Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 27
Séra Einar Sturlaugsson, prófastur, Patreksfirði Séra Einar Sturlaugsson, prc- fastur á Patreksfiroi, lézt á Landspítalanum í Reykjavík þann 23. sept. s. 1. eftir rúmlega tveggja mánaða legu. Heð sr. Einari er horfinn úr prestastétt landsins mikill starfsmaður, samvizkusamur embættismaður og góður dreng- ur. Er að honum hin mesta eftir- sjá og það því fremur sem hann var maður á bezta aldri, er hann lézt, eða aðeins rúmlega fimm- tugur Séra Einar Sturlaugsson Sr. Einar var fæddur að Þiðriksvöllum í Steingrímsfirði 21. marz 1902, sonur hjónanna Sturlaugs Einarssonar og Guðbjargar Jónsdóttur, er lengi bjuggu að Snartartungu. Lar ólst Einar upp og dvaldi í foreldrahúsum til fulltíða- aldurs. Hjá honum vaknaði snemma löngun til þess að afla sér menntunar fram yfir það, sem hann gat notið heima. Gekk hann fyrst í Flensborgarskóla, en lauk síðan gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri, en settist í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík haustið 1923 En stúdentsprófi lauk hann vorið 1926, en hóf síðan guð- fræðinám og lauk kandidatsprófi í guðfræði vorið 1930. Á námsárunum vann hann nokkuð fyrir sér með kennslu- störfum, því að hann varð að mestu að brjóta sér braut af eigin rammleik. Haustið 1930 vígðist sr. Einar til Eyrarprestakalls í

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.