Eimreiðin - 01.04.1929, Page 40
EIMREIÐIN
Veraldir í smíðum.
Eftir Clyde Fisher
(forstööumann stjörnufræöideildar náttúrusögusafns Bandaríkjanna).
Allir reyna að einhverju leyti að gera sjálfum sér grein
fyrir himingeimnum. Undir eins og menn hafa veitt eftirtekt
sýnilegum hreyfingum himintunglanna, þrá þeir að fá að vita
eitthvað um uppruna þeirra. Nægar sannanir eru fyrir því,
að jörðin hefur ekki ávalt verið eins og hún er nú. Oss dettur
ekki í hug að halda, að kolalög jarðarinnar, leirlög, sand-
steinn og marmari, steingerfingarnir í klettunum eða árgljúfrin
miklu í Colorado, hafi í upphafi verið eins og þau eru nú.
Það þarf ekki nema takmarkaða þekkingu í jarðfræði til þess
að ganga fljótt úr skugga um, »að ekkert er óbreytanlegt
nema eilífur breytileikinn*, — að öll þessi fyrirbæri, og önnur
slík, hafa tekið fjölmörgum breytingum og að þau eiga langa
æfisögu skráða — æfisögu, sem hægt er að rekja, ef vér
aðeins erum læs á bók náttúrunnar. Eins er um veraldir þser,
sem liggja utan við vora jörð. Því nánar sem vér rannsökum
þær, þeim mun betur göngum vér úr skugga um, að alheim-
urinn hefur verið, er og verður sífeldum breytingum undir*
orpinn.
Undir eins í bernsku tökum vér eftir því, að sólin kemui'
upp í austri, gengur leið sína yfir himininn og sezt í vestri.
Þetta er áreiðanlega einhver allra fyrsta stjörnufræðilega at-
hugunin, sem hver maður framkvæmir. Oss finst hún í fyrstu
eins óskeikul eins og forfeðrum vorum fyrir fáum öldum, sem
trúðu því, að sólin gengi kringum jörðina. Sama héldu menn
einnig, að ætti sér stað um tungl og stjörnur. Jörðin var taliu
þungamiðja alheimsins.
Það var ekki fyr en stjörnufræðingarnir höfðu lært að 9era
hinn mikilvæga greinarmun raunverulegra hreyfinga og þeirra-
sem eru blekking einber, og þeim skildist, að sólin er mið"
stöð sólkerfis vors, að hægt var að koma fram með skyn-