr. £ og nemur sá mismunur.................. — 36.963,54 Krónur: 6.261.368,54 Á útibúi bankans í Vestmannaeyjum metur Jón Brynjólfsson tapið.................................. kr. Á útibúi bankans á Akureyri metur Böðvar Bjarkan tapið................................................. — Á útibúi bankans á Isafirði metur Jón Guðmunds- son tatpið............................................ — Á útibúi bankans á Seyðisfirði metur Svafar Guð- mundsson tapið.................... kr. 1.919.493,30 en frá því má draga............... — 126.818,82 sem þegar er afskrifað og verður tatpið því — 1.792.674,48 Samtals krónur: 9.328.033,02 205.000,00 260.000,00 808.990,00 í ljós, þegar hann gaf út fullt það seðlamagn, sem hann mátti hafa mest í veltu. Af reikningi bankans 1928 er auðséð, að gull- tryggingin fyrir þeim 4 milj. sem eftii* eru, hlýtur að vera of lítil, þegar frá eru dregnar þær 560 þús. sem seldar voru um leið og inndrátturinn fór fram. Banka- stjórarnir segja að það sem vant- ar á gulltrygginguna, sé fólgið í innieignum í öðrum bönkum. En þetta getur varla verið rétt, því að þá mætti bankinn að líkind- um ekki eiga neinar ósamnings- bundnar skuldir erlendis. 5. Auðvitað geta bankastjór- arnir ekki sannað það með neinu móti, að Landsbankanum hafi borið skylda til að endurkaupa þær 625 þús. í víxlum, sem Is- landsbanki fór fram á, að hann keypti 31. okt. s. 1. þegar hann dró inn seðlana. Eina vöm banka- stjóranna er sú, að allt fulltrúa- ráð íslandsbanka, að undanskild- um forsætisráðherra, hafi litið eins og þeir á þetta mál. Sú vörn er einskis virði m. a. af því, að það hefir komið fram alveg ný- lega, að fulltrúaráðinu hefir í mörgum atriðum verið mji-g lítið kunnugt um viðskipti bankanna. Það virðist t. d. ekki hafa vitað það fyr en málið kom til umræðu á Alþingi og í blöðum, að íslands- banki hafði hækkað seðlainn- dráttarskuld sína við Landsbank- ann um kr. 1.503.000.00 árið 1929. Var Landsbankinn því á þessu ári búinn að endurkaupa með inndráttarkjörum víxla fyrir 2i/2 sinnum meira en honum hefði borið skylda til að kaupa fyrir þann 31. okt., þegar íslandsbanki dró inn miljónina. Hér er því ekki um „gamla skuld“ að ræða eins og bankastjóramir segja í svari sínu, heldur skuld, sem stofnað var til á sama ári og inndráttur- inn fór fram. Ef bankastjórarnir hefðu ver- ið eins sannfærðir og þeir látast vera um að Landsbankinn hefði brotið lög, myndi sjálfsagt ekki hafa staðið á málshöfðun frá þeim á hendur honum. Hingað til hafa þessir menn a. m. k. tveir af þeim, ekki sýnt neina hlífð í viðskiptum, við ríkið. Nægir í því efni að benda á málaferli Islands- banka út af gullsölunni til ríkis- ins, að ógleymdri þeirri óafsakan- legu frekju, sem kom fram í því að fara fram á það, að Alþingi tæki á einni nóttu ábyrgð á allri skuldasúpu bankans og fjármála- afglöpum, og það að órannsökuðu máli og fyrirvaralaust. 6. Hér fara bankastjórarnir al- gjörlega með rangt mál, eins og fram kemur í grein forsætisráð- herra á öðrum stað í blaðinu. 7. Þá vilja bankastjóramir rétt- læta framkomu sína gagnvart Hambro’s Bank. En svo vill til, að Jón Þorláksson hefir nýlega á Al- þingi gefið skýringu á þessu framferði, og er trúlegt, að hann fari þar með rétt mál, þó að ekki sé skýringin viðfelldin. J. Þ. sagði sem sé, að bankastjóramir hefðu gefið þetta svar af því að svona yrðu allir bankastjórar að fara að til þess að hafa frið fyrir við- skiptamönnum sínum, en þegar búið var að loka bankanum hefði verið óhætt að segja sann- leikann. Halda bankastjórarnir, að nokkur maður trúi því, að þeir hafi ekki vitað neitt um örðug- leika bankans 2—3 dögum áður en bankanum var lokað? Vissu þeir þá ekki að Privatbankinn r var búinn að segja upp láninu? I; Vissu þeir ekki, að „bankinn var . tómur“? Sigurður Eggerz skýrði !; þó frá því í þingræðu, að um 10. jan. hefðu þeir bankastjór- arnir gjört þá uppgötvun „að sjóðurinn var farinn að minnka“! Samt síma þeir Hambro’s Bank að þeir „þekki ekki ástæðuna" til óróans, sem var að myndast um bankann. Umsvifaminnst væri fyrir bankastjórana að ganga vöflulaust inn á skýringu Jóns Þorlákssonar og játa, að þeir hafi komið fram við Hambro’s Bank alveg á sama hátt og þeim hefir farizt við Reykjavíkurbæ. 8. Bankastjóramir tala um „til- raunir sem voru gjörðar hér, til að vekja ótrú á bankanum". Hvað eiga mennirnir við með slíkum dylgjum? Hverjar voru þessar „tilraunir“ sem gjörðar voru „til að vekja ótrú á bank- anum“ og hverjir gjörðu þær til- raunir? Tíminn krefst þess af bankastjórunum, að þeir svari þessum spumingum tafarlaust og undandráttarlaust. Svo lengi sem bankastjórarnir haldast við inn- an veggja í íslandsbanka verður þeim ekki þolað það, að bera fram órökstuddan þvætting í þessu alvarlega máli. 9. Bankastjóramir neita því, að hafa boðið óeðlilega háa inn- lánsvexti. Jafníarmt játa þeir þó að hafa boðið 5% vexti af pen- ingum Reykjavíkurbæjar, sem lagðir voru inn 28. des. s. 1. Þetta reyna þeir að réttlæta með því, að peningarnir hafi átt að greiðast eftir 3—6 mánuði, í ap- ríl, maí og júní. Þó hljóta þeir að hafa vitað, eins og hag bank- ans þá var komið, að þeir urðu að festa þessa peninga í útlánum og að engar minnstu líkur voru til, að þeir gætu greitt þá aftur með því að lána þá út. 10. Það skal viðurkennt, að Sig. Eggerz sé þess full þörf að þvo hendur sínar eftir framkomu sína í bankamálinu á Alþingi undanfarnar vikur. En þýðingar- laus er sá handaþvottur. I viður- vist alls þingheims og fjölda á- heyrenda lét Sigurður þau orð falla, að bankastjórarnir hefðu oft ekki vitað að morgni, hvort þeir gætu haldið bankanum opn- um allan daginn. Nú gefur banka- stjórnin þá yíirlýsingu fyrir hönd Sig. Eggerz (S. E. virðist eftir því hafa gefið þessax- upplýsing- ar í umboði allrar bankastjórnar- innar), að hann hafi „ekki átt við mánuðina á undan bankalok- uninni, heldur sum tímabil frá fyrri árum“. Þessi skýring er ný sönnun þess, sem Tíminn hefir haldið fram, að lokun bankans hafi vofað yfir árum saman og hafi ekki þurft að kóma neinum á óvart nú. En auðvitað skildu allir ummæli Sig. Eggerz á þann veg, að þau ættu líka við „síð- ustu mánuðina“, a. m. k. allan tímann eftir að bankastjórarnir uppgötvuðu það, „að farið var að minnka í kassanum“. Eða ætlar Sig. Eggerz, eða þeir sem bera ábyrgð á orðum hans í þinginu, að reyna að telja mönnum trú um, að hagur bankans hafi verið einna skárstur síðustu mánuðina áður en honum var lokað! 11. Bréf bankastjóranna endar með yfirlýsingu frá Sig. Eggerz urn það, að ámæli í hans garð um árásir á Landsbankann, séu „grip- in úr lausu lofti“. Sjálfur leyfir hann sér að bera fram órök- studdar slúðursögur, um að reynt hafi verið að „vekja ótrú“ á Is- landsbanka og ætlast til að það sé tekið trúanlegt án frekari greinargjörðar. En um Lands- bankann má sýnilega tala nokkuð óvægilega, svo að það geti heitið „árás“ í munni Sig. Eggerz. En hér þarf engra frekari vitna við. Sig. Eggerz og sam- verkamenn hans í Islandsbanka eru sannir að sök. Sig. Eggerz hefir borið það fram opinberlega á Alþingi, að stjóm Landsbank- ans hafi brotið lög. Blaðið Vísir hefir gefið það ótvírætt í skyn, að Landsbankastjóminni myndi ósárt um þá fjárhagskreppu, sem leiða kynni af lokun íslands- banka. Morgunblaðið hefir ýtt undir sparifjáreigendur að flytja fé sitt úr Landsbankanum til út- landa. Og íslandsbankaliðið hefir unnið að því leynt og Ijóst að breiða það út um landið, að inn- stæður væru teknar út úr Lands- bankanum í stórum stíl og að fjárhag bankans erlendis hnign- aði óðfluga. Allt eru þetta ósæmilegar og hættulegar árásir á banka þjóð- arinnar. Og öll þessi aðför að Landsbankanum hlýtur að vera gjörð með vitund og vilja Sig. Eggerz. Samt þykist Sig. Eggerz ekki hafa sagt annað en það „að þjóð- bankinn hafi skyldu til að standa við hlið annara banka í landinu þegar á liggur“. Sé Landsbankinn í nokkru á- mælisverður vegna viðskifta bankanna, þá er það fyrir það að hafa veitt íslandsbanka meiri hjálp en lög stóðu til og meiri hjálp en rétt var. Áminningin um það, að Landsbankanum „hafi borið skylda til að standa við hlið annara banka“ er því sér- staklega illa viðeigandi, þegar hún kemur frá bankastjórum Is- landsbanka. Tíminn lætur að þessu sinni útrætt um bréf þeirra banka- stjóranna í íslandsbanka. En áð- ur en skilist er við þetta mál, vill blaðið benda bankastjórunum á það, að vel myndi á því fara, að næsta bréf þeirra yrði afsök- unarbeiðni til þings og stjórnar, fyrir þá leiðinlegu fákunnáttu í opinberum siðferðisvenjum, sem kemur fram í þaulsætni banka- stjóranna í störfum, sem þeir hefðu átt að hverfa frá um leið og þeir lokuðu bankanum. Ummæli forsætisráðherra. Ilerra ritstjóri! Þér hafið sýnt mér bréf banka- stjóra Islandsbanka til yðar dag- sett 19. þ. m. Vil ég út af því taka fram eftirfarandi. í 2. lið bréfsins segja banka- stjórarnir að engin beiðni hafi legið fyrir frá íslandsbankanefnd- inni í neðri deild um upplýsingar um rekstrarafkomu bankans síð- astliðið ár. — Mér koma þessi ummæli bankastjóranna mjög kynlega fyrir. Samkvæmt ósk frá formanni þessarar nefndar bar ég þessa ósk fram fyrir bankastjór- ana, einn eða fleiri, í lok eins bankai’áðsfundarins. Og einn af bankastjórunum svai'aði því að þetta væri sjálfsagt — ég fullyrði ekki að fleiri en einn hafi þá verið viðstaddur, enda var það fullkomlega nægilegt að bera þetta eiindi fram við einn banka- stjórann. En svo sem raun gefur vitni hafa bankastjóramir látið það dragast úr hömlu að gefa þessa skýrslu. Út af því, sem bankastjórarnir segja í 6. lið vil ég taka það fram, að það voru bankastjóramir, sem áttu uppástunguna um það, að Pétur Magnússon yrði fenginn til að meta bankann og það voru þeir, sem létu bera fram ósk um það við mig. Tryggvi Þórhallsson. -----o----- Frá Bandarik]unum hafa borizt tilmæli til íslenzku stjórnarinnar um það, að stjómin ákveði nú fljótlega siað, þann, sem hún teldi heppiiegast- an fyrir standmynd þá af Leifi heppna, sem Bandaríkin ætla að gefa íslandi á sumri komanda. Verður myndin gjörð að einliverju leyti með tilliti til staðarins. For- sætisráðherra hefir skipað Knud Zimsen borgarstjóra, Éinar Jónsson myndhöggvara og Matthías þórðar- son fornmenjavörð í nefnd til þess að athuga þetta mál og gjöra tillög- ur um staðinn. -----o---- Eignir þankans, sem telja má til frádráttar þessu, eru: Hlutafé bankans.................... Lagt til hliðar fyrir tapi......... Ágóði ársins 1929 ................. Á víðavangi. Ökuhraðinn á Kleppi. Það þótti talsverðum tíðindum sæta, þegar geðveikralæknirinn á Kleppi, Helgi Tómasson, var sekt- aður fyrir það, að hafa ekið bif- reið sinni á veginum milli Klepps og Reykjavíkur stórum hraðar en lög leyfa. Ennþá undarlegra þótti þetta þó, þegar það kom í ljós, að læknirinn hafði ekið svona hart einungis til þess að missa ekki af samferðamanni, sem hann þurfti að skeyta skapi sínu á. Ekki tókst lækninum betur að hafa hemil á skapsmunum sínum en bifreiðinni, því að viðtalið við samferðamanninn bar þann árangur, að læknirinn var líka sektaður fyrir meiðyrði! Síðan þessi saga gjörðist, hafa menn vitað, að Helga Tómassyni getur gleymst, hvað bifreiðar mega fara hart á Kleppsveginum, en til viðbótar hefir sannast, að honum er líka ókunnugt um þann öku- hraða, sem drengskapartilfinning manna hefir staðfest í opinberum viðskiptum. Tvö fyrirbrigði. Fyrir mörgum árum síðan kom fyrir í Danmörku hneykslismál sem vakti afarmikla athygli. Rík greifafrú hafði í arfleiðsluskrá gjört ráðstafanir á eignum sín- um, sem ættingjum hennar féll ekki allskostar í geð. Ættingjar þessir tóku til þess ráðs, að fá prófessor nokkum í læknisfræði við háskólann til þess að gefa vottorð um að konan væri geð- veik og arfleiðslan því marklaus. Síðar sannaðist það með vottorð- um annara lækna, að konan var alveg heilbrigð og hafði aldrei verið geðveik. Höfðaði hún þá þegar skaðabótamál gegn pró- fessornum, sem falsvottorðið gaf og lauk því máli svo, að prófess- orinn var dæmdur frá embætti kr. 4,500.000,00 — 853.088,18 — 441.870,82 og í háar sektir, og ekki talinn meðal heiðarlegra manna frá þeim tíma. Álíka atburðir virðast vera að gjörast um þessar mund- ir hér á íslandi, og með mögu- leikum til skyldra afleiðinga að því er mörgum mun finnast. ---0--- Innlendar fréttir Hæstiróttur hefir fyrir nokkru síð- an ákveðið, að málfærslan í vaxta- lökumáli Jóhannesar bæjurfógeta skuli vera skrifleg. Ekkert hefir heyrst af því máli síðan. Varðskipið Ægir kom hingað frá útlöndum síðastl. sunnudngsnótt. Hafði skipið m. a. meðferðis línu- byssur til notkunar við björgun, og eru þær handa varðskipunum Óðni og Hermóði. Eru þá öll strandpæslu- skipin búin björgunartækjum að meira og minna levti. — Pálmi Lofts- son forstjóri skipaútgjörðarinnai var meðal faiþega á Ægi. Kftir ósk bænda í Boryarfirði hefir atvinnumálaráðherra sent Níels Dun- gal þangað á ný, til þess að balda áfram rannsókn og lækningu á bú- fjársjúkdómunum í samráði við dýralækni. Árshátíð héldu samvinnumenn að Hótci Borg síðastliðinn iaugai'dag. Sátu ]iað samtals full 300 manns. Undir borðum voru fluttar margai' ræður, en hámarki náði veizlufagn- aður þessi, þegar Tryggvi þórhalls- son forsætisráðherra flutti ræðu fyrir minni Jónasar Jónssonar dómsmála- ráðherra, sem þarna var fjarstaddur. llrðu undirtektir veizlugestanna þá með þeim hætti, að þeir menn, sem hvggjast að fleyga Jónas Jónsson frá Framsóknarflokknum með veikinda- lýsingum, liefðu haft gagn af því að vera þá einhversstaðar nærstaddir. Ritstjóri: Gísli Guðinund*son, Hólatorgi 2. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta, kr. 5.794.959,00 Mismunur krónur: 3.538.074,02 Reykjavík, 25. febrúar 1930. Helgi P. Briem (iSlgn.) Stefán Jóh. Stefánsson Sveinbjörn Jóna«on (Sign.) (Sign.) ----o——

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.