Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Blaðsíða 102
96 TIMARIT MALS OG MENNINGAR í mörgum sveitum, jafnvel heilum sýslum, eru engin stór land- búnaðarfyrirtæki til, heldur er vinnuorkunni sóað í óhagrænum smáfyrirtækjum, sem eru þess ómegnug að veita verkamönnum sínum viðhlítandi lífskjör, livort heldur afurðaverðið er hátt eða lágt. Orkusólundun manna er haldið við með opinberum styrkjum í ýmsu formi, líkt og væri um fagrar listir að ræða. Slíka vinnu, sem á í raun og veru ekki skylt við alvarlegan landbúnað og hvorki hefur þjóðfélagslegt né þjóðhagslegt markmið, nefndi ég einhvern tíma „kjánalegt sport“, og taldi ekki aðra geta leyft sér en milljóna- mæringa. Afturhaldið sparar hins vegar ekki í áróðri sínurn að setja þessari orkusólundun ýmis óhlutkennd markmið, jafnvel dul- spekileg, og reyna með viðkvæmu, smeðjulegu orðalagi að telja einyrkjum og öðrum smáframleiðendum trú um, að þeir séu vígð- ir nokkurs konar helgri köllun, sem nálgast helzt hugsjónir mein- lætalifnaðar. Ýmsir smábændur trúa þessari þvælu, sem afturhalds- kontóristar hér í höfuðstaðnum eru Iátnir sjóða saman, og til eru fátækir sveitamenn, sem skrifa þetta upp aftur með örlitlum orða- hreytingum og senda á prent hér fyrir sunnan, og halda síðan að þeir hafi fundið púðrið. I ritgerð af þessu tagi, sem er nýkomin fram, eftir smáframleiðanda í Norðurlandi, gegn skipulagi land- búnaðar, er þetta dularfulla sjónarmið hafið til fagnaðarboðskapar. Segir höfundur, að afvega leiddir menn haldi því fram, að bændur þurfi „að rækta landið og nota sem mest véltækni til að geta fram- leitt sem ódýrastar landbúnaðarvörur til þess að borgarbúar kaupi þær.“ Höfundur kemst svo að orði um þessa skoðun á hlutverki landbúnaðarframleiðslunnar: „Að halda þessari kenningu fram er háskamál fyrir bændur. . . . Vér eigum að nota vaxandi ræktun til þess að byggja upp sveitirnar og rækta, en ekki til þess að gefa borgarbúum mat.“ M. ö. o., landbúnaður hefur ekkert þjóðhagslegt markmið né tilgang, ekkert þjóðfélagslegt inntak. Framleiðslu landbúnaðarafurða á ekki að stunda til að uppfylla þarfir þjóðar- innar, heldur sem list fyrir listina. Vítahringurinn er hér gerður að hugsjón í landbúnaði á mjög sérkennilegan hátt, sem vitaskuld er fremur efni fyrir sálfræðinga en innlegg um landbúnaðarmál: þarna er ágæt sýning á sálarlífi stéttvillts verkamanns, manns, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.