Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sjómannablašiš Vķkingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sjómannablašiš Vķkingur

						Kastað í Flóanum
eftir Ásgeir Jakobsson
Itilefni af þvi að 100 ár eru um þess-
ar mundir frá upphafi íslenskrar
togaraútgerðar hefur Bókafélagið Ugla
gefið út i endurskoðaðri gerð bók Ás-
geirs Jakobssonar um upphaf togveiða
við ísland, Kastað í Flóanum, sem
fyrst kom út árið 1966.
Samfelld islensk togaraútgerð hófst
með komu togarans Coots til Hafnar-
fjarðar 6. mars 1905. Landsmenn
höfðu brugðist ókvæða við veiðum út-
lendra togara við landið og vildu ákaft
banna veiðarfæri þeirra, botnvörpuna,
sem þeir sögðu „voðalegri en svarta-
dauða". Útgerð Coots sló á þessa bölsýni
og sýndi fram á að botnvarpan leiddi til
viðreisnar en ekki „gereyðingar lands-
ins". Togaraöld gekk í garð og íslenskt
þjóðfélag tók stakkaskiptum.
I bókinni Kastað í Flóanum er rakin
sagan af upphafi togveiða við ísland. Lýst
er baráttu landsmanna gegn botnvörp-
unni og tilraunum útlendra auðjöfra til
togaraútgerðar á íslandi. Brugðið er upp
lifandi mannlýsingum af þeim sem við
sögu koma, svo sem Einari Benedikts-
syni, Jóni Vidalín og Indriða Gott-
sveinssyni, fyrsta íslenska togaraskip-
stjóranum. Stórfróðleg og bráð-
skemmtileg lýsing á aldarfari á íslandi
fyrir 100 árum þegar stigin voru fyrstu
skrefin í mestu atvinnubyltingu ís-
landssögunnar.
Sjómannablaðið Víkingur birtir hér
nokkra þætti úr þeim kafla bókarinnar
Kastað í Flóanum þar sem segir frá
fyrsta íslenska togaranum, Coot, sem
kom til landsins fyrir einni öld.
Coot - fyrsti íslenzki togarinn
Blöð frá þessum tíma herma, að 28.
september 1904 hafi verið stofnað í
Reykjavík félag, sem hét Fiskveiðahluta-
félag Faxaflóa, með 25. þús. króna hluta-
fé, sem átti að vera greitt fyrir desember-
lok þess árs.
Tilgangur félagsins var sagður sá, að
gera út eitt skip til botnvörpuveiða og
skyldi það leggja upp afla sinn hérlendis
og afla Reykvíkingum soðmetis á öllum
árstíðum.
Vilhjálmur Þ. Gíslason, sem kunnug-
leikann hafði, staðfestir í sinni Sjó-
mannasögu, að það hafi verið höfuðtil-
gangur félagsins soðmataröflun fyrir
Reykvikinga.
Þannig var málið lagt fyrir af stofnend-
um og ekki heldur efamál að skipið átti
að verða soðmatarskip fyrir Reykjavík.
í stjórn félagsins voru August
Flygenring og var hann formaður, Arn-
björn Ólafsson og Björn Kristjánsson.
Birni segist svo frá aðdraganda og kaup-
unum á Coot:
Ég hafði á þessum árum haft áhuga
fyrir því, að íslendingar reyndu þorsk-
veiðar með botnvörpuskipum og borið
fram tillögu um það á þingi, að vér
mættum leigja 1-2 botnvörpuskip til
þeirra tilrauna, en þingið hafnaði því.
Enn hafði ég og nokkrir kunningjar
mínir áhuga fyrir þessu. Við Einar Þor-
gilsson kaupmaður komum okkur þvi
saman um að stofna hlutafélag [auðk.
hér] í því skyni að kaupa nothæft botn-
vörpuskip til þessara tilrauna. Ég hafði
orðið mér úti um upplýsingar um hvar
bezt mundi vera að kaupa slíkan botn-
vörpung. í Aberdeen hafði banki nokkur
umráð yfir að selja nokkur botnvörpu-
skip, sem félag nokkurt í Glasgow hafði
átt, en orðið gjaldþrota.
Eitt þessara skipa hét Coot, byggt
1897, brúttó 141,45 smálestir og átti að
kosta kr. 35.000,00 eins og það stóð þar.
Þegar við höfðum fengið þetta tækifæri
stofnuðum við 7 menn hlutafélag með
5000 kr. hlutum, og áttu þessir menn
hlutina, Einar Þorgilsson, Indriði Gott-
sveinsson, skipstjórinn, Þórður Guð-
mundsson, Görðum, Arnbjörn Ólafsson í
Keflavík, séra Jens Pálsson með tveimur í
félagi við sig og ég. Og firma í Hamborg,
sem gerði það fyrir mín orð að taka sjö-
unda hlutinn.
I ársbyrjun 1905, fórum við svo til
Aberdeen og keyptum skipið í febrúar-
mánuði, og létum setja það að öllu leyti í
gott stand með veiðarfærum og öðrum
útbúnaði. Allt þetta kostaði kr.
10.000,00. Skipið altilbúið kostaði því 45
þús. krónur. 35 þús. kr. greiddum við
þegar, en fengum umlíðun á hinu, sem
eftir stóð. Þetta var því fyrsti botn-
vörpungurinn sem keyptur var til ís-
lands, og lagði hann af stað 1. marz
1905.
Einar Þorgilsson var nú valinn fram-
kvæmdastjóri, eins og hann hafði verið
valinn fyrir skútufélagið. Skipið fór að
fiska þegar það kom, og gekk fremur vel.
I árslok voru reikningar gerðir upp, og
sýndi það sig, að óhætt var að greiða
hluthöfum 10% af hlutafé þeirra. Auk
þess var greitt af skuldinni.
Næsta ár gekk vertiðin ennþá betur,
var skuldin þá greidd að fullu, og hlut-
höfum greiddur 15% arður. Þriðja árið
gekk það tregar, urðu útgjöldin það ár
kr. 53.484,08 en tekjur 58.476,43. En
fjórða veturinn strandaði Coot í sunnan-
verðum Faxaflóa og bjargaðist áhöfnin.
Þessi vitnisburður Björns Kristjánsson-
ar staðfestir það með vissu, sem haldið er
fram í fyrstu útgáfu þessarar bókar
(1966) og þar byggt á minnisblöðum
Indriða Gottsveinssonar, að Fiskveiða-
hlutafélag Faxaflóa var ekki kaupandi
Coots: „Við, Einar Þorgilsson kaupmað-
ur, komum okkur því saman um að
stofna hlutafélag" - og það félag var ekki
stofnað formlega fyrr en um sumarið
1905 og þá með öðrum hætti en ætlað
hafði verið.
Upphaf mikillar ferðar
Nú víkur sögunni aftur til haustsins,
sem Fiskveiðahlutafélagið fæddist og dó.
í október 1904 fær Einar Þorgilsson, út-
gerðarmaður og kaupmaður í Hafnar-
firði, Indriða Gottsveinsson, þekktan
skútuskipstjóra, til að fara út til Eng-
lands að kaupa kútter. Einar hafði misst
skip á vertíðinni 1904 og vildi bæta sér
þann missi.
Indriði Gottsveinsson hélt af stað til
Englands í lok október 1904. Samskipa
honum var Guðmundur Þórðarson frá
Hálsi í Kjós, þá trésmiður i Reykjavík
(síðar kunnastur sem „Guðmundur í
Gerðum") og hafði mikið umleikis,
smíðaði stórhýsi og hafði margt manna í
vinnu, því að hann var atorkumaður.
Guðmundur hugðist snúa sér að útgerð
og var í kútterakaupleiðangri eins og
Indriði. Þeir félagar fóru utan með Skál-
holti og tóku Noreg og fóru þaðan til
30 - Sjómannablaðið Víkingur
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48