Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 12

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 12
/ Islenska kvennahreyf ingin samstöðu landsmanna með þjóðerniskennd. Tímarnir breytast og við því verður að bregðast. Margbreytileiki kvenna skírskotar ekki til samstöðu, en hann er nauðsynleg regnhlíf sem allar konur og feministar geta sameinast undir, án þess að vera skilgreind á of tak- markandi hátt. En til hvers? Leiðir áherslan á margbreytileika kvenna til sundrungar í stað samstöðu? Hvað er framundan? Hugmyndafræði Kvennalistans kemur eins og áður segir úr mörg- um áttum. Hugmyndir vistfræðifeminista, róttækra menningar- feminista svo og sósíalískra og frjálslyndra feminista hafa haft áhrif, og hugmyndir póstmódernista komu skýrt inn árið 1991. Þá var lögð áhersla á margbreytileika kvenna, að þær yrðu að hafa frelsi til að skilgreina sig að eigin vild, vera hitt kynið á útjaðrin- um. Að sjálfsmyndir þeirra væru margbreytilegar og eðli þeirra verði ekki skilgreint lengur af körlum sem svona eða hinsegin. Stóra spuningin sem feministar spyrja sig gjarnan í dag er: Vilj- um við vera frjálsar á útjaðri samfélagsins, í ýmsum vel afmörkuð- um baráttuhópum, eða komast inn í miðju samfélagsins og breyta því um leið, að sjálfsögðu til betri vegar? Lokakaflinn í The Fem- inist Thought (Tong, 1998) kallast einmitt „Margins and centers” eða útjaðrar og miðjur, og gengur út á þetta. Þannig er staðan í kvennafræðunum nú, sumar konur vilja vera sem frjálsastar á út- jöðrum samfélagsins og vinna að kvenfrelsi utan við hefðbundnar stofnanir á eigin forsendum. Aðrar vilja ráðast til atlögu við kerf- ið í gegnum stjórnmálin eða við störf sín í akademíunni, í kirkj- unni, í skólum, á vinnumarkaðinum eða innan eigin fjölskyldu. Þannig verður staðan á næstu árum innan kvennahreyfingarinnar hér sem annarsstaðar. Kvennalistinn hefur valið þá baráttuleið að taka þátt í kosningum til alþingis og sveitarstjórna til þess að breyta samfélaginu. A meðan konur eru þar fáar verður breyting- in hægfara. Við sitjum t.d. ennþá uppi með þá staðreynd að æðstu embætti ríkisstjórna og utanríkisþjónustu eru kennd við herra, enda hefur ekki nema ein kona gegnt starfi sendiherra og aldrei verið nema einn kvenráðherra í ríkisstjórn landsins. Ríkisstjórnin notar ekki tækifærið þegar endurnýja þarf í liði ráðherra eða bankastjóra til að skipa konu í þessi störf, eins og dæmin sanna. Þó að öllum sé ljóst að kvennabaráttan eigi langt í land, ekki síst á sviði launamála, þá stöndum við nú frammi fyrir því að fylgið er of lítið til þeirra stórátaka sem nauðsynleg eru. Framundan eru formlega þeir valkostir að vera áfram lítill flokkur eins og nú, að hætta að bjóða fram til alþingis, að fara í kosningasamstarf með öðrum eða að eðlisbreyta Kvennalistanum á e-n hátt. Kvennalist- inn tekur nú þátt í samræðum við Alþýðubandalagið og jafnaðar- menn um málefnaskrá til 4 ára vegna sameiginlegs framboðs í næstu alþingiskosningum. Til grundvallar þeirri málefnaskrá byggjum við á jafnræði kynjanna og hugmyndafræði samþætting- ar, sem á ensku kallast mainstreaming. Hingað til hefur Kvennalist- inn verið utangarðs og óflekkaður af kerfinu. Svo gæti orðið áfram en það yrði óneitanlega spennandi að komast inn fyrir á landsvísu, eins og við höfum gert í sveitarstjórnum, verða hluti af stærra teymi, svo framarlega sem samstarfsaðilarnir reynast það sem Aristóteles kallaði „dyggðugir samstarfsmenn og vinir í starfi”. Það er engin tilviljun að samþættingarhugmyndafræðin eða að- ferðin er það lykilatriði sem við leggjum áherslu á. Eftir langt tíma- bil tvístraðrar kvennahreyfingar er þessi stefna orðin ofan á bæði í Norrænu samstarfi og hjá Evrópusambandinu, sem ætti að auka líkurnar á því að um hana náist samstaða. Samþætting þýðir að jafnréttismálin fá þá stöðu að verða miðlæg í allri stefnumörkun, að þau komist af útjaðrinum inn á miðjuna. Til að svo verði þarf vel skilgreind tæki eins og öfluga jafnréttisstofnun, fræðslu til ráðamanna og kynskipta tölfræði, þá þarf nauðsynlegt fjármagn og síðast en ekki síst þarf pólitískan vilja og skýr markmið. Þessi atriði eru ekki til staðar hjá núverandi ríkisstjórn, því miður. Með Ég er í viðbragðsstöðu Guðlaug Teitsdóttir samþættingu er stefnt að því að breyta öllum grunnstofnunum samfélagsins í jafnréttisátt þannig að konur og karlar hafi í raun ekki bara jafnan rétt heldur einnig jafna stöðu í þjóðfélag- inu. Aherslan á mismun og margbreydleika kvenna hefur gert konur úr ólíkum störfum, af mismunandi kynþáttum eða kyn- hneigð, konur sem búa við mjög mismunandi aðstæður for- vitnar um hagi hver annarrar um leið og viðurkennt er að allar raddir séu jafnréttháar og verði að heyrast, samanber fundaferð okkar stjórnarandstöðukvenna Konur hlusta. Framundan er því sérstakt tækifæri í íslenskum stjórnmálum til að setja kven- frelsi, jöfnuð og samábyrgð í öndvegi, en framtíðin leiðir í ljós hvort það tækifæri verður notað. En kvennabaráttan mun vafa- laust halda áfram í grasrótinni, hvað sem gerist í pólitíkinni og hvað sem Kvennalistinn gerir í næstu alþingiskosningum. 9mars síðastliðinn gekk ég niður ■ Laugaveginn í hópi kvenna sem vildu vekja at- hygli á því kynferðislega of- beldi sem viðgengst í okkar samfélagi. Mér varð hugs- að til allra þeirra kvenna sem ég veit að láta sig málið varða - hvar voru þær? Stígamót eru vissulega búin að sanna að þau eru komin til að vera, samtök sem kvennahreyfingin ól af sér. En getur verið að einhverjum detti í hug að nú sé málið þeirra? Á síðustu árum hefur björgum verið velt í jafnrétt- isbaráttunni en markmiðum félaga í Rauðsokkahreyfing- unni, Kvennaframboði eða Samtökum kvenna á vinnu- markaði hefur þó fjarri þvi verið náð til fulls. Það er ekkert auðveldara að láta lág laun duga þótt konur taki þátt I að semja um þau við atvinnurekendur og það er ekkert auðveldara fyrir konurnar á sjúkrahúsun- um að hlaupa hraðar þó svo fyrirskipunin komi frá konu. Það að ég finn mér ekki stað innan kvennahreyfingar í dag held ég að sé nú bara vegna þess að virk kvennahreyfing er ekki til í dag. Ég er grasrótarkona að upplagi og finn mér ekki stað innan flokksstofnana eða félaga þar sem mér sýnast hlutirnir frekar snúast um menn en málefni. í upphafi meðgöngutíma kvennaframboðs leist okkur þáverandi Rauðsokkum þannig á stöðuna að ef ekkert róttækt yrði að gert, lykju ekki aðeins við heldur dætur okkar einnig starfsævi í vanmetnum kvennastörfum, hálfdrættingar í tekjum og tækifær- um á við karla. Ég trúi því að sagan endurtaki sig og er í viðbragðsstöðu. Það er eðli hreyfinga að breytast og þróast. Styrkurinn felst alltaf í því að virkja fjöldann og missa ekki sjónar á stóra markmiðinu þó önnur náist á leiðinni. Gublaug Taitsdóttir er skálastjóri Einholtsskóla. Hún star/aði í Rauðsokkahreylingunni ag er ein afþeim sem átti hugmyndina að stofnun Kvenna- framboðsins i Reykjavík. Guðlaug var virk í Sam- tökum kvenna á vinnumarkaði á síðasta áratug. 12 v?ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.