Morgunblaðið - 12.05.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.05.1936, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 12. maí 1936. MORGUNBLAÐIÐ 8 Hörmulegt slys á enskum togara. Stjórn Síldarverksmiöja rikisins vikið frá meö bráöabirgöalögum. Tveir hásetar biðabana. Tveir hættu- lega meiddii. Azana foi'seti Spánverja. Thomas, nýlenclnmálaráðherra Breta. Hvað gerði Alþingi? Hækkaði slórlega úf gjöldin og jók skulda< byrði landsins. §ljórnurfIokkarnir halda áfram að svikfa ko§ningaloforðin. ’þá er þingið farið * heim að þessu sinni. Það sat 85 daga og sam- þykti 55 lög. þykti. Með þessum !<>arum á að einoka alla vinnu ríkis og rík- isstofnana, en bannað að bjóða verkin út í frj^lsri samkepni. Þá eru Jarðræktarlögin nýju Enski togarinn Berk- shire kom hingað til Reykjavíkur um miðaft- an í gærkvöldi með lík tveggja skipverja, sem farist höfðu af slysi, og tvo menn aðra, meidda. Þegar skipið Iagðist að hafn- arbakkanúm hjá kolahegran- um, fór frjettaritari Morgunbl. um borð í skipið og ná|Si tali af skipstjóranum. Honum sagðist svo frá: — Um kl. 1 í dag vorum við að toga norðvestur af Reykja- vík út á svonefndum Köntum. Veður var gott, en stinnings- kaldi á vestan, nokkur undir- alda og talsverður sjór. 1 næsta drætti á undan höfð- um við fengið talsvert mikinn fisk, og voru menn að koma aflanum frá sjer áður en næsti dipáttur kæmi. En meðan á aðgerðinni stóð og við vorum að toga, vildi svo til að afturvírarnir urðu fastir og varð þá átakið svo mikið, að þeir kiptu hnöllunum (poll- ards) upp úr þilfarinu, og köst uðust þá vírarnir til stjórn- borða. Fjórir af mönnum þeim, sem voru að vinna á þilfarinu að frágangi aflans úr fyrra drætti, urðu fyrir vírunum. Rotuðust tveir þeirra samstundis. Annar var hásetinn Siniava frá Grimsby. Hann lætur eftir sig ekkju og 9 börn. Hinn var há- setinn Steeles, ökvæntur, en átti fyrir aldraðri móður að sjá í Grimsby. Undir eins og slysið varð hjuggum vjer á botnvörpu- strengina og sigldum beina leið til Reykjavíkur. Mennirnir, sem meiddust, heita Gerrey og Watson. Voru þeir fluttir í sjúkrahús til þess að athuga meiðsli þeirra. Morgunbl. átti litlu seinna tal við Magnús Pjetursson bæj- arlækni. Hafði hann skoðað hina sködduðu menn, en sagði að meiðsl þeirra væri ekki hættuleg og mundu þeir bráð- lega ná sjer aftur. Þá sagði skipstjórinn á Berkshire að slysið hefði borið svo brátt að ekki hefði skift neinum togum. Óhappið hefði komið eins og elding, og ekkert hefði verið hægt að gera til að afstýra því, eða draga úr því. —.——-— „Merkustu lögin“. Þingið samþykti mörg „merk lög“ að þessu sinni, sagði for- seti sameinaðs þings við þing- lausnir. En hver þessi ,,merku lög“ voru, gat forsetí ekki. Aðalmálgagn ríkisstjórnar- innar, Alþýðublaðið. reynir að bæta úr þessu. Það nefnir nokk- ur hinna „merkustu laga“, sem þingið samþykti. Það nefnir ríkisútgáfú skóla- bóka. Þetta ér ný einokun, ékki aðeins á sjálfum skólabókun- um, heldur verður í 'skjóli þess- ara laga reynt að koma á and- legri einokun. Rauðu flokk- arnir þykjast þurfa að hafa strangara eftirlit með því, hvað börnunum verði kent í skólun- um. Það þarf að byrja í tíma, að innblása þörnunum hina „rjettu trú“. Rauðu flokkarnir sóttu það ákaflega fast á þinginu, að fá prestum landsins fækkað stór- kostlega, en tókst ekki að þessu sinni. Þessi prestafækkun hefir vafalaust staðið að einhverju leyti í sambandi við hina ,rjettu trú‘, sem nú á að fara að boða í barnaskólum landsins. Þá telur Alþýðublaðið lög um landssmiðju meðal hinna „merku laga“, er þingið sam- í tölu hinna „merku laga“, að dómi Alþýðublaðsins. Þetta eru ný refsilög á bændur landsins. Annar höfuðþáttur þessara laga er um það, að Búnaðarfjelag Islands og Búnaðarþingið skuli gerð ómyndug. Hinn höfuðþátt- urinn er um það, að refsa þeim bændum, sem mest og best hafa unnið að jarðabótum.Þetta er á- reiðanlégá Ijótasta löggjöfin, sern Alþingi hefir nokkru sinni samþykt. Nokkur fleiri lög nefnir Al- þýðublaðið, en klykkir svo út með þingskaparbreytingunni og telur þau lög einna „merk- ust“, enda miða þessi lög fyrst og fremst að því, að efla ein- ræðisstefnu þá, sem ríkt hefir á Alþingi síðustu þingin. Það er eftirtektarvert, að x upptalningu Alþýðublaðsins á hinum „merku lögum“, sem Al- þingi samþykti, eru ekki nefnd ein einustu lög, er snerta fjár- málin og atvinnuvegi lands- manna. Skyldi þetta stafa af gleymsku, eða þá hinu, að sam- viskan sje ekki sem best? — Vafalaust er það hin slærft^ samviska, sem þessu veldur. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Bráðabirgðalögin voru ákveðin meðan þingið sat. ' i ' Sjómenn og útgerðarmenn missa sína fulltrúa. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum, er Morg- unblaðið hefir fengið, símaði ríkisstjórnin í gær út bráðabirgðalög um breyting á stjórn Síldarverksmiðja ríkisins. Með þessum bráðabirgðalögum á að reka hina þingkjörnu fulltrúa úr stjórn verksmiðjanna, en atvinnumálaráðherra skipar menn í staðinn. Þessi ákvörðun var tekin löngu áður en þingi sleit, en stjórnin treysti sjer ekki til að koma lagabreytingu gegn um þingið! Er því hjer um að ræða fullkomið gerræði gegn Alþingi, gerræði, sem á engan sinn líka í okkar þingsögu. Þessi fáheyrða ráðstöfun er gerð til þess að tryggja völd Framsóknarflokksins í verksmiðjunum, m. a. til þess að hætta að kaupa bræðslusíld fyrir fast- ákveðið verð og fara að greiða út á hana hluta af áætlunarverði, eins og síld areinkasalan gerði. Þá á að koma Jóni Gunn- arssyni afttir í fram- kfaemdastjórastöðuna, þeg ar ráðningartími Gisla Halldórssonar er úti. Sósíalistar stóðu lengi ákveð- ið móti kröfum Framsóknar- flokksins um aukin völd í verk- smiðjunum. Þeir neituðu að láta Jón Gunnarsson halda á- fram. Þeir neituðu að taka Þor- stein M. Jónsson á 12 þús. kr. laun við hliðina á Gísla Hall- dórssyni framkvstj. En þegar kom fram í marsmánuð, stöðv- aði Framsóknarflokkurinn af- greiðslu skólabókaffumvarpsins og fleiri merkra(!) mála Al- þýðuflokksins, og hótaði sósí- alistum loks að rjúfa þing og stofna til nýrra kosninga, ef þeir gengi ekki inn á breytingu á stjórn verksmiðjanna. Þá gáfu alþýðuhetjurnar sig. Sigurður Einarsson og aðrir „uppbótar“ þingmenn flokksins voru hræddir um að missa þing- sæti sín, ef til kosninga kæmi og vildu alt til vinna, að fá sem lengstan gálgafrest. Ríkisstjórninni var það ljóst, að hún hafði ekki ör- uggan þingmemhluta til þess að' koma breytingu á verk- smiðjulögunum gegnum þingið. Þessvegna var ákveðið á leyni- fundi þ. 30. mars, að bíða þar til þing væri slitið og gefa þá út bráðabirgðalög til þess að bola fulltrúum Sjálfstæðis- manna úr verksmiðjustjórn- inni. Var ákveðið að gefa lög þeSsi út fyrsta eða annan virkan dag, eftir að þingi væri slitið! Daginn eftir þingslit, var fulltrúum sósíalista í verk- smiðjustjórninni, Jóni Sigurðs- syni erindreka og Páli Þor- björnssyni alþm., skipað að segja af sjer umsvifalaúst. n‘ Og í gær, fyrsta virkan dag eftir þingslit, símuðu svo lýð- ræðishetjumar í ráðherrastól- unum bráðabirgalögin tif‘ kon- ungs, og er úrsögn þessara tveggja þingkjörnu fulltrúa færð sem ástæða fyrir hinni aðkailandi lagabreytingu! Ákveðið er að endurskipa engan úr núv. stjóim rvjsrk- smiðjanna, en hána skipa: Sveinn Benediktsson, Jón Þórð- ai’son, kosnir af þingflokki Sjálfstæðismanna, Jón Sigurðs- son og Pál Þorbjörnsson kosnir af stjórnarflokkunum, ,og Þor- móður Eyjólfssoa, skipaður af atvinnumálaráðheKra. — Þing- kjörnu mennirnir fjórir eru kosnir af Alþingjlhtil áríjlpka 1937 og Þormóðurr iskipaður af atvinnumálaráðherra til saraa tíma. Samkv. bráðabirg'ðalögunum á atvinnumálaráðherra að skipa alla stjórn verksmiðjanna "jílOc og skal hún skipuð þrem mönn- um. Er ákveðið að Fipnur Jóns- son leikari vei’ði formaður,. hennar, í viðurkenningarskyni fyrir stjórn hans á, Samvinnu- fjelagi ísfirðinga og' Síld.ar- einkasölunni sáluguý'Áuk^nans verður Þorsteinn M. ‘Tonssbn bóksali skiþaður í stjórnitíá,' en hver hinn þriðji' verðui*, ’ínun óráðið ennþá.1 ' ■ ■ • Alþingi hafði ákveðið, að völdin í stjórn Sílb’árvéfksmiðj- anna yrði í höndum sjótnanna og útgerðarmanna, énda el*u það þessir aðiljar, sem hafá hjer mestra hagsmuná að gæta. Nú hefir ríkissf jórnin, meS gerræðinu, svift þessá aðjilja sínum fulltrúum og skipáð í stjórnina Finn leikara og Þor- stein M. Jónsson bóksala. Hverjir eru þeir sjómenn eða útgerðarmenn, sem bera traust til þessara manna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.