Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 42
SIGURÐUR THORLACIUS: Sjálfstæði fslands I sama mund og Bretar hurfu á brott héðan með meginherafla sinn birtist í stórblaðinu Times í Lundúnum greinarkorn um ísland. Var þar áherzla lögð á-viðkvæmni Islendinga og tortryggni í sam- bandi við sjálfstæðis- og þjóðernismál og Ameríkumönnum bent á erfiðleikana, sem blytu að skapast í sambýli við slíka þjóð. Hér verður ekki lagður dómur á sannleiksgildi þessara ummæla enska blaðsins, en bitt er víst, að ástæður höfum vér íslendingar nægar til þess að vera viðkvæmir í sjálfstæðisbaráttu vorri, og til- efna til tortryggni sýnist ekki heldur þurfa langt að leita nú á síðustu tímum. Vér íslendingar ættum flestum þjóðum fremur að kunna skil á blessun óskoraðs frelsis og bölvun erlendrar ánauðar. I nálega fjór- ar aldir, meðan þjóðin var sjálfstæð og réð fram úr öllum vanda- málum sínum á eigin spýtur, blómgaðist hér á landi athafnalíf og fjölskrúðug menning, sem var sérstæð á heimsmælikvarða og tók í ýmsum greinum langt fram því, sem tíðkaðist á sama tíma með öðrum þjóðum. Svo komu hin örlagaríku umskipti. Með fagurgala og hótunum, mútum og hvers konar stjórnmálabrellum voru höfð- ingjar þjóðarinnar ginntir og keyptir til að afsala sjálfstæði þjóð- arinnar í hendur erlendu valdi. Úr því bauð hver ógæfan og niður- lægingin annarri heim. Hinir erlendu valdhafar færðu sig smám saman upp á skaftið, rufu orð og eiða. Ágætustu leiðtogar þjóðar- innar og menningarfrömuðir voru óvirtir af óvöldum erlendum dónum, dýrgripum og þjóðminjum rænt og flutt burt úr landinu, en alþýða svelt og þrautpínd með sköttum og verzlunarokri. Loksins tókst fyrir örugga og sleitulausa baráttu fórnfúsra og framsýnna leiðtoga með alþýðu og menntamenn að bakhjalli að endurheimta sjálfstæðið eftir meir en 600 ára ánauð, og jafnskjótt hófst nýtt blómaskeið bókmennta, lista og hvers konar framfara. Þannig er í örstuttu máli sögulegur baklijallur þjóðernistilfinn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.