Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 33
Hvað gerðist í Tunguska? GUNNLAUGUR BJÖRNSSON Þann 30. júní árið 1908 varð mikil sprenging við Tunguska-fljót í mið- hluta Síberíu, skammt frá verslunar- stað hirðingja, Vanavara. Sprengingin varð í rúmlega 8 km hæð og hefur lengi verið talið að þar hafi loftsteinn eða halastjarna fallið til jarðar og sprungið. Enn þann dag í dag hefur þó ekkert fundist, þrátt fyrir ítarlega leit, sem getur skorið úr um það með óyggjandi hætti hvað þarna var raunverulega á ferðinni. hverjum sólarhring falla mörg hundruð tonn af ryki og smá- steinum utan úr geimnum til jarðar. Yfirgnæfandi hluti þessa efnis er örfínt ryk sem brennur hratt upp í gufuhvolfinu í mörg hundruð kílómetra hæð. Við brunann verða rykkornin afar skært lýsandi brot úr sekúndu eða fáeinar sekúndur, nægilega lengi til að þau birtast okkur sem stjörnuhröp. Stöku sinnum koma smásteinar, allt upp í nokkur hundruð grömm, æðandi inn í gufuhvolfið. Vegna stærðarinnar geta þeir komist langt niður í hvolfið, jafnvel niður Gunnlaugur Björnsson (f. 1958) lauk B.S.-prófi í eðlisfræði frá Háskóla íslands 1982. Hann var kennari við Fjölbrautaskólann á Akranesi 1982- 1984, stundaði rannsóknir um fjögurra ára skeið við Nordita í Kaupmannahöfn og lauk doktors- prófi í stjarneðlisfræði frá University of Illinois 1990. Gunnlaugur hefur starfað hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans frá 1991. fyrir um 100 km hæð. Geta þeir orðið svo bjartir að í nokkrar sekúndur verði nánast lesbjart falli þeir á dimmri nóttu. Líklegt er að loftsteinninn sem sást víða að á íslandi undir lok janúar 1998 hafi verið í þessum stærðarflokki, en sjaldgæft er að jafnvel þeir nái alla leið til jarðar. I byrjun desember 1997 sást einnig allstór loftsteinn yfir Grænlandi og segja sjónarvottar að hann hafi ekki bara verið afar bjartur heldur hafi líka fylgt honum drunur, og sumir segja að frá honum hafi gustað í annars stafalogni. Náðist meira að segja af honum vídeómynd á eftirlits- myndavél á bílastæði. Með ítarlegri könnun og samprófun vitnisburða allra sjónarvotta, ásamt mælingum á vídeómyndinni, tókst að ákvarða hugsanlegan lendingarstað steins- ins á Grænlandsjökli með allnokkurri ná- kvæmni. Sumarið 1998 var gerður út leiðangur til leitar að leifum steinsins á jöklinum, en hún bar ekki árangur. Er nú talið líklegast að steinninn hafi ekki náð til jarðar heldur brunnið upp í nokkurri hæð. ítarlega er fjallað um leitina að leifum steinsins á Grænlandi í nóvemberhefti Scientific Ameri- can (Gibbs 1998). Nokkur dæmi eru til um hnullunga sem náð hafa alla leið til jarðar. Árið 1954 kom t.d. steinn í gegnum húsþak í Alabama í Banda- ríkjunum. Skall steinninn í gólfið, skoppaði og lenti í mjöðm húsfreyjunnar. Hlaut hún af þessu allnokkra áverka en beið ekki veruleg- an skaða. Árið 1992 lenti 27 kg hnullungur á stærð við fótbolta á skottloki bfls í New York-ríki. Fór hann í gegnum skottið og skemmdi bílinn töluvert. Tryggingafélag Náttúrufræðingurinn 69 (1), bls. 31-34, 1999. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.