Saga - 1961, Blaðsíða 154
Bjöm Sigfússon:
Trú á hrjósturvídd og útilegumem
ísland var víðáttumeira en nokkurt eitt þeirra „landa“,
sem landnámsmenn þess komu frá: Hörðaland, Háloga-
land, Upplönd í Noregi, Gautland, Jótland, Frísland, Skot-
land, Irland. Þótt það væri eigi mönnum byggjandi hið
efra, bjuggu eldfornar landvættir þar eins og Svínfellsás
og Snæfellsás, og snemma kveður Eyjólfur Valgerðarson
í Eyjafirði um það, að gamalt sé þokuland þetta og muni
standast árás Haralds blátannar Gormssonar, Danakon-
ungs: „Vér skulum Gorms af gömlu / Gandvíkur þoku-
landi / (hörð er von að verði / vopnhríð) sonar bíða.“
Fjarlægð íslands frá konungum þótti að sjálfsögðu góð
vörn, en þetta er elzta heimild, sem gera virðist ráð fyrir,
að ríkið unga eigi sér stoð í gömlum mögnum þoku vorrar
og firninda. Seinna var kveðið: „Skuggavaldi, skjólið
þitt / skyggi nú á landið mitt, / svo enginn geti á það
hitt ..."
Frelsiskennd og óþol gegn yfirvöldum er samkenni eyði-
merkurhirðingja, hvort sem þeir búa á túndrum norðurs
eins og Lappar og Samójedar, á söndum sunnar í heimi eða
ofarlega til fjalla. Þegar heimshornamenn hafa ferðazt
meðal íslenzkrar alþýðu, hefur skotizt upp úr mörgum
þeirra í riti og ræðu, að hún minnti sig á Bedúína eða hin-
ar og aðrar hirðingjaþjóðir, sem þeir hafa kynnzt. Þetta
er mjög tengt við gamalt hátterni hérlendis, eins og lesa
má út úr fornsögum okkar. Atvinnu- og landfræðisaga
íslands veitir meginskýringuna.
Fimm sjöttungar íslands eru gróðursnauðir nú, þótt
smávinjar séu til afréttardrýginda þar á sumrin. Nýjustu
rannsóknir benda til, að rúmur helmingur lands hafi
raunar verið gróinn fyrstu aldir landsbyggðar, og hefur