Prentarinn - 01.10.2003, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.10.2003, Blaðsíða 2
Látnir félagar Elín Guðmundsdóttir, húsmóðir, fædd 16. júlí 1912, lést 12. júní 2003. Hún var meðal stofnenda Kven- félagsins Eddu árið 1948 og formaður um 20 ára skeið. Elín átti sæti í Félagsheimilis- nefnd H.Í.P. 1956-1967 og sá um rekstur félagsheimilisins. Elín var gift Stefáni Ögmundssyni, prenfara, sem lést 1989. Heiðar Guðlaugsson, fæddur 24. júlí 1927. Varð fé- lagi 1. október 1947. Tók sveinspróf í bókbandi 1947. Vann við bókband m.a. í Fé- lagsbókbandinu og Borgar- prenti þar til hann lét af störf- um sökum aldurs. Heiðar lést þann 7. júní 2003. Elín Jónatansdóttir, fædd 24. nóvember 1912. Varð félagi 22. september 1936. Elín vann alla tíð aðstoðarstörf í bókbandi. Síðustu árin í Odda þar til hún lét af störfum sökum aldurs. Elín lést þann 30. mars 2003. Jón G. Jóhannsson, fæddur 3. nóvember 1930. Varð félagi 5. febrúar 1951. Jón nam prentiðn í Prent- smiðju Jóns Helgasonar og tók sveinspróf í prentun 1950. Starfaði þar næstu árin en hóf störf í prentsmiðju Suðurlands 1959 og starfaði þar til ævi- loka. Jón lést þann 4. apríl 2003. Gunnar Maggi Árnason, fæddur 24. desember 1940. Gunnar Maggi hóf nám I off- setprentun í Lithoprent 1959 og tók sveinspróf 1964. Starf- aði síðan við iðngrein sína í Skotlandi og prentsmiðjunni Litbrá þar til hann stofnaði Prenttækni sem hann rak til æviloka. Gunnar Maggi starf- aði um árabil í sveinsprófs- nefnd í offsetprentun og var virkur þátttakandi í öllu starfi er laut að menntamálum prentiðnaðarins. Gunnar Maggi lést þann 23. ágúst 2003. Páll Ólafsson, fæddur 4. apríl 1940. Varð félagi 22. febrúar 1965. Páll hóf prentnám í Alþýðuprent- smiðjunni 19. september 1960 og tók sveinspróf 11. janúar 1965, starfaði þar til 1972. í prentsmiðju Árna Vald. til 1982. Steindórsprenti til 1992 og síðustu árin í Gutenberg. Páll lést þann 28. maí 2003. Sturla Tryggvason, fæddur 6. júní 1930. Varð félagi 1. október 1952. Sturla tók sveinspróf í bókbandi 1952. Starfaði í Bókfelli, Sveinabókbandinu og Odda. Sturla lést þann 3. júní 2003. 2 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.